Settu markið hátt – eða ekki

Eikonomics rifjar upp þegar móðir hans og maður á áttræðisaldri voru á undan honum í mark í fyrsta maraþoninu sem hann hljóp. Nú gerir hann sér grein fyrir því að markmið í slíkum hlaupum eru bara tilbúningur.

Auglýsing

Árið 2010, fljót­lega eftir að ég smit­að­ist af lang­hlaupa­bólunni, hljóp ég mitt fyrsta mara­þon. Á þeim tíma átti ég heima á Nýja Sjá­landi og gerði móðir mín sér leið hálfa leið í kringum hnött­inn til að hlaupa með mér. Ég æfði þokka­lega, fylgdi prógrammi eftir henti­semi og sýndi þessum mikla við­burði ekki mikla virð­ingu. Ég lagði af stað af miklu öryggi og lét gam­al­menni, móður mína, horfa á eftir mér og leyfði henni að gæða sér á ryk­inu sem ég spólaði upp á hlaupn­um. Eftir 10 kíló­metra var ég í flottum mál­um. 3:30:00 mark­miðið var vel innan seil­ing­ar. 11. kíló­metrum síð­ar, þegar hlaupið var hálfn­að, var ég enn bara nokkuð örugg­ur, alla­vega yrði ég ekki yfir fjórum tím­um. 

Snemma á seinni helm­ingnum fékk ég að kynn­ast hinum svo­kall­aða „vegg“. Vegg­ur­inn virkar þannig að allt í einu tvö­fald­ast þyngd hlauparans. Lím mynd­ast undir skóm hans og skref­in, verða þyngri en sov­ésk skrif­finnska. Hægt og rólega fóru hlaupararn­ir, sem ég hafði þotið fram hjá fyrr í hlaup­inu, að taka fram úr mér. Þó sárt væri, gat ég samt með því lif­að. Þangað til í kringum 30 kíló­metra. Þá tók háöldruð móður mín (komin vel á fimm­tugs­ald­ur­inn) fram úr mér. Vor­kunnin í augum mömmu, þegar hún horfði á eftir þessum auma syni sín­um, sást frá tungl­inu. Ég hélt að nið­ur­læg­ingin gæti ekki orðið meiri. Ekki fyrr en ég datt inn á kíló­metra númer 36. Á þeim tíma­punkti var ég ekki hættur að hlaupa, en erfitt er að segja hvort hrað­inn hafi verið meiri en ef ég hefði labb­að. Ég fann að klappað var á bakið á mér, ég leit við og við hlið­ina á mér skokk­aði vina­legur maður – á átt­ræð­is­aldri. Kall­inn pepp­aði aum­ingja mig og þó svo að ég hafi þurft að horfa á eftir honum í markið á undan mér, þá var þessi auð­mýkj­andi upp­lifun einnig til þess að ég hélt áfram. Guð blessi hann.

Auglýsing

Mara­þon­hlaup er und­ar­legt sport. Eftir að hafa hlaupið 42,2 kíló­metra var ég ekk­ert sér­stak­lega glað­ur. Mér þótti það ótrú­lega fúlt að hafa hlaupið 42,2 kíló­metra á rúm­lega fjórum klukku­tímum og 19 mín­út­um, en ekki undir fjórum tím­um, eins og upp­haf­lega mark­mið mitt var. Sem er fárán­legt. Og þeim mun meira sem ég hugsa um það, þeim mun vit­laus­ari þykir mér ég vera. En þegar manni líður eins og asna er oft huggun í því að vita að maður sé ekki eini vit­leys­ing­ur­inn. Því hlóð ég niður úrslitum frá tæp­lega 10.000 hlaup­urum úr Reykja­vík­ur­mara­þon­inu, frá árinu 2010. Og eftir smá töl­fræði­vinnu fékk ég svarið sem hjálp­aði mér að kom­ast yfir eigin vit­leysu. Þessir hlauparar virð­ast vera alveg jafn vit­lausir og ég. Það er að segja, þeir berj­ast um það að kom­ast í mark undir ein­hvers­konar handa­hófs­kenndu mark­miði, eins og fjórum tím­um. Þetta sést vel á mynd­inni hér að neð­an. Það sýnir að mikið stökk verður í fjölda hlaupara í Reykja­víkur sem koma í mark rétt fyrir næsta hálf­tíma. Og hlauparar for­tíð­ar­innar eru alveg jafn vit­lausir í það og ég að klára undir fjórum tímum og ég. Þegar það mark­mið er glat­að, trítla þeir meira minna bara ein­hvern veg­in, á ein­hverjum hraða, í mark. Það er þá ekki bara ég sem set mér til­gangs­laus mark­mið og rembist svo við að reyna að ná þeim af engri sér­stakri ástæðu. Flestir gera það.

Mynd: Rétt fyrir handa­hófs­kennd hálf­tíma mark­mið koma mun fleiri í mark en þar á undan og þar á eftir koma færri í mark.

Ath: Hver súla sýnir fjölda hlaupara sem komu í mark yfir þriggja mínútna tímabil. Gulu súlurnar sýna síðustu 3 mínúturnar áður en klukkan náði næsta hálftíma. Þannig sýnir fyrsta súlan þann fjölda sem kom í mark á tímanum 2:57:00 – 2:59:59; önnur súlan sýnir fjöldann sem kom í mark á tímanum 3:27:00 – 3:29:59; og svo koll af kolli. Heimild: hlaup.is, rmi.is og útreikningar eikonomics

Tæp­lega tveimur árum síðar jafn­aði ég mig á nið­ur­læg­ing­unni sem mitt fyrsta mara­þon var. Ég fylgdi, í auð­mýkt minni, góðu prógrammi sem lof­aði því að ég myndi hlaupa mitt næsta mara­þon undir 3:30:00. Ég útbjó plan fyrir hlaup­ið, fylgdi því og pass­aði mig að drekka vel og troða í mig orkugeli áður en að veggnum kæmi. Þegar ég sá mark­klukk­una í fjarska þótti mér hún ganga óþægi­lega nálægt næsta hálf­tíma (3:30:00). Ég ákvað að taka ekki neinn séns og gaf í, eins og ég gat. Þegar ég kom í mark vant­aði klukk­una um það bil 20 sek­úndur upp á 3:30:00 og náði ég mark­miði mínu. Það var fínt. Þó ekki eins fínt og það var sárt að missa af mark­mið­inu tæpum tveimur árum áður. 

En það er und­ar­legt, af því að þessi mark­mið eru bara til­bún­ing­ur. Ef ég hefði skriðið yfir marklín­una á 3:30:10, þá hefði það líka verið alveg geggjað afrek. Ekki eins og að hafa farið undir þremur þrjá­tíu hafi gert mig að sig­ur­veg­ara hlaups­ins, 41 hlauparar voru á undan mér. Að sama skapi eru álíka mark­mið alls staðar í kringum okk­ur: Ná fyrstu ein­kunn, ganga viss mörg skref, fá stöðu­hækk­un. Allt er þetta gott og bless­að, þangað til við reynum að ná mark­miðum okkar í blindni. Fólk æfir fyrir mara­þon og til að ná mark­mið­inu ham­ast fólk oft á meiðsl­um, sem getur leitt til lang­tíma­skaða. Þegar fólk reynir að næla sér í stöðu­hækkun oln­bogar það oft sam­starfs­mönnum frá sér og van­rækir fjöl­skyldu sína. Því geta mark­mið, eins ágæt og þau eru oft, einnig verið manni til ama. Að klára 3, 10, 21, eða 42 kíló­metra hlaup er afrek. Ekki láta mark­miðin ykkar eyði­leggja það. Það kemur hlaup á eftir þessu hlaupi.

Þetta er fyrsti af þremur pistlum sem ekki beint tengj­ast hag­fræði, en aðeins með aðferðir úr töl­fræði að gera. Til­efnið er að sjálf­sögðu Reykja­vík­ur­mara­þonið sem haldið er á menn­ing­arnótt. Höf­undur biður les­endur sem ekki eru hlauparar vel­virð­ing­ar, en eikonomics snýr aftur í sýnu hefð­bundna horfi í sept­em­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics