Auglýsing

Nú þegar líður að kosningum, sem fara fram 29. október, dynja á landsmönnum áróðursherfðir flokkanna sem í framboði eru.

Eitt af því sem ætti að varast sérstaklega eru kosningaloforð og fullyrðingar um að hin og þessi stefnumál muni ná fram að ganga komist flokkarnir í þá stöðu að vera með þræðina í hendi sér.

Sérstaklega er þetta varhugavert í því mynstri sem nú er í kortunum, þar sem í það minnsta þrír flokkar þurfa að ná saman um stefnumál og ríkisstjórnarsamstarf.

Auglýsing

Það var alveg rétt hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, þegar hann minntist á það í viðtali við Channel 4 í Bretlandi, að það myndi líklega reyna mikið á stjórnmálaflokkana eftir kosningum og að flokkar eins og Píratar þyrftu að vera tilbúnir að gera málamiðlanir þegar kemur að stjórnarmyndunni.

Viðræður hafnar of snemma?

Það verður að teljast einkennilegt, að viðræður séu hafnar um myndun næstu ríkisstjórnar, eins og landslagið í stjórnmálunum er núna. Vinstri græn, Píratar, Samfylking og Björt framtíð hafa að undanförnu átt „góðar viðræður“ sem geti orðið vísir að nýrri ríkisstjórn flokkanna, að sögn leiðtoga flokkanna. Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir umbótastjórnina svonefndu hafa gefið von um bjartari tíma í stjórnmálunum.

Margt bendir til þess að betra sé fyrir flokkana að fara sér hægt, því vindurinn er ekki endilega í seglum flokkanna núna í síðustu vikunni fyrir kosningar. Eins og mál standa nú mælast flokkarnir samtals með rúmlega 50 prósent fylgi og óhætt að segja að staðan sé tæp.

Mikil hreyfing hefur verið í könnunum á fylgi flokkanna og einkennilegt að formenn stjórnarandstöðuflokkanna séu komnir af stað í viðræður. Píratar hafa til dæmis mælst með mikið fylgi hjá fólki á aldrinum 18 til 35 ára, og hlutfallslega meira en í öðrum aldurshópum, en kosningaþátttaka hefur verið slökust í þessum hópi. Nú síðast staðfestist það í forsetakosningunum en Hagstofan hefur birt gögn sem sýna að þátttakan í yngsta hópnum var aðeins 63 prósent en hjá eldra fólki var hún 10 til 20 prósentustigum hærri.

Kosningaþátttaka eftir aldri í forsetakosningunum. Eins og sést á myndinni, var hún minnst meðal yngri kjósenda, en í þeim hópi hafa Píratar mælst sterkastir.

Kosningaþátttakan getur þannig haft mikið um það að segja hvernig flokknum gengur í kosningunum. Umboð flokksins til að leiða ríkisstjórn hvílir vitaskuld á útkomunni í kosningunum.

Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, á ekki öruggt þingsæti, eins og kosningaspá Kjarnans sýnir, og það er erfitt að sjá það fyrir sér að flokkurinn verði í aðstöðu til að taka þátt í ríkisstjórnarmyndun verði það niðurstaðan.

Píratar hafa sérstaklega lagt á það áherslu að þeir geti sýnt kjósendum fyrir hvað þeir standa, áður en það er kosið. Og ef það þurfi að gera málamiðlanir, þá liggi fyrir hverjar þær eru. Þetta er góð stefna og meiningin góð. En vandinn við þessa sýn á málin er sá að aðrir flokkar hafa einnig áhrif á hvaða mál það verða, sem þarf að ná saman um. 

Veruleikinn bankar á dyrnar um leið og kosningum lýkur og þá reynir á ábyrgð stjórnmálamanna um að mynda starfhæfa og ábyrga ríkisstjórn, eins og forsetinn benti á. Alþekkt er að stjórnmálaflokkar þurfa gefa afslátt á eigin stefnu í slíku ferli eða í það minnsta sættast á að stefna samstarfsflokka ráði ferðinni í tilteknum málaflokkum.

Breytingar óumflýjanlegar

Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar mun falla, það er svo til alveg öruggt. Á síðustu fjórum dögunum þarf hún að bæta við sig 15 til 19 prósentustigum í fylgi til þess að halda velli og það verður að teljast afar ólíklegt að það takist, jafnvel þó Framsóknarflokkurinn sé þekktur fyrir að ná að hækka sig á lokametrunum miðað við kannanir.

En það er ekki ljóst enn hvað mun taka við og það er ekki víst að umbótastjórnin svonefnda verði með nægilegan byr í seglum til að geta starfað. Það ætti að gefa flokkunum ástæðu til að þess að anda rólega, lofa engu sem þeir mögulega geta ekki staðið við og ekki heldur loka neinum möguleikum þegar kemur að því að mynda starfhæfa stjórn. Það er ekki hægt að mynda ríkisstjórn fyrir kosningar, allra síst þegar jafn mikil óvissa er uppi um hver útkoman verður og hver mun fá umboð til að mynda ríkisstjórn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None