Vilja enga útvistun starfa hjá borginni og 3.000 nýjar félagslegar íbúðir

Sósíalistaflokkurinn vill að Reykjavíkurborg byggi þrjú þúsund félagslegar íbúðir, sérstaklega í hverfum þar sem lítið er af félagslegu húsnæði. Borgin ætti að mati flokksins ekki að útvista einu einasta starfi.

Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Sós­í­alista­flokk­ur­inn rekur fram­boðs­bar­áttu sína í Reykja­vík undir slag­orð­inu „Sanna Reykja­vík“ og snýr þannig upp á nafn odd­vit­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur, sem verið hefur eini borg­ar­full­trúi flokks­ins und­an­farin fjögur ár og raunar eini kjörni full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins á lands­vísu.

Flokk­ur­inn fékk 6,4 pró­sent atkvæða í Reykja­vík í síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og er á svip­uðu reki í skoð­ana­könn­unum nú. Sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar frá 3. maí er flokk­ur­inn með 6,7 pró­sent fylgi og fengi einn borg­ar­full­trúa kjör­inn, en þó þyrfti fylgið ekki að verða mikið hærra til þess að annar maður á lista flokks­ins næði kjöri, ásamt odd­vit­anum Sönnu.

Á vef­síðu flokks­ins má sjá ýmsar áætl­anir og stefnur sem flokk­ur­inn vill hrinda í fram­kvæmd í Reykja­vík í kom­andi kosn­inga og tók Kjarn­inn það helsta sem þar má finna sam­an.

Vilja byggja 3.000 félags­legar íbúðir um alla borg

Sós­í­alista­flokk­ur­inn vill að borgin sjálf ráð­ist í stór­á­tak í því að byggja hús­næði fyrir lág­tekju­fólk og vilja að borgin byggi 3.000 félags­legar íbúð­ir, einkum á þeim svæðum þar sem lítið er af félags­legu hús­næði í dag. Í því sam­hengi nefnir flokk­ur­inn Mel­ana og Hag­ana í Vest­ur­bæn­um, Foss­vog­inn og Laug­arás­inn.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn vill að sveit­ar­fé­lögum verði tryggðir sterk­ari tekju­stofnar og vilja beita sér fyrir því að sam­staða náist á milli sveit­ar­fé­laga lands­ins um að stór­auka tekjur sveit­ar­fé­laga með því að leggja útsvar ofan á fjár­magnstekj­ur. Flokk­ur­inn segir að með þessu móti hefðu útsvars­tekjur Reykja­vík­ur­borgar verið um 7 millj­örðum meiri árið 2020.

Auglýsing

Einnig vill flokk­ur­inn end­ur­vekja aðstöðu­gjald á fyr­ir­tæki, veltu­tengdan fyr­ir­tækja­skatt sem rann til sveit­ar­fé­laga, en hann var aflagður í upp­hafi tíunda ára­tugar síð­ustu ald­ar. Þessu máli vill Sós­í­alista­flokk­ur­inn að sveit­ar­fé­lög lands­ins beiti sér sam­eig­in­lega fyrir gegn rík­is­vald­inu. Þá vill flokk­ur­inn sömu­leiðis að sveit­ar­fé­lög hefji við­ræður við ríkið um að 10 pró­sent af áfeng­is­gjaldi renni til sveit­ar­fé­laga, fyrir nauð­syn­lega þjón­ustu við þau sem glíma við áfeng­is- og vímu­efna­vanda.

Í mennta- og barna­málum segir Sós­í­alista­flokk­ur­inn að þar sem börn hafi engar tekjur eigi þau ekki að greiða nein gjöld og vill flokk­ur­inn að menntun á öllum skóla­stigum verði gjald­frjáls og skóla­mál­tíðir verði ókeyp­is. Flokk­ur­inn vill einnig að börnum af erlendum upp­runa verði tryggð bæði íslensku­kennsla og móð­ur­máls­kennsla.

Allri útvistun verði hætt

Sós­í­alista­flokk­ur­inn er með það í stefnu­skrá sinni að „lág­launa­stefna verði lögð af í rekstri sveit­ar­fé­laga“ og allri útvistun verk­efna til einka­að­ila hætt, „starfs­fólk vinni beint fyrir sveit­ar­fé­lag­ið“. „Út­vist­anir leiða ein­göngu til lægri launa, verra starfs­um­hverfis og verri þjón­ustu við íbú­ana,“ segir um þetta í mál­efna­skrá flokks­ins.

Sós­í­alista­lista­flokk­ur­inn vill bæta kjör og starfs­að­stæður starfs­fólks í skólum og við umönn­un, auk þess sem flokk­ur­inn vill hækka fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga, þannig að fjár­hags­að­stoðin „dugi til að lifa mann­sæm­andi líf­i“.

Flokk­ur­inn vill einnig að öll þjón­usta á vegum sveit­ar­fé­laga sem snýr að heilsu og vel­ferð fólks skuli vera „gjald­frjáls og rekin af opin­berum aðilum eða af óhagn­að­ar­drif­inum félags­legum sam­tökum ef það á við“.

Almenn­ings­sam­göngur eiga einnig að vera gjald­frjálsar að mati flokks­ins, auk þess sem ekki ætti að inn­heimta vega­tolla á þjóð­veg­um. Sós­í­alista­flokk­ur­inn vill líka að aðgangur að opin­berum söfnum verði gjald­frjáls og að bóka­söfn, menn­ing­ar­stofn­anir og almenn­ings­garðar verði „efld sem opin rými þar sem allir mega koma saman óháð efna­hags­legri stöð­u“.

Þriðja stjórn­sýslu­stig­ið?

Í stefnu­á­herslum Sós­í­alista­flokks­ins segir einnig að flokk­ur­inn vilji kanna mögu­leik­ann á því að koma á þriðja stjórn­sýslu­stig­inu, „til þess að sam­eina kosti stærð­ar­innar og nær­sam­fé­lags­ins“ og því lýst að slíkt stjórn­sýslu­stig myndi taka yfir verk­efni sem nú eru á höndum rík­is­ins og í sumum til­fellum sveit­ar­fé­laga.

Not­endur þjón­ustu fái að hafa meiri áhrif

Sós­í­alistar segj­ast einnig vilja auka lýð­ræði með því að „not­endur þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna og starfs­menn í almanna­þjón­ustu fái meira vald til ákvarð­ana­töku innan kerf­is­ins“.

Dæmi um þetta eru væru að starfs­menn og íbúar á hjúkr­un­ar­heim­ilum fengju að taka þátt í stefnu­mótun í þeim mála­flokki, not­endur almenn­ings­sam­gangna að þeirra málum og starfs­fólk líkt og kenn­arar og skóla­lið­ar, nem­endur og for­eldrar kæmu að ákvarð­ana­töku í skóla­málum – og svo mætti áfram telja.

Kjarn­inn mun halda áfram að fjalla um fram­lögð stefnu­mál fram­boða í Reykja­vík á næstu dög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent