Mynd: Birgir Þór Harðarson

Af durgum, klámkjöftum og penu fólki

Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður Viðreisnar og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, gerir upp árið sem nú er næstum liðið. Hann segir að það muni lítið breytast til batnaðar á Íslandi nema þjóðin flykki sér að baki sjö stórmálum.

Síð­sum­ars 2018 var ég beð­inn að flytja hug­vekju með yfir­skrift­inni: „Höfum við lært eitt­hvað af hrun­in­u?“ Ég svar­aði um hæl: „Þið viljið sem sé fá mjög stuttan fyr­ir­lest­ur.“

Stundum er samt gott að staldra við og velta því fyrir sér hvað við gætum lært, bæði af okkar sögu og reynslu ann­arra. Aftur og aftur sjáum við sann­leiks­gildi orð­anna um að þeir sem ekki þekkja sög­una séu dæmdir til þess að end­ur­taka hana. Írski rit­höf­und­ur­inn Oscar Wilde var lík­lega nær lagi þegar hann sagði að sagan end­ur­tæki sig ekki, en hún rím­aði. Við getum lært af því sem ger­ist ann­ars stað­ar, þó að það sé ekki víst að hjá okkur verði sagan nákvæm­lega eins.

Byrjum því þessa yfir­ferð í nágranna­lönd­un­um.

Dur­g­arnir styrkja sig

Stundum segj­umst við taka Norð­ur­landa­þjóð­irnar okkur til fyr­ir­myndar og stundum hefur það reynst ágæt­lega. Þar hafa stjórn­málin færst yfir miðj­una til vinstri og Nor­egur er eina landið þar sem ekki er sós­í­alista­stjórn. En þó að sam­skipti milli Norð­ur­land­anna séu tals­verð hafa stjórn­málin þar yfir­leitt lítil áhrif á Íslandi. Eng­inn stjórn­málafor­ingj­anna á Norð­ur­löndum und­an­farin ár er sér­lega eft­ir­minni­leg­ur. Kannski helst Pia Kjærs­gaard, gisti­vin­kona VG á full­veld­is­há­tíð­inni.

Sú var tíðin að sam­skipti milli íslenskra og þýskra stjórn­mála­manna voru mikil og góð, en þau tengsl hafa ekki verið ræktuð í ára­tugi. Því er það fagn­að­ar­efni að Katrín Jak­obs­dóttir virð­ist hafa náð góðu sam­bandi við Ang­elu Merkel, þó að hún sé ekki fram­tíð­ar­for­ingi Þýska­lands. Sós­í­alde­mókratar hafa minnk­andi fylgi í báðum meg­in­ríkjum Vest­ur­-­Evr­ópu meðan öfga­flokkum vex fiskur um hrygg. Þó að slíkir flokkar séu enn ekki í rík­is­stjórn í þessum löndum geta þeir vissu­lega haft mikil áhrif. 

David Cameron hugð­ist lægja öldur í flokks­broti innan Íhalds­flokks­ins með Brex­it-­þjóð­ar­at­kvæð­inu, sem átti að þagga niður í Sjálf­stæð­is­flokki Bret­lands. Nið­ur­staðan varð aftur á móti sú að flokks­brotið náði töglum og högldum í flokkn­um, sem aftur vann stór­sigur í þing­kosn­ing­um. Bret­land er á leið úr stærsta og sterkasta við­skipta­banda­lagi heims og það hriktir í stoðum leif­anna af þessu gamla heims­veldi. Í landa­fræði­bókum var á fyrri hluta 20. aldar sagt frá því að sólin sett­ist aldrei í Breska heims­veld­inu. Nú gæti verið stutt í að Eng­land verði eitt af mörgum ríkjum á Bret­landseyj­um, land­svæði ívið stærra en Ísland.

Eng­land er lík­lega það land sem hefur haft mest að segja í íslenskri póli­tík að und­an­förnu. Sjálf­stæð­is­menn hafa í rúman ára­tug litið til Íhalds­flokks­ins sem fyr­ir­mynd­ar. Þegar Íhalds­flokk­ur­inn sleit tengslin við hefð­bundna hægri miðju­flokka, eins og Kristi­lega demókrata og nor­rænu hægri­flokk­ana og gekk í Evr­ópu­sam­tök með öflum yst til hægri, fylgdu Sjálf­stæð­is­menn umræðu­laust á eft­ir. Smám saman varð Evr­ópu­fælni sterk­ari innan flokks­ins og margir Sjálf­stæð­is­menn á Íslandi fóru að éta upp tuggur um skrifræðið í Evr­ópu­sam­band­inu, margt af því bull sem orð­hag­ur, ungur blaða­mað­ur, Boris nokkur John­son, dældi út fyrir ald­ar­fjórð­ungi, sitj­andi á krám í Brus­sel.

Lík­leg­ast er John­son ein­hver versti pappír sem stýrt hefur Íhalds­flokkn­um, en hann er ekki bjáni. Ég er ekki viss um að það sama verði sagt um leið­toga Verka­manna­flokks­ins, Jer­emy Cor­byn, sem hefur ekki heyrt um afhroð þjóð­nýt­ingar og sós­í­al­isma á síð­ustu öld. Fáar þjóðir hafa verið jafn­óheppnar með leið­toga stóru flokk­anna eins og Bretar árið 2019, þar sem hvor­ugur hefur til að bera þá kosti sem þjóðin á skil­ið. Cor­bin á sér hlið­stæðu hér á landi í Sam­fylk­ing­unni sem sífellt hefur færst til vinstri og ætlar sér greini­lega að stilla sér upp vinstra megin við VG í næstu kosn­ing­um. Í sjálfu sér skilj­an­legt því að þar er tóma­rúm, en afhroð Verka­manna­flokks­ins ætti að verða víti til varn­að­ar.

Hvað með Banda­ríkin og Trump? Jafn­vel í for­ystu­ríki lýð­ræð­is­ins getur illa inn­rætt­ur, sið­laus og fáfróður durgur orðið for­seti. Vin­sældir hans virð­ast jafn­vel aukast eftir því sem hann gengur lengra í ofstop­anum og ill­girn­inn­i. 

Það gæti svipað gerst hér ef popúlist­arnir ná að styrkja sig enn frek­ar. Var Klaust­ur­málið kannski skipu­lögð aðgerð eftir allt saman - und­ir­búin af almanna­tenglum Mið­flokks­ins?

Þrjú próf – þrisvar fall

Þrjú mál standa upp úr hér á landi á líð­andi ári. Fall WOW, óveðrið mikla og Sam­herj­a­mál­ið. Allt eru þetta mál sem VG hefði notað til þess að ein­oka ræðu­stól Alþingis dag eftir dag. Nú heyr­ist ekk­ert frá neinum í þeim flokki um það sem skiptir máli í sam­fé­lag­inu. Nema ef þrengja á að neyt­endum eða slá skjald­borg um sauðfé og útgerð­ar­menn. Þá eru liðs­menn flokks­ins í fremstu víg­línu.

Svo var þriðji orku­pakk­inn þar sem VG hefði talið að lýð­veldið væri að líða undir lok við sam­þykkt máls­ins, væri flokk­ur­inn ekki hinum megin borðs­ins og sér nú rétti­lega ekk­ert að því. 

Barns­haf­andi Albönum er enn vísað úr landi og í þetta sinn heyr­ist ekk­ert til þing­manna eða stofn­ana VG. Gott er að hafa tungur tvær og vera heftur á báð­um. 

Auð­vitað gerð­ist fleira. Samn­ingar á vinnu­mark­aði tók­ust með vit­rænni nið­ur­stöðu. Það var neyð­ar­legt að sjá rík­is­stjórn­ina remb­ast við að kom­ast að samn­inga­borð­inu á sama tíma og for­ystu­menn verka­lýðs­ins virt­ust hafa lít­inn áhuga á þeim til­burð­um.

Fram­tíðin að láni – og veð­sett

Íslenskir neyt­endur voru ánægðir með WOW sem seldi flug­miða á svo lágu verði að það virt­ist varla geta stað­ist. Enda gat það ekki stað­ist. Sum­arið 2018 var skulda­bréfa­út­boð hjá WOW. Upp­lýs­ingar um rekstur félags­ins áttu að fara leynt, sem er þvert gegn góðri venju á mark­aði. Kjarn­inn komst samt í gögn úr bók­haldi og birti. Þeim sem ein­hvern tím­ann höfðu lært að lesa árs­reikn­inga var aug­ljóst, að jafn­vel þótt útboðið hefði gengið upp var staðan von­laus. Rík­is­stjórnin setti sér­stakan við­bragðs­hóp í gang og fylgd­ist að eigin sögn grannt með mál­inu. Á sama tíma varð opin­bert að WOW skuld­aði rík­inu tæp­lega tvo millj­arða króna í gjöld á Kefla­vík­ur­flug­velli. Sú staða var aug­ljós­lega með blessun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Stjórnin beit svo höf­uðið af skömminni með því að taka sann­kallað „láns­veð“ gott og gilt. Oft­ast er það svo að ef ein­hver lánar öðrum veð þá veit eig­and­inn af veð­setn­ing­unni. Þannig var það þó ekki hjá WOW. Félagið leigði flug­vélar og Isa­via tók þessar láns­vélar sem gott og gilt veð. Ráð­herrar hafa ítrekað lýst því yfir að þeir hafi ekki haft neitt að athuga við þetta fyr­ir­komu­lag, sem fékk auð­vitað háðu­lega útreið fyrir dóm­stól­um.

Bragga­málið hjá Reykja­vík­ur­borg var ekki gott á sínum tíma, en ríkið tap­aði sem nemur fjórum ef ekki fimm bröggum á þess­ari lána­starf­semi. Lík­legt er að ef ríkið hefði ekki komið „til hjálp­ar“ hefði tapið af gjald­þroti WOW orðið minna, félagið hefði farið fyrr á haus­inn og öðrum flug­fé­lögum hefði gef­ist betri tími til þess að hlaupa í skarðið sem mynd­uð­ust sum­arið 2019.

Út úr Afr­íku

Sam­herj­a­málið svo­nefnda hefur komið illa við lands­menn alla. Fyr­ir­tækið hefur boðað að önnur hlið kunni að vera á því en sú sem birt­ist í fjöl­miðlum og þjóðin vonar sann­ar­lega að svo sé, en því miður hefur fyr­ir­tækið ekki enn viljað upp­lýsa hver sú hlið er. Und­ar­leg er líka sú árátta for­svars­manna Sam­herja að draga almenna starfs­menn inn í umræð­una, sem engum öðrum datt í hug að gera. Dug­andi sjó­menn og fisk­verka­fólk í Eyja­firð­inum hafa ekki haft hug­mynd um hvernig félagið er rekið í Afr­íku og kannski fæst vitað um starf­sem­ina þar.

Enn og aftur féll rík­is­stjórnin á próf­inu. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra tjáði sig um mál­ið: „Auð­vitað er rót vand­ans í þessu til­tekna máli veikt og spillt stjórn­kerfi í land­inu. Það virð­ist vera ein­hvers konar rót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“ Hér mun ráð­herr­ann ekki vera að tala um Ísland, eins og ein­hver gæti hald­ið, heldur Namib­íu. Í stað þess að tala var­lega eins og flestir stjórn­mála­menn lætur hann eins og vafa­samar greiðslur séu stað­reynd og bíður ekki eftir því að lög­fræði­fyr­ir­tæki Sam­herja dragi fram aðra hlið á mál­inu.

Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson.
Mynd: Bára Huld Beck

Sjálfur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann teng­ist Sam­herja tryggða­bönd­um. Þegar þannig stendur á er auð­vitað spurt um hæfi. Eðli­leg­ast væri að hann tæki við öðru ráðu­neyti, fyrst allir í rík­is­stjórn­inni bera fyllsta traust til hans. En það gengur ekki upp vegna þess að eng­inn sam­flokks­maður hans vill gefa eftir sitt ráðu­neyti. Vand­ræða­gang­ur­inn varð enn pín­legri þegar rík­is­stjórnin skip­aði for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins sér­stakan Sam­herja­ráð­herra.

Með storm­inn í fangið

Óveðrið mikla sýndi hve brot­hættir inn­viðir eru víða um land. Allt hætti að virka: Raf­magn, hiti, vatn, sími og útvarp. Vegir lok­uð­ust og heil sveit­ar­fé­lög misstu sam­band við umheim­inn þegar netið lagð­ist í dvala. Sam­göngu­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins (hann hafði þá ekki tekið við ráðu­neyti Sam­herj­a­mála) sendi lítt dul­búna pillu á for­ystu­flokk rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þegar hann sagði að ekki væri hægt að leggja raf­línur vegna and­stöðu land­eig­enda og í fram­hald­inu að virkjun þyrfti í hvern lands­fjórð­ung. Flestum var ljóst að hér voru „land­eig­end­ur“ dul­nefni fyrir VG-lið að sunn­an, kannski Land­vernd þar sem umhverf­is­ráð­herr­ann var áður fram­kvæmda­stjóri. 

En grotnun inn­viða er einmitt vegna þess að gömlu flokk­arn­ir, sér­stak­lega fram­sókn­ar­flokk­arnir þrír í rík­is­stjórn­inni, ýta sífellt á undan sér erf­iðum málum og geta aldrei náð nið­ur­stöðu. Þó að það sé inn­skot, þá krist­all­ast þessi afstaða í stjórn­ar­skrár­mál­inu, sem átti sann­ar­lega að taka föstum tökum á kjör­tíma­bil­inu, en ekk­ert hefur gerst.

Ráð­herra ræktar þjóð­garð­inn sinn

Svo heyrð­ist allt í einu frá umhverf­is­ráð­herra, en í afmæl­is­riti VG mun koma fram að settur var fyr­ir­vari um að honum yrði skipt út á tveggja ára afmæli stjórn­ar­inn­ar, sem var einmitt um sömu mund­ir. Skip­anin vakti auð­vitað athygli á sínum tíma fyrir það að for­maður flokks­ins taldi aðeins einn alþing­is­mann flokks­ins hæfan til setu í rík­is­stjórn, að frá­taldri sjálfri sér.

Umhverf­is­ráð­herr­ann skrif­aði í grein: „Í rann­sókn sem Hag­fræði­stofnun HÍ vann að minni beiðni kom í ljós að fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til frið­lýstra svæða skila sér 23 krónur til bak­a.“ Svo virð­ist sem ráð­herr­ann telji í alvöru að stofnun þjóð­garða sé arð­bær­ari en nokkur önnur starf­semi, nema ef vera skyldi fíkni­efna­sala. 

Á sínum tíma var for­stöðu­maður Hag­fræði­stofn­un­ar, sem reyndar er bróðir minn, spurður um málið á RÚV: „Segir þetta okkur að þjóð­garð­arnir okkar séu gull­náma eða má lesa eitt­hvað annað út úr þessu?“ 

Sig­urður svar­aði: „Ég held það end­ur­spegli fyrst og fremst það að það hafi verið settir til­tölu­lega litlir pen­ingar í þessa staði enn­þá, við erum ekki endi­lega að mæla orsaka­sam­hengi milli útgjalda og tekna. Þannig sé ekki hægt að treysta á að hlut­föllin haldi sér ef hærri fjár­hæðum yrði varið til inn­viða­upp­bygg­ing­ar, þótt það sé til góðs.“

Þetta er kurt­eis­leg­asta ábend­ing um að ráð­herra fari með fleipur sem ég hef séð.

Ó Reykja­vík, ó Reykja­vík

Það er ekki hægt að skrifa um stjórn­mál á Íslandi án þess að minn­ast á höf­uð­borg­ina. Borg­ar­stjórn ætti að vera óska­draumur þess sem vildi láta gott af sér leiða fyrir dag­legt líf borg­ar­búa. Ástæðan fyrir því að borg­ar­stjórar Sjálf­stæð­is­flokks­ins, til dæmis þeir Bjarni Bene­dikts­son, Geir Hall­gríms­son og Davíð Odds­son, voru vin­sælir menn í emb­ætti, jafn­vel hjá póli­tískum and­stæð­ing­um, var sú að þeir settu sig inn í vanda borg­ar­búa og gerðu sér far um að leysa hann. 

Í Reykja­vík­ur­borg sam­tím­ans virð­ist oft að stjórn­endur borg­ar­innar skapi vanda­málin og reynd­ist svo ófærir um að leysa þau. Á hverjum ein­asta degi kynn­ast tug­þús­undir borg­ar­búa óstjórn­inni á umferð­ar­ljósum þar sem græn bylgja, sem áður var reglan hjá þeim sem keyrðu á lög­legum hraða, heyrir sög­unni til og rauð plága hefur tekið við. Borgin anar út í fram­kvæmd­ir, án þess að nokkur hafi hug­mynd um hvenær eða hvort þeim lýk­ur. Þegar spurt er um lausn er svarið alltaf það sama, óháð því hver spurn­ingin er: Borg­ar­lína. 

Borgarlína
Mynd: Aðsend

Þegar Við­reisn gekk til samn­inga um myndun meiri­hluta var áskilið að gerð yrði úttekt á stöðu og rekstri borg­ar­innar og í kjöl­farið ráð­ist í umbæt­ur. Það er eitt og hálft ár frá kosn­ingum og nú hlýtur umbóta­skeiðið að fara að renna upp.

Engum dettur í hug að lausn á vand­anum liggi hjá núver­andi minni­hluta­flokk­um, þrí­klofnum borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæð­is­manna og þremur popúlista­brot­um.

Ugg­væn­legt ástand, en hverjar eru horf­urn­ar?

Í nýrri könnun Mask­ínu kemur í ljós að um 72% telja spill­ingu mikla í stjórn­málum á Íslandi en aðeins 11% telja hana litla eða enga. Um þetta er meiri­hluti kjós­enda allra flokka sam­mála, nema Sjálf­stæð­is­flokks, sem aftur skýrir kannski hvers vegna fylgi hans fer sífellt minnk­andi. Þetta segir auð­vitað bara að fólk telur að spill­ing sé mik­il; örugg­lega ekki síst vegna þess að flestir stjórn­mála­menn verja sér­hags­muni fram í rauðan dauð­ann, ekki vegna þess að þeir fái greiðslur frá hags­muna­að­ilum eða dragi sér almanna­fé.

Reiði almenn­ings getur brot­ist fram með ýmsum hætti. Á Íslandi sjáum við að 10 til 20% kjós­enda ætla að kjósa flokka sem aug­ljóst er að munu engu breyta til batn­að­ar, bara vegna þess að fólk vill ein­hverja aðra en þá sem nú eru við völd, jafn­vel orð­ljóta klám­kjafta, sem haga seglum eftir vind­um, en hafa engin prinsipp. 

Engum dylst að innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru svipt­ing­ar. Þar hefur verið stofnað sér­stakt félag um full­veld­is­mál, greini­lega með vel­þóknun for­yst­unnar því að rit­ari flokks­ins flutti ávarp á fund­inum og odd­viti flokks­ins í höf­uð­borg­inni stjórn­aði fjölda­söng. Nýkjör­inn for­maður félags­ins, Styrmir Gunn­ars­son, sagði í við­tali „frá­leitt að félagið stefni að nas­is­ma, fas­isma eða stalín­isma.“ Ekki er að efa að ein­hverjir Sjálf­stæð­is­menn hafa varpað önd­inni létt­ar, en yfir­lýs­ingin segir sína sögu. Ég man ekki eftir því að önnur íslensk félög hafi þurft að sverja slíkt af sér. Reyndar tel ég nær sanni að með félag­inu hafi ein­angr­un­ar- og afneit­un­ar­sinnar fengið sér­stakt skjól í flokkn­um. Skömmu síðar sagði Matth­ías Johann­essen, annar fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, sig úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um, en ekki er talið að þarna sé orsaka­sam­hengi á milli.

Er ekk­ert jákvætt?

Um hátíð­irnar er nauð­syn­legt að horfa ekki bara á það sem miður hefur farið heldur líka það sem vel hefur tek­ist til. Því vissu­lega er sumt jákvætt. Verð­bólga er að kom­ast aftur í það far sem hún var í þegar rík­is­stjórnin tók við og nýr seðla­banka­stjóri hefur lækkað vexti mynd­ar­lega. Neyt­endur hafa notið lágra vaxta á verð­tryggðum lán­um. Kaup­máttur er mik­ill. 

Fyrir utan hjal um mikil tæki­færi Íslands í Brexit hefur utan­rík­is­stefnan verið í lagi. Landið staðið við sínar alþjóða­skuld­bind­ingar sem auka­að­ili að Evr­ópu­sam­band­inu og full­gildur félagi í NATO. Það er traust­vekj­andi að sjá for­sæt­is­ráð­herra eiga náin og góð sam­skipti við for­ystu­menn Atl­ants­hafs­banda­lags­ins, án þess að nefna einu orði stefnu VG um að „Ís­land segi sig úr NATO og biðj­ist afsök­unar á þátt­töku sinni í hern­að­ar­að­gerðum á þeirra veg­um.“ 

En það breyt­ist lítið til batn­aðar nema þjóðin flykki sér að baki eft­ir­far­andi stór­mál­um:

  1. Ríkið hætti að úthluta gæðum til ákveð­inna hópa án end­ur­gjalds. Sjáv­ar­út­vegur greiði mark­aðstengt auð­linda­gjald með því að árlega fari hluti kvót­ans á mark­að. Gjaldið renni til inn­viða­upp­bygg­ingar á heima­svæð­um.
  2. Land­bún­aður lúti lög­málum almennrar sam­keppni. Inn­flutn­ings­höft og tollar á land­bún­að­ar­vörur verði afnumin í áföngum og bændur leystir úr fátækt­ar­gildru.
  3. Eng­inn verði þving­aður af vinnu­mark­aði ein­göngu vegna ald­urs.
  4. Hagur fólks og fyr­ir­tækja bættur með því að lækka vexti og verð­bólgu til sam­ræmis við nágranna­lönd með upp­töku stöðugs gjald­mið­ils.
  5. Náms­ár­angur nái að minnsta kosti með­al­tali innan OECD. Nám á bæði grunn- og fram­halds­skóla­stigi verði mark­viss­ara en nú er. Til dæmis mætti gefa sam­ræmdum prófum vægi á ný.
  6. Kosn­inga­réttur verði jafn, óháð búsetu. Jafn­rétti þegn­anna er grund­vall­ar­hug­sjón lýð­ræð­is­ins.
  7. Þjóð­ar­at­kvæði um að ljúka aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið til þess að ná aðild­ar­samn­ingi sem bor­inn verður undir þjóð­ina.

Þetta eru mál Við­reisn­ar. Hún var stofnuð um breyt­ingar almenn­ingi í hag. Valið er ein­falt því Fram­sókn­ar­flokk­arnir þrír í stjórn og sá fjórði í mál­þófi í stjórn­ar­and­stöðu eiga nefni­lega eitt sam­eig­in­legt. Eigi skal breyta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit