Stjórnmálamenn sem tala um tölur vita stundum ekkert hvað þeir eru að tala um

Eiríkur Ragnarsson, Eikonomics, fjallar um ást hagfræðinga á tölfræði og hvað gerist þegar hagtölur lenda í röngum höndum.

Auglýsing

Hag­fræð­ingar elska stærð­fræði, töl­fræði og tölur almennt. Einnig finnst þeim gaman að marg­falda eina tölu með ann­arri, heilda föllin sem þau til­heyra og fáum við fiðr­ildi í magan við það til­hugs­un­ina um það eitt að diffra föll. En það sem hag­fræð­ingar elska mest: Hag­töl­ur.

Þessi ást hag­fræð­inga fer ekki fram hjá neinum sem okkur þekkja og hefur hún tekið sinn toll í gegnum tíð­ina. Við drepum vini og vanda­menn úr bess­erwissa­skap í boðum og venju­lega er okkur ekki boðið á annað stefnu­mót (nema að sjálf­sögðu þegar við förum á stefnu­mót með hvor öðrum).

En ástin hefur sína kosti. Til dæmis gerir hún það að verkum að hag­fræð­ingar eiga það til að grand­skoða hverja ein­ustu tölu sem borin er fyrir almenn­ing. Þeir spyrja: Hvernig var talan sett sam­an? Hvaða for­sendur liggja að baki útreikn­ings henn­ar? Hvað nákvæm­lega mælir hún? Hvaða stofnun tók hana sam­an? Og svo má lengi telja.

Auglýsing

Und­an­farin ár hafa vin­sældir og almenn notkun hagtalna farið vax­andi.  Meira ber á því að póli­tíkusar slengi út eins og einni kaup­mátt­ar­vaxta­tölu til að segja okkur hvað við höfum það gott (eða slæmt) og fyr­ir­tæki (og hags­muna­fé­lög) not­ast við þær til þess að sýna fram á fram­lag þeirra til sam­fé­lags­ins. Sem er gott og bless­að. Nema þegar þær lenda í röngum hönd­um.

Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands.

Rétt áður en Bretar kusu yfir sig að skipta út póli­tík í West­mini­ster fyrir tvö ár af Monty Python paródíu skrif­aði Boris John­son, fána­beri Brex­it, grein í breska frétta­blaðið The Tel­egraph. Í grein­inni fer Boris um víðan völl og fleygir fram hag­töl­um. Áhersla grein­ar­innar er spegluð í fyr­ir­sögnin sem sagði: „eina heims­álfan sem vex hægar en Evr­ópa sé Suð­ur­skaut­ið“.

Boris er hnytt­inn og góður penni. En af þess­ari grein að dæma er hann annað hvort ekki læs á töl­ur, eða þá notar hann þær út úr sam­hengi, vís­vit­andi.

Boris benti til að mynda á það að lands­fram­leiðsla ESB hafi aðeins vaxið um 3% frá árinu 2008 á meðan í Banda­ríkj­unum hafi hún vaxið um 13%. Boris gerir mikið veður úr þessum töl­um, þó svo að það sé engin leið að sjá hvaðan hann fékk þær og er erfitt að fá þær til að stemma. En burt séð frá því, þá er það samt stað­reynd að ESB vex hægar en mörg önnur hag­kerfi. Og ekki er greinin skilin öðru­vísi en að hag­vöxtur á þeim mörk­uðum sem Bret­land starfar á sé lyk­il­at­riði í vel­ferð Breta.

Vissu­lega skiptir hag­vöxtur þeirra landa sem maður á í við­skiptum við máli. Til að mynda ef ESB vex og dafnar þá vex og dafnar stærsti mark­aður Breta. Aukin eft­ir­spurn á ESB svæð­inu, að öllu jöfnu, leiðir til þess að Bretar flytja meira út og fá meiri pen­ing fyrir vör­urnar sín­ar. Sem er frá­bært. En einn og sér segir hag­vöxtur okkur lít­ið.

Á sama tíma­bili og Boris talar um óx hag­kerfi Ind­lands um 66%. Þetta afrek fór ekki fram hjá Boris og fyrir stuttu tal­aði hann fyrir því að „túr­bó-hlaða“ sam­band Bret­lands og Ind­lands eftir að Bret­land yfir­gefur ESB. En fyrir utan mik­il­vægi landa­fræð­innar (lönd eiga mest í við­skiptum við nágranna­lönd) þá á það eftir að taka tugi ára þangað til Ind­land og önnur lönd sem vaxa hratt í dag en eru fátæk kom­ast með tærnar þar sem ESB hefur hæl­ana.

Í dag er hag­kerfi ESB tæp­lega sjö sinnum stærra en hag­kerfi Ind­lands. Verð­mæti inn­flutn­ings ESB landa (sem er að mestu leyti milli ESB landa) er um það bil 15 sinnum meira en Ind­lands. Verð­mæti inn­flutn­ings Þýska­lands eins og sér var tæp­lega þrisvar sinnum meira Ind­lands árið 2017.

Ef hag­kerfi Ind­lands og ESB halda áfram að vaxa á þeim hraða sem þeir hafa gert und­an­farin fimm ár (7% og 2%), sem er ólík­legt, þá þýðir það að árið 2050 verður hag­kerfi Ind­lands tíu sinnum stærra en það er í dag, en samt sem áður minna en ESB án Bret­lands.

Heimild: World Bank og Eikonomics.

Boris veit það að Bret­land þarf aðgang að mörk­uðum ESB. Hann er ekki heimsk­ur. Hann veit það líka að nýir mark­að­ir, þó þeir vaxi hratt, eru ekki enn þá nógu stórir til að fylla gatið sem ESB kæmi til með að skilja eftir sig ef Bret­land hrapar út úr Evr­ópu. En svo virð­ist vera sem að honum sé alveg sama. Alla­vega svo lengi sem hann kemst nær mark­miði sínu, sem er að sofa í sama rúmi og Win­ston Churchill í númer 10, þó það verði ekki nema í eina nótt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics