Ár af áratugi í íslenskum stjórnmálum

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fer yfir helstu málin sem voru áberandi í pólitíkinni á árinu. Hún segir að Píratar vilji gera Ísland að alvöru lýðræðisríki – þar sem m.a. allir sitji við sama borð og þar sem enginn þurfi að óttast um afkomu sína eða frelsi.

Auglýsing

Árið 2022 var sögu­legt ár fyrir Pírata því við fögn­uðum 10 ára afmæli flokks­ins á Íslandi. Það eru tíu ár síðan Píratar byrj­uðu að beita sér fyrir breyttri stjórn­mála­menn­ingu, raun­veru­legu aðhaldi með valdi, gagn­sæi, mann­rétt­indum og lýð­ræði. Á þessum tíu árum höfum við náð raun­veru­legum árangri og við höldum áfram kröft­ugri bar­áttu fyrir betra sam­fé­lagi á hverjum ein­asta degi, hvar og hvenær sem við get­um.

Atburðir árs­ins sem er að líða sýna glöggt, að enn er rík þörf fyrir áherslur og bar­áttu Pírata í íslensku sam­fé­lagi. Áhersla okkar á vernd mann­rétt­inda og bar­átta okkar gegn spill­ingu hefur tekið á sig marg­vís­legar myndir á árinu og hér er aðeins reynt að drepa á því helsta.

Lofts­lags­mál eru mann­rétt­inda­mál

Lofts­lags­váin ógnar mann­rétt­indum á marg­vís­legan hátt. Hlýn­andi lofts­lag veldur nátt­úru­ham­förum eins og flóð­um, þurrkum og ofsa­veðri sem kostar manns­líf og rekur fólk á flótta undan hung­ursneyð og öðrum lífs­hættu­legum aðstæð­um. Það er bjarg­föst trú Pírata að við verðum að bregð­ast við af miklu meiri festu en núver­andi rík­is­stjórn hefur gert fram að þessu og með raun­veru­legum aðgerðum en ekki inn­an­tómum og sviknum lof­orð­um.

Auglýsing

Ekki er van­þörf á þar sem útblástur Íslands jókst um þrjú pró­sent milli áranna 2020 og 2021. Já ekki náð­ist að hemja útblást­ur­inn, hann heldur áfram að aukast. Nið­ur­stöð­urnar eru áfell­is­dómur fyrir lofts­lags­stefnu rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur sem hefur lítið annað gert en að móta óljósar hug­myndir að aðgerðum en ekki heild­stætt plan um hvernig Ísland eigi að leggja sitt af mörkum í þess­ari sam­eig­in­legu bar­áttu mann­kyns.

Píratar hafa kallað eftir lög­festum og metn­að­ar­fullum lofts­lags­mark­mið­um, ásamt tíma­settri fram­kvæmda­á­ætl­un, en rík­is­stjórnin er svifa­sein og metn­að­ar­laus. Rík­is­stjórnin hefur þó ákveðið að taka upp til­lögu Pírata um bann við leit að jarð­efna­elds­neyti í íslenskri lög­sögu og von­andi tekur hún upp fleiri til­lögur Pírata á næst­unni. Við höfum til dæmis lagt til að gera lofts­lags­ráð að sjálf­stæðri eft­ir­lits­stofnun með lofts­lags­að­gerðum rík­is­stjórn­ar­innar til þess að halda henni við efn­ið. Til­lögu okkar um að leggja til að vist­morð verði alþjóð­legur glæpur var vísað til rík­is­stjórn­ar­innar og verður spenn­andi að sjá hvort hún standi undir því verk­efni. Því miður hafa til­lögur okkar um að ríkið stígi inn af krafti til þess að styðja ein­stak­linga sem velja almenn­ings­sam­göngur til þess að iðka bíl­lausan lífs­stíl ekki hlotið náð fyrir augum stjórn­ar­liða. Sömu­leiðis hefur til­laga Pírata um að umbylta íviln­unum fyrir vist­vænni öku­tæki á þá leið að núver­andi rík­is­stuðn­ingur renni ekki nán­ast ein­vörð­ungu til rík­asta fólks­ins á Íslandi ítrekað verið felld í þing­sal.

Píratar hafa lagt sig fram við að draga úr upp­lýs­inga­óreið­unni um lofts­lags­á­herslur rík­is­stjórn­ar­innar sem enn hefur ekki feng­ist til þess að upp­lýsa um skýr mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, ári eftir kosn­ing­ar. Píratar hafa kallað eftir svörum um þetta og munu áfram halda rík­is­stjórn­inni við efn­ið.

Ófriður í Evr­ópu

Skelfi­legt árás­ar­stríð Rúss­lands á hendur Úkra­ínu hefur sett mark sitt á árið 2022. Píratar tóku undir þverpóli­tíska for­dæm­ingu á stríð­inu á Alþingi strax í kjöl­farið og höfum við lagt mikla áherslu á að styðja mál­stað Úkra­ínu í orði og aðgerðum allar götur síð­an. Við gagn­rýndum ákvörðun dóms­mála­ráð­herra um að veita flótta­fólki frá Úkra­ínu síðri vernd en þau eiga rétt á. Ákvörðun sem veitir þeim styttra dval­ar­leyfi og tak­markað atvinnu­leyfi á Íslandi.

Evr­ópu­ráðið hefur einnig staðið þétt við bakið á Úkra­ínu frá inn­rásinni og sjálf fór ég með sendi­nefnd Evr­ópu­ráðs­ins til þess að kanna aðstæður í Kiev, Bucha og Irpin og fræð­ast um stríðs­glæpi rúss­neskra her­sveita í júní síð­ast­liðn­um. Við fund­uðum með frjálsum félaga­sam­tök­um, ræddum við þing­menn í úkra­ínska þing­inu og hittum full­trúa í utan­rík­is- og dóms­mála­ráðu­neyt­inu ásamt því að hitta rík­is­sak­sókn­ara Úkra­ínu. Afrakstur ferð­ar­innar má finna í skýrslu um heim­sókn­ina þar sem finna má til­lögur um hvað Evr­ópu­ráðið og stuðn­ings­ríki Úkra­ínu geta gert til þess að bregð­ast við stríðs­glæpum og glæpum gegn mann­kyni.

Vegið að tján­ing­ar­frelsi

Píratar hafa gagn­rýnt harð­lega atlögur vald­hafa gegn fjöl­miðla­frelsi og fjöl­miðla­fólki á árinu sem birt­ust meðal ann­ars í yfir­heyrslum lög­reglu á blaða­mönnum Kjarn­ans og ann­arra sem upp­lýstu um myrkra­verk skæru­liða­deildar Sam­herja. Blaða­menn­irnir fjórir hafa enn allir rétt­ar­stöðu sak­born­ings fyrir ætlað brot á frið­helgi einka­lífs.

Aðgerðir lög­reglu í þessu máli eru gagn­rýni­verðar fyrir margar sak­ir. Í fyrsta lagi virð­ist lög­reglan ekki hafa nokkurn áhuga á að rann­saka mögu­leg brot Sam­herj­a­starfs­mann­anna í skæru­liða­deild­inni sem upp­lýst var um. Til dæmis hvað varðar ráða­gerðir þeirra um að reyna að koma í veg fyrir að upp­ljóstr­ar­inn Jóhannes Stef­áns­son beri vitni í Sam­herj­a­mál­inu í Namibíu, nú eða vinnu þeirra við að „njósna um blaða­menn, greina tengsl þeirra, safna af þeim myndum og skipu­leggja árásir á þá“ eins og rit­stjóri Kjarn­ans og einn sak­born­ing­anna orð­aði það.

Þess í stað hefur lög­reglan lagt mikla vinnu í að bera sakir á blaða­menn fyrir brot á 228. og 229. grein almennra hegn­ing­ar­laga um brot gegn frið­helgi einka­lífs þar sem vinna blaða­manna eru þó sér­stak­lega und­an­skil­in. Ég ætti að vita það, þar sem ég skrif­aði refsi­leysið inn í lögin og lög­skýr­ing­ar­gögnin sem fylgdu.

Þrátt fyrir að hafa greitt atkvæði með refsi­leys­inu á þingi sá fjár­mála­ráð­herra til­efni til þess að ráð­ast til atlögu gegn blaða­mönn­unum fjórum, sak­aði þá um að vera of góða með sig til þess að mæta í skýrslu­töku og gaf í skyn að þeir hlytu nú að vera grun­aðir um eitt­hvað annað og meira en að flytja fréttir fyrst lög­reglan vildi ná tali af þeim. Það er rak­inn þvætt­ing­ur, svo það sé sagt.

Sam­an­tekið eru þessir atburðir grafal­var­leg atlaga að tján­ing­ar­frelsi á Íslandi og sem sér­stakur skýrslu­gjafi Evr­ópu­ráðs­þings­ins um stöðu mann­rétt­inda­varða var ekki annað hægt en að bregð­ast við með yfir­lýs­ingu í sam­ein­ingu með sér­stökum skýrslu­gjafa um fjöl­miðla­frelsi, þar sem fram­ganga lög­reglu og ráð­herra var gagn­rýnd.

Flóð­ljós fyrir til­stuðlan lög­reglu

Þegar upp­lýst var um að starfs­menn ISA­VIA hafi beint fljóð­ljósum að fjöl­miðlum sem reyndu að ná myndum af fjölda­brott­vísun flótta­manna fyrir til­stuðlan lög­regl­unn­ar, fengum við full­trúa ISA­VIA á fund alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar. Fund­ur­inn var boð­aður í sam­hengi við til­lögu Pírata um að breyta 19. grein lög­reglu­laga sem leggur refs­ingu við að fylgja ekki fyr­ir­mælum lög­reglu. Píratar vilja setja skýrt í lögin að fyr­ir­mæli lög­reglu þurfi að vera lög­mæt, en það skil­yrði er ekki skrifað inn í 19. grein­ina.

Þótt hvorki Isa­via né lög­reglan vilji nú kann­ast við að nokkur hafi tekið ákvörðun um að hamla störfum fjöl­miðla þessa nótt er fullt til­efni til þess að rann­saka nánar hvort mis­brestir séu í sam­skiptum lög­reglu við blaða­menn. Því hafa full­trúar Pírata og Við­reisnar í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd beitt sér fyrir því að nefndin taki það fyrir og boði full­trúa blaða­manna og lög­reglu á fund til sín.

Mik­il­vægi þess að breyta 19. grein lög­reglu­laga birt­ist einnig í dómi lands­réttar gegn Elín­borgu Hörpu Önund­ar­dóttur þar sem hán var dæmt fyrir að fylgja ekki fyr­ir­mælum lög­reglu vegna mót­mæla sem hán og fleiri stóðu að gegn ómann­úð­legri með­ferð á flótta­fólki. Við lítum svo á að 19. grein lög­reglu­laga sé notuð til þess að tak­marka tján­ing­ar- og sam­komu­frelsi borg­ar­anna fram úr hófi og því sé rétt að breyta henni til hins betra.

Mann­rétt­indi fólks á flótta

Þegar harka­legar og ómann­úð­legar aðferðir lög­regl­unar við brott­vísun á Hussein náð­ust á mynd­band spratt upp mikil og skilj­an­leg reiði í sam­fé­lag­inu. Píratar hafa lengi barist gegn brott­vís­unum flótta­manna til Grikk­lands og annarri ómann­úð­legri og óboð­legri með­ferð yfir­valda á flótta­mönn­um. Stór liður í þeirri bar­áttu er bar­átta Pírata gegn útlend­inga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar sem nú er til með­ferðar á þing­inu í fimmta sinn.

Helsti til­gangur útlend­inga­frum­varps­ins er að setja í lög alla þá fram­kvæmd útlend­inga­yf­ir­valda sem úrskurð­ar­nefnd um útlend­inga­mál eða dóm­stólar hafa dæmt ólög­mæta fram að þessu. Dæmi um þetta er þegar Útlend­inga­stofnun rak um 20 flótta­menn á göt­una um miðjan vetur árið 2021 og svipti þá allri þjón­ustu. Úrskurð­ar­nefnd um útlend­inga­mál komst að þeirri nið­ur­stöðu að engin heim­ild væri fyrir slíkri ómennsku í lög­um. Með útlend­inga­frum­varp­inu stendur til að gera yfir­völdum kleift að henda flótta­fólki á göt­una og svipta þau allri þjón­ustu, þar á meðal lífs­nauð­syn­legri heil­brigð­is­þjón­ustu, tak­ist þeim ein­hverra hluta vegna ekki að flytja þau úr landi.

Í frum­varp­inu er einnig að finna fjölda ann­arra ákvæða sem annað hvort tak­marka veru­lega eða brjóta á rétt­indum fólks á flótta og því telja Píratar nauð­syn­legt að fram fari stjórn­skipu­leg úttekt á því hvort frum­varpið stand­ist mann­rétt­inda­á­kvæði stjórn­ar­skrár­innar sem og alþjóð­lega mann­rétt­inda­sátt­mála sem Ísland hefur und­ir­geng­ist (t.d. 3. og 13. grein Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu). Dóms­mála­ráðu­neytið við­ur­kennir í grein­ar­gerð með frum­varp­inu að slík úttekt hafi ekki farið fram en þrátt fyrir það neitar stjórn­ar­meiri­hlut­inn að sam­þykkja sjálf­sagða beiðni Pírata um að óháðum aðila verði falið að meta lög­mæti ákvæða frum­varps­ins.

Útlend­inga­frum­varpið hefur aldrei verið eins nálægt því að verða að lögum og það er nú en Píratar höfðu það sem sitt meg­in­mark­mið að koma í veg fyrir að það yrði að lögum fyrir jól og tókst að semja um að fá málið aftur til efn­is­legrar umfjöll­unar í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd í jan­ú­ar. Með umfjöll­un­inni munum við leit­ast við að upp­lýsa um hvort að þetta mál stand­ist stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­skuld­bind­ingar Íslands og reyna að kalla fram hvers vegna meiri­hlut­inn stendur gegn stjórn­skipu­legri úttekt á þessum atrið­um. Það er öllum til hags­bóta að öruggt sé að laga­setn­ing Alþingis stand­ist æðstu lög rík­is­ins og alþjóð­legar skuld­bind­ingar þess.

Njósn­a­heim­ildir lög­regl­unnar

Dóms­mála­ráð­herra lét sér ekki nægja að gera atlögu að rétt­indum flótta­fólks á árinu heldur vann hann ötul­lega að því að grafa undan rétt­indum allra borg­ara á Íslandi með fram­lagn­ingu frum­varps um for­virkar rann­sókn­ar­heim­ildir lög­reglu. Verði frum­varpið að lögum mun lög­reglan hafa heim­ildir til þess að:

  • Fylgj­ast með umferð á hvaða opnu vef­síðu sem er, þar með talið hverjir heim­sækja og skoða þær.
  • Hafa víð­tækt og óskil­greint eft­ir­lit með net­notkun ein­stak­linga án dóms­úr­skurðar og án gruns um afbrot né nokkuð sak­næmt athæfi.
  • Fylgja fólki eftir á almanna­færi, á leið þeirra milli staða og inni á stöðum sem opnir eru almenn­ingi eins og t.d. kaffi­hús, veit­inga­stað­ir, bar­ir, söfn o.s.frv. og taka af þeim myndir og mynd­bönd án dóms­úr­skurðar og án þess að rök­studdur grunur um lög­brot né und­ir­bún­ing á lög­broti liggi fyr­ir.
  • Afla gagna um ein­stak­linga hjá öllum opin­berum stofn­un­um, þar á meðal heil­brigð­is­stofn­unum og félags­þjón­ust­unni um til­tekna ein­stak­linga án gruns um að við­kom­andi hafi framið né sé að und­ir­búa það að fremja afbrot.
  • Að safna saman öllum upp­lýs­ingum sem lög­reglan kemst í tæri við í störfum sínum í einn gagna­grunn til þess að nota við grein­ing­ar­vinnu og „af­brota­varn­ir“ (les­ist for­virkar rann­sókn­ir).

Rökin sem dóms­mála­ráð­herra og sam­starfs­fólk hans koma með fyrir því að veita lög­reglu þessar heim­ildir eru þær að lög­reglan á Norð­ur­lönd­unum sé sífellt að kvarta í lög­reglu­yf­ir­völdum hér­lendis vegna ónógra heim­ilda lög­regl­unnar til þess að fylgja eftir ábend­ingum frá erlendum lög­reglu­yf­ir­völd­um. Sé þetta rétt (við höfum engar sann­anir fengið fyrir þessu), væri hægt að ná fram þeim mark­miðum með miklu tak­mark­aðri heim­ildum en þeim sem lagt er til í frum­varpi dóms­mála­ráð­herra.

Stað­reyndin er sú að lög­reglan hefur nú þegar mjög víð­tækar heim­ildir til þess að fylgj­ast með borg­urum þessa lands en hún þarf vissu­lega að hafa að minnsta kosti grun um afbrot eða und­ir­bún­ing á afbroti til þess að beita þeim. Stað­reyndin er einnig sú að lög­reglan neitar að sæta því litla eft­ir­liti sem henni þó ber að sæta sam­kvæmt lögum um þær eft­ir­lits­heim­ildir sem hún hefur nú þeg­ar. Um þetta hefur Rík­is­sak­sókn­ari ritað harð­orðar skýrslur þar sem því er haldið fram að lög­reglan geri Rík­is­sak­sókn­ara hrein­lega ómögu­legt að fram­kvæma lög­bundið eft­ir­lit með hler­unum og öðrum eft­ir­lits­að­gerðum lög­reglu. Í flestum þroskuðum lýð­ræð­is­ríkjum væri þetta til­efni til þess að dóms­mála­ráð­herra brygð­ist við af festu gegn lög­regl­unni. Ekki hér. Hér bregst dóms­mála­ráð­herra við með því að færa lög­reglu fleiri og víð­tæk­ari eft­ir­lits­heim­ildir á silf­ur­fati.

Hér eru ónefnd öll þau til­felli þar sem lög­regla dregur langt fram úr hófi að afhenda nefnd um eft­ir­lit með störfum lög­reglu nauð­syn­leg gögn til þess að nefndin geti sinnt eft­ir­liti sínu. Sömu­leiðis er vert að nefna að lög­reglan við­ur­kennir að hafa ekki einu sinni lesið álit nefnd­ar­innar um alvar­lega mis­bresti í fram­komu lög­reglu gagn­vart aðstand­endum þolenda í fleiri mán­uði eftir að það lá fyr­ir.

Píratar standa með borg­ara­rétt­indum og munu því berj­ast gegn frum­varpi dóms­mála­ráð­herra um njósn­a­heim­ildir fyrir lög­regl­una á næsta ári og eins lengi og þörf er á.

Rann­sókn á banka­söl­unni

Þegar fjár­mála­ráð­herra upp­lýsti um að hann ætl­aði sér að selja stóran hlut í Íslands­banka í lok­uðu sölu­ferli mót­mæltu full­trúar Pírata í fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd þeim fyr­ir­ætl­unum þar sem Bjarna Bene­dikts­syni væri ekki treystandi fyrir því að selja rík­is­eign­ir. Það kom enda á dag­inn að Bjarni hafði ekki aðeins klúðrað umgjörð­inni á sölu­ferl­inu sjálfu heldur hafði hann einnig selt pabba sínum hlut í bank­anum á afslátt­ar­kjörum sem almenn­ingi stóð ekki til boða.

Það sem er aug­ljóst og ætti að vera óum­deil­an­legt er að fjár­mála­ráð­herra má ekki selja pabba sínum hlut í rík­is­eign. Um þetta gilda lög, 3. grein stjórn­sýslu­laga nánar til­tek­ið, og það er ekki hægt að fela sig á bak við það að þykj­ast ekki hafa vitað hver var að kaupa af ráð­herr­an­um. Það er raunar með miklum ólík­indum og segir dapra sögu af þöggun og með­virkni að lög­manna­stéttin eins og hún leggur sig virð­ist hafa ákveðið að þegja þunnu hljóði um þessa aug­ljósu stað­reynd.

Þegar í ljós kom hversu illa hafði verið staðið að sölu­ferl­inu kall­aði ég eftir því að sett yrði á fót rann­sókn­ar­nefnd Alþingis til þess að fara yfir sölu­ferlið allt. Á tíma­bili leit út fyrir að meira að segja þing­menn stjórn­ar­meiri­hlut­ans væru sam­mála um nauð­syn þess því þing­flokks­for­menn stjórn­ar­flokk­anna lýstu allir yfir vilja sínum til þess einn dag­inn áður en þeir drógu í land næsta dag. Bjarni hafði þá stuttu áður sjálfur lýst því yfir að hann myndi biðja Rík­is­end­ur­skoðun um að gera úttekt á ferl­inu en eins og komið hefur í ljós hefur Rík­is­end­ur­skoðun ekki nægar heim­ildir til þess að skoða alla þætti sölu­ferl­is­ins sem varða almanna­hag. Skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar er enn til með­ferðar í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd en búast má við að hún ljúki störfum snemma á næsta ári.

Eftir stendur að skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar fjallar ekk­ert um van­hæfi fjár­mála­ráð­herra til þess að selja pabba sínum hlut í bank­an­um. Þá kom fram á opnum fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar að Rík­is­end­ur­skoðun hafi ekki séð til­efni til þess að kanna hvort þeir erlendu kaup­endur sem fengu hluti í bank­anum hafi í raun og sann verið erlendir kaup­endur en ekki leppar fyrir inn­lenda aðila.

Í fyrsta lagi skiptir það máli að vera viss um að aðilar nátengdir söl­unni hafi ekki farið fram­hjá van­hæf­is­reglum með því að nota milli­liði til þess að kaupa fyrir sig hlut í bank­an­um.

Í öðru lagi skiptir það máli að það sé alveg öruggt að erlendir aðilar hafi keypt hlut­ina fyrir eigið fé en séu ekki fjár­magn­aðir af Íslands­banka sjálfum eða öðrum bönkum á Íslandi vegna þess að ef svo væri myndi slíkt auð­vitað veikja eigið fé bank­anna á Íslandi eins og gerð­ist í fyrra einka­væð­ing­ar­ferli, ósælla minn­inga.

Og í þriðja lagi skiptir það máli vegna þess að þessir erlendu aðilar sem ráð­herra er svo stoltur yfir að hafi tekið þátt í útboð­inu, höfðu úrslita­vald um ákvörðun á verði hlut­anna í útboð­inu - þessu margrædda 117 króna verði á hlut.

Enn er því mikil þörf á að skipa rann­sókn­ar­nefnd Alþingis til þess að svara þessum mik­il­vægu spurn­ing­um.

Árið framundan

Strax á næsta ári mun taka við mikil bar­átta gegn því að útlend­inga­frum­varp rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur verði að lög­um. Þar mun stuðn­ingur og þátt­taka almenn­ings skipta sköp­um. Við vitum að meg­in­þorri almenn­ings vill að Ísland axli ábyrgð gagn­vart alþjóð­legum skuld­bind­ingum sínum og virði rétt­indi flótta­fólks og við verðum að virkja sam­taka­mátt­inn til þess að koma sama viti fyrir rík­is­stjórn­ina.

Á sama tíma stendur til að ljúka umfjöllun stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar um skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka og þá mun það end­an­lega liggja fyrir hvort lof­orð stjórn­ar­liða um skipun rann­sókn­ar­nefndar hafi bara verið ljótur póli­tískur taf­ar­leikur til þess að skapa fjar­lægð frá rétt­mætri reiði almenn­ings eða hvort þeim hafi raun­veru­lega verið alvara þegar þau sögð­ust vilja velta við hverjum steini í því máli.

Píratar munu berj­ast gegn öllum til­raunum til þess að grafa undan rétt­indum borg­ar­anna og munu áfram sem endranær leggja sig fram við að gagn­rýna spill­ingu, sér­hags­muna­pot og fúsk. Við gerum það vegna þess að við viljum gera Ísland að alvöru lýð­ræð­is­ríki, þar sem allir sitja við sama borð og þar sem eng­inn þarf að ótt­ast um afkomu sína eða frelsi fyrir að nýta sjálf­sögð mann­rétt­indi sín. Þá fyrst, erum við frjáls.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit