Auglýsing

Guðni Bergs­son sagði af sér sem for­maður KSÍ í gær. Það var rétt ákvörðun hjá Guðna enda blasti við að honum var ekki stætt að sitja áfram. 

Ástæðan var ann­ars vegar yfir­lýs­ing sem KSÍ sendi frá sér 17. ágúst síð­ast­lið­inn, sem eng­inn innan sam­bands­ins hafði dug til að skrifa sig fyr­ir, vegna umræðu um þögg­un­ar­til­burði sam­bands­ins yfir kyn­ferð­is­brotum lands­liðs­manna. Þar sagði meðal ann­ars: „​​Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar til­raunir til að þagga niður ofbeld­is­mál eða hylma yfir með ger­end­um. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug.“ 

Hins vegar fór Guðni í við­tal við Kast­ljós á fimmtu­dag þar sem hann sagði að engin til­kynn­ing hefði borist sam­band­inu um kyn­ferð­is­brot að hálfu leik­manns í lands­liði karla í knatt­spyrnu.

Hvorug ofan­greindra full­yrð­inga er sönn. Guðni bar end­an­lega ábyrgð á þeim og því þurfti hann að stíga til hlið­ar.

Það sem var óvenju­legt við ákvörðun Guðna er hvað það tók skamman tíma fyrir hann að átta sig á stöð­unni. Það hjálpar til að móta þá menn­ingu að í sið­mennt­uðu sam­fé­lagi axli fólk í valda­stöðum ábyrgð á gjörðum sín­um. Eng­inn ein­stak­lingur er stærri en starfið og allir geta gert mis­tök.

Hitt sem var óvenju­legt er til­raun stjórnar KSÍ og lyk­il­stjórn­enda sam­bands­ins að láta for­mann­inn falla einan á sverð­ið. Líkt og Guðni Bergs­son sé ástæðan fyrir þeim vanda­málum sem eru í knatt­spyrnu­hreyf­ing­unn­i. 

En það er hann ekki. Meinið var til löngu áður en Guðni Bergs­son varð for­maður KSÍ. Og það er áfram til staðar í þessu höf­uð­vígi karl­mennsk­unnar eftir að hann stígur til hlið­ar. 

„Of­beldi og Lands­liðið í fót­bolta á enga sam­leið“

Ósann­indi sam­bands­ins opin­ber­uð­ust á föstu­dag þegar Þór­hildur Gyða Arn­ars­dóttir steig fram og greindi frá sinni sögu. Þar kom fram að frá 19. mars 2018 hið minnsta hefur legið fyrir að full vit­neskja var um ofbeld­is­hegðun lands­liðs­manns innan KSÍ. Þá sendi faðir Þór­hildar Gyðu tölvu­póst á KSÍ, for­mann sam­bands­ins og fjöl­marga lyk­il­starfs­menn þar sem hann greindi frá því að dóttir hans hefði kært umræddan lands­liðs­mann til lög­reglu fyrir lík­ams­árás og grófa kyn­ferð­is­lega áreitni. Yfir­skrift tölvu­pósts­ins var: „Of­beldi og Lands­liðið í fót­bolta á enga sam­leið“.

Auglýsing
Í póst­inum lýsti mað­ur­inn m.a. furðu sinni á því að leik­mað­ur­inn sem dóttir hans kærði hálfu ári áður fyrir „lík­ams­árás og grófa kyn­ferð­is­lega áreitni“ hafi verið val­inn í lands­liðs­hóp fyrir verk­efni sem þá var framund­an. „Má vera að við­kom­andi sé sterkur kandídat til að senda and­stæð­inga okkar heim af HM með skottið á milli lapp­ana en síð­ast þegar ég heyrði þá er eng­inn þeirra með píku til að rífa í og setja leik þeirra þannig úr skorð­u­m.“

Brugð­ist var við með því að taka leik­mann­inn úr hópn­um, en opin­ber­lega var ekki greint frá því að það væri vegna ofbeld­is­brota heldur sagt að hann væri meiddur í nára.

