Strætó er bjargvættur bílsins

Eiríkur Ragnarsson segir að strætó eigi eftir að koma til með bæta líf farþega, létta líf fjölda annara ökumanna og þar með vera bjargvættur bílsins. Hann er einfaldlega búinn að reikna það út.

Auglýsing

Spár spakra manna segja okkur það að árið 2040 verði íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins tæp­lega 300 þús­und tals­ins. Sem þýðir það að þegar ég er orð­inn eins gam­all og móðir mín er í dag, þá verður höf­uð­borg­ar­svæðið búið að bæta við sig um 70 þús­und manns, mann­fjölda sem jafn­ast á við bæði Kópa­vog og Hafn­ar­fjörð í dag. 

Sam­hliða þess­ari fólks­fjölgun á Reykja­vík eftir að taka miklum breyt­ing­um. Blokka­hverfin eiga eftir að halda áfram að vaxa og ný verða til. Aukin sam­keppni í verslun og þjón­ustu og sú skala­hag­kvæmni sem á eftir að eiga sér stað í fram­leiðslu og verslun á eftir að bæta úrval, gæði og lækka verð á hinum ýmsu neyt­enda­vör­um. Sem sagt, ég á eftir að hafa það ágætt sem mið­aldra kall  í Reykja­vík.

Og þó. Þetta verður ekki allt einn dans á rós­um. Smá­bæj­ar­stemmar­inn á smám saman eftir að drag­ast saman og það sem auð­velt var að gera áður á traustinu einu á verður erf­ið­ara og háð frekara veði. Ef fram­boð á hús­næði heldur ekki upp í eft­ir­spurn þá endum við með því að eyða ansi miklu af okkar aur í þak yfir höf­uðið og svo fram eftir göt­um. Og já, síð­ast en ekki síst, ef of lítið er gert í sam­göngu­málum eiga Reyk­vík­ingar eflaust eftir að eyða meiri tíma með mið­stöð­ina og Bylgj­una í botni á leið­inni í vinn­una.

Auglýsing

Það eru tvær mögu­legar lausnir við umferð­ar­vanda fram­tíð­ar­innar

Fyrsta leiðin sem er í boði er sú sem íhalds­fólk borg­ar­innar vilja sjá verða að veru­leika. Hún felur það í sér að leggja fleiri göt­ur, byggja bíla­stæða­hús og leyfa svo fólki í frelsi sínu að bruna á milli heim­ilis og vinnu á einka­frels­is­vagn­in­um. Kost­irnir við þessa lausn er að sjálf­sögðu sú að ef hún er valin getum við haldið áfram að lifa líf­inu eins og við höfum gert und­an­farin 40 ár – frjáls, í bíl. En ókost­ur­inn við þessa lausn er aug­ljós­lega sá að við eigum öll eftir að þurfa að búa með: þyngri umferð; meng­aðra lofti; og þeim háa kostn­aði fylgir því að reka einka­frels­is­vagn­inn.

Hin leið­in, snjó­korna­leið­in, felur í sér bættar almenn­ings­sam­göngur í hvaða formi sem er. Snjó­korn­unum virð­ist nokk sama hvort verði fyrir val­inu borg­ar­lína, lest eða tel­eport. Í stað­inn er það sem skiptir þau máli að nýja kerfið verði betra en núver­andi kerfi og geti á skil­virkan hátt losað þau undan oki einka­bíls­ins (snjó­korn tala ekki um einka­frels­is­vagna). Kost­irnir við þessa lausn eru helst þær að hún getur fækkað bílum á veg­unum og þar með dregið úr loft­mengun og stór­lækkað kostnað almenn­ings af því að kom­ast frá A til B (árskort hjá Strætó kostar minna en að reka bíl í eitt ár sam­kvæmt útreikn­ingum FÍB).

Sama hvernig litið er á það er Strætó hag­kvæmur kostur

Mynd 1.

Þó svo að eng­inn taki Strætó í dag þýðir ekki að eng­inn taki Strætó á morgun

Þegar ég bjó í Reykja­vík keyrði ég í vinn­una þrátt fyrir að skrif­stofan væri ekki nema í 5 til 6 kíló­metra fjar­lægð frá heim­il­inu mínu. Þetta þótti mér eðli­legt alveg þangað til ég flutti til London. Þar byrj­aði ég að hjóla í vinn­una og gerði ég það þrátt fyrir að leiðin væri tæp­lega 15 kíló­metr­ar. Að sjálf­sögðu hefði það verið nota­legra að sitja í bíl heldur en á blautu spand­ex­inu í bresku rign­ing­unni, en að keyra var of dýrt. Ég hefði líka alveg verið til í að lesa bók í neð­an­jarð­ar­lest, en mán­að­ar­kort í lest­ina kost­aði jafn mikið og rómans­inn rann fljótt af lesta­ferð­inni þegar raun­veru­leik­inn sökk inn (í formi hand­ar­krika ókunnra manna, þrýstum upp að nef­inu á mér).

Ástæðan fyrir því að ég hjólaði var ekki sú að mér fannst svo gaman að hjóla í gegnum þriggja akreina hring­torg, með hjartað í spand­ex­bux­un­um. Nei, það var ein­fald­lega bara sá val­kostur sem var minnst ömur­legur. Og þegar ég bjó í Reykja­vík fannst mér einka­bíll­inn líka minnst ömur­legur og svo virð­ist vera sem ég sé ekki einn um þetta við­horf þar sem aðeins fjögur pró­sent af ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru farnar með Strætó. 

Stöldrum nú aðeins við. Fjögur pró­sent. Í úrtaki Eurostat á sam­göngu­venjum í evr­ópskum borgum kemur fram að í þýsku stór­borg­unum Berlín og München not­ast ríf­lega þriðj­ungur Borg­ar­búa við almenn­ings­sam­göng­ur. Í smærri borgum Þýska­lands (með sam­bæri­legum mann­fjölda og Reykja­vík mun hýsa árið 2040), eins og Bonn og Augs­burg, er hlut­fallið á bil­inu 14 til 18%. 

Ef Reykja­vík væri þýsk borg

Mynd 2. 

Nú fer það ekki milli mála að Þjóð­verjar eru í það minnsta eins mikil bíla­dellu­þjóð og Íslend­ingar (Schumacher, Autoba­hn, BMW og Daim­ler) og eins og við Íslend­ing­ar, þá „völdu þeir bíl­inn“, en þrátt fyrir það nota þeir samt almenn­ings­sam­göngur hægri vinstri. Í Köln og Hamburg nota á bil­inu 24% og 29% íbúa almenn­ings­sam­göng­ur. Ef við Reyk­vík­ingar bætum okkar lummu­lega 4% hlut­fall um bara eitt pró­sent á ári, þá árið 2040 verðum við í deild með þessum borgum (með 26% hlut­fall). Og það sem slík þró­un, þó ólík­leg sé, myndi þýða væri það að nán­ast engir nýir einka­bílar myndu bæt­ast við á götur Íslands. 

Stað­göngu­varan Strætó

Mynd 3.

Að sjálf­sögðu er það ólík­legt að fjórð­ungur Íslend­inga verði strætófarar eftir 22 ár og mögu­lega er það of metn­að­ar­fullt að bera okkur saman við ofur skipu­lagða og útreikn­aða Þjóð­verja. Ég geri mér engar grill­ur, en þó svo 26% sé ólík­legt þá er 12% mark­mið borg­ar­innar ekk­ert galið. Og 12% er nóg til þess að koma rúm­lega 25 þús­und ein­stak­lingum úr einka­bílnum og inn í stræt­is­vagna. Með því kemur strætó til með bæta líf far­þega og létta líf fjölda ann­ara öku­manna og þar með vera bjarg­vættur bíls­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics