Auglýsing

Sviðs­myndir sem stjórn­völd eru að vinna með benda til þess að það verði meiri sam­dráttur í ár en eftir banka­hrun­ið. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði í gær­morgun að hann gæti orðið sex til sjö pró­sent. Það þýðir að lands­fram­leiðsla muni drag­ast saman um meira en 200 millj­arða króna. En þetta er samt var­færin spá. Bjarni sagði í gær að það væri langur tími í að við finnum botn­inn og að það væri mikið óvissa um fram­hald­ið. „Við erum í dálítið mik­illi þoku í augna­blik­in­u.“ 

Lítið af áreið­an­legum tölum liggja fyrir um stöð­una eins og hún er núna. Þó er það stað­reynd að 75 pró­sent færri fóru um Kefla­vík­ur­flug­völl í lok síð­ustu viku og á sama tíma fyrir ári. Það er líka stað­reynd að Icelandair hefur ein­ungis verið að fljúga 14 pró­sent af flug­á­ætlun sinni og að í flestum ferðum eru vél­arnar hálf tóm­ar. Það er stað­reynd að bók­anir á veit­inga­staði hafa fallið um 83 pró­sent á heims­vísu og að nýt­ing á hót­el­her­bergjum er víð­ast hvar undir tíu pró­sent. Á sumum stöðum engin og mörg hafa lok­að. 

Þá benda sviðs­myndir stjórn­valda til þess að atvinnu­leysi verði að með­al­tali um átta pró­sent yfir helsta kúf­inn, sem þýðir að topp­ur­inn verður hærri en það. Með­al­talið verður því í kringum 15 þús­und manns. Það er vert að hafa í huga að atvinnu­leysið mælir ekki þá tugi þús­unda sem á næstu vikum verða á allt að 75 pró­sent launum hjá rík­inu í gegnum hluta­bóta­leið­ina. Þar verður allt að fjórð­ungur vinnu­aflsins, sam­kvæmt sviðs­mynd­um, nokk­urs konar tíma­bundnir rík­is­starfs­menn til við­bótar við alla hina sem eru það alltaf.

Það eru erf­iðar og ófyr­ir­séðar aðstæður uppi. Við þær aðstæður eru ráða­menn þjóða að reyna að taka ákvarð­anir til að bregð­ast við vanda sem þeir eru nán­ast að giska á hvernig muni fara. Það er ekki öfunds­verð staða og gott skref hjá þeim að við­ur­kenna van­mátt sinn fyrir óviss­unni, líkt og bæði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni hafa gert opin­ber­lega. 

Það sem hefði verið skyn­sam­legt ...

Það verður ekki sagt nægi­lega oft að mark­miðið í dag er að við­halda venju­­leik­­anum eins og hægt er. Fyrst að verja lífið með öllum til­tækum ráð­um. Svo að halda fyr­ir­tækjum á lífi, fólki á laun­um/fram­færslu og öllum í hús­næði. Það þarf að tryggja mat og lyf fyrir alla. ­Síðar getum við tek­ist á um hvernig kerfið á að vera til fram­­búðar og hvaða dýr­­mætu lex­­íur við lærum af þess­um ótrú­legu tím­um.

Auglýsing
Í nákvæm­lega þess­ari stöðu hefði verið sterkt að mynda þverpóli­tíska sam­stöðu um þær aðgerðir sem ráð­ast á í til að takast á við efna­hags­legu ham­far­irnar sem þegar hafa skapast, og munu halda áfram að þró­ast til verri vegar um ófyr­ir­séðan tíma. 

Það var ekki gert. Þess í stað lagði rík­is­stjórnin sinn aðgerð­ar­pakka á borðið um liðna helgi, og þar með póli­tíska fram­tíð sína. Ef hann virkar gæti það fleytt þess­ari rík­is­stjórn inn í annað kjör­tíma­bil við stjórn­völ­inn, sem var afar ólík­legt fyrir skemmstu. Geigi skotið mun hún ein bera ábyrgð á því og póli­tísku afleið­ing­un­um. 

Hlið­ar­á­hrifin gætu orðið að búa til pláss fyrir póli­tíska tæki­fær­is­menn til að hlaða í yfir­boð til að kaupa sér atkvæði. Á svið­inu eru slíkir sem hafa reynslu af því að henda opin­beru fé með víta­verðum hætti í það að koma sér til valda.  

Það sem er gott …

Lyk­il­at­riðið í aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda eru hinar svoköll­uðu hluta­bæt­ur. Þær breyt­ingar sem gerðar voru á því máli milli umræðna stökk­breyttu því frá því að vera smælki yfir í að vera líf­lína fyrir stóran hluta atvinnu­lífs­ins. Kostn­aður hins opin­bera vegna hluta­bót­anna marg­fald­að­ist sam­hliða því að Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður tekur nú að sér það hlut­verk að greiða allt að 75 pró­sent af launum starfs­manna fyr­ir­tækja upp að 700 þús­und króna hámarki, og tryggi öllum með 400 þús­und krónur eða minna full laun á meðan að hluta­bæt­urnar eru við lýð­i. 

Í kynn­ingu stjórn­valda á laug­ar­dag var kostn­aður við að hafa þessa leið í tvo og hálfan mánuð met­inn á 22 millj­arða króna. Þar er miðað við að um 30 þús­und manns úr einka­geir­an­um, út frá ákveðnu reikni­mód­eli um fjöldi í hverju nýt­ing­ar­bili, muni fær­ast að hluta yfir á launa­skrá hins opin­bera. Svartasta sviðs­myndin sem teiknuð var upp í kostn­að­ar­mati reikn­aði með allt að 50 þús­und manns og að kostn­að­ur­inn gæti þá varið í um 32 millj­arða króna. 

Það má nán­ast ganga út frá því að þetta úrræði verði fram­lengt umfram upp­runa­lega tíma­bili, og muni kosta tugi millj­arða króna til við­bót­ar. Þótt leiðin sé aug­ljós­lega sniðin að ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum þá munu fjöl­mörg önnur fyr­ir­tæki líka þurfa að nýta sér hana til að lifa af. Icelandair hefur riðið á vaðið og til­kynnt opin­ber­lega að 92 pró­sent af á fimmta þús­und starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins muni fara í skert starfs­hlut­fall tíma­bundið og hóp­ur­inn muni falla „undir úrræði rík­is­stjórn­ar­innar um mót­fram­lag eftir því sem við á“. 

Það er líka góð aðgerð að fella niður toll­af­greiðslu­gjöld og fresta aðflutn­ings­gjöldum til að veita inn­flutn­ings­að­ilum laust fé til að glíma við yfir­stand­andi erf­ið­leika. Ef þeir aðilar sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð ætti það líka að geta haldið aftur að verð­hækk­unum á vöru og þar af leið­andi verð­bólgu­hvata. 

Sömu sögu er að segja með 100 pró­sent end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts fyrir kaup á ýmis konar vinnu. Það er skyn­samur hvati til að fá fólk til að eyða í fram­kvæmdir og heim­il­is­þjón­ustu þegar það verður óhætt á ný að fara út.

Það sem er umdeilt ...

Tvær stórar aðgerðir í pakka stjórn­valda eru þegar orðnar veru­lega umdeildar og mikið rætt um að þær séu sér­stak­lega sniðnar að útflutn­ings­grein­un­um, en skilji margar þjón­ustu­greinar eftir utan skil­yrða.

Þar ber fyrst að nefna heim­ild til að fresta skilum á opin­berum gjöld­um, sem er í raun vaxta­laust lán frá hinu opin­bera. Þar þarf að sýna fram á 30 pró­sent tekju­fall miðað við sama mánuð í fyrra til að mega fresta greiðsl­um. Fyrir liggur til dæmis að mörg fyr­ir­tæki eru ekki með jafnt greiðslu­flæði heldur fá inn stærri greiðslur suma mán­uði en lægri aðra og það eitt og sér gæti úti­lokað þau frá því að nýta þetta úrræð­i. 

Auglýsing
Hitt umdeilda úrræðið eru hin svoköll­uðu brú­ar­lán, þar sem hið opin­bera ætlar að ábyrgj­ast helm­ing af tug millj­arða króna lánum til fyr­ir­tækja sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40 pró­sent tekju­tapi. Lán með rík­is­á­byrgð eiga að skila mun lægri vöxtum en önnur og því er ein­fald­lega um ódýr­ari pen­inga að ræða sem verður skóflað inn í valin fyr­ir­tæki. Ráða­menn hafa þegar sagt opin­ber­lega að þeir reikni með að um helm­ingur þeirrar upp­hæðar sem fari úr rík­is­sjóði í þessa aðgerð, sem er sam­tals um 35 millj­arðar króna, muni mögu­lega tap­ast. 

Þarna er verið að hjálpa ákveðnum fyr­ir­tækjum í miklum rekstr­ar­vanda með því að dæla í þau ódýrum pen­ing­um. Stund­um, til dæmis í völdum öngum ferða­þjón­ustu, á það ágæt­lega við en í öðrum geirum, sem sann­ar­lega verða fyrir miklum vand­ræðum vegna stöð­unnar en ekki því alkuli sem ferða­þjón­ustan sér fram á, þá getur þetta bein­línis verið skað­legt. Verr reknum fyr­ir­tækjum verður haldið á lífi en fyr­ir­tækjum sem hafa sýnt ráð­deild og fyr­ir­hyggju, en upp­fylla ekki sett skil­yrði, verða undir vegna þess að sam­keppn­is­að­ilar þeirra fá aðgang að ódýrum pen­ingum frá rík­in­u. 

Þá er ótrú­legt að ekki séu sett skil­yrði um að fyr­ir­tækjum sem fá þessa sér­stöku fyr­ir­greiðslu úr rík­is­sjóði verði meinað að greiða sér út arð eða kaupa upp eigin bréf í nokkur næstu ár. Það á að vera sjálf­sögð krafa að lánin verði fyrst greidd til baka áður en að króna fari út til hlut­hafa. 

Það sem er ómark­visst …

Það er ansi ein­kenni­legt að telja áhrif af afnámi gistin­átta­skatts sem 1,6 millj­arða króna ráð­stöf­un, þar sem sú tala er fengin úr því sem inn­heimt­ist vegna hans í for­tíð­inni. Nú er bók­staf­lega nán­ast eng­inn á hót­el­unum og þar af leið­andi skilar skatt­ur­inn litlu í rík­is­kass­ann. Það að lækka verð á hverri gistinótt um 300 krónur til fram­tíðar mun heldur ekki vera nein lyk­il­breyta í að gera Ísland aftur aðlað­andi sem ferða­þjón­ustu­land.

Þótt það hljómi ágæt­lega að gefa öllum lands­mönnum fimm þús­und króna staf­rænt gjafa­bréf til að hvetja þá til að eyða í inn­lenda ferða­þjón­ustu þá er það afar ómark­viss aðgerð. Þeir 1,5 millj­arðar króna sem ætl­aðir eru í þetta verk­efni væri mun betur nýttir víða ann­ars staðar í íslensku sam­fé­lagi, enda verða staf­rænu gjafa­bréf­in, sér­stak­lega þegar þau krefj­ast aug­ljós­lega við­bót­areyðslu í flestum til­fell­um, ekki ráð­andi hvati í að stuðla að inn­an­lands­ferða­lögum í sum­ar. Þess utan veit eng­inn hvernig aðstæður verða til að ferð­ast næstu mán­uði út af veiru­far­ald­in­um, hvort sem um er að ræða inn­an­lands eða utan. 

Það að heim­ila úttekt á sér­eign­ar­sparn­aði er síðan tekju­öfl­un­ar­leið fyrir rík­is­sjóð, ekki ný útgjöld. Það er verið að heim­ila fólki að taka út eigin sparnað og greiða skatt af honum strax, í stað þess að gera það í fram­tíð­inni. Því er í raun verið að fyr­ir­fram­greiða skatt­tekjur fram­tíðar núna. Í áætl­unum rík­is­sjóðs er gert ráð fyrir að þetta skili hinu opin­bera 3,5 millj­arða króna í tekj­ur, en það verður að telj­ast ansi ólík­legt að það verði röð í það að taka út sér­eign­ina sína með þessum hætti þegar það býðst að nota hana skatt­frjálst til að borga inn á hús­næð­is­lán. 

Auglýsing
Hraðari lækkun banka­skatts er síðan aðgerð sem erfitt er að fá til að ganga upp sem eitt­hvað annað en ákvörðun sem flaut bara með vegna þess að ein­hver við ákvörð­un­ar­töku­borðið er hug­mynda­fræði­lega á móti hon­um. Í áætl­unum stjórn­valda á hann að skila ell­efu millj­arða króna við­bót­ar­svig­rúmi fyrir banka til að lána út, ofan á það 350 millj­arða króna svig­rúm sem afnám sveiflu­jöfn­un­ar­aukans hafði þegar skap­að. Þessi þrjú pró­sent við­bót í útlána­svig­rúmið skiptir vart höf­uð­máli í stóru mynd­inni. Sér­stak­lega þegar Seðla­bank­inn getur aukið útlána­svig­rúmið um annað eins með frek­ari breyt­ingum á eig­in­fjár­kröfum eða nýt­ingu á öðrum vopnum í vopna­búri sínu.

Þá er ein­greiðsla barna­bóta­auka til allra lands­manna sem eiga börn óháð tekjum (þeir sem eru með sam­eig­in­lega heim­il­is­tekjur undir rúm­lega 900 þús­und á mán­uði fá 40 þús­und krónur en hinir 20 þús­und krón­ur) ótrú­lega ómark­viss og sér­kenni­leg nýt­ing á almanna­fé. Fólk með með­al- og háar tekj­ur, svo ekki sé talað um stór­eig­endur fjár­magns, þurfa ekki að fá barna­bæt­ur. Þær eiga að renna til þeirra sem þurfa raun­veru­lega á þeim að halda til að ná endum sam­an, ekki hátekju­hópa.

Fjár­fest­ing­ar­átak­ið, sem í felst að flytja 20 millj­arða króna fram­kvæmdir yfir á þetta ár, er líka ekki sér­stak­lega vel útfært. Auk þess liggur ekk­ert fyrir hvenær verður raun­veru­lega hægt að ráð­ast í þau út af heims­far­aldi sem eng­inn veit hvenær mun ganga nið­ur. Við erum í dálítið mik­illi þoku í augna­blik­in­u. 

Það sem var óþarfi og það sem er óvissa um …

Óþarfi var að kynna þessar aðgerðir sem 230 millj­arða króna „ráð­staf­an­ir“ og blása margar þeirra upp í eitt­hvað sem flest skyn­samt fólk sér að stenst ekki. Það var sýnd­ar­mennska enda bein ný fram­lög mun frekar á bil­inu 60 til 70 millj­arðar króna. Líkt og áður hefur verið rekið eru reikni­for­sendur fyrir sumum leið­anna líka í besta falli vafa­sam­ar, og í sumum til­fellum ein­fald­lega rang­ar.

Stóru aðgerð­irnar eru núna til stað­ar: hluta­bóta­leiðin veru­lega end­ur­bætt og stór­aukið aðgengi að láns­fé. Þær einar og sér eru stærstu efna­hags­að­gerðir Íslands­sög­unnar ef gengið verður út frá því að áhrifin af þess­ari stöðu – miklum sam­drætti alþjóð­lega í fram­leiðslu og nán­ast algjöru stoppi í eft­ir­spurn – muni vara vel inn á seinni hluta næsta árs hið minnsta. Rík­is­sjóður þurfa að bæta veru­lega í kostnað vegna þeirra leiða. Þetta eru önd­un­ar­vél­arnar fyrir atvinnu­lífið og sam­fé­lagið allt.  

Helsta óvissan sem nú er uppi snýr að því hvernig bank­arnir munu haga sér gagn­vart fyr­ir­tækj­unum sem munu sækj­ast eftir fyr­ir­greiðslu. Skila­boð stjórn­valda til þeirra eru skýr: það er búið að losa um hund­ruð millj­arða króna fyrir ykkur að lána út. Ykkur ber skylda til að hjálpa hár­greiðslu­stof­unni, hér­aðs­fjöl­miðl­in­um, lík­ams­rækt­ar­stöð­inni, veiði­versl­un­inni og öllum hinum litlu og með­al­stóru fyr­ir­tækj­unum sem íslenskir bankar hafa neitað að fjár­magna á und­an­förnum árum nema að eig­endur leggi húsin sín að veði. Þess í stað hafa bankar aðal­lega ein­beitt sér að því að fjár­magna ferða­þjón­ustu og sinna stórum kúnn­um, oft með því að fjár­magna mis­gáfu­leg og áhættu­sækin stór­verk­efn­i. 

Það verður að segj­ast eins og er að sporin hræða þar. Bank­arnir hafa haft óeðli­leg áhrif á sam­keppni í ýmsum geira með óskilj­an­legri fyr­ir­greiðslu við suma en algjört fálæti gagn­vart öðr­um. Íslenski fjöl­miðla­geir­inn er þar skýrasta dæmið þar sem skil­yrði fyrir banka­fyr­ir­greiðslu virð­ist aðal­lega vera mikið tap eða óráðsía í rekstri. Svig­rúm bank­anna til auk­inna útlána má ekki snú­ast upp í and­hverfu sína, þar sem vel rekin og líf­væn­leg fyr­ir­tæki deyja vegna þess að bankar ákveðna að halda verr reknum og yfir­skuld­settum sam­keppn­is­að­ilum þeirra frekar á líf­i.  

Auk þess þarf vænt­an­lega að víkja til hliðar öllum lána­reglum banka til að þessi lána­fyr­ir­greiðslan sem stjórn­völd eru að þrýsta á verði ger­leg. Hér liggja nefni­lega fyrir fjöl­margir dómar þar sem stjórn­endur banka hafa, með réttu, verið dæmdir til refs­ingar fyrir glóru­laus lán án til­heyr­andi veða í and­stöðu við innri lána­reglur sín­ar, þótt sá eðl­is­munur hafi verið að þau lán voru oftar en ekki til eig­enda eða vild­ar­við­skipta­vina á tímum þar sem það geis­aði bara græðgi og sjálf­lægni, ekki kór­ónu­veira.

Hinn óvissu­þátt­ur­inn snýr að því hvernig þetta verður allt saman gert upp á end­an­um. Við skulum muna að frestum á greiðslu gjalda er bara frestun og lán þurfa að end­ur­greið­ast. Þegar það er ráð­ist í ofur­skuld­setn­ingu atvinnu­lífs­ins vegna þeirra ein­stöku aðstæðna sem eru uppi þá er líka verið að færa bönkum og stjórn­völdum mikið vald yfir því hverjir fá að lifa og hverjir verða látnir deyja þegar þetta er allt saman yfir­stað­ið.

Gerum þetta rétt

Framundan er mikil áskorun og lík­lega mun flest sem nú hefur verið lagt fram spil­ast út með öðrum hætti en reiknað hefur verið með. Þá verða stjórn­völd, bankar og aðrir með ótrú­legt ákvörð­un­ar­vald yfir þró­un­inni að sýna fum­laus við­brögð og aðlaga leið­irnar að raun­veru­leik­an­um. Sann­girni, auð­mýkt, heið­ar­leiki og sam­staða eru lyk­il­breytur sem allir verða að til­einka sér núna. Það er hægt að keppa og takast á síð­ar. 

Hér er allt und­ir. Ef okkur tekst að kom­ast í gegnum þetta með því að verja fyrst og fremst sem flest líf, svo sem flest lífs­við­ur­væri, þá hefur okkur sem sam­fé­lagi tek­ist vel upp. Það eiga allir að vera saman í þessu. 

Nú er tím­inn til að sýna það í verki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari