Auglýsing

Nú þegar líður að kosn­ing­um, sem fara fram 29. októ­ber, dynja á lands­mönnum áróð­urs­herfðir flokk­anna sem í fram­boði eru.

Eitt af því sem ætti að var­ast sér­stak­lega eru ­kosn­inga­lof­orð og full­yrð­ingar um að hin og þessi stefnu­mál muni ná fram að ganga kom­ist flokk­arnir í þá stöðu að vera með þræð­ina í hendi sér.

Sér­stak­lega er þetta var­huga­vert í því mynstri sem nú er í kort­un­um, þar sem í það minnsta þrír flokkar þurfa að ná saman um stefnu­mál og rík­is­stjórn­ar­sam­starf.

Auglýsing

Það var alveg rétt hjá Guðna Th. Jóhann­essyni, for­seta Ís­lands, þegar hann minnt­ist á það í við­tali við Channel 4 í Bret­landi, að það ­myndi lík­lega reyna mikið á stjórn­mála­flokk­ana eftir kosn­ingum og að flokk­ar eins og Píratar þyrftu að vera til­búnir að gera mála­miðl­anir þegar kemur að ­stjórn­ar­mynd­unni.

Við­ræður hafnar of snemma?

Það verður að telj­ast ein­kenni­legt, að við­ræður séu hafn­ar um myndun næstu rík­is­stjórn­ar, eins og lands­lagið í stjórn­mál­unum er nún­a. Vinstri græn, Pírat­ar, Sam­fylk­ing og Björt fram­tíð hafa að und­an­förnu átt „­góðar við­ræð­ur“ sem geti orðið vísir að nýrri rík­is­stjórn flokk­anna, að sögn leið­toga flokk­anna. Mörð­ur­ Árna­son, fyrr­ver­andi þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir umbóta­stjórn­ina svo­nefndu hafa gefið von um bjart­ari tíma í stjórn­mál­un­um.

Margt bendir til þess að betra sé fyrir flokk­ana að fara sér­ hægt, því vind­ur­inn er ekki endi­lega í seglum flokk­anna núna í síð­ustu vik­unni fyrir kosn­ing­ar. Eins og mál standa nú mæl­ast flokk­arnir sam­tals með rúm­lega 50 pró­sent fylgi og óhætt að segja að staðan sé tæp.

Mikil hreyf­ing hefur verið í könn­unum á fylgi flokk­anna og ein­kenni­leg­t að for­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna séu komnir af stað í við­ræð­ur. Pírat­ar hafa til dæmis mælst með mikið fylgi hjá fólki á aldr­inum 18 til 35 ára, og hlut­falls­lega meira en í öðrum ald­urs­hóp­um, en ­kosn­inga­þátt­taka hefur verið slök­ust í þessum hópi. Nú síð­ast stað­fest­ist það í for­seta­kosn­ing­unum en Hag­stofan hefur birt gögn sem sýna að þátt­takan í yngsta hópnum var aðeins 63 pró­sent en hjá eldra fólki var hún 10 til 20 pró­sentu­stigum hærri.

Kosningaþátttaka eftir aldri í forsetakosningunum. Eins og sést á myndinni, var hún minnst meðal yngri kjósenda, en í þeim hópi hafa Píratar mælst sterkastir.

Kosn­inga­þátt­takan getur þannig haft mikið um það að segja hvernig flokknum gengur í kosn­ing­un­um. Umboð flokks­ins til að leiða rík­is­stjórn­ hvílir vita­skuld á útkom­unni í kosn­ing­un­um.

Oddný Harð­ar­dótt­ir, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á ekki öruggt þing­sæti, eins og kosn­inga­spá Kjarn­ans sýn­ir, og það er erfitt að sjá það fyr­ir­ ­sér að flokk­ur­inn verði í aðstöðu til að taka þátt í rík­is­stjórn­ar­myndun verð­i það nið­ur­stað­an.

Píratar hafa sér­stak­lega lagt á það áherslu að þeir get­i ­sýnt kjós­endum fyrir hvað þeir standa, áður en það er kos­ið. Og ef það þurfi að ­gera mála­miðl­an­ir, þá liggi fyrir hverjar þær eru. Þetta er góð stefna og mein­ingin góð. En vand­inn við þessa sýn á málin er sá að aðrir flokkar hafa einnig áhrif á hvaða mál það verða, sem þarf að ná saman um. 

Veru­leik­inn bankar á dyrn­ar um leið og kosn­ingum lýkur og þá reynir á ábyrgð stjórn­mála­manna um að mynda ­starf­hæfa og ábyrga rík­is­stjórn, eins og for­set­inn benti á. Alþekkt er að stjórn­mála­flokkar þurfa gefa afslátt á eigin stefnu í slíku ferli eða í það minnsta sætt­ast á að stefna sam­starfs­flokka ráði ferð­inni í til­teknum mála­flokk­um.

Breyt­ingar óum­flýj­an­legar

Rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar mun falla, það er svo til alveg öruggt. Á síð­ustu fjórum dög­unum þarf hún að bæta við sig 15 til 19 ­pró­sentu­stigum í fylgi til þess að halda velli og það verður að telj­ast afar ólík­legt að það takist, jafn­vel þó Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sé þekktur fyrir að ná að hækka sig á loka­metr­unum miðað við kann­an­ir.

En það er ekki ljóst enn hvað mun taka við og það er ekki víst að umbóta­stjórnin svo­nefnda verði með nægi­legan byr í seglum til að geta ­starf­að. Það ætti að gefa flokk­unum ástæðu til að þess að anda rólega, lof­a engu sem þeir mögu­lega geta ekki staðið við og ekki heldur loka nein­um ­mögu­leikum þegar kemur að því að mynda starf­hæfa stjórn. Það er ekki hægt að mynda rík­is­stjórn fyrir kosn­ing­ar, allra síst þegar jafn mikil óvissa er uppi um hver útkoman verður og hver mun fá umboð til að mynda rík­is­stjórn.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None