Auglýsing

Í gær­morgun birt­ist frétt á for­síðu Morg­un­blaðs­ins. Meg­in­mál hennar var 79 orð og hún vís­aði ekki inn á frek­ari umfjöllun inni í blað­inu, líkt og  vani er með stutt­orðar for­síðu­frétt­ir. Fyr­ir­sögn hennar var „Hæl­is­leit­andi safn­aði geyma­sýru á Ásbrú“.

Hér er meg­in­mál frétt­ar­innar í heild sinni: „Hæl­is­leit­andi í búsetu­úr­ræði Útlend­inga­stofn­unar á Ásbrú í Reykja­nesbæ var í vor stað­inn að því að safna sýru úr raf­geymum bif­reiða á brúsa. Þetta hefur Morg­un­blaðið sam­kvæmt áreið­an­legum heim­ild­um, en örygg­is­vörður á svæð­inu mun hafa fundið sýruna í fórum manns­ins. Eftir að málið komst upp var lög­reglu gert við­vart, en ekki er vitað í hvaða til­gangi sýrunni var safn­að. Þá mun hæl­is­leit­and­an­um, sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins, hafa verið vísað úr landi um leið og end­an­leg nið­ur­staða lá fyrir í hæl­is­um­sókn hans.“

­Mynd­skreyt­ing með frétt­inni var frá mót­mælum hæl­is­leit­enda og sýndi lög­reglu vera að beita sér. Í mynda­texta sagði að myndin tengd­ist frétt­inni óbeint. Fréttin var mest lesna fréttin á mbl.is, mest lesna vef lands­ins, í gær. Hún var tekin upp á vef RÚV, þar sem hún var einnig mest lesna fréttin um tíma, á vef Vísis og á vef DV. Þetta eru fjórir mest lesnu vefir lands­ins. 

Flaut sem valdir hópar heyra

Það er ekki sagt berum orðum í frétt­inni að hæl­is­leit­and­inn hafi ætlað sér eitt­hvað illt með sýruna. En það var ljóst að ansi margir sem eru tor­tryggnir gagn­vart hæl­is­leit­end­um, eða bera jafn­vel illan hug til þeirra, ákváðu að barna þá full­yrð­ingu í kjöl­far­ið.

Í þeim skiln­ingi var þetta klass­ískt vel heppnað hunda­flaut, óháð því hvort það hafi verið til­gang­ur­inn eða ekki. Slíkt vísar í hátíðni­hljóð sem hundar geta bara heyrt, ekki menn. Í hug­tak­inu felst að segja eitt­hvað án þess að segja það berum orð­um, og með því ná til ákveð­inna und­ir­hópa sem sjá svo um að setja upp­lýs­ing­arnar í annað og skýr­ara sam­hengi, oft byggt á engu nema til­finn­ingu.

Vert er að taka fram að sú fram­setn­ing Morg­un­blaðs­ins á frétt­inni er alfarið á ábyrgð ábyrgð­ar­manna blaðs­ins, rit­stjór­anna tveggja, en ekki blaða­manns­ins sem skrif­aði frétt­ina. Líkt og er með allt birt frétta­efni í fjöl­miðl­um. Les­and­inn getur aldrei vitað hvort að blaða­maður sé ein­ungis að fram­fylgja skipun yfir­boð­ara eða hvort að hann eigi fram­kvæmd­ina alveg sjálf­ur. Og jafn­vel þá ber rit­stjóra skylda til að tryggja að fréttin inni­haldi nægj­an­legar upp­lýs­ingar til að vera birt­ing­ar­hæf.

Auglýsing
Klukkan tíu mín­útur í sex síð­degis í gær, tólf og hálfum tíma eftir að upp­runa­lega fréttin birt­ist á mbl.is, birti vef­ur­inn fram­halds­frétt þar sem yfir­lög­reglu­þjónn á Suð­ur­nesjum sagði að aldrei hefði komið til þess að lög­regla hefði verið kölluð til með beinum hætti vegna máls­ins og að hún teldi „ólík­­­legt að hann hafi haft í hyggju að skaða aðra með henn­i.“ Hún bætti við að hæl­is­leit­endur væru lík­legri til að skaða sjálfa sig en aðra.

Í Morg­un­blað­inu í dag er svo enn ein fréttin um málið og nú kemur fram að hæl­is­leit­and­inn hafi gefið þá skýr­ingu við yfir­heyrslu að hann hafi ætlað að losa um stíflu í vaski með sýrunni.

Það má hrósa blaða­mönnum Morg­un­blaðs­ins fyrir að hafa haldið áfram með málið og náð að skýra það á end­an­um.

En skað­inn var skeð­ur.

Vona að þú verðir „fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að fá sýru­bað“

Mbl.is dreifði frétt­inni í gegnum Face­book-­síðu sína, sem hefur 73.751 fylgj­end­ur. Fyrstu ummælin undir frétt­inni voru: „Það þarf ekk­ert að dansa í kringum hver til­gang­ur­inn var,“ og svo var tengt inn á Wikipedi­a-­síðu um sýru­árás­ir. Í kjöl­farið fylgdu tugir ummæla. Hér verður farið yfir nokk­ur.  

Karl­maður sagði: „Þeir nota það til að kasta í and­lit fólks. Þeir gera það í Sví­þjóð, Dan­mörku, Englandi. Hvers vegna ætti það að vera öðru­vísi á Ísland­i.“ Kona fylgdi á eftir og sagði: „ Bara senda ALLA þessa HÆL­IS­LEIT­ENDUR BURT úr land­inu STRAX og þeir koma !!!“ Annar bætti við: „Helsta notkun raf­geyma­sýru (fyrir utan raf­geyma) er til sprengu­gerð­ar, (eit­ur-)lyfja, áburðar (og síðan sprengju...) og til að skvetta á kven­fólk sem ekki vill hlýð­ast við­kom­and­i.“

Nær öll ummælin sem eru undir frétt­inni eru í þessum anda. Þeir sem setja þau fram eru búin að draga þá ályktun að við­kom­andi ætl­aði sér að fremja sýru­árás og að hann sé lýsandi fyrir þá hæl­is­leit­endur sem hingað leita eftir betra lífi. Um sé að ræða stór­hættu­legan hóp fólks sem ógni öryggi „al­vöru“ Íslend­inga.

Í umræðu­hópnum Þjóð­leið, þar sem útlend­inga­andúð er mjög ráð­andi, var end­ur­sögn af upp­haf­legu frétt­inni dreift. Í umræðum undir deil­ing­unni sagði kona: „Er fólk HISSA þessir hæl­is­flótta frá islam eru hér aðeins í einum til­gangi og þegar þeir verða nógu margir láta þeir til skara skríða. Hefur ekk­ert með trú að gera islam er stjórn­tæki en ekki trú.“ Annar bætti við: „Mis­ind­is­menn skvetta sýru í and­lit fólks sem afskæmir og veldur blindu - óskilj­an­leg fólska.“ Sá þriðji sagði: „Hvar er núna góða fólkið og No borders og mót­mæli þeirra? Fínt að svona liði sé hent út úr land­in­u.“ Sá sem botn­aði umræð­una sagði: „send þessa allar pöddur og skor­dýr úr land­i.“

Auglýsing
Á Twitter safn­aði not­andi saman ummælum sem hann hafði sjálfur fundið á sam­fé­lags­miðl­um. Þar sagði fólk, undir fullu nafni, meðal ann­ars: „„Þarf að draga til ábyrgðar þetta múslima sleykju­hyski,“ „Henda þessu úr land­i,“ „Bíð bara eftir að einn “flótta­mann­ana“ fremur fyrsta morð árs­ins og allir fatt a að það er bara vesen að hafa þetta fólk. Leifa þeim að vinna að laga sitt eigið land í staðin fyrir að koma með öll vanda­málin sín hingað í frið­sælasta land í heim­i,“ og „Til fjand­ans með hæl­is­leit­endur farnir að draga að sér efni til hriðju­verka,“, „Við vitum hvað muslimar gera við rageyma­sýru...þeir eru ekki að vinna við vís­inda­störf þar sem sýra nýt­ist……..­nei, ein­göngu ætluð til að skaða aðrar mann­eskj­ur. Þetta er algegnt í okkar nágranna­lönd­um,,, fleiri hund­ruð slíkar árásir á ári hverju bara í Bret­land­i...ef ekki yfir þús­und slíkar á ári…,“.

Kona tjáði sig um málið í löngu máli og sagði meðal ann­ars: „Er ekki vitað af hverju hann var að safna sýrunn­i?? Til að fokkin skvetta henni framan í ein­hvern!! Á þetta að vera þjóð­fé­lagið sem ég er að ala dóttur mína upp í, sem er kona!! Þetta hefur ekk­ert með ras­isma að gera, svona menn sem hafa verið aldir upp í ákveðnu sam­fé­lagi telja þessa verkn­aði ekk­ert annað en eðli­leg­t!“. Önnur sagði: „Stjórn­völd vilja okkur illt, í þessum efnum sem öðrum….það mætti halda að þing­menn væru and­setn­ir,,,,, haldnir illum önd­um.“

Höf­undur tísti sjálfur um málið í gær­morgun og annar mið­ill gerði frétt upp úr því. Í ummælum undir þeirri frétt skrif­aði maður undir nafni eft­ir­far­andi: „Mikið óskap­lega ætla ég að vona að þú Þórður ferði fyrsti íslend­ing­ur­inn til að fá sýru­bað. Það yrði kannski til að opna augu þín ef þau væru ekki brennd úr hausnum á þér. Það er eitt að vera veru­leika­fyrr­tur fábjáni en allt annað að verja það sem öllum hugs­andi mönnum skilst hvað hann ætl­aði að gera. Gíf­ur­leg fjölgun sýru­árása í nágranna­löndum okkar af hendi þess­ara sýruskvett­andi múslima nægir ekki til að þið skiljið fyrir hvað þetta hel­víti stend­ur.“ Annar bætti við: „Hann hefur ætlað að skvetta sýruni á ein­hvern til að fá fang­els­is­dóm. Frítt fæði og hús­næði áfram. Þórður Snær Júl­í­us­son er senni­lega með sýru í hausn­um.“

Þetta er ein­ungis brot af þeirri umræðu sem fór fram á sam­fé­lags­miðlum um frétt Morg­un­blaðs­ins.

Þing­maður mætir til leiks

Einn þing­maður tjáði sig um mál­ið, Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks úr Suð­ur­kjör­dæmi. Hann deildi upp­runa­legri frétt Morg­un­blaðs­ins og setti stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi þar sem sagði meðal ann­ars: „Það er veru­lega óþægi­legt fyrir nágranna hæl­is­leit­enda á Ásbrú, sem hafa mátt þola nafn­lausar hring­ingar og hót­anir á erlendu tungu­máli, að sjá frétt um hæl­is­leit­enda á Ásbrú sem tók upp á því að safna geyma­sýru. Ekki dettur mér það til hugar að fal­legur og góður ásetn­ingur liggi þar að baki en kann það þó að vera að ég hafi rangt fyrir mér.“

Nú er vert að rifja upp að lög­reglan var þegar búin að segja á þessum tíma opin­ber­lega að hún taldi umræddan hæl­is­leit­anda ekki lík­legan til að ætla að skaða nokkurn mann. Ásmundur hefur marg­sinnis áður borið á torg sam­bæri­legan mál­flutn­ing þar sem hæl­is­leit­endur eru tor­tryggðir og sterk­lega gefið í skyn að þeir ógni öryggi Íslend­inga. Um það má t.d. lesa hér og hér.

Auglýsing
Þekktasta dæmið er þegar hann, tveimur vikum fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, birti aðsenda grein í Morg­un­blað­inu þar sem hann hélt ýmsu fram um hæl­­is­­leit­endur sem átti sér enga stoð í raun­veru­­leik­an­­um. Í grein­inni stillti Ásmundur hæl­­is­­leit­endum að ósekju upp sem ástæðu þess að eldri borg­­arar og öryrkjar liðu skort með afar óskamm­feilnum hætti. Hægt er að lesa ítar­­lega hrakn­ingu með vísum í stað­­reyndir á því sem hann hélt þar fram hér.

Póli­tík Ásmundar hefur orðið öðrum hvatn­ing. Í frægu sam­tali sex þing­manna á Klaustri í lok nóv­em­ber í fyrra var meðal ann­ars rætt um hversu mót­tæki­legir kjós­endur í Suð­ur­kjör­dæmi væru fyrir kyn­þátta­hyggju og útlend­inga­andúð. Ólafur Ísleifs­son sagði þar að það væri „aug­ljós mark­aður fyrir þessi sjón­ar­mið í Suð­ur­kjör­dæmi.“

Það sæist meðal ann­ars á því að Ásmundi Frið­riks­syni hefði gengið vel í próf­kjörum þar þrátt fyrir að hann hefði verið að skrifa það sem „and­stæð­ingar hans kalla ras­ista­grein­ar“.

Mik­il­vægi fjöl­miðla

Umræðan á Íslandi fer hratt versn­andi. Stað­reyndir skipta minna og minna máli og mál­flutn­ingur sem byggir ekki á raun­veru­leik­anum eins og hann er, heldur raun­veru­leika sem ákveðnir múgæs­ing­ar­menn halda fram að sé til stað­ar, fer mjög víða. Ástæð­una er að finna í því að sam­fé­lags­miðlar gera dreif­ingu á áróðri, hálf­sann­leik, ósann­indum og afbök­unum mun auð­veld­ari og þeir sem það stunda eru orðnir mun betri og bíræfn­ari í dreif­ingu slíks efn­is.

Það er hægt að kaupa raf­geyma­sýru á brúsa út í búð. Lítr­inn kostar 605 krónur. Það að safna slíkri afurð á brúsa er því ekki á neinn hátt ólög­legt. Þvert á móti. Í ofan­greindu til­felli ákvað ótrú­legur fjöldi fólks hins vegar að dæma mann fyrir hugs­un­ar­glæp. Þ.e. glæp sem hafði ekki verið fram­inn né lá nokkuð fyrir um að til stæði að fremja. Glæp­ur­inn var að vera múslími og ætla að fram­kvæma sýru­árás. Hvor­ugt kom fram í frétt­inni sem notuð var til að barna hugs­un­ar­glæp­inn.

Í þessu umhverfi er mjög mik­il­vægt fyrir fjöl­miðla að vanda til verka og sýna að þeir ætli sér ekki að verða hluti af vanda­mál­inu heldur lausn­inni. Mik­il­vægi þeirra til að greina Kjarn­ann frá hism­inu hefur lík­ast til aldrei verið meira en nú.

Til þess eru þeir, eða eiga að minnsta kosti að vera. Til þess að segja satt og upp­lýsa almenn­ing.

Það mis­fórst í gær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari