Gæti sameining N1 og Krónunnar leitt til hærra verðlags í Bónus?

Eiríkur Ragnarsson segir að það sé augljóst mál að þegar eignarhald skarist mikið hjá stórum félögum þá flækjast og breytast hvatar stjórnenda.

Auglýsing

Við Íslend­ingar borgum 85% meira fyrir Skóla­ost en Þjóð­verjar og 46% meira fyrir stutt­buxur í HogM en Bretar. Þetta kemur engum á óvart enda er það óum­deild stað­reynd að verð­lag á Íslandi er hátt, sem þýðir það að við þurfum borgum meira fyrir sama mat og sömu föt en fólk í útlönd­um.

Ástæð­urnar fyrir þessu háa verð­lagi eru nokkrar: Við erum fá og er því kostn­aður við að selja hverja vöru aðeins hærri en ella; Við þurfum að flytja inn bæði neyslu­vörur og hrá­efni til fram­leiðslu frá fjar­lægum löndum (og eru þau áhrif ýkt með tollum og gjöld­um).

En fyrir utan þessa aug­ljósu þætti þá er annað atriði sem skiptir líka máli – sam­keppni, eða frekar skort­ur­inn á henni. Ólíkt landa­fræði og fólks­fjölda, þá er hægt með lögum og góðu reglu­verki að hafa þónokkur áhrif á hversu vel sam­keppni virkar á okkar litlu óskil­virku mörk­uð­um.

Auglýsing

Hvernig lækkar sam­keppni verð

Ef við ímyndum okkur tvær mat­vöru­versl­anir stað­settar hlið við hlið, köllum þær Bónó og Aur­inn. Báðar selja þær Gevalia kaffi­poka á 100 kall og kostn­aður beggja af því að selja einn poka er 80 krónur (og græðir hvor búð 20 kall af hverjum seldum poka). Ef í dag hvor búðin selur 200 poka af kaffi á dag, þá græðir hvort búðin 4.000 kall á hverjum degi.

Ef einn dag­inn Bónó ákveður að ef lækka verðið hjá sér niður í 95 krónur þá myndu þeir upp­götva að hluti, segjum 150, af við­skipta­vinum Aurs­ins hætta að versla við Aur­inn og kaupa kaffið sitt í Bónó í stað­inn. Sem þýðir það að Bónó selur nú meira kaffi (350 poka) á 95 kall - og græðir þar með 5.250 kall (12.5% meira en í gær!).

Í lok dags sér Aur­inn að hann hefur aðeins selt 50 kaffi­poka og hefur gróði dags­ins dottið úr 4.000 kalli niður í 1.000 kall. Aur­inn tekur því á það bragð að svara Bónó í sömu mynt og bjóða kaffið sitt á 90 kall. Þetta snýr þá mark­aðs­hlut­deild­inni við og standa fyr­ir­tækin tvö í „verð­stríði“ þangað til lít­ill sem eng­inn gróði er eftir og neyt­endur geta keypt kaffið sitt á um það bil 80 krónur í báðum búð­um.

En sam­keppni virkar ekki alltaf eins og hún á að gera. Aur­inn og Krónan gætu til dæmis gert með sér sam­komu­lag að hækka verð á kaffi aftur upp í 100 kall. Ef þeir gera það og hvor aðili stendur við sitt lof­orð að hækka verð þá gætu báðar búð­irnar byrjað aftur að græða 4.000 kall á dag. En sem betur fer fyrir okkur neyt­endur er slíkt bannað með lögum og ef Aur­inn og Bónó svo gott sem hugsa um verð­sam­ráð þá er Páli í Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu að mæta.

En það er líka önnur leið sem Aur­inn og Bónó geta farið sem virkar nákvæm­lega eins og verð­sam­ráð. Hún virkar svona: Aur­inn kaupir 50% hluta­fjár í Bónó og borgar Bónó með 50% af sínu eigin hluta­fé. Nú ef báðar búðir hækka verð á kaffi upp í 100 kall græðir hver búð 4.000 kall á dag sem búð­irnar skipta bróð­ur­lega á milli sín. Allir græða. Nema þeir sem kaupa kaffi, þeir tapa.

Íslenskt eign­ar­hald er afi sinn

Nú vill N1 sam­ein­ast Festi (móð­ur­fé­lagi Krón­unnar og Nóa­túns) og Hagar (móð­ur­fé­lag Bónus og Hag­kaupa) vilja sam­ein­ast Olís. Undir eðli­legum kring­um­stæðum ættu þessir sam­runar ekki að hafa mikil áhrif, hvorki á bens­ín­verð né á mat­vöru­verð. Ástæðan fyrir því er að mat­vöru­versl­anir og bens­ín­stöðvar selja ólíkar vörur og keppa ekki um sömu við­skipt­in. Ef verð á bens­íni hækkar þá skellir maður sér ekki á frosna ýsu í stað­inn.

En aðstæður á Íslandi eru ekk­ert eðli­leg­ar. Eign­ar­hald á íslenskum fyr­ir­tækjum er nefni­lega svo­lítið eins og lagið Ég er Afi Minn með Ladda – flókið og eng­inn veit hver á hvern. Það sem ger­ist þegar N1 og Festi sam­ein­ast er að N1 borgar Festi fyrir kaupin með hluta­bréfum í sjálfum sér. Sem gerir það að verkum að félögin sem áttu áður hlut í bæði N1 og Festi eiga þá stærri hlut í sam­ein­aða félag­inu og félög sem áttu bara hluti í N1 eiga nú eftir að eiga hlut í versl­unum sem Festi átti áður (Krónan og Nóa­tún) og öfugt.

Áhrifin af sam­ein­ingu sem þess­ari gætu orðið þokka­leg. Í dag (áður en Páll í Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu hefur gefið grænt ljós á þessar sam­ein­ing­ar) eiga 8 af 20 stærstu hlut­höfum Haga (að mestu leyti líf­eyr­is­sjóð­ir) tæp­lega helm­ing­inn af öllu hlutafé Haga og tæp­lega þriðj­ung af öllu hlutafé í Festi. Og eftir sam­run­arnir verða sam­þykkt­ir, þá verða það 13 af 20 stærstu eig­endum Haga sem koma til með að eiga 66% hlut í Högum og 47% hlut í Festi. Sem þýðir það að helm­ingur eig­enda beggja fyr­ir­tækja er í svip­aðri stöðu og eig­endur Aurs­ins og Bónó í dæm­inu á undan Það er að segja fyrir þessa 13 hlut­hafa væri það best ef Bónus og Krónan myndu ekki berj­ast um að bjóða bestu verð bæj­ar­ins.Myndin sýnir þau 13 félög sem eiga hlut bæði í Högum og Festi, ef samrunarnir fara í gegn.

Það er erfitt að segja til um hvað ger­ist. Ein kenn­ing er að í svona umhverfi breyt­ast hvatar stjórn­enda. Það er að segja, stjórn­endur Bónus, eru með­vit­aðir um það að eig­endur Bónus eigi líka stóran hlut í Krón­unni. Þar af leið­andi ger­ast þeir ólík­legri til þess að lækka verð á sínum vörum til að vinna við­skipta­vini af Krón­unni. Eftir allt, þá eru það þessir eig­endur sem ákveða hvað á að borga þeim í laun. Að sama skapi sjá stjórn­endur Krón­unnar heim­inn í sama ljósi og eru líka ólík­legri til að lækka verð. 

Að sjálf­sögðu má það vel vera að þessi sam­setn­ing eig­enda hafi lítil og jafn­vel engin áhrif á verð á kaffi og smjöri. Kannski halda Bónus og Krónan áfram að kepp­ast um kúnna eins og ekk­ert hafi í skorist. Ein­ing má það vel vera að aðrir hlut­haf­ar, sem ekki eiga hlut bæði í Högum og Festi, setji beint eða óbeint pressu á stjórn­endur til að haga sér vel. Og kannski reddar Costco þessu bara. 

En það er aug­ljóst mál að þegar eign­ar­hald skar­ast svona mikið hjá svona stórum félögum þá flækj­ast og breyt­ast hvatar stjórn­enda. Og ef þú þekkir hag­fræð­ing sem getur talað í meira en korter án þess tala um mik­il­vægi hvata, þá endi­lega láttu mig vita, því þess konar hag­fræð­ing hef ég ekki en þá hitt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics