Auglýsing

Ég ætla ekk­ert að ljúga hérna (no pun intended) þegar ég ímynda mér hversu djöf­ul­lega hresst líf mitt væri ef ég væri umkringd ein­tómu já-­fólki. Ég færi út á morgn­anna og það fyrsta sem ég fengi að heyra á leik­skóla krakk­ans væri hvað allt væri nú pott­þétt hjá mér eins og alltaf og að það væri nán­ast eins og polla­gall­inn væri straujaður með ilm­kjarna­ol­íu­essens svo fag­ur­lega vel með farið væri allt sem kæmi frá mínu vand­aða heim­ili flott­ust og sæt­ust mín. Næsta stopp væri svo latte-to-go á Tár­inu í Banka­stræti. Þar fengi ég að heyra frá körlunum í horn­inu hvað ég væri með fal­lega liðað hár og að það virk­aði bara alls ekk­ert þurrt þrátt fyrir kulda­tíð síð­ustu vikna. Færi svo í vinn­una og þar biðu mín aðeins tölvu­póstar frá fólki sem segðu mér hvað ég sé frá­bær ráð­gjafi og ég þurfi í raun ekk­ert að gera nema halda bara áfram að vera með­idda blikk­broskall með væng­i. 

Svo kíki ég inn í heima­bank­ann en þar eru rauðar töl­ur. Hmm...ekk­ert svo mikið mál samt, eitt sím­tal á þjón­ustu­full­trú­ann þar sem ég útskýri hvað ég sé í raun búin að græða mikið á góðum útsöl­um, að ekki megi gleyma heild­ar­mynd­inni. Hann skilur þetta allt auð­vit­að, biður mig að refresha og púff, allar tölur grænar eins og vel þroskað síprus­tré í Toscana.  

Ég fer í Bónus og stel eins og mér sýn­ist. Fólkið á kass­anum brosir þegar ég sting skinku­pakka undir kápuna og tylli lamba­læri á höf­uðið á mér. Enda er mér sagt að ég sé sól­ar­geisli versl­un­ar­inn­ar, svo kurt­eis og tryggur kúnn­i. 

Auglýsing

Sam­fé­lags­miðl­arnir elska mig, en ekki hvað. Bon Jovi mynd­böndin sem ég pósta fá yfir 500 læk og ekki nóg með það heldur kommentar Jónas Sen ítar­lega um hversu van­metin og marg­slungin tón­listin hans Bon Jovi míns sé og þakkar mér fyrir að vekja athygli sína á þessum óslíp­aða dem­anti.  

Og ef svo óheppi­lega vildi til að ég mundi rekast á ein­hvern sem væri óþægi­leg­ur, ekki kannski alveg sammala mér um ágæti Kim Kar­dashian og Doritos, þá hefði ég úrræði til að ­gera gott betur en að bara hundsa þetta lið. Ég væri með hóp fólks í kringum mig sem mundi  banna þeim að nálg­ast mig á manna­mótum eða yrða á mig. Ef hróp yrðu gerð að mér væri það lítið mál, ég væri með svona tæki á mér sem ruglar töl­uðu máli og breytti orðum fólks­ins í eitt­hvað óskilj­an­legt. Eins og er notað til að afbaka raddir fólks í við­töl­um. Ég mundi bara hrein­lega ekki skilja hvað fólk væri að segja. Ég yrði aldrei spurð óþægi­legra spurn­inga. Ég mundi bara líða áfram í já-draumi. 

Auð­vitað yrði þetta kannski ekki þægi­legt til lengd­ar. Raun­veru­leik­inn yrði senni­lega eft­ir­far­andi: Krakk­inn í göt­óttum pollagalla. Hárið í rúst og vinnan djók. Senni­lega væri ég að auki á bann­lista í annarri hverri verslun á Íslandi og á hide hjá flestum á face­book út af þessum árans mynd­böndum með þessum mið­aldra söngv­ara frá New Jers­ey. 

Íslenska þjóðin fékk öll bjána­lömun á sama sek­úndu­brot­inu þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son mál­aði sig út í horn í Kast­ljós­þætt­inum í gær­kvöldi. Og hví? Hérna kemur það: Hann hefur búið sér til til­veru þar sem hann er aldrei í sama her­bergi og ein­hver sem er ósam­mála hon­um. Hann sagði það sjálfur berum orðum við sænska frétta­mann­inn: „Ís­lenskir stjórn­mála­menn eru ekki vanir að fá svona spurn­ing­ar.”   

Við­mótið breytt­ist svo full­kom­lega þegar Jóhannes Kr. Krist­jáns­son gekk inn í settið og spurði hann áfram. Þá breytt­ist for­sæt­is­ráð­herra úr per­són­unni sem hann var að leika fyrir alþjóða­sam­fé­lag­ið, úr huggu­lega lands­föð­urn­um, hvessti augun á þjóð sína og sagði á hennar tungu­máli að Jóhannes gæti bara tekið það við­tal síðar (les­ist: aldrei) um óþægi­lega mál­efnið sem hann vildi ekki tala um.  

Vanda­mál Sig­mundar Dav­íðs er þetta: Já-heimur hans hefur verið afhjúp­aður enda nær hann ekki út fyrir íslenska land­helgi. Hann skilur ekki hvers vegna hann getur ekki lengur bara keypt sér útskrift­ar­mynd og sent hana á The Daily Mail. Eða tekið við­tal við sjálfan sig í völdum fjöl­miðl­um. Raðað í kringum sig dans­andi ráð­herrum í grænum ledd­urum sem kalla hann leið­toga þjóð­ar­innar á ögur­stundu til að reyna að redda mál­um. Nei hann skilur ekki neitt í neinu. 

En nú er það okkar að ákveða hvort við viljum sætta okkur við að búa við króníska bjána­löm­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None