Afsláttur á eignum og heilbrigðisvottorð á falið fé

Auglýsing

Enn týn­ast til púsl í heild­ar­mynd­ina af fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands, aðgerð sem hefur aukið mis­skipt­ingu gæða á Íslandi mjög. Í nýju svari við fyr­ir­spurn þing­manns­ins Björns Leví Gunn­ars­sonar hafa starfs­menn Seðla­bank­ans brotið niður hvar pen­ingar þeirra Íslend­inga sem nýttu sér leið­ina komu, á ítar­legri hátt en bank­inn hefur áður verið til­bú­inn að gera. Enn er þó þrá­ast við að upp­lýsa um hverjir það nákvæm­lega voru sem fengu að nýta sér þetta tæki­færi og fá allt að 20 pró­sent fleiri krónur fyrir evrur sem þeir skiptu í gegnum Seðla­bank­ans, og gátu notað til að kaupa upp eignir á Íslandi á hrakvirði.

Þessir sömu aðilar geta nú sumir hverjir farið aftur út með féð sem þeir ferj­uðu í gegnum leið­ina. Skipt krón­unum sínum í evrur eftir að hafa ávaxtað fé sitt ævin­týra­lega á marg­hátt­aðan hátt. Þeir sem komu inn í gegnum leið­ina á fyrstu mán­uðum árs­ins 2012 og keyptu sér t.d. íbúð­ar­hús­næði hafa tekið út alls konar ágóða. Í fyrsta lagi hefur íbúð­ar­verð hækkað um 72 pró­sent frá því í byrjun árs 2012. Miðað við útboðs­verðið sem þeir fengu á evru, sem var 240 krón­ur, þá hefur virði krón­anna sem Seðla­bank­inn leyfi þeim að skipta tvö­fald­ast í evrum talið. Sá sem skipti t.d. einni milljón evra í krónur í febr­úar 2012 í útboði fjár­fest­ing­ar­leið­ar­inn­ar, keypti sér íbúð­ar­hús­næði fyr­ir, seldi það síðan og skipti hermang­inu í evrur í mars 2017, hefur fengið 3,7 millj­ónir evra á heim­leið­inni. Ágætis ávöxt­un, í boði íslensks sam­fé­lags.

Pen­ingar frá aflandseyjum

Nýju upp­lýs­ing­arnar í svari Seðla­bank­ans eru t.d. þær að í fyrsta sinn gefur bank­inn upp hver virð­is­aukn­ing þeirra sem fóru leið­ina í heild var. Sam­kvæmt útreikn­ingum bank­ans var hún 31 millj­arður króna. Það eru pen­ingar sem þessi litli hópur (alls rúm­lega eitt þús­und bjóð­end­ur) fengu umfram skráð gengi Seðla­banka Íslandi til að kaupa hér eign­ir.

Auglýsing

Kjarn­inn hafði áður greint frá því að um 35 pró­sent af því fé sem ferjað var til Íslands í gegnum leið­ina hafi komið frá inn­lendum aðil­um. Þ.e. Íslend­ingum og erlendum félögum í eigu Íslend­inga. Alls kom þessi hópur með 72 millj­arða króna í gegnum leið­ina og fékk virð­is­aukn­ingu upp á ell­efu millj­arða króna.

Nú birtir Seðla­bank­inn líka í fyrsta sinn upp­lýs­ingar um hvernig skipt­ingin var milli þeirra Íslend­inga sem nýttu sér leið­ina. Þar kemur fram af þeim 795 aðilum sem telj­ast inn­lendir voru 301 búsettir hér­lend­is. Þeir komu sam­tals með 60 millj­ónir evra af þeim 385 millj­ónum evra sem inn­lendir aðilar komu með inn í landið í gegnum leið­ina, eða um 42 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­innar sem inn­lendir ferj­uðu hingað til fjár­fest­inga.

Rest­in, alls 225 millj­ónir evra, kom frá inn­lendum aðilum sem búa erlend­is. Í svar­inu segir að bein kaup lög­að­ila frá lág­skatt­ar­svæð­um, eins og t.d. Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, í meiri­hluta­eigu Íslend­inga hefðu numið 26 millj­ónum evra, eða um fimm millj­örðum króna. Frá Lúx­em­borg, Kýpur og Möltu, sem eru ekki skil­greind sem lág­skatt­ar­svæði sam­kvæmt lista fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, tóku 12 lög­að­ilar í meiri­hluta­eigu íslenskra aðila þátt og komu sam­tals með 15,2 millj­arða króna inn í land­ið.

Sem­sagt: Seðla­banki Íslands hann­aði leið sem Íslend­ingar með pen­inga á aflandseyjum og þekktum skatta­snið­göngu­löndum not­uðu til að ferja 20 millj­arða króna inn í landið og kaupa upp eignir með afslætti.

Ekki vitað hvort pen­ingar hafi verið þvætt­aðir

Í svari Seðla­banka Íslands við fyr­ir­spurn þing­manns­ins segir að ekki sé „hægt að úti­loka með öllu að í ein­hverjum til­vikum hafi ekki verið farið í einu og öllu sam­kvæmt ákvæðum skil­mála fjár­fest­ing­ar­leið­ar.“ Með öðrum orð­um, bank­inn veit ekki hvort þeir sem nýttu sér leið­ina fylgdu skil­málum hennar eða ekki. Raunar hafa komið upp saka­mál þar sem sýnt hefur verið fram á að menn gerðu það ekki, heldur nýttu sér leið­ina til að stunda ólög­mætt gjald­eyr­is­brask sem skil­aði miklum ávinn­ingi. Seðla­bank­inn til­tekur að hann hafi veitt skatt­yf­ir­völdum þau gögn um fram­kvæmd­ina sem óskað hafi verið eft­ir.

Í svari bank­ans segir enn fremur að það hafi verið fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna sem voru milli­liðir í við­skipt­unum að kanna við­skipta­menn sína með til­liti til laga um pen­inga­þvætti. Kjarn­inn greindi frá því í jan­úar að ein­ungis einn við­skipta­banki, Kvika banki, hafi viljað gefa það upp hvort hann hefði sent til­kynn­ingar um pen­inga­þvætti vegna við­skipta­vina hans sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina. Sá banki sendi engar til­kynn­ing­ar. Þrír bank­anna, Íslands­banki, Arion banki og Lands­bank­inn, vilja hins vegar ekki svara því hvort þau hafi sent ein­hverjar til­kynn­ingar til pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu vegna gruns um að ein­hverjir úr við­skipta­manna­hópi þeirra hafi þvættað pen­inga með því að nýta sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina. Og pen­inga­þvætt­is­skrif­stofan sjálf sagði að eftir því sem næst yrði kom­ist hefðu engar til­kynn­ingar borist um pen­inga­þvætti í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina.

Skatta­hag­ræði í boði lög­gjafans

Upp­lýs­ing­arnar sem Seðla­banki Íslands birti eru mjög áhuga­verðar í sam­hengi við annað sem á sér stað í íslensku sam­fé­lagi núna. Fjár­fest­ing­ar­leiðin var til dæmis ein­ungis fyrir efnað fólk. Lengst af þurfti við­kom­andi að eiga að minnsta kosti 50 þús­und evrur sem hann vildi skipta í krónur til að taka þátt en sú upp­­hæð var lækkuð í 25 þús­und evrur allra síð­­­ustu mán­uð­ina sem hún var við lýði.

Þeir Íslend­ingar sem ferj­uðu fé í gegnum leið­ina voru því fólk sem hafði fært pen­ing­anna sína út fyrir íslenska lög­sögu áður en höft voru sett. Flestir þeirra gerðu það vegna þess sem á fínu máli kall­ast „skatta­hag­ræði“ en má líka bara kalla vilja­leysi til að greiða sinn skerf til sam­neyslu. Eða bara græðgi. Það að nýta sér „skatta­hag­ræð­i“, eða jafn­vel „skatta­snið­göng­u“, var hins vegar lög­legt. Fólki sem hafði fjár­magnstekjur var gert það mögu­legt af þeim sem settu lög hér­lendis að kom­ast hjá því að borga sömu skatta og venju­legt fólk þarf að greiða. Þess vegna kom ekk­ert rosa­lega á óvart þegar Seðla­bank­inn opin­ber­aði það í vik­unni að 36 pró­sent alls þess fjár sem streymdi á bruna­út­söl­una Íslands eftir hrunið í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina kom frá Lúx­em­borg og Sviss, þeim tveimur löndum sem efn­aðir Íslend­ingar horfa aðal­lega til þegar þeir vilja geyma pen­ing­anna sína, sem urðu til á Íslandi, í vari frá íslenskri skatt­heimtu.

Elítu­leið

Þetta er líka áhuga­vert í sam­hengi við nýja rann­sókn sem sýnir að íslenskt þjóð­fé­lag er lag­­skipt og það er gjá milli elítu og almenn­ings. Sterk tengsl eru á milli elítu við­­skipta- og atvinn­u­lífs­ins ann­­ars vegar og félags- og hags­muna­­sam­taka, til dæmis stjórn­­­mála­­flokka, hins veg­­ar. Auk þess tengj­­ast valda­­miklir aðilar í fjöl­miðlum og stjórn­­­sýslu elítu­hópum úr mörgum atvinn­u­­grein­­um.

Í ljósi þess að umrædd elíta á þorra raun­veru­legs fjár­magns (þegar búið er að draga frá eigið fé í hús­næði, sem er ekki mjög nýt­an­leg eign fyrir flesta en það eina sem venju­legt launa­fólk eignast) má vel draga þá ályktun að elít­urnar hafi fyrst og síð­ast getað nýtt sér þessa fjár­fest­ing­ar­leið. Fengið afslátt á eignum á Íslandi og heil­brigð­is­vott­orð á pen­ing­anna sem þeir komu fyrir á lág­skatt­ar­svæðum fyrir hrun­ið.

Og hlæi nú alla leið í bank­ann.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari