Tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties (ATP) fór fram um síðastliðna helgi á gamla herstöðvarsvæðinu á Miðnesheiði. Meðal þeirra hljómsveita sem stigu á stokk var hin goðsagnakennda Portishead, sem tróð upp við mikinn fögnuð aðdáenda. Flutningurinn var nánast óaðfinn- anlegur í Atlantic Studios, gamla flugskýlinu sem hýsti stærstu tónleika hátíðarinnar.
Flugskýlið er að mati Kjarnans einn besti tónleikastaður landsins, hljómburðurinn frábær og mikið pláss fyrir gesti sem ekki vilja troða sér fremst í þvöguna til að sjá goðin sín koma fram.
Þá tróð Interpol upp á laugardagskvöldið, eftir Devandra Banhart sem gerði sér lítið fyrir og skemmti fólki einn á sviðinu, án hljómsveitarinnar sinnar. Milli laga sagði hann sögur en stoppaði sig jafnharðan af, afsakaði sig og sagði slíkt gerast þegar hann væri ekki með fleiri á sviðinu. „Það eina sem ég bið ykkur um, á meðan ég er einn, er að segja mér að halda kjafti,“ sagði Devandra.
Myndasafn
Myndir: Rakel Tómasdóttir og Birgir Þór Harðarson
Auglýsing