Talent þarf tráma! Eða hvað?

Daði Rafnsson segir að íþróttasálfræðingar samþykki ekki að áföll séu nauðsynlegur þáttur í uppeldi til árangurs.

Auglýsing

Meðal íþrótta­sál­fræð­inga hafa skap­ast miklar deilur um titil fræði­greinar sem kom út árið 2012 eftir Dave Coll­ins og Ainie Macna­mara og heit­ir The Rocky Road to the Top: Why talent needs trauma. Þar velta höf­undar því fyrir sér hvort þeir sem starfi í hæfi­leika­mótun hafi ekki gengið of langt í að búa til verndað umhverfi fyrir börn og ung­linga. Afrek­s­í­þróttir séu erf­iðar og krefj­andi og það sé nauð­syn­legt að kunna að takast á við erf­ið­leika og krefj­andi verk­efni ætli maður sér að ná langt.

Það er ekki þessi full­yrð­ing sem truflar íþrótta­sál­fræð­inga. Þar eru allir sam­mála um að það sé nauð­syn­legt að fá krefj­andi verk­efni í íþrótta­upp­eldi. Þar á meðal að tapa leikjum og reyna veru­lega á sig, keppa við erf­iða mótherja, æfa vel og dug­lega og leysa fjöl­breytt verk­efni á leið­inni. Það er til að mynda talið íslenskum atvinnu­mönnum og konum til tekna að þau hafa mörg góða sjálfs­bjarg­ar­við­leitni í hörðum heimi íþrótt­anna. Að þau kunni að bjarga sér innan sem utan vall­ar. For­eldrar ættu til að mynda ekki að láta krakk­ana sína missa af því að þurfa að redda sér sjálf á æfing­ar, standa í fjár­öflun til að kom­ast í keppn­is­ferðir og vakna af og til snemma á auka­æf­ingar og keppa. Íþróttir eru enda frá­bær vett­vangur til að leggja inn góð og gömul gildi eins og aga, vinnu­semi, dugn­að, metnað og sam­vinnu.

Það er hins vegar notk­unin á orð­inu áfall (trauma) sem trufl­ar. Dave Coll­ins er öfl­ugur fræði­maður á sínu sviði og veit hvað hann syng­ur. Enda hefur greinin fengið mik­inn lestur og athygli miðað við fræði­greinar almennt og fjöldan allan af til­vitn­unum sem er jú orku­gjafi aka­dem­í­unn­ar. En áfall er almennt notað um alvar­lega atburði sem valda var­an­legu sál­rænu tjóni. Íþrótta­sál­fræð­ingar sam­þykkja ekki að það sé nauð­syn­legur þáttur í upp­eldi til árang­urs. Í fyrsta lagi vegna þess að það eru mýmörg dæmi um annað og í öðru lagi vegna þess að umhverfi sem hefur áföll sem inn­byggt mark­mið er ein­fald­lega sið­ferð­is­lega rangt. Einn öfl­ug­asti afreks­þjálf­ari í fim­leikum á Íslandi lýsti því til að mynda nýlega í ræðu í Háskól­anum í Reykja­vík hvernig það væri í raun ósið­legt að taka við Ólymp­íugulli eftir að hafa beitt aðferðum sem hafa verið í hávegum hafðar í Banda­ríkj­un­um og Kína und­an­farna áratugi.

Auglýsing
Nú skal tekið fram að Dave Coll­ins hefur margoft lýst því yfir að hann sé ekki tals­maður þess að valda börnum og ung­lingum var­an­legu sál­fræði­legu tjóni. Hann sé í raun að ræða um það sama og er til­greint hér að ofan, að fá krefj­andi verk­efni innan öruggs umhverf­is. Orða­valið virð­ist hafa verið til þess gert að vekja athygli. Það er slæmt í sjálfu sér því að víða hafa þjálf­arar og blaða­menn hafa túlkað grein­ina á versta hátt með því að grípa tit­il­inn á lofti og talið hana styðja aðferðir sem eiga að „­styrkja mót­læta­þol” með „flug­hermi” þar sem hægt er að afsaka fram­komu og aðferðir sem full­orðnir myndu seint sætta sig við. 

Í yfir­stand­andi Erasmus verk­efni um gæða­þjálfun þar sem International Council of Coaching Excellence er þátt­tak­andi ásamt HR og þremur evr­ópskum háskólum er lögð áhersla á aðgæslu­skyldu í þjálf­un. Það er skylda allra þjálf­ara að stunda við­urk­endar og fag­legar aðferðir þegar þeir eiga í sam­skiptum við íþrótta­fólk. Rann­sóknir hafa sýnt að þar sem sumar vafa­samar þjálf­un­ar­að­ferðir hafi öðl­ast við­ur­kenn­ingu og rétt­mæti í eins­leitu umhverfi skiptir mjög miklu máli að þeir sem sjái um þjálf­ara­menntun aðstoði þjálf­ara við að gera sér grein fyrir aðgæslu­skyldu þeirra.

Eins og áður segir hafa mjög miklar umræður skap­ast í kringum þessa grein. Það er þó vert að benda á Rob Book sem er kanadískur fræði­maður á sviði íþrótta­sál­fræði sem er sem stendur að gefa út mjög áhuga­verðan greina­bálk um rann­sóknir sínar á körfu­bolta­mönnum sem koma úr fátækra­hverfum Banda­ríkj­anna. Hér er vísað í grein frá í fyrra, Oat­meal is better than no meal: the career pat­hways of African Amer­ican male pro­fessional athletes from und­er­ser­ved comm­unities in the United States sem hann vann með tveimur öfl­ug­ustu íþrótta­sál­fræð­ingum Evr­ópu, Kristoffer Hen­rik­sen og Natalia Stambu­lova. Þar tekur hann undir það sjón­ar­mið Coll­ins og Macna­mara að mót­læti geti haft styrkj­andi áhrif á ungt fólk, en eng­inn geti sagt hversu mikið eða í hvaða sam­hengi. Hann bendir hins vegar á að það beri að var­ast að horfa á þá sem kom­ast úr miklu mót­læti með sur­vi­vor bias gler­augum og segja að þeirra leið sé til fyr­ir­mynd­ar. Mun fleiri helt­ast úr lest­inni í þessum erf­iðu aðstæðum sem fátækra­hverfin bjóði upp á. Þar birt­ist tráma meðal ann­ars í vannær­ingu sem hafði þannig áhrif að einn tán­ingur missti úr heilt ár úr körfu­bolta því hann hafði blóð­þrýst­ing á við eldri borg­ara og annar var með óreglu­legan hjart­slátt út af stressi og and­legu álagi. Þessir ungu menn þakka því að hafa kom­ist í atvinnu­mennsku seinna meir að það voru þjálf­arar og kenn­arar sem komu þeim í háskóla eða mennta­skólaum­hverfi sem var lík­ara skand­in­av­ísku umhverfi með mýkri áhersl­ur.

Þró­unin í Evr­ópu – Heild­ræn nálgun

„Ef skipu­leggja á íþróttir í takt við nám fyrir börn yngri en 12 ára ber að ýta undir kosti og draga úr nei­kvæðum áhrifum snemm­bundnar sér­hæf­ing­ar. Því væri t.d. stýrt af þjálf­ara í fullu starfi sem hefur reynslu og menntun í að þjálfa ungt íþrótta­fólk á heild­rænan hátt, í nánu sam­starfi við fjöl­skyld­ur, með sam­ræmda náms-og íþrótta­dag­skrá, náið sam­starf við íþrótta­fé­lög í nágrenn­inu, félags­þjón­ustu í skól­anum og eft­ir­lit sem tryggir öryggi nem­enda, lík­am­legan og and­legan þroska þeirra og for­varnir gegn meiðslum og kuln­un.“ – ­Leið­bein­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins um sam­ræm­ingu íþrótta og mennt­un­ar.

Kristoffer Hen­rik­sen og Natalia Stambu­lova sem getið er að ofan hafa átt mik­inn þátt í því að stýra hefð­bundnum hug­mynd­um um hæfi­leika­mótun í nútíma­legri átt. Þau ásamt Kirsten Roessler gáfu út mjög áhrifa­ríka grein um heild­ræna hæfi­leika­mót­un, Holistic app­roach to athletic talent environ­ments: A success­ful sail­ing milieu árið 2010 en þar er fók­us­inn tek­inn af íþrótta­mann­inum einum og sér og færður yfir á mann­eskj­una í heild sinni og umhverfið sem hún elst upp í.

Í stuttu máli má lýsa þess­ari þróun þannig að þó að vitað sé að hæfi­leika­fólk getið komið hvaðan sem er, þá er samt lík­legra að það komi úr umhverfi þar sem er gott aðgengi að íþróttum og þjálf­ur­um, fjöl­skyldur hafi í sig og á og séu nálægt starf­inu og að krakkar upp­lifi að þau stýri sjálf þeim hvötum sem keyra þau áfram í íþrótt­um. Áhrif þessa má meðal ann­ars sjá í breyttri starf­semi hjá knatt­spyrnu­aka­dem­íum í Evr­ópu þar sem lögð er sífellt meiri áhersla á menntun sam­hliða íþrótt­um, félags­legum stuðn­ingi, menntun þjálf­ara og nálægð við fjöl­skyld­ur. Einnig á því að sífellt fleiri skólar og íþrótta­fé­lög setji upp leiðir fyrir ungt fólk til að stunda nám með­fram íþrótta­iðkun, þar sem utan­um­hald og félags­legur stuðn­ingur er einnig í boði. Á Íslandi má sjá þessa þróun hjá mörgum fram­halds­skólum og á Norð­ur­lönd­um og um ­Evr­ópu alla er mikil og hröð þróun í þessa átt.

„Fyrir utan að þróa dug­lega knatt­spyrnu­menn með hæfni til að ná árangri á alþjóða­vísu, þá hefur aka­dem­ían okkar frá stofnun árið 2004 haft það ófrá­víkj­an­lega mark­mið að ala upp heil­steyptar mann­eskjur – þess vegna reynir FC Mid­tjyl­land alltaf að tryggja rétt jafn­vægi milli knatt­spyrnu, skóla og félags­lífs, þannig að hver ein­asti leik­maður aka­dem­í­unnar fái sem bestan grunn fyrir fram­tíð­ina. Grunn­gildi aka­demíu FC Mid­tjyl­land er að hjálpa hverjum ein­asta knatt­spyrnu­manni að verða heil­steypt mann­eskja.“  – Heima­síða FC Mid­tjyl­land.

Höf­undur er fag­stjóri Afreks­sviðs Mennta­skól­ans í Kópa­vogi, yfir­maður knatt­spyrnu­þró­unnar í HK og dokt­or­snemi í sál­fræði í Háskól­anum í Reykja­vík. Hann kennir einnig kúr­s­inn Afreks­þjálfun við HR. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar