Óbojóboj þetta ár!

Víst getum við breytt heiminum, skrifar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar um árið 2020. Breyttum viðhorfum fylgir breytt gildismat sem er skilyrði fyrir því að ná tökum á hamfarahlýnun.

Auglýsing

2020 er lík­lega árið sem eng­inn mun sakna. Á því gerð­ist samt margt merki­legt í umhverf­is­málum þó það hafi fallið í skugg­ann af Covid eins og öll önn­ur ­mál­efn­i.   

Árið verður lík­ast til­ eins og öll síð­ustu ár í flokki 5 heitust­u ára síðan mæl­ingar hófust.  Vís­bend­ing­ar bár­ust um að áhrif ham­fara­hlýn­un­ar væru ­meiri á sumum sviðum en spár gerðu ráð fyrir og að hlýn­unin væri að minnsta kosti jafn hröð og spáð var.  Á sama tíma gekk þjóðum heims verr en áætlað var að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Brugð­ist við afleitri þróun

Til að bregð­ast við ­þró­un­inni settu mörg ríki sér metn­að­ar­fyllri mark­mið  í lofts­lags­mál­u­m.  Evr­ópu­sam­band­ið hækk­aði mark­mið sitt um ­sam­drátt upp í 55%. Þá lét­u ­Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar til sín taka í lofts­lags­málum á mörgum sviðum þrátt fyrir að COP 26 hefði verið frestað fram á næsta ár.  Í des­em­ber hvatt­i að­al­rit­ari Sþ þjóð­ir heims til þess að lýsa yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­málum vegna þess að að­gerðir og árangur hafa látið á sér standa.. Aðal­fund­ur Land­verndar 2019 hvatt­i ­ís­lensk stjórn­völd til þess að lýsa yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­málum en þau hafa enn ekki brugð­ist við þeirri áskor­un.

Auglýsing

Ný von í vestri  

Kjör Joe Bidens og Kamala Harris í emb­ætti for­seta og vara­for­seta ­Banda­ríkj­ana lof­a ­góðu á sviði lofts­lags­mála. Í kosn­inga­bar­átt­unni hefðu þau mögu­lega hefð­u þau geta sneitt hjá lofts­lags­mál­unum til að fæla ekki frá afneit­un­ar­sinna en þau ­settu fram skýra og nokkuð metn­að­ar­fulla stefnu í lofts­lags­mál­um. Biden hef­ur lofað að Banda­ríkin gangi aftur inn í Par­ís­ar­sam­komu­lagið sem er gríð­ar­lega ­mik­il­vægt fyrir sam­stöðu þjóða heims í bar­átt­unni gegn ham­fara­hlýn­un.   

Við fengum aftur að ­sjá heim­inn sem var

Vegna ­sam­komu­tak­markana ­feng­u jarð­ar­bú­ar, mannapar og aðr­ir, smjör­þef af því hvernig heim­ur­inn gæti litið út ef um­hverf­is­vernd væri ráð­and­i.  Íbúar í nágrenn­i Himala­ya sáu á ný fjall­stoppa sem ekki hafa sést ára­tugum saman vegna meng­un­ar, villt dýr hætt­u ­sér út á ber­ang­ur og Ís­lend­ingar end­ur­nýj­uðu tengsl sín við ­ís­lenska nátt­úru. Fáir komust í frí til útlanda og urðu að láta Ísland duga – sem það gerði svo sann­ar­lega. Í sumar voru sam­fé­lags­miðl­ar ­fullir af myndum af fólki að njóta nátt­úr­unnar í botn. Vonir standa til að þetta leiði til auk­innar með­vit­undar Íslend­inga allra um landið sitt og gæð­i þess að hafa að svo stór­kost­legum undrum að hverfa sem nátt­úra Íslands­ er.  

Það létti til víða um heim við upphaf kórónuveirufaraldursins. 

Ágangur á vist­kerf­i jarðar er lýð­heilsu­mál

Margar skýrsl­ur komu út þar sem skýrð voru tengsl milli smit­sjúk­dóma sem eiga ­upp­runa sinn hjá dýrum og  ágangs manna á nátt­úru­leg vist­kerfi. Þegar líf­fræði­leg ­fjöl­breytni minnkar og vist­kerfi eru brotin upp  eykst hætta á dreif­ingu sjúk­dóma. Þess vegna ­fengu aðgerðir sem vinna gegn því að líf­fræði­leg fjöl­breytni minnki og vist­kerfi eyð­ist, aukna og ann­ars­konar athygli en áður – sumsé sem mik­il­væg lýð­heilsu­mál. Auk þess voru áhrif okkar á umhverfið dreg­in all­ræki­lega fram.   

Þol­mörk jarðar

Ein ánægju­leg­ustu tíð­ind­i árs­ins (fyrir utan fregnir af bólu­efni) komu þann 22. ágúst. Þá var þol­marka­dagur jarð­ar (eart­h overs­hoot day) fyrir árið 2020 en það er sá dagur þegar nýt­ing ­mann­kyns­ins á auð­lindum jarðar fer fram úr því sem hún getur end­ur­nýjað á því ári. ­Spár höfðu gert ráð fyrir því að dag­ur­inn yrði í fyrsta skipti í júlí­mán­uð­i árið 2020 en vegna tak­mark­ana á allskyns ­starf­sem­i eins og flugi og hrá­efna­vinnslu færð­is­t hann aftur um heilar þrjár vikur. Sér­fræð­ing­ar telja þó lík­legt að eft­ir Covid far­ald­ur­inn muni mann­kynið missa ­niður þennan árangur og að á næstu árum muni ásælni í auð­lindir aukast hrað­ar­ en áður vegna aðgerða til þess að reisa efna­haglífið aftur við.  

Hálend­is­þjóð­garður í deigl­unni

Hér inn­an­lands voru mörg ­stór umhverf­is­mál til umræð­u.  Árið byrj­aði og end­aði á líf­legum og heitum umræð­u­m um Há­lend­is­þjóð­garð.  Hann yrði stærsta fram­lag Íslands til­ ­nátt­úru­verndar í heim­inum þar sem okkar ein­stæðu nátt­úruperlum yrði hampað um ­leið og þær hlytu vernd fyrir stór­fram­kvæmdum og ágang­i.  Þó skiptar ­skoð­anir séu um frum­varp um­hverf­is­ráð­herra ­sem lagt var fram í lok árs­ins virð­ast flestir vera á því að rétt sé að stofna ­þjóð­garð á hálendi Íslands­.   

Hvalárvirkjun var fyrirhuguð á Ófeigsfjarðarheiði. Mynd: Golli

Auk­inn metn­aður í lofts­lags­málum

Á árinu var birt ný að­gerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­mál­u­m.  Stjórn Land­verndar tald­i ­á­ætl­un­ina mun betri en þá fyrri en þó dygði hún ekki til til þess að ná ­mark­miðum um sam­drátt sem þó eru fremur metn­að­ar­laus.  Í lok árs til­kynnt­i ­for­sæt­is­ráð­herra metn­að­ar­fyllri mark­mið um sam­drátt í losun til 2030; spenn­and­i verður að sjá hvernig aðgerða­á­ætl­anir rík­is­stjórn­ar­innar verða upp­færðar í sam­ræmi við það.  

Víst getum við breytt heim­inum

Í heild­ina er þó tvennt ­sem mun lík­lega standa upp úr á sviði umhverf­is­mála þeg­ar litið verður til­ baka til árs­ins 2020.  Ann­ars vegar hið risa­stóra verk­efni að breyta ­sam­fé­lag­inu okkar á stuttum tíma þegar mark­miðið er vel­ferð og heilsa okk­ar allra. Með sam­hentu átaki þjóð­ar­innar tókst það vel. Þannig sýndi Covid okk­ur að þær breyt­ingar sem gera þarf til að draga hratt úr los­un gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eru vel mögu­leg­ar. Hin stóru tíð­indi árs­ins eru breytt við­horf margra til nátt­úr­unnar og okkar sjálfra.  

Mjög margir kunna nú betur að meta gjafir nátt­úr­unnar og hafa gert sér grein fyrir því að skaði sem er unn­inn á henni er skaði fyrir mann­kyn­ið.  Margir hafa líka náð dýpri skiln­ingi á stöðu sinni í heim­inum og tengsl­unum við aðra jarð­ar­bú­a. Við þurfum öll að kljást við sömu vanda­málin – þannig hefur heim­ur­inn minnkað og um ­leið gerum við okkur grein fyrir því hve við­kvæm við erum. Með þessum breytt­u við­horfum fylgir breytt gild­is­mat sem er skil­yrði fyrir því að við náum tökum á þeirri um­hverf­is­vá­ ­sem við horfum nú fram á: ham­fara­hlýn­un, útdauð­i ­fjölda teg­unda, eyð­ing og röskun vist­kerfa til að nefna dæmi.  En árið 2020 hefur engu að síður sýnt okkur að kannski hafði Obama rétt fyrir sér, við getum þetta: YES WE CAN!  

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit