Enginn stöðvar kerfis þunga nið

Soffía Sigurðardóttir heldur áfram að rýna í Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fjórðu og síðustu grein sinni um þætti í endurupptökudómi í máli Erlu Bolladóttur.

Auglýsing

Hvernig stendur á því að þann 14. sept­em­ber 2022 geti íslenskt rétt­ar­kerfi ekki ennþá gert upp við með­ferð sína á saka­máli nr. 214/1978? 

­Mál þetta hefur verið kallað Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál, þar sem fólk var dæmt fyrir ýmsar sakir varð­andi það að hafa banað Guð­mundi Ein­ars­syni í jan­úar 1974 og Geir­finni Ein­ars­syni í nóv­em­ber 1974 og einnig fyrir ýmis afbrot önn­ur. Dómur var fyrst kveð­inn upp í Saka­dómi Reykja­víkur 19. des­em­ber 1977 og síðan í Hæsta­rétti Íslands 22. febr­úar 1980. Svo miklir ann­markar voru bæði á rann­sókn­ar­stigi og á dómunum sjálfum að eftir það hafa farið fram fjöl­margar rann­sókn­ir, bóta­mál, rann­sókn­ar- og end­ur­upp­töku­beiðn­ir, frá­vís­anir og synj­anir innan úr dóms­kerf­inu, laga­breyt­ingar á Alþingi, sýkna af áður dæmdum sak­fell­ingum fyrir mann­dráp og nú síð­ast synjun End­ur­upp­töku­dóms á end­ur­upp­töku­beiðni um nýja máls­með­ferð vegna fyrri dóms um rangar sak­ar­gift­ir.

Stærsta saka­mál í sam­tíma rétt­ar­fars­sögu

Það á að hætta að kalla þetta mál Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál, af því það sner­ist fljótt frá því að kom­ast að því hvað varð um þessa menn og þeir urðu að auka­per­sónum í sínum eigin manns­hvörf­um. Við tók í stað­inn skandall í íslenskri sam­tíma rétt­ar­fars­sögu, þar sem saman fóru skelfi­legir ann­markar á fram­kvæmd lög­reglu­rann­sókn­ar, rétt­ar­fars­legir van­kantar þar sem sam­krull lög­reglu og dóms­valds bauð upp á mis­notk­un, póli­tísk afskipti, rétt­ar­morð með dóms­upp­kvaðn­ingum á báðum stigum og enda­laus afneitun rétt­ar­kerf­is­ins sjálfs á að leið­rétta fyrri gjörðir sín­ar, undir kjör­orð­inu Dómar skulu standa.

Leir­finns­málið

Þegar lög­reglan í Kefla­vík, undir stjórn full­trúa fógeta síns, hafði látið móta leir­höfuð þess sem þeir köll­uðu lyk­il­inn að lausn­inni, hófst Leir­finns­mál­ið. Sá leir var síðan hnoð­aður aftur og aftur og efni­við­ur­inn þynnt­ist og þynnt­ist í hví­líkt drullum­all að kalla þurfti á þýskan sér­fræð­ing í nagla­súpu­gerð til að hægt væri að bera súpu­pott­inn á borð dóm­stóla.

Auglýsing
Sá kunni aldeilis að mat­reiða, fyrst setti hann ryðg­aðan nagla út í drullum­allið og svo bragð­bætti hann með smá skinku­bita, klípu af salti, sal­at­blaði og nokkrum grjónum og gul­rót­um, en engar sann­anir og taut­aði mön­tru á með­an. Dóm­ar­arnir fylgd­ust hug­fangnir með og kváðu upp sinn dóm: Hafa skal það sem hendi er næst og fást ekki um sönnun sem ekki fæst.

Þriggja daga rann­sóknin

Á þriðju­dags­morgun 29. jan­úar 1974 var áhyggju­fullur faðir mættur til Rann­sókn­ar­lög­regl­unnar í Reykja­vík til þess að til­kynna um hvarf 19 ára gam­als sonar síns, Guð­mundar Ein­ars­son­ar. Guð­mundur fór frá heim­ili sínu í Blesu­gróf næst liðið laug­ar­dags­kvöld og ætl­aði með félögum sínum á ball í Alþýðu­hús­inu í Hafn­ar­firði, en síðan hafði ekk­ert til hans spurst þrátt fyrir þónokkra eft­ir­grennsl­an. Hefur hann m.a. áhyggjur vegna þess að: „Þessa nótt var vit­laust veð­ur, rok og snjó­koma.“ Njörður Snæ­hólm aðal­varð­stjóri tók skýrslu af föð­urnum og und­ir­rit­aði fað­ir­inn hana. Að því búnu hringdi Njörður í for­menn björg­un­ar­sveita og bað þá um að hefja leit og hringdi á næstu lög­reglu­stöðvar og lét þar vita. Því næst hringdi hann í þá sem höfðu farið með Guð­mundi þetta kvöld og komst að því að fyrst var haldið upp­hit­un­arpartý í Garða­hreppi (nú Garða­bæ) og svo farið á ball í Alþýðu­hús­inu í Hafn­ar­firði og þar misstu félag­arnir sjónar af Guð­mundi. Skýrslum dags­ins lýkur Njörður með því að segja frá að leit­ar­hópar hafi leitað fram í myrkur með­fram vegum og fjörum, en „Þar sem 60 c.m. snjó­lag er yfir allt, er ekki hægt að leita í hraun­inu eða utan vega...“ Tveimur árum seinna og áfram allt til dóms hæsta­réttar er því haldið fram að glæpa­menn hafi á þeirri nóttu sem veðri er svo lýst, ekið með lík Guð­mundar í fólks­bíl eftir ein­hverjum troðn­ingum um Hafn­ar­fjarð­ar­hraun og kom­ist til baka án þess að festa sig.

Á öðrum degi hringdi stúlka heim til Njarðar og sagði honum að um kl 02 nótt­ina sem Guð­mundur hvarf hafi hún og önnur stúlka með henni ekið um Hafn­ar­fjörð og þá séð Guð­mund og annan mann til eitt­hvað eldri, í gulri skyrtu, á gangi nálægt bíó­inu. Njörður hringdi í einn vin­anna sem sagði engan þeirra hafa verið í gulri skyrtu.

Á þriðja degi, fimmtu­degi, hringdi lög­reglan í Kópa­vogi í Njörð til að láta vita af vitni um ferðir Guð­mund­ar. Sá hafði verið á ferð með öðrum manni þegar hann sá drukk­inn pilt og annan eldri þar skammt frá. Njörður nær tali af þeim báðum og skráir frá­sagnir þeirra. 

Allar þessar frá­sagnir eru óund­ir­rit­aðar af skýrslu­gjöf­um, sú fyrsta (af föð­urn­um) skráð á for­síðu­blað með blað­haus en hinar vél­rit­aðar á ómerkt blöð og tölu­settar með fram­hald­andi blað­síðu­tölum til og með blað­síðu 8.

Sunnu­dag­inn eftir þetta skráir Njörður að björg­un­ar­sveitir séu enn að leita, en færi ekki gott og árangur eng­inn enn­þá. Þar með er lokið skrif­legum heim­ildum frá lög­reglu um leit­ina að Guð­mundi fyrst eftir að hann hvarf.

Síðan spurð­ist ekk­ert til Guð­mundar meir.

Þeir voru ekki svona vit­lausir

Kefla­vík­ur­rann­sóknin var öllu viða­meiri og ég er búin að fara ítar­lega yfir öll gögn hennar og fleiri heim­ildir um hana líka. Þeir Val­týr og Haukur sem stýrðu lög­reglu­rann­sókn­inni á hvarfi Geir­finns hafa oft haldið því fram að ekk­ert manns­hvarf hafi verið rann­sakað eins mikið og í leit þeirra að Geir­finni. Þegar þeim félögum er bent á ýmsa ann­marka á rann­sókn­ar­gögnum sín­um, eru þeir fljótir að grípa til afsakana, hjá emb­ætt­inu hafi hvorki verið reynsla né tækni­leg kunn­átta til að gera bet­ur, svo eðli­legt sé að þar hafði sitt­hvað mátt betur fara. Fyrir vikið hafa þeir kom­ist upp með það að gorta sig fyrst, en malda síðan aðeins í móinn og láta ann­ars gott heita að hafa verið taldir heldur slappir í rann­sókn­ar­vinn­unni.

Þegar gögn lög­regl­unnar í Kefla­vík eru rann­sök­uð, þá verður hins vegar alveg ljóst að í þeim eru mörg og svo stór göt á svo mik­il­vægum svæðum að þeir geta ekki hafa verið nógu vit­lausir til að taka ekki eftir þeim sjálf­ir. Af hverju eru þessi göt í Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni?

Þegar leit þeirra að Geir­finni hafði runnið út í sand­inn, hefði hann horfið inn í hljóðan hóp ann­arra horfinna manna og eng­inn farið að rýna í vinnu­brögð Kefla­vík­ur­lög­regl­unn­ar, ef ekki hefði komið til þetta óvænta Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál í Reykja­vík rúmu ári síð­ar.

Sömu gömlu vinnu­brögðin

Til að reyna að átta mig á vinnu­brögðum lög­reglu við rann­sóknir las ég önnur mál þar sem hluti leik­enda í Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni koma við sög­u. 

Þar er fyrst að nefna Tíma­mál­ið. Í Tím­an­um, 14. apríl 1976, skrifar S.P. Undir fyr­ir­sögn­inni Dýr­lingur og James Bond Íslands. Þar hefur hann eftir sak­born­ingum í spíra­málum fjögur atriði um aðferðir þær sem Kiddi P og Haukur hafi beitt. Að þeir hafi falsað und­ir­skriftir með játn­ingum og veifað framan í aðra fanga til að blekkja þá til játn­inga, að þeir hafi borið í þá sögur um aðstæður þeirra nán­ustu til að auka á óþreyju þeirra til að losna, að þeir hafi lofað mönnum væg­ari refs­ingum ef þeir bæru sakir á aðra, að Kiddi P fari iðu­lega einn til hús­leita þegar eig­in­konur eða jafn­vel bara börn eru ein heima og átti sig ekki á heim­ild­ar­leysi hans.

Auglýsing
Þá segir líka að Kiddi P haldi því fram að öll spíra­smygl­málin séu tengd, á meðan þau séu sjö og í raun ótengd inn­byrð­is. Eins skammar S.P. þá Hauk og Kidda P fyrir að hafa rang­lega reynt að telja fólki trú um að dóms­mála­ráð­herra hafi fyr­ir­skipað lög­regl­unni í Kefla­vík að hætta að bendla Klúbb­inn við smygl og hvarf Geir­finns. Fyrir þetta kærðu þeir félagar Tím­ann fyrir brot á lögum sem bönn­uðu að bera ávirð­ingar á opin­bera emb­ætt­is­menn þótt sannar væru og unnu auð­vitað það mál í Saka­dómi Reykja­vík­ur. Með það brun­uðu þeir upp í Borg­ar­dóm Reykja­víkur og fengu sér dæmdar skaða­bætur áður en saka­mál­inu var lokið fyrir hæsta­rétti.

Hjálpið okkur að góma glæpa­menn

Þann 6. des­em­ber 1976 stöðv­aði lög­reglan í Kefla­vík bíl í Vog­unum þar sem í sátu maður sem kall­aður var Batti rauði og bíl­stjóri hans. Í bílnum fann lög­reglan tvær ótoll­skoðar vod­kaflöskur og einn kassa af áfengum bjór. Voru öku­maður og bíl­stjóri þegar hand­teknir og full­trúi fógeta (Val­týr var þá hættur og far­inn ann­að) úrskurð­aði Batta snar­lega í gæslu­varð­hald, sem hæsti­réttur felldi síðar úr gildi. Batt­i-rauði þótt­ist vel vita hvenær hann væri með sprútt í skott­inu og hvenær ekki og hélt því strax fram að hér væri verið að koma á hann sök. Sagði hann frá því að hann hefði tekið tvær stúlkur upp í bíl­inn og ekið með þær áleiðis til Grinda­vík­ur, en þær þurft að koma við í Vog­unum og stungið af þar. Taldi hann Hauk og Kidda P standa að baki þessu ólög­lega plotti. Þá var kom­inn nýr bæj­ar­fó­geti og þótti honum full ástæða til að rann­saka hvað gerst hefði við þessa hand­töku. Var leit gerð að þessum „huldu­meyj­um“ og nokkur fjöldi ungra vin­kvenna Hauks leiddar fram í sak­bend­ingu án árang­urs. Sendi bæj­ar­fó­get­inn málið til Saka­dóms Reykja­víkur til frek­ari rann­sókn­ar. Þar strand­aði málið án nið­ur­stöðu og Batti dó áður en málið upp­lýst­ist. Fóget­inn vék Hauki frá tíma­bundið meðan rann­sókn á hand­töku­að­ferðum hans stóð og þótti Hauki sér þar illa launað fyrir vel unnin störf sín. 

Þá var það 9. apríl 1978 að ung kona sem gefið hafði „huldu­meyj­un­um“ fjar­vist­ar­sönn­un, sá að sér og gaf sig fram við rann­sókn­ar­lög­reglu rík­is­ins og ját­aði sök sína og benti á hinar tvær sem ját­uðu líka. Í fram­haldi af því ját­aði fógeta­full­trú­inn að hafa vitað af plotti Hauks og Haukur ját­aði líka. Stúk­urnar þrjár báru allar sömu sögu um ástæðu þess að þær tóku þátt í þessu. Haukur hafði komið að máli við þær og lýst fyrir þeim hve mik­il­vægt væri að þær hjálp­uðu lög­reglu við að taka hættu­lega glæpa­menn úr umferð, þeir væru búnir að valda fólki mik­illi óham­ingju, ann­ars vegar með því að lokka það inn í okur­lána­kerfi sem kæmu því síðar á von­ar­völ og hins vegar með því að smygla eit­ur­lyfjum sem gerðu fólk að aum­ingjum ætt­ingjum þeirra til harma. Þær trúðu þessu og töldu sig vera að vinna gott verk í þágu rétt­vís­inn­ar. Svo fékk ein þeirra bak­þanka og allt komst upp. Haukur fékk fang­els­is­dóm sem hann afplán­aði, en stúlk­urnar og fógeta­full­trú­inn fengu skil­orðs­bundna dóma. Kiddi P slapp alveg við dóms­mál­in.

Slúð­ur­berar á afslátt­ar­kjörum

Báðar þessar aðferð­ir, að bera rangar sögur á milli fanga til að blekkja þá til játn­inga, hræða þá, hóta þeim og bjóða þeim mis­kunn gegn því að vitna gegn öðrum, eða þá að telja þeim trú um að þeim eða sam­fé­lag­inu stæði ógn af vondum glæponum sem þyrftu bara smá til­hliðrun á sann­leik­anum til að koma mak­lega í fang­elsi, voru not­aðar á sak­born­inga í Guð­mund­ar- og Geir­finns­málum og ýmsa fleiri sem hand­teknir voru eða kall­aðir til yfir­heyrslu í þeim mál­um, þar á meðal gegn fjór­menn­ing­un­um. 

Í mörgum saka­málum á þessum tíma og þar á meðal við upp­haf Guð­mund­ar­máls­ins og áfram í Geir­finns­mál­inu, var stuðst við fram­burð saka­manna sem báru slúð­ur­sögur í lög­regl­una gegn vil­yrði um væg­ari með­ferð á sínum eigin brota­mál­um. Þegar lög­reglan fór fram á gæslu­varð­hald yfir Sæv­ari og Erlu, var til­greint að það væri vegna þess að þeim hefðu borist upp­lýs­ingar um aðild þeirra að póst­svika­mál­inu. Upp­lýs­ing­ar­að­il­inn var þá fangi á Litla-Hrauni og var að reyna að milda sitt mál. Það er lík­lega alveg rétt að hann hafi frétt af þessu þar, en þessi sölu­vara gagn­að­ist honum ekki af því lög­reglan var löngu búin að upp­lýsa það mál. Þá bauð hann þeim bet­ur, aðkomu Sæv­ars og Erlu að hvarfi Guð­mund­ar. Þar með stökk lög­reglan til og hand­tók Sævar og Erlu á grunni póst­svika­máls­ins og hóf Guð­mund­ar­þátt Guð­mund­ar- og Geir­finns­máls­ins og Geir­finns­þátt­inn skömmu síð­ar. Lög­reglan hafði ekk­ert fyrir sér sem gat á þeim tíma rétt­lætt hand­töku þeirra vegna hvarfs Guð­mundar og því var gæslu­varð­hald vegna póst­svika­máls­ins það skjól sem gaf þeim færi á að pumpa hin hand­teknu um hvarf Guð­mund­ar. Krist­ján Viðar og Tryggvi Rúnar sátu á þeim tíma í afplánun inni á Litla-Hrauni og það þurfti bara bíl­ferð til að keyra þá í Síðu­múla til að yfir­heyra þá um hvarf Guð­mund­ar.

Annar svona slúð­ur­beri með ljóta saka­skrá sem dreg­inn var fram var Gunnar nokkur sem Kiddi P sótti til Spánar til að bera að hafa verið vitni að því þegar Guð­mundur var drep­inn á Ham­ars­braut­inni. Honum var síðan sleppt til Spánar aft­ur.

Það þýddi lítið að fá Erlu og Sævar til að sak­benda glæpona af því það væri þjóð­þrifa­mál, þau hafa lík­lega þótt frekar á bandi bófa enn löggu. Í þeirra til­viki hafa þau sagt frá tíðum heim­sóknum lög­reglu­mann­anna Sig­ur­bjarnar og Egg­erts til Erlu, þann tíma sem hún var laus úr varð­haldi frá síð­ari hluta des­em­ber 1975 og fram í byrjun maí 1976. Hafi þeir þá alið á ótta hennar við að voða vondir menn, lík­lega Klúbb­menn, sætu um að vinna henni mein og það sama sögðu þeir við Sæv­ar. Þau segja bæði að með því hafi það verið lagt inn hjá þeim að þau þyrftu að losa Erlu undan þessum ógn­unum með því að hjálpa lög­reglu að koma böndum yfir þessa menn. Gekk þetta svo langt að vopn­aðir lög­reglu­menn voru á og við heim­ili Erlu henni til “varn­ar” á loka­metrum þess að hún og Sævar báru fyrstu bend­ingar á Klúbb­menn og þá Einar bróður Erlu og Valdi­mar í Þórs­kaffi líka.

Póli­tískt floga­kast

Póli­tík bland­að­ist vissu­lega inn í Klúbb­mál frá upp­hafi 1972 og Geir­finns­málið varð fram­halds Klúbb­mál. Kiddi P var Alþýðu­flokks­mað­ur, eng­inn framá­maður bara almennur félagi, og náði í trausti þess eyrum áhrifa­manna í þeim flokki, bæði á Alþingi og á rit­stjórn Alþýðu­blaðs­ins. Á þessum sama tíma voru ungir menn í Alþýðu­flokknum að rísa upp gegn marg­vís­legri spill­ingu í sam­fé­lag­inu og póli­tískri vernd­ar­hendi yfir þeirri spill­ingu. Þar fór fremstur í flokki Vil­mundur Gylfa­son. Á Alþingi hélt Sig­hvatur Björg­vins­son eld­messu og hraun­aði yfir dóms­mála­ráð­herra í þing­ræðu 2. febr­úar 1976 og sak­aði hann um póli­tísk afskipti við að stöðva rann­sókn og lokun á Klúbbn­um, sem Kiddi P fór fyrir árið 1972. Tengdi hann það mál við þá ný hand­tekna Klúbb­menn og spurði hvort dóms­mála­ráð­herra ætl­aði að íhlut­ast um þeirra mál núna lík­a. 

Auglýsing
Þetta setti Fram­sókn­ar­flokk­inn og for­mann hans, Ólaf Jóhann­es­son dóms­mála­ráð­herra, í erf­iða stöðu. Óli Jó svar­aði fyrir sig og tók „hátt­virtan ves­al­ings þing­mann“ Sig­hvat Björg­vins­son í kennslu­stund í lög­fræði og vék í lokin máli sínu að dag­blað­inu Vísi sem hafði verið með upp­steyt og vís­aði mafíóskum ásök­unum þeirra til föð­ur­hús­anna með orð­un­um: „Mafía er hún og mafía skal hún heita.

Það er oft erfitt að setja sig inn í stór mál sem útskýrð eru í löngu máli, svo þegar upp verður staðið stendur eftir mjög ein­falt mál í hugum fólks: Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, undir for­ystu for­manns síns sem jafn­framt er dóms­mála­ráð­herra, heldur hlífi­skildi yfir glæpa­mönnum tengdum Klúbbn­um, sem hafa stundað smygl á spíra og eru nú grun­aðir um morð.

Betra er að hengja rangan saka­mann en engan

Alþýðu­flokks­menn gátu rifið kjaft, en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fór með völd. Auð­vitað gat dóms­mála­ráð­herra ekki setið undir þeim ásök­unum að skjóta skjól­stæð­ingum flokks síns undan rétt­vís­inni og allra síst í morð­máli. Rann­sókn lög­regl­unn­ar, sem var á for­ræði Saka­dóms, var komin í algjört klúð­ur. Búið var að hand­taka fjölda fólks og setja það í gæslu­varð­hald, haf­andi ekk­ert annað en mis­vísandi og síbreyti­legar sögur og engar sann­anir og engin lausn í sjón­máli. Það var ekki einu sinni hægt að láta sak­born­inga lausa vegna skorts á sönn­un­um, án þess að upp myndu koma ásak­anir um að dóms­mála­ráð­herra væri að hylma yfir með mögu­legum morð­ingj­um.

Rík­is­stjórnin hékk á blá­þræði og ef hún félli gæti komið vinstri­st­jórn í kjöl­farið sem myndi enn og aftur hóta að reka banda­ríska her­inn úr landi. Þetta var vanda­mál sem kall­aði á aðstoð vina­ríkja í NATO og ein­hvern veg­inn, sem ekki hefur verið upp­lýst alveg um fer­il­inn á, varð það úr að þýsk yfir­völd höfðu milli­göngu um að finna þýskan rann­sókn­ar­lög­reglu­mann á eft­ir­launum til að fara til Íslands og bjarga rík­is­stjórn­inni frá falli, eins og hann skýrði hlut­verk sitt sjálfur síðar í end­ur­minn­ingum sín­um. 

Þann 15. júlí 1977 kom Helmut Schmidt kansl­ari V-Þýska­lands í opin­bera heim­sókn til Íslands með 85 manna fylgd­ar­liði. Í þeirri heim­sókn voru hengdar fálka­orður á 6 manns, fimm þýska lög­reglu­for­ingja og einn rík­is­starfs­mann fyrir fram­lag þeirra til lúkn­ingar Guð­mund­ar- og Geir­finns­máls­ins. Þá var ekki einu sinni búið að kveða upp fyrsta dóm í mál­inu, hann var kveð­inn upp í Saka­dómi Reykja­víkur 19. des­em­ber 1977. Þessi orðu­veit­ing fór hljótt og spurð­ist ekki út fyrr en mörgum árum síð­ar.

Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál skýr­ast

Starfs­hópur um Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál var skip­aður af Ögmundi Jónassyni, inn­an­rík­is­ráð­herra þann 7. októ­ber 2011. Í yfir­lýs­ingu ráð­herra af því til­efni kemur m.a. fram að almenn­ingur hafi látið sig Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál varða. „Þannig hef ég í þess­ari viku fengið í hendur 1190 und­ir­skriftir þar sem kraf­ist er rann­sóknar og end­ur­upp­töku þess­ara mála. Þá hafa þau sjón­ar­mið ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvar­lega úrskeiðis við rann­sókn máls­ins að það varði almanna­hag að rann­sókn fari fram á sjálfri rann­sókn­inni. Að mínum dómi er það slæmt fyrir rétt­ar­kerfið – og varðar almanna­hag – að sú skoðun sé útbreidd í þjóð­fé­lag­inu að rétt­ar­kerfið hafi brugð­ist.“ 

Starfs­hópnum var falið að fara yfir málið í heild sinni en sér­stak­lega þá þætti sem lúta að rann­sókn­inni og fram­kvæmd hennar á sínum tíma. Starfs­hópnum var jafn­framt falið að taka til athug­unar þau gögn sem komið hafa fram á síð­ustu árum. Skil­aði starfs­hóp­ur­inn viða­mik­illi skýrslu sinni í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu 21. mars 2013. Skýrsla þessi er besta sam­an­tekt á mál­inu sem gerð hefur ver­ið. Við rann­sókn Láru V höfðu verið dregin fram ný gögn sem fund­ust hér og þar og við vinnu þessa hóps komu fram enn fleiri gögn.

Skýrslu þessa sótti ég af þess­ari slóð.

Rétt­ar­far á þessum tíma

Í skýrslu starfs­hóps­ins er grein­ar­góð lýs­ing á því rétt­ar­fari sem gilti á þessum tíma, for­sögu þess og síð­ari breyt­ing­um. Þar seg­ir: „Máls­með­ferð opin­berra mála á Íslandi bar öll meg­in­ein­kenni rann­sókn­ar­rétt­ar­fars fram eftir 20. öld­inni. Dóm­arar höfðu með höndum stjórn lög­reglu og hófu rann­sókn brota­mála að eigin frum­kvæði og stýrðu rann­sókn. Dóms­mála­ráð­herra var æðsti hand­hafi ákæru­valds en dóm­arar fóru líka með það vald og sáu um öflun sönn­un­ar­gagna. Skil á milli rann­sóknar og máls­með­ferðar fyrir dómi voru óglögg þar sem sönn­un­ar­færsla fór gjarnan fram fyrir dómi á rann­sókn­ar­stigi.

Auglýsing
Þá segir líka: „Núgild­andi lög­reglu­lög nr. 90/1996 komu í stað laga um lög­reglu­menn nr. 56/1972 sem að stofni til voru frá árinu 1933.“ Einnig: „Sam­kvæmt þeim lögum skyldi í Reykja­vík vera emb­ætti borg­ar­dóm­ara, borg­ar­fó­geta, saka­dóm­ara, lög­reglu­stjóra og toll­stjóra en utan Reykja­víkur skyldi vera emb­ætti sýslu­manna og bæj­ar­fó­geta. Utan Reykja­víkur hafa sýslu­menn að jafn­aði haft með höndum lög­reglu­stjórn frá fornu fari og þar með flest hlut­verk við með­ferð saka­mála.

Við upp­skipt­ingu emb­ættis lög­reglu­stjór­ans í Reykja­vík árið 1939 var emb­ætti saka­dóms Reykja­víkur sett á lagg­irn­ar. Rann­sókn­ar­lög­regla í Reykja­vík flutti þá undir Saka­dóm Reykja­víkur sem „fór þannig með rann­sókn­ar­vald og dóms­vald í opin­berum málum“ m.a. rann­sókn fyrir dómi, fram­kvæmd refsi­dóma, stjórn rann­sókn­ar­lög­reglu og stjórn Hegn­ing­ar­hús­s. 

Utan Reykja­víkur var þessu öðru­vísi hátt­að: „þar voru full­trúar bæj­ar­fó­geta bæði full­trúar lög­reglu­stjóra og dóm­ara. Full­trúi vann þar með lög­reglu við rann­sókn mála, útbjó málin í hendur rík­is­sak­sókn­ara, tók síðan við þeim eftir útgáfu ákæru og dæmdi að lokum sem dóm­ara­full­trúi.“ 

Per­sónur og leik­endur

Frum­rann­sóknin á hvarfi Geir­finns Ein­ars­sonar er eini þáttur alls Guð­mund­ar- og Geir­finns­máls­ins sem fór fram utan Rann­sókn­ar­lög­reglu Reykja­víkur og þar með Saka­dóms Reykja­vík­ur. Þar gegndi Val­týr Sig­urðs­son hlut­verki þess full­trúa bæj­ar­fó­geta sem að ofan er lýst. Val­týr varð síðar rík­is­sak­sókn­ari á árunum 2008 til 2011.

Gunn­laugur Briem var yfir­saka­dóm­ari og full­trúi hans í Guð­mund­ar- og Geir­finns­málum var Örn Hösk­ulds­son og undir hans stjórn unnu einkum að þeim málum þeir Egg­ert N. Bjarna­son og Sig­ur­björn Víðir Egg­erts­son. Voru þeir Örn, Sig­ur­björn og Egg­ert kall­aðir Síðu­múlatríó­ið.

Þórður Björns­son var rík­is­sak­sókn­ari, en vara­rík­is­sak­sókn­ari hans Hall­varður Ein­varðs­son sinnti G&G mál­unum af hörku. 

Rann­sókn­ar­lög­regla rík­is­ins, RLR, var stofnuð með lögum frá 1976 og tók til starfa 1977. Þá flutt­ist rann­sókn­ar­lög­regla fyrst frá saka­dómi og fór með lög­reglu­rann­sóknir í stærri saka­málum þvert á lög­reglu­um­dæmi. Fyrsti lög­reglu­stjóri RLR var áður­nefndur Hall­varður Ein­varðs­son. 

Þórir Odds­son varð vara­rann­sókn­ar­lög­reglu­stjóri 1978 og síðan rann­sókn­ar­lög­reglu­stjóri á loka­metrum RLR áður en RLR var lagt niður með stofnun Rík­is­lög­reglu­stjóra árið 1997 og varð þá aðstoðar rík­is­lög­reglu­stjóri. Þórir stýrði Harð­ræð­is­rann­sókn­inni sem komið er að hér síð­ar. 

Njörður Snæ­hólm varð fyrsti yfir­lög­reglu­þjónn RLR, en hann hafði verið færður úr emb­ætti aðal­varð­stjóra Rann­sókn­ar­lög­regl­unnar í Reykja­vík í emb­ætti deild­ar­stjóra á miðju ári 1976 og vann að und­ir­bún­ingi stofn­unar RLR. Njörður er sá sem rann­sak­aði hvarf Guð­mundar í jan­úar 1974 og átti lítt skráða þátt­töku með lög­regl­unni í Kefla­vík í rann­sókn­inni á hvarfi Geir­finns frá nóv­em­ber 1974. Á hans könnu var póst­svika­málið sem hann upp­lýsti fyrir árs­lok 1974 og tók upp úr pússi sínu til að hand­taka Sævar og Erlu í des­em­ber 1975 og fá þau á þeim for­sendum í gæslu­varð­hald þar sem þau voru síðan yfir­heyrð um hvarf Guð­mund­ar. Þá tók hann líka rann­sókn­ina á fyll­er­ís­rausi G.A. í októ­ber 1975, sem ég hef fjallað um í fyrri grein. Njörður tók síðan þátt í rann­sókn Guð­mund­ar- og Geir­finns­mála frá upp­hafi.

Hér er allt í lagi

Með dómi hæsta­réttar í Guð­mund­ar- og Geir­finns­málum 1980, varð engin sátt um málið í sam­fé­lag­inu. Fyrst var aðeins pústað og hinir dæmdu gátu lítið beitt sér fyrr en þeir voru látnir lausir á reynslu­lausn, því ann­ars hefði upp­steytur þeirra getað haft nei­kvæð áhrif á að þeir fengju reynslu­lausn. Samt voru þeir búnir að kvarta undan því harð­ræði sem þeir voru beittir í gæslu­varð­hald­inu og fang­elsis­prestur búinn að benda á það harð­ræði lík­a. 

Harð­ræð­is­rann­sóknin fór fram haustið 1979 vegna ásak­ana Sæv­ars Mar­inós Ciesi­elski um harð­ræði sem hann hafi orðið fyrir í Síðu­múlafang­elsi meðan á rann­sókn mál­anna stóð. Var rann­sóknin fram­kvæmd af RLR sem fól Þóri Odds­syni hana. Út úr henni komu nokkrar ábend­ingar en engin nið­ur­staða, en hæsti­réttur lét þess þó getið í reifun dóms síns að yfir­fanga­vörður hefði einu sinni slegið Sævar utan­und­ir.

End­ur­upp­töku­beiðnum vísað frá

Eftir að fang­arnir voru loks látnir lausir fóru sumir þeirra að sækja um end­ur­upp­töku á máli sínu. Ein­arð­astur í því var Sævar Mar­ínó Ciesi­elski og lagði fram beiðni 23. nóv­em­ber 1994 um end­ur­upp­töku dóms Hæsta­rétt­ar. Hæsti­réttur vís­aði þess­ari endr­upp­töku­beiðni til rík­is­sak­sókn­ara og var Ragnar H. Hall hrl. settur sak­sókn­ari í mál­inu af því Hall­varður Ein­varðs­son, þá rík­is­sak­sókn­ari, var van­hæfur til þess vegna fyrri aðkomu sinnar að mál­inu. Ragnar H. sendi hæsta­rétti svar sitt 12. des­em­ber 1995 og lagði til að beiðn­inni yrði hafn­að. 

Hæsti­réttur skip­aði Ragnar Aðal­steins­son hrl. sem tals­mann Sæv­ars í end­ur­upp­töku­mál­inu eftir þessa synjun sak­sókn­ara og þótti sumum það rausn­ar­legt þar sem slíkt var ekki skylt og hæsti­réttur hafði aldrei gert svo­leiðis áður. Tals­mað­ur­inn skil­aði ítar­legri grein­ar­gerð til hæsta­réttar 21. febr­úar 1976 og ítrek­aði þar beiðn­ina um end­ur­upp­töku máls­ins. Ákæru­valdið skil­aði umsögn sinni um þessa grein­ar­gerð 22. maí 1996 og hafn­aði end­ur­upp­tök­unni aft­ur. Hæsti­réttur ákvað loks þann 15. maí 1997 að málið skyldi ekki end­ur­upp­tek­ið. Af öllum þeim nýju upp­lýs­ingum sem komið höfðu fram í mál­inu þótti hæsta­rétti engar þeirra gefa til­efni til að hafna fyrri nið­ur­stöðu sjálfs hæsta­réttar frá dóms­upp­kvaðn­ing­unni 1980.

Auglýsing
Aftur sótti Sævar um end­ur­upp­töku síns máls. Það var með bréfum 2. febr­úar 1999 og við­bótum í nokkrum bréfum þar á eft­ir. Hæsti­réttur byrj­aði á að leita álits rík­is­sak­sókn­ara á þess­ari beiðni og henni svar­aði Bogi Nils­son rík­is­sak­sókn­ari þannig til að það væri engin heim­ild í lögum til að fara aftur fram á að hæsti­réttur heim­il­aði end­ur­upp­töku sama máls og hann hefði hafnað end­ur­upp­töku á áður og því hefði hann bara ekk­ert með þetta mál að gera leng­ur. Hæsti­réttur ákvað samt að taka efn­is­lega afstöðu til máls­ins og hún end­aði svo: „Sam­kvæmt fram­an­greindu er ekk­ert komið fram nú, sem getur orðið til þess að orðið verði við kröfu dóm­fellda, Sæv­ars Mar­inós Ciesi­el­ski, um end­ur­upp­töku hæsta­rétt­ar­máls­ins nr. 214/1978.“ 

Stattu úti Erla

Erla Bolla­dóttir fór líka fram á end­ur­upp­töku dóms síns fyrir rangar sak­ar­giftir í Geir­finns­mál­inu. Hæsti­réttur tók beiðni hennar frá 4. maí 2000 til skoð­unar og fékk álit rík­is­sak­sókn­ara sem taldi ekk­ert til­efni til end­ur­upp­töku og á það féllst hæsti­réttur og synj­aði end­ur­upp­töku­beiðni Erlu þann 22. júní 2000. 

Eftir að búið var að búa til sér­staka end­ur­upp­töku­nefnd leit­aði Erla til þeirrar nefndar 26. júní 2014 og fór fram á end­ur­upp­töku síns mál. Rík­is­sak­sókn­ari skil­aði umsögn sinni 1. júní 2015 og taldi engar for­sendur til þess. Nefndin vís­aði til þess að hafa hafnað beiðnum Sæv­ars og Krist­jáns Við­ars um end­ur­upp­töku á röngum sak­ar­giftum á sömu aðila og hafn­aði beiðni Erlu þar með líka.

Nei og aftur nei

Að kröfu Magn­úsar Leó­polds­sonar fram­kvæmdi RLR fyrri Leir­finns­rann­sókn­ina frá nóv­em­ber 1979 sem lauk skömmu eftir ára­mót­in, þar sem rann­sakað var hvort lög­reglan í Kefla­vík hefði lagt sig fram um að láta leir­haus­inn líkj­ast Magn­úsi Leó­polds­syni og komst að því að svo hefði ekki ver­ið. Magnús var áður búinn að biðja lengi um þessa rann­sókn, var þá tekið vin­sam­lega en ekk­ert aðhafst. 

Þann 1. apríl 1998 fór Magnús fram á það við dóms­mála­ráðu­neytið að ráðu­neytið hlut­að­ist til um að fram færi rann­sókn á því sem haldið var fram í heim­ilda­myndin Aðför að lögum um hvernig lög­reglan í Kefla­vík hefði bendlað hann við málið strax fyrir árs­lok 1974. Þann 2. júlí svarar dóms­mála­ráðu­neytið því til að það skorti laga­heim­ild til að hlut­ast til um slíka rann­sókn, en hafi sent erindið til rík­is­sak­sókn­ara. Hinn 10. júlí svarar rík­is­sak­sókn­ari Magn­úsi og hafnar slíkri rann­sókn þar sem mögu­legar sakir í því máli séu fyrnd­ar. Magnús heldur mál­inu áfram 19. júlí og fer fram á að fá greidda lög­manns­að­stoð í þessum mála­rekstri sínum og féllst ráðu­neytið á það með bréfi 19. októ­ber. 

Í kjöl­farið fékk ráðu­neytið bréf frá Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni lög­manni Magn­úsar þar sem hann leggur til að ráðu­neytið hafi frum­kvæði að því að með laga­breyt­ingu á Alþingi verði hægt að taka þennan þátt máls­ins til rann­sóknar og greiða Magn­úsi og hinum fjór­menn­ing­anna auknar miska­bætur ef sannað þætti að lög­reglan hefði mis­farið gegn honum á sínum tíma. Þann 8. des­em­ber lofar ráð­herra að flytja á yfir­stand­andi þingi þá laga­breyt­ingu sem til þurfi.

Eftir þá laga­breyt­ingu ritar Magnús rík­is­sak­sókn­ara bréf þann 27. apríl 1999 og fer fram á að hann mæli fyrir um hina umbeðnu rann­sókn þegar lögin taka gildi. Þessu svarar rík­is­sak­sókn­ari með ítar­legu bréfi 15. sept­em­ber 1999 og hafnar beiðn­inni. Það sé búið að rann­saka þetta mál áður og ekk­ert sak­næmt komið fram þá og síð­ari ábend­ingar ekki vakið nýjar grun­semdir um sak­næmt athæfi lög­reglu. Þar á ofan hafi allar gjörðir lög­reglu og rann­sókn­ar­að­ila lotið athugun og end­ur­skoðun af hálfu dóm­stóla og séu því ekki til­efni lög­reglu­rann­sóknar nú. Með bréfi 7. októ­ber fer lög­maður Magn­úsar fram á að rík­is­sak­sókn­ari end­ur­skoði þessa ákvörðun sína og þann 25. októ­ber svarar rík­is­sak­sókn­ari með skýru nei.

Þann 30. maí árið 2000 leggur lög­maður Magn­úsar til enn eina leið til að fá málið rann­sakað og nú hvort for­seti Íslands geti ógilt þessa neitun rík­is­sak­sókn­ara og látið skipa sér­stakan sak­sókn­ara til að fara með mál­ið. Það var ekki hægt.

Með bréfi dóms­mála­ráð­herra til Magn­úsar 5. des­em­ber 2000, til­kynnti ráð­herra að hann ætl­aði að leggja fram nýja breyt­ingu á lögum þar sem hann gæti sjálfur tekið svona mál og skipað sér­stakan sak­sókn­ara til að rann­saka þau. Sú laga­breyt­ing fór í gegnum Alþingi og þá var Lára V. Júl­í­us­dóttir skipuð sér­stakur sak­sókn­ari í mál­inu þann 21. maí 2001. 

Auglýsing
Það tók þrjú ár, tvo dóms­mála­ráð­herra og tvær laga­breyt­ingar á Alþingi að fá rann­sókn á því af hverju Magnús Leó­polds­son var bendl­aður við Geir­finns­málið frá upp­hafi og svo aftur síð­ar.

Íslenska ríkið við­ur­kenndi, í dómum bæj­ar­þings Reykja­vík­ur, bóta­skyldu í öllum fjórum skaða­bóta­mál­unum þeirra Magn­ús­ar, Sig­ur­björns, Ein­ars og Valdi­mars. Ekki var deilt um að fjór­menn­ing­arnir hafi setið sak­lausir í fang­elsi en ekki var fall­ist á að mis­tök hefðu átt sér stað við rann­sókn­ina þannig að aukin bóta­skylda væri. Spurn­ingin sem eftir stóð var hvernig tjónið skyldi bætt og sner­ust skaða­bóta­málin þannig að mestu um fjár­hæð bóta. 

Enn kom nýr ráð­herra og ný lög

Dóms­kerfi Íslands, bæði rík­is­sak­sókn­ari og hæsti­réttur hafa staðið þversum fyrir því að hreyfa við Guð­mund­ar- og Geir­finns­málum meir. Það hefur þurft atbeina ráð­herra og aðkomu Alþingis fyrir sér­hverju skrefi sem skilað hefur nýrri hreyf­ingu í mál­un­um. Stóra vend­ingin var þegar Ögmundur Jón­as­son inn­an­rík­is­ráð­herra, (þá var búið að fella dóms­mála­ráðu­neytið undir nýtt inn­an­rík­is­ráðu­neyti) skip­aði þá rann­sókn­ar­nefnd sem áður er get­ið. Nið­ur­staða hennar kom þeirri hreyf­ingu á málið að enn á ný var hægt að sækja um end­ur­upp­töku og nú á máli 214/1998 í heild sinn­i. 

Nú sam­þykkti end­ur­upp­töku­nefnd með úrskurði 24. febr­úar 2017 að taka dóma fyrir mann­dráp upp aftur og settur var sér sak­sókn­ari í það mál. Hann lagði aðeins til end­ur­upp­töku á mann­dráps­mál­un­um, en ekki á sak­fell­ingum fyrir rangar sak­ar­gift­ir. Sem sak­sókn­ari lagði hann ekki til áfram­hald­andi kröfu um sak­fell­ingu fyrir mann­dráp heldur sýknu. Rétt­ar­gæslu­menn sak­felldra fóru líka fram á sýknu og hæsti­réttur gat ekki annað en dæmt sýknu í máli en eng­inn krafð­ist sak­fell­ingar í. Það var gert með dómi 27. sept­em­ber 2018.

Til hvers að benda á fjór­menn­ing­ana?

Eftir standa gildar sak­fell­ingar þriggja ein­stak­linga fyrir rangar sak­ar­giftir á þá Magn­ús, Sig­ur­björn, Einar og Valdi­mar. Í for­sendum dóms­ins á sínum tíma kom fram að þau hefðu, eftir að hafa drepið Geir­finn, komið sér saman um að ef til kæmi þá myndu þau bendla þessa fjór­menn­inga við sak­irn­ar. Hvernig það átti að koma þeim sjálfum undan sök­unum var látið liggja á milli hluta, en þau höfðu öll sak­bent sjálf sig líka sem þátt­tak­endur með hinum fjórum, svo þeim gagn­að­ist ekk­ert að blanda fleirum í mál­ið. Það datt heldur engum í hug af hverju þau hefðu bara ákveðið að koma sökum á aðra í Geir­finns­mál­inu en ekki í Guð­mund­ar­mál­inu líka, þar sem þau áttu að muna eftir að hafa drepið annan mann tæpu ári áður. Þar hefðu líka verið hæg­ari heima­tökin þar sem Guð­mundur var þó í þeirra umhverfi og á þeirra aldri og þau því átt auð­veldar með að finna lík­lega kandídata til að flækja í það mál. 

Auglýsing
Nú er kom­inn end­ur­upp­töku­dómur með end­an­legt úrskurð­ar­vald í stað ráð­gef­andi end­ur­upp­töku­nefndar og ekki batnar lög­spekin við það. Til þess end­ur­upp­töku­dóms leit­aði Erla með beiðni 18. mars 2022, en ekki var hægt að sækja um end­ur­upp­töku á sömu dómum yfir Sæv­ari og Krist­jáni Við­ari af því þeir voru dánir og afkom­endur þeirra ekki lög­form­legir aðilar máls. End­ur­upp­töku­dóm­ur­inn hafn­aði beiðni Erlu með úrskurði 14. sept­em­ber síð­ast lið­inn. 

Það gildir því enn að þótt Sævar hafi verið sýkn­aður að sér látnum og Krist­ján Viðar sem líka er lát­inn núna, af ákærum um að hafa banað Guð­mundi eða Geir­finni, þá skulu þeir hafa með sér í gröf­ina að hafa samt sest niður og ákveðið það eftir að hafa ekki drepið Geir­finn að hafa samt farið með lík hans á Grett­is­göt­una í Reykja­vík og samið sam­særi um ljúg­vitni á fólk til að hylma yfir morðið sem þeir frömdu ekki. Og Erla er líka ennþá sek um að hafa tekið þátt í þessu lyga­sam­særi með þeim. 

Glóru­laus lög­fræði

Það er sitt­hvað að vera klár lög­fræð­ingur sem þekkir alla laga­tækni út og inn, eða að hafa færni í að rann­saka mál til að sjá hvað gerð­ist raun­veru­lega, sund­ur­greina máls­at­vik og púsla þeim saman í heild­ar­mynd. Það truflar allar þeirra rann­sóknir á mála­vöxtum og atburða­r­ás, - ef ein­hver geta var þar á annað borð -, að þeir eru alltaf að skoða hvort hægt sé að hár­toga hvert atriði laga­tækni­lega. Þeir skilja ekk­ert í sál­fræði­skýrslum enda ekki hægt að útskýra sál­fræði eða mann­lega hegðum laga­tækni­lega. 

Eitt skilja þó laga­tækn­ar, að ef sak­born­ingar spunnu ekki sjálfir upp röngu skar­gift­irn­ar, þá höfðu ein­hverjir aðrir gert það. Þess vegna henti end­ur­upp­töku­dómur þess­ari heitu kart­öflu í and­lit þjóð­ar­inn­ar. Þess vegna stendur dóms­kerfi Íslands ennþá þversum fyrir því að taka Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál efn­is­lega fyr­ir.

Ennþá er einn maður sem á eftir að sýkna af röngum sak­ar­gift­um. Hann getur ekki kraf­ist neinnar end­ur­upp­töku af því hann var lík­lega lát­inn áður en Geir­finns­málið hófst og lík hans var varla kólnað í þeirri gjótu sem ein­hver henti honum í þegar lög­reglan í Kefla­vík hóf að klína á hann aðild að smygli eða hvað­eina öðru sem hann hefði sér til óhelgis unn­ið.

Geir­finnur Ein­ars­son á það skilið að rann­sókn á hvarfi hans verði tekin upp frá byrj­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar