Ertu ekki örugglega ekki að gera það sem þú ættir ekki að gera ekki?

Auglýsing

„Hej, alli­hopa!“ er fynd­inn frasi. Þó svo að „alli­hopa“ þýði ein­fald­lega „all­ir“, minna þessi orð mig svo­lítið á íslenska jæj­að. Jæja getur þýtt „Kýlum á það!“, „Nú ættum við að haska okkur heim,“ og „Vin­sam­leg­ast drull­aðu þér út úr þess­ari versl­un, við erum að  loka.“ En hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér núna? Hvað hef ég við ein­hverja kump­áns­legar kveðjur á öðru tungu­máli að gera? Tja, þær gætu komið sér vel fyrst ég ætla að flytja til Stokk­hólms í haust. Jebsí pepsí, nú skal pakkað í töskur og haldið til fyr­ir­heitna lands­ins. Ég yfir­gef ill­gres­is­gró­inn klak­ann í leit að auð­veld­lega sam­settum hús­gögnum og stund­vísum sam­löndum brynj­aða post-it miðum ef til passíf-a­gressífra átaka skildi nú koma. Þar mun ég ábyggi­lega kynn­ast tveggja metra háum, ljós­hærðum karl­manni sem heitir Joon og saman munum við eign­ast tví­burana Jål­hub og Luttel.

Eða ekki. Ég verð í burtu í heila þrjá mán­uði og kem meira að segja heim fyrir jól­in. Á heild­ina litið er þetta afskap­lega stutt tíma­bil en samt skelf ég á bein­un­um. Breyt­ingar geta nefni­lega verið erf­ið­ar. Ég hef áður flúið þessa fjand­ans mold­ar­hrúgu þar sem er ekk­ert að gera nema vinna og drekka sig í hel í leið­inni (Ís­land er land þitt, og ávallt þú geym­ir...). Fór til Costa Rica í væg­ast sagt vel heppn­aða yoga-­ferð *hóst*. En þar á undan hafði ég farið til Sviss sem au pair og ætlað að ala upp börn í níu mán­uði sam­fleytt. Ég skakklapp­að­ist heim aftur í faðm mömmu með skottið milli fóta eftir tæpa tvo mán­uði, buguð á lík­ama og sál. Börn eru bara svaka­lega erf­ið, hverjum hefði dottið það í hug?

Ég man eftir því þegar ég gekk upp tröpp­urnar í Leif­stöð, horfði til mömmu sem veif­aði til mín, stolt og strax farin að sakna mín. Og röddin í höfð­inu á mér hvísl­aði stað­fast­lega: „Þetta eru mis­tök.“ Það er nú sjaldan sem ég tek mark á því sem ger­ist inn í eigin kolli, en þessa rödd þekki ég vel. Hún býr í mag­anum á mér og snýr öllu á hvolf þegar ég geri eitt­hvað sem ég veit innst inni að er ekki góð hug­mynd. Lof mér bara að full­vissa ykkur um það að þegar þessi rödd byrjar að klingja innra með manni er lang­best að hlýða, því fyrr því betra. Þú heldur að þú sért of langt leidd­ur, of seint að snúa við en þá er gott að muna að vondir hlutir eiga það til að versna nema eitt­hvað sé gert í þeim. Skerðu tap þitt og farðu heim.

Auglýsing

Þessi rödd gargar hvað hæst þegar ég er við það að ganga fram af brún­inni ofan í gjá vand­ræð­anna. En ekki láta blekkjast, stundum áttu að stinga þér á bólakaf en þú snýrð við á ögur­stundu og þá fer þessi sama rödd að láta á sér kræla. Því mis­tök eru ekki bara gjörðir sem við hefðum betur sleppt, heldur eft­ir­sjá þeirra gjörða sem við létum ekki verða af. Að minnsta kosti með þeim fyrri færðu að fara heim reynsl­unni rík­ari og oft með frá­bærar sögur í þokka­bót (ekki þamba vodka í djús dag­inn eftir enda­jaxla­töku, nema þú viljir verða á sneplunum á innan við fimm mín­út­um. Til að ná sem bestum árangri: sittu á rass­in­um, drekktu þrjá í röð og stattu svo hratt upp. Farðu svo í vinn­una dag­inn eftir og vertu jákvæð­asti mót­töku­rit­ari í heim­i).

Aðal spurn­ingin felst í því að greina þessi tvö mis­tök í sund­ur: ertu að gera eitt­hvað sem þú ættir ekki að gera, eða ertu ekki að gera eitt­hvað sem þú ættir að gera? Það fyrra er kannski auð­veld­ara að spotta, en það seinna svíður meira. Hvað mig varðar veit ég alltaf að ég á að gera eitt­hvað þegar ég rembist við að finna ástæður fyrir því hvers vegna ég ætti ekki að gera það (og svo öfugt).

Í gær­kvöldi bjó ég til lista yfir hvers vegna ég ætti ekki að fara til Sví­þjóð­ar. Þar má finna prýð­indis rök á borð við fjár­hags­lega áhættu og að þurfa eign­ast nýja vini,  en líka kjaftæði eins og mögu­legt vesen við að kaupa mér lest­ar­kort, hverju ég ætti eig­in­lega að pakka og hvað ég nenni ekki að læra sænsku. Þar með er ég gjör­sam­lega komin í þrot. Þetta er bara ótti við breyt­ingar og óvissu í dul­ar­gervi skyn­semi.

Svo nú er að hrökkva eða stökkva. Ég er búin að búa til aðgang að Duol­ingo þar sem ég hef lært lyk­il­setn­ingar í sænsku á borð við: „sköld­paddan äter en smörgås.“ (Geri sterk­lega ráð fyrir því að þurfa að beita þessum orða­forða frá fyrsta deg­i). Ég get líka bara horft á góða krimma­þætti og lesið bæk­ur, það er ekki eins og ég sé að fara út að leika mér í þessu geð­veika veðri (...Ís­land í huga þér, hvar sem þú ferð...).

Því hvet ég okkur öll til að skil­greina það sem við ótt­um­st, finna rök með og á móti, og í kjöl­farið kýla okkur í framan fyrir allt bullið sem við notum til að sann­færa okkur sjálf um að gera ekki eitt­hvað þrosk­andi og skemmti­legt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði