Kæri Ármann.
Eftir við Karen birtum bréf okkar til þín þann 11. nóvember 2019, sendi ég (Kevin) samrit þess til Sharon Thorne, sem er æðsti stjórnandi Deloitte á heimsvísu með fyrirspurn um hvort Deloitte væri brotlegt gegn siðareglum sínum með því að umbera ófullnægjandi áreiðanleikakönnun (sem úrskurðaði að þú værir hæfur til að starfa sem forstjóri Kviku).
25. nóvember 2019 svaraði Sharon Thorne og staðfesti að hún tæki þetta mál alvarlega og að Deloitte myndi rannsaka ásakanir mínar.
Þetta mál hefði frekar átt að taka fyrir á Íslandi en í Bretlandi af hálfu æðstu stjórnar Deloitte. En þrátt fyrir að yfirþyrmandi sannanir lægju fyrir þá voru engin viðbrögð af hálfu stjórnar Kviku, Deloitte ehf. eða yfirvalda.
Sérstaka rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að vanefndir yfirvalda og endurskoðenda hefðu auðveldað fjársvikin hjá öllum íslensku bönkunum sem leiddu til þriðja stærsta gjaldþrots sögunnar. Lítið virðist hafa breyst því FATF bætti Íslandi við á „gráa lista“ sinn (ásamt Mongólíu og Simbabve) þann 26. október 2019 sem staðfesti að íslensk yfirvöld starfa enn ekki samkvæmt þeim viðmiðum sem vænst er í hinum vestræna heimi.
Tengillinn hér á eftir skýrir að þegar augngreining og lygamæling eru notuð samtímis, fer villuhlutfallið niður í 3%.
Ég bauðst til að greiða kostnaðinn við matið og þótt ég skilji að sumir kunni að álíta aðferð mína óhefðbundna, þá bauðst þér með henni tækifæri til að sanna heilindi þín og fá niðurstöðu í málið sem þjónaði hagsmunum Kviku. Þó hafði ég litlar væntingar til viðbragða þinna því ég tel að þú hafir álíka mikla möguleika til að standast slíkt próf og Andrew prins varðandi ásakanir á hendur honum.
Ég hélt áfram að veita Deloitte frekari gögn til að sanna að þátttaka þín skipti miklu máli fyrir fjársvikin hjá Kaupþingi og 25. mars 2020 tjáði Deloitte mér að athugun þeirra myndi tefjast vegna kórónu-faraldursins.
30. apríl 2020 tilkynnti Kvika að dótturfélag þess í Bretlandi myndi færa út starfsemi sína.
30. apríl birti stjórn SQN í SQN Asset Finance Income Fund Limited óskuldbindandi viljayfirlýsingu um að skipa KKV Investment Management Ltd sem stjórnanda eignasafns félagsins.
KKV Investment Management Ltd. er nýstofnað fjárfestingafélag í eigu Kvika Bank hf.
Ég vildi ekki vera óþarflega skaðlegur og 11. maí bauð ég þér og stjórn Kviku að svara ásökunum mínum með þeim hætti að ég hefði ekki þurft að tilkynna þær til stjórnar SQN Asset Finance Income Fund Limited.
Þar sem ég fékk ekkert svar, hef ég haft samband við stjórn SQN Asset Finance Income Fund Limited.
Ef yfirvöld umbera háttsemi þína með því að leyfa þér að starfa áfram innan bankageirans, mun augljós skortur á afleiðingum hvetja til frekari fjársvika sem er áhyggjuefni þar sem stjórnvöld hafa í hyggju að færa Íslandsbanka og Landsbankann yfir í einkageirann. Því leggjum við til að þú gangist undir trúverðugleikapróf ellegar segir upp störfum hjá Kviku, hafir þú einhverja sjálfsvirðingu.
Virðingarfyllst,
Kevin Stanford og Karen Millen.