25. ágúst síð­ast­lið­inn var sami leik­maður val­inn í lands­liðs­hóp­inn sem spilar þrjá leiki á næstu dög­um. 

Þór­hildur Gyða fór svo í við­tal við RÚV á föstu­dag og sagði meðal ann­ars að lög­maður á vegum KSÍ hefði boðið henni að skrifa undir þagna­skyldu­samn­ing gegn því að fá nokkur hund­ruð þús­und krónur greidd­ar, sem hún hefði hafn­að. Hún náð­i sáttum við lands­liðs­mann­inn sem fól í sér greiðslu bóta og afsök­un­ar­beiðn­i. Því liggur fyrir við­ur­kenn­ing á verkn­að­in­um. 

Umræddur leik­maður var fjar­lægður úr lands­liðs­hópnum í gær.

Sög­urnar og bolt­inn sem rúll­aði af stað 

Sögu­sagnir um hegðun og meint ofbeld­is­brot sumra lands­liðs­manna þjóð­ar­innar hafa grass­erað árum sam­an. Sögu­sagnir um gróft heim­il­is­of­beldi, staf­ræn kyn­ferð­is­brot, nauðg­anir og jafn­vel brot gegn barn­ungum stúlk­um. Þessi strák­ar, gull­drengirnir sem komu litla íslenska lands­lið­inu á EM og HM, áttu að eiga sér skugga­hlið­ar. Hvíslað var um að innan KSÍ hafi verið vit­neskja um ýmis­legt sem leik­menn­irnir áttu að hafa gert, og að sumt hafi verið framið á meðan að þeir voru í lands­liðs­ferðum á vegum sam­bands­ins.

Fórn­ar­lömb áttu að vera búin að fara í við­töl við stóra íslenska fjöl­miðla þar sem opin­bera átti allt. Til áttu að vera óyggj­andi sann­an­ir, jafn­vel mynd­bands­upp­tök­ur, sem sönn­uðu sekt þeirra. Og svo fram­veg­is.

Samt gerð­ist ekk­ert. Þeir fjöl­miðlar sem fóru af stað í að skoða þessi máli komust lítið áfram. Nær ómögu­legt var að fá nokkuð stað­fest. Þagn­ar­múr var reistur í kringum gull­dreng­ina. Þeir virt­ust ósnert­an­legir og farið var með þá eins og hálf­guði. Sýni­leg­ust var með­virknin hjá ýmsum íþrótta­f­rétta­mönn­um, sér­stak­lega þeim sem treystu á sam­bönd til að tryggja gott aðgengi að lands­lið­inu og lands­liðs­mönn­unum og áfram­hald­andi beina þátt­töku í „æv­in­týr­in­u“. 

Þegar stærsta stjarn­an, Gylfi Sig­urðs­son, var hand­tek­inn 16. júlí í Bret­landi fyrir meint kyn­ferð­is­brot gegn barni, breytt­ist allt. Þótt mik­ill þagn­ar­múr hafi líka verið reistur í kringum Gylfa, og lítið sem ekk­ert hafi spurst út um hvar rann­sókn þess máls stendur eða um eðli þeirra brota sem hann er grun­aður um að hafa framið, þá var ljóst að ákveð­inn bolti var far­inn að rúlla. Og að aðrir gull­drengir sem töldu sig hafa kom­ist upp með brot gætu orðið fyrir hon­um.

Það þurfti Hönnu til

Sú kona sem ýtti fast við þeim bolta heitir Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir. Hún skrif­aði grein á Vísi 13. ágúst og fjall­aði meðal ann­ars um mál ungrar konu sem steig nýverið fram og sagði frá hópnauðgun sem átti sér stað árið 2010. Þar sagði meðal ann­ars: „Lýs­ingin á ofbeld­inu er hroða­leg og glæp­ur­inn varðar við margra ára fang­elsi. Það hafði þó ekki meiri áhrif á ger­end­urna (lands­liðs­menn­ina) en svo að þeir gerðu grín að nauðg­un­inni dag­inn eft­ir. For­herð­ingin algjör. Í frá­sögn­inni kemur fram hvaða afleið­ingar þessi unga kona hefur þurft að burð­ast með. Lýs­ingin er þyngri en tárum taki. Þol­and­anum var ein­dregið ráð­lagt að kæra ekki, við ofurefli væri að etja.

Fleiri frá­sagnir eru um lands­liðs­menn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kyn­ferð­is­legu og heim­il­is­of­beldi. Þetta virð­ist ekki hafa haft nein áhrif á vel­gengni þess­ara manna. Þeim er hampað og njóta mik­illa vin­sælda meðal þjóð­ar­inn­ar. Þögg­unin er alger, og KSÍ ber vita­skuld ábyrgð á henn­i.“

Það þarf að rann­saka hvað gerð­ist 2010

Þetta var í fyrsta sinn sem frá­sögn ungu kon­unnar var tengd við íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu á opin­berum vett­vangi, þótt mikið hafi verið hvíslað um það frá því að hún birt­ist í maí. Unga konan sagði þar að um þekkta menn væri að ræða en ekki hvers vegna þeir væru þekkt­ir.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Kjarn­inn hefur aflað snýst málið sem um ræðir um atburði sem áttu sér stað eftir lands­leik Íslands og Dan­merkur þann 7. sept­em­ber 2010 í Kaup­manna­höfn. Vit­neskja er um málið innan KSÍ. 

Auglýsing
Þegar þessi atburða­rás átti sér stað voru enn sex og hálft ár í að Guðni Bergs­son tæki við sem for­maður KSÍ. Hann verður ekki sak­aður um að hafa þaggað það mál niður og sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans frétti Guðni fyrst af því þegar frá­sögn ungu kon­unnar birt­ist á sam­fé­lags­miðl­um.

Það stendur upp á fyrr­ver­andi for­mann KSÍ, Geir Þor­steins­son, þáver­andi lyk­il­stjórn­endur sam­bands­ins og þáver­andi stjórn­ar­menn að skýra hvort sam­bandið hafi beitt sér í því máli, með hvaða hætti og af hverju það var gert. Von­andi leiðir ítar­leg rann­sókn á mál­inu til þess að þeirra skýr­inga verði leit­að.

Mikið spurt en engu svarað

Frá 18. ágúst hefur Kjarn­inn ítrekað spurt KSÍ að því hvort sam­bandið hafi ein­hvern tím­ann haft vit­neskju um ásak­anir um kyn­ferð­is­brot eða ofbeldi á hendur lands­liðs­manna í fót­bolta, hvort KSÍ hafi ein­hvern tím­ann haft afskipti af málum sem tengj­ast slíkum ásök­unum gegn lands­liðs­manni og hvort KSÍ hafi hvatt til aðkomu lög­reglu­yf­ir­valda eða leitað aðstoðar hjá sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­mála ef og þegar grunur hafi verið um lög­brot? 

Þá var spurt sér­stak­lega hvort KSÍ hefði vit­neskju um meint atvik eftir lands­leik Dan­merkur og Íslands í Kaup­manna­höfn í sept­em­ber 2010 þar sem tveir lands­liðs­menn voru ásak­aðir um kyn­ferð­is­legt ofbeldi gegn ungri konu og ef svo væri, í hvaða verk­ferla það mál hefði far­ið?

Fyrstu svör sam­bands­ins við fyr­ir­spurn­unum voru út í hött og í raun svör við öðrum spurn­ingum en spurt var. Þar sagði meðal ann­ars að „kvart­anir um meint brot leik­manna hafa ekki borist inn á borð KSÍ.“ Fyr­ir­spurn Kjarn­ans snýst ekki um kvart­anir né hvað hefði borist „inn á borð KSÍ“. Hún snýst um að fá upp­lýs­ingar um hvað starfs­menn og stjórn­ar­menn vissu, og hvað þeir gerð­u. 

Í dag, tólf dögum eftir að fyr­ir­spurn­irnar voru send­ar, þá hefur enn ekki borist neitt vit­rænt svar við þeim þrátt fyrir að þær hafi verið sendar frá sam­skipta­stjóra, til fram­kvæmda­stjóra og á end­anum til nú fyrr­ver­andi for­manns. Eng­inn innan KSÍ virð­ist treysta sér til að svara þeim.

Búinn að spila fót­bolta allt sitt líf

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KSÍ lendir í stormi vegna þögg­un­ar­til­burða og yfir­hylm­ing­ar. Árið 2009 var upp­lýst að fjár­mála­stjóri KSÍ hefði eytt 3,2 millj­ónum króna á þáver­andi gengi (um 8,8 millj­ónir króna á gengi dags­ins í dag) af pen­ingum sam­bands­ins á stripp­búllu í Sviss árið 2005. Hann gaf þá skýr­ingu að úttektir hefðu verið fram­kvæmdar af korti sam­bands­ins í leyf­is­leysi og sótti hluta þeirra aftur með því að stefna fram­kvæmda­stjóra búll­unn­ar. Þó er stað­fest að fjár­mála­stjór­inn var staddur á umræddum stað og að hann hafi notað greiðslu­kort KSÍ þetta kvöld. Sam­kvæmt frá­sögn sviss­neskra fjöl­miðla á sín­umt tíma var fjár­mála­stjór­inn í fylgd ann­ars manns framan af kvöldi og síðar með þremur rúss­neskum stúlk­um. Hann á að hafa keypt hverja rán­dýru kampa­víns­flösk­una á fætur annarri. 

Stjórn KSÍ var ekki upp­lýst um athæfið þegar það átti sér stað heldur ákváðu lyk­il­stjórn­endur sam­bands­ins að þagga það nið­ur. Þegar stjórnin loks frétti af því ákvað hún að aðhaf­ast ekk­ert í mál­inu.

Femínista­fé­lag Íslands krafð­ist þess að fjár­mála­stjór­inn og aðrir stjórn­endur KSÍ segðu af sér vegna máls­ins. KSÍ gaf hins vegar út stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann. Geir Þor­steins­son, þáver­andi for­maður sam­bands­ins, sagð­ist mjög sár út í Femínista­fé­lagið og að það hefði strax verið tekin ákvörðun um að styðja fjár­mála­stjór­ann. „Þetta er mjög góður maður og gott hjá honum að hafa leitað réttar síns úti, það hefðu ekki allir gert. Við trúum engu öðru en hans frá­sögn enda hef ég þekkt hann langt aftur og hefur hann spilað fót­bolta allt sitt líf.“ Fjár­mála­stjór­inn sagði sjálfur í sam­tali við DV að hann hefði engan áhuga á að „röfla við femínistana. Þær starfa bara svona og nýta greini­lega hvert tæki­færi til að koma sínum skoð­unum á fram­færi.“

Fjár­mála­stjór­inn starf­aði hjá KSÍ þangað til að Guðni Bergs­son rak hann, skömmu eftir að hafa tekið við sem for­maður sam­bands­ins árið 2017.

Ekki góð í „þessum mála­flokki“

KSÍ er gríð­ar­lega valda­mikið fyr­ir­bæri. Knatt­spyrna er lang­vin­sælasta íþrótt lands­ins, og heims­ins. Skráðir knatt­spyrnu­iðk­endur eru um 30 þús­und tals­ins og sam­bandið veltir um 1,7 millj­örðum króna á ári. 

Hingað til hefur sam­band­ið, því mið­ur, ekki valið að nýta sér þetta afl nægi­lega mikið til að takast á við land­læga og kerf­is­bundna kven­fyr­ir­litn­ingu innan hreyf­ing­ar­inn­ar. Fyr­ir­litn­ingu sem hefur margar birt­ing­ar­mynd­ir. Kostn­aður við rekstur A-lands­liðs karla, þar með talin laun, er til að mynda 125 pró­sent meiri en kostn­aður við A-lands­lið kvenna, sem stendur sig þó mun betur um þessar mund­ir. Í þeirri stjórn sem tók til starfa eftir síð­asta árs­þing sátu 14 karl­menn og tvær kon­ur. Af þeim full­trúum sem hafa atkvæða­rétt á árs­þingi KSÍ hafa um sjö pró­sent verið kon­ur. Aðbún­aður og umgjörð kvenna­bolt­ans er langt frá því sem körlum er boðið upp á. Orð­ræða um kvenna­fót­bolta er oft á tíðum óásætt­an­leg. Og teknar eru ákvarð­anir um að hylma yfir með körlum sem beita konur ofbeldi, eða í það minnsta að líta í hina átt­ina þegar látið er vita af því.

Áherslur KSÍ hafa ein­fald­lega ekki legið þarna. Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, orð­aði þessa stöðu óvart vel í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún: „Við gerðum þetta ekki nógu vel og við áttum að gera bet­ur. Við gerum okkur grein fyrir því. Við gerum okkur líka grein fyrir því hvað við kunnum og hvað við kunnum ekki. Við kunnum fót­bolta, við kunnum að skipu­leggja fót­bolta, en í þessum mála­flokki erum við pínu­lítið á gat­i.“

Vanda­málið getur ekki verið lausnin

Þótt Guðni Bergs­son hafi tekið rétta ákvörðun með að segja af sér, og axla þar með ábyrgð á mis­tökum sínum og þeirrar hreyf­ingar sem hann leiddi, þá leysir sú afsögn ekki vanda­mál­ið. Guðni Bergs­son er ekki vanda­málið þótt hann hafi unnið hjá því í nokkur ár. Vanda­málið er ömur­leg klefa­menn­ing sem hyllir ofbeld­is­menn, lítur niður á konur og upp­hefur eitr­aða karl­mennsku. Hún hefur við­geng­ist í ára­tugi og á henni ber Guðni Bergs­son ekki einn ábyrgð. For­ysta íslenskrar knatt­spyrnu­hreyf­ingar í heild á stóra hlut­deild í henni.

Stjórn KSÍ sendi frá sér yfir­lýs­ingu í gær þar sem hún sagð­ist trúa þolendum en að hún ætl­aði að sitja af sér storm­inn, lík­lega í þeirri von að það væri farið að lægja í febr­úar þegar næst verður kosið til áhrifa innan sam­bands­ins. 

Í yfir­lýs­ing­unni sagði meðal ann­ars: Við ætlum að lag­færa þá hluti sem farið hafa aflaga og skoða frá grunni þá menn­ingu sem við lýði er innan knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar með það fyrir augum að öll sem að starfi þess koma fái upp­lifað vel­ferð og öryggi, um leið og hlustað er á þolendur og til­lit tekið til þeirra hags­muna.“

Sú yfir­lýs­ing kom 12 dögum eftir að frá­sögn af þol­anda var kölluð dylgjur af KSÍ. 

Í stjórn KSÍ er fólk sem hefur verið í for­ystu íslenskrar knatt­spyrnu ára­tugum sam­an. Fólk sem skap­aði, eða í það minnsta umb­ar, þá menn­ingu sem ætl­unin er að ráð­ast gegn. Það er ekki trú­verð­ugt að þau sitji áfram og geri upp þennan tíma sem það sjálft ber ábyrgð á. 

Nýtt fólk þarf í allar helstu stöð­ur. Fólk sem er til­búið að stuðla að algjörri hug­ar­fars- og menn­ing­ar­bylt­ingu innan KSÍ og knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar í heild. Fólk sem er til­búið að láta rann­saka heið­ar­lega og tæm­andi öll mál for­tíðar þar sem grunur er um að ofbeldi, þöggun og yfir­hylm­ing hafi átt sér stað. Þar sem grunur er um spillta ákvörð­un­ar­töku eða með­virkni með ger­end­um. Fólk sem getur raun­veru­lega verið hluti af lausn­inni, vegna þess að það er ekki vanda­mál­ið. 

Það fólk situr ekki í stjórn KSÍ í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari