Lífeyrir og hinn nýi rentuaðall

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson gerir samanburð á lífeyriskerfum í Frakklandi, Danmörku og Íslandi.

Auglýsing

Eft­ir­laun og eft­ir­launa­aldur eru stærsta póli­tíska málið í Frakk­landi í dag og klýfur þjóð­ina hrein­lega í tvennt. Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands, vill færa töku eft­ir­launa úr 62 árum í 65 ára en bæði Mar­ine Le Pen, for­maður Rass­emblem­ent national eða „Lands­sam­tak­anna“, og vinstri blokk­in—Nupe (La Nou­velle Union Popu­laire Ecolog­ique et Soci­ale) með Jean-Luc Mélenchon, for­mann La France insou­mise, „and­ófs­manna“, í broddi fylk­ing­ar, vilja að eft­ir­laun mið­ist við 60 ára ald­ur. Kerfið er að auki flókið og minnir um margt á gamla B-líf­eyr­is­sjóð rík­is­starfs­manna. 

Þetta er ekki nýtt mál og gíf­ur­lega við­kvæmt póli­tískt séð, svo við­kvæmt að Nicolas Sar­kozy, sem kom með slag­orð­ið: meiri vinna, hærri laun, í for­seta­tíð sinni 2007 til 2012 vildi aldrei snerta á því og upp­haf mót­mæla svo­kall­aðra gulv­estunga-árið 2019 má rekja til þessa. 

Það var François Mitt­errand sem færði eft­ir­launa­ald­ur­inn úr 65 ára í 60 ára aldur til að draga úr atvinnu­leysi í olíu­krepp­unni á fyrsta ári sínu sem for­seti 1981. Hann ákvað líka að þjóð­nýta öll stærstu fyr­ir­tæki lands­ins og stytta vinnu­vik­una um eina klukku­stund, úr 40 stundum í 39 stund­ir. Eft­ir­launin eru greidd úr rík­is­sjóði með sköttum yfir­stand­andi árs, svo­kallað gegn­um­streym­is­kerfi, og fara u.þ.b. 14% af lands­fram­leiðsl­unni til greiðslu þeirra. Fjórð­ungur Frakka er á eft­ir­launum og nemur hlut­fall þeirra sem eru 65 ára og eldri af fólki á vinnu­aldri rúmum 37%. Mið­aldur Frakka er 41,6 ár, fimm árum hærri en hér­lend­is, en fæð­ing­ar­tíðni hefur lækkað í Frakk­landi, eins og víðar í Evr­ópu, og hefur þeim sem ætlað er að standa undir eft­ir­laun­unum fækkað hraðar en þeim sem fara á eft­ir­laun. Mik­ill halli er á eft­ir­launa­sjóði Frakk­lands og ástandið er alvar­legt.

Auglýsing
Í Frakk­landi hefur á und­an­förnum ára­tugum verið starf­andi fjöldi nefnda og ráða til að laga og bæta eft­ir­launa­kerfið en það kallar jafn­framt á víð­tækar breyt­ingar á skatt­kerf­inu. Sú vinna hefur engu skil­að. Einna athygl­is­verð­ust er hug­mynd Henri Lag­ar­de, fram­má­manns í franska við­skipta­líf­inu, sem hann birti í bók sinni: Sortir de l‘orn­ière, eða Upp úr hjól­för­un­um, árið 2020. Þar leitar hann í smiðju Pouls Schlüter, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur 1982 til 1993. Poul Schlüter var fyrsti hægri mað­ur­inn í Dan­mörku í emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra síðan 1901 en óvænt fall hægri stjórn­ar­innar á sínum tíma mark­aði þátta­skil fyrir Ísland með til­komu heima­stjórnar og eigin ráð­herra, Hann­esar Haf­stein.

Svipuð staða í Dan­mörku á átt­unda ára­tugnum

Staðan á átt­unda ára­tugnum í Dan­mörku var að mörgu leyti svipuð þeirri sem var uppi í Frakk­landi og á Íslandi. Laun voru vísi­tölu­bundin og þegar olíu­verð hækk­aði, hækk­uðu laun­in. Til að örva sam­keppni í atvinnu­líf­inu var gengið fellt og í kjöl­farið hækk­uðu vext­ir. Upp kom sami hring­ur­inn og hér­lendis með geng­is­fell­ingu og fryst­ingu hluta af umsaminni leið­rétt­ingu launa m.v. fram­færslu­kostn­að. Staðan versn­aði enn þegar seinni olíu­kreppan skall á 1980 með miklu atvinnu­leysi og halla á rík­is­sjóði. Minni­hluta­stjórn jafn­að­ar­manna féll í Dan­mörku. Það sama gerð­ist í Frakk­landi og á Íslandi. Mitt­errand sigr­aði Valéry Giscard d'Esta­ing í for­seta­kosn­ing­unum 1981 og hér­lendis ríkti stjórn­ar­kreppa fram að Þjóð­ar­sátt 1990. 

Helstu breyt­ing­arnar sem Poul Schlüter gerði á skatt­kerf­inu og fjár­mögnun eft­ir­launa­kerf­is­ins voru eft­ir­far­andi: danska krónan var bundin við þýska markið (nú evr­una) til að ná niður verð­bólg­unni – verð­bólgan fór hæst í rúm 15% – og verð­trygg­ing launa var hætt. Felld voru niður öll trygg­ing­ar­gjöld, bæði laun­þega og atvinnu­rek­enda, til að auka sam­keppni í atvinnu­líf­inu, og gengu Danir þar skref­inu lengra en vinstri stjórnin á Íslandi 1971-1974; virð­is­auka­skattur hækk­aði úr 8% í 25%; skattar ein­stak­linga hækk­uðu til muna, einkum þeirra tekju­háu, en skattar á fyr­ir­tæki lækk­uðu, einnig var stofnun fyr­ir­tækja auð­veld­uð; síð­ast ekki síst efldu Danir skatt­eft­ir­lit. Sam­hliða varð til svo­kall­aður sér­eign­ar­líf­eyr­ir. Nú gátu verka­menn, rétt eins og opin­berir starfs­menn, samið um auka­líf­eyri ofan á þann lág­marks­líf­eyri sem allir fengu frá rík­inu. Heild­ar­tekjur hins opin­bera breytt­ust ekki. Þær nema nú um 50% af lands­framleiðslu og standa að mestu saman af háum stig­hækk­andi skatti á launa­tekjur og fjár­magnstekjur og virð­is­auka­skatti. Þegar jafn­að­ar­menn komust til valda eftir hið svo­kall­aða Tamíla-­mál, þar sem Poul Schlüter varð að segja af sér, héldu þeir áfram á sömu braut og stendur eft­ir­launa­kerfi þeirra nú á traustum grunni. Hlut­fall Dana sem eru 65 ára og eldri af fólki á vinnu­aldri nemur rétt rúmum 30%. Mið­aldur Dana er 41,8 ár, sá sami og Frakka, og fimm árum hærri en Íslend­inga. Eft­ir­launa­ald­ur­inn í Dana­veldi er hins vegar 66 ár, hækkar í 68 ár árið 2030, og fylgir síðan hækk­andi ævi­lengd. Hann er mun hærri en í Frakk­landi þar sem hann er 62 ár. Kerfið er líka ódýr­ara fyrir skatt­greið­endur þar vegna sér­eign­ar­líf­eyr­is­kerf­is­ins, sem er skyldu­bund­ið. Aðeins 9,8% af lands­fram­leiðsl­unni í Dan­mörku fer í eft­ir­laun. Þýska­land fór dönsku leið­ina undir stjórn demókratans Ger­hard Schröder, svo­kallað Agenda 2010, sem íhalds­mað­ur­inn Ang­ela Merkel tók við. Bæði þessi lönd standa betur að vígi en Frakk­land og leggur Henri Lag­arde til að þessi leið verði val­in, þ.e. taka upp sér­eign­ar­sparn­að­inn, breyta skatt­kerf­inu og afnema trygg­inga­gjöld­in, sem hvíla mjög þungt á frönsku atvinnu­lífi en þau nema alls um 32% af launum og þar af er helm­ing­ur­inn eft­ir­laun. Eft­ir­launa­ald­ur­inn skiptir því máli í Frakk­landi.

Mis­mun­andi við­horf til hins opin­bera

Íslend­ingar brugð­ust við olíu­krepp­unni 1980 með öðrum hætti en Danir og Frakk­ar. Meg­in­skýr­ingin liggur í mis­mun­andi við­horfi til hins opin­bera og þar með er eft­ir­launa­kerfið með öðrum hætti, sbr. kenn­ingar úkra­ínska hag­fræð­ings­ins Alex­ander Gerschen­kron. Hann sýndi fram á að þjóð­leg efna­hags­stefna elur af sér öfl­uga en fámenna borg­ara­stétt, nomenkla­t­úru eða elítu, sem byggði stjórn­kerfið í kringum eigin þarfir en ekki þarfir hins almenna borg­ara. Nomenkla­t­úran telur erlend lán ógna valda­stöðu sinni. Þegar við­kom­andi ríki hafur ekki nægan eigin sparnað til að mæta eigin fjár­fest­ing­ar­þörf er inn­lendur sparn­aður þving­aður fram með því að minnka hlut heim­ila í lands­fram­leiðsl­unni. Gunnar Han­sen, nefnd­ar­maður í nefnd um einn líf­eyr­is­sjóð fyrir lands­menn á sjö­unda ára­tugn­um, stað­festir þetta í einu af sínum mörgu bréfum til stjórn­valda (sjá nánar hér). Hann varar t.d. mjög við gegn­um­streym­is­kerf­inu segir að í „...­sjóði með þátt­töku­skyldu er sjóð­myndun ákveðin fremur í efna­hags­legum en trygg­inga­fræði­legum til­gangi, og frá því sjón­ar­miði tel ég sjóð­myndun þurfa að vera meiri í landi, þar sem sparn­að­ar- og fjár­fest­ing­ar­þörf er mik­il“. Hann sagði jafn­framt að þáver­andi stjórn­ar­menn í líf­eyr­is­sjóð­unum hefðu komið að máli við sig vegna ótta um að missa bæði tögl og haldir í efna­hags­líf­inu og segir að lok­um: „Hitt teldi ég æski­legt, að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gæti haft nokk­urt frum­kvæði í mál­inu og þar með ráðið meira um gang þeirra en ella.“ Þetta leiddi til þess að nor­rænu leið­inni í líf­eyr­is­málum var hafnað og stofnað var til sjóða­kerfis á Ísland­i. 

Þegar seinni olíu­kreppan skall á var verð­bólga mun hærri á Íslandi en í Dan­mörku og í Frakk­landi eða um 58% á árs­grund­velli miðað við um 15% í Dan­mörku og um 13% í Frakk­landi. Þetta þýddi á mæltu máli að hreinn sparn­aður lands­manna, sem var að mestu bund­inn í inn­stæðum líf­eyr­is­sjóð­anna, var færður til fyr­ir­tækja og til hins opin­bera. Gerschen­kron bendir á að til að losna úr þeim víta­hring og koma hag­kerf­inu í eðli­legan gír aft­ur, þyrftu mið­stýrðar lang­tíma­fjár­fest­ingar að koma til. Þær kalla hins vegar á stofna­naum­bætur sem hafa löngum verið Akki­les­ar­hæll okkar Íslend­inga.

Gengið var ekki bundið við þýska markið eins og hjá Dönum (og síðar Frökk­um), heldur bjuggu stjórn­völd til nýja krónu, svo­kall­aða verð­tryggða krónu, sem skuldir lands­manna mið­ast við. Til að rugla fólk enn frekar í rím­inu voru tekin tvö núll aftan af krón­unni. Í almennri umræðu voru þrjá krónur á lofti: sú gamla góða, sú nýja – þessi með tvö núll niður um sig – og svo þessi verð­tryggða. Á Íslandi eru því tveir verð­mæl­ar, ólíkt því sem tíðkast í Dan­mörku. Fyrst mæla menn launin í sentí­metrum, síðan snúa þeir mál­band­inu við og marg­falda fjölda sentí­metra með tommum til að mæla skuld­irn­ar. Það er sama hvað menn vinna mik­ið, skuld­irnar hækka alltaf meira. Kaup­mátt­ur­inn hrap­aði og tók á annan ára­tug að ná upp sama kaup­mætti og var fyrir verð­trygg­ingu. Þús­undir Íslend­inga misstu allan sinn sparn­að. Verst úti urðu auð­vitað þeir sem verst stóð­u. 

Gerðar voru grund­vall­ar­breyt­ingar á skatta­lög­um. Fram­kvæmdin var hins vegar ekki eins og margir höfðu von­ast til. Beinir skattar hækk­uðu lítið sem ekk­ert, miðað við það sem hefði þurft til að ná niður verð­bólg­unni, heldur sner­ist umræðan um keis­ar­ans skegg, þ.e. hvernig ætti að útfæra hinn nýja gjald­miðil í skatta­lög­um: hin svoköll­uðu verð­bólgu­reikn­ings­skil og skatt­vísi­töl­una. Með þessu var alger­lega var skilið milli kaup­gjalds og greiðslu skatta í vit­und manna fram að stað­greiðsl­unni. Reiknað end­ur­gjald kemur þarna til sög­unnar eftir margra ára mót­mæli skatt­greið­enda víða um land gegn skattsvikum útgerð­ar­manna. Reiknað end­ur­gjald er hins vegar hvorki fugl né fiskur og að sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra, skilur það eng­inn enn í dag: hvorki emb­ætt­is­menn skatt­kerf­is­ins né þeir sem eiga að reikna sér það. Árum saman hefur rík­is­skatt­stjóri mælst til að reikn­uðu end­ur­gjaldi yrði breytt til samræmis við hin Norð­ur­lönd­in. Nomenkla­t­úran hefur ekk­ert á móti skött­um. Hún vill bara ekki borga þá sjálf (sjá t.d. hér). Stjórn­völd hafa því heykst á öllum breyt­ingum síð­ustu 40 ár. 

Stjórn­mála­menn vara við líf­eyr­is­sjóðum

Stjórn­mála­menn hafa almennt ekki frum­kvæði að breyt­ing­um. Atvinnu­rek­endur og verka­lýðs­hreyf­ingin náðu að þrýsta á upp­töku stað­greiðslu skatta og upp­töku virð­is­auka­skatts, sem breytti miklu fyrir umbjóð­endur þeirra. Það jók líka tekjur hins opin­bera, einkum beinna skatta, en OECD hafði um ára­bil þrýst á hækkun þeirra fyrir daufum eyrum stjórn­mála­manna. Þær stofna­naum­bætur sem þó voru gerðar á þessum árum (rík­is­end­ur­skoð­un, umboðs­maður alþing­is, skatt­rann­sókn­ar­stjóri) hafa koðnað nið­ur. Skýr­ingin er ein­föld. Um leið og emb­ætt­is­maður sinnir starfi sínu, sbr. Bryn­dís Krist­jáns­dótt­ir, síð­asti skatt­rann­sókn­ar­stjór­inn, er emb­ætti hans lagt niður og hann lát­inn taka pok­ann sinn. Hinir verma stól­ana.

Auglýsing
Á þessum tíma fara stjórn­mála­menn að vara við líf­eyr­is­sjóð­un­um, stærð þeirra og þeim áhrifum sem stórir líf­eyr­is­sjóðir kynnu að hafa á sam­fé­lag­ið: að líf­eyr­is­sjóð­irnir yrðu nokk­urs konar ríki í rík­inu. Sig­hvatur Björg­vins­son ríður á vaðið með mik­illi ræðu á þingi um miðjan tíunda ára­tug­inn og segir m.a. „Þá fer starf­semi hluta­bréfa­sjóða í land­inu vax­andi. Þar er einnig um að ræða fjár­fest­ing­ar­sjóði þar sem miklir hags­munir eru í húfi og sé staða banka­eft­ir­lits­ins erfið til að hafa eðli­legt, opin­bert eft­ir­lit með starf­semi líf­eyr­is­sjóða, þá er hún enn erf­ið­ari til eft­ir­lits með starf­semi hluta­fjár­sjóð­anna því að þar er eft­ir­lits­hlut­verk banka­eft­ir­lits­ins lögum sam­kvæmt mjög lít­ið.“ Í kjöl­farið skrifar Her­dís Dröfn Bald­vins­dóttir dokt­ors­rit­gerð um málið á Englandi við litla hrifn­ingu líf­eyr­is­sjóða en tap þeirra í Hrun­inu 2008 jafn­gilti a.m.k. 30% lands­fram­leiðsl­unn­ar. Umræðunni hefur ætíð skotið upp öðru hvoru síð­an. Nú síð­ast af for­stjóra Sam­keppn­is­stofn­un­ar, sem varar við hinni miklu eigna­söfnun þeirra á sam­keppni þegar einn og sami líf­eyr­is­sjóð­ur­inn á ráð­andi hlut í fyr­ir­tækjum á sam­keppn­is­mark­aði. Upp­haf þess­ara áhyggna Sam­keppn­is­stofn­unar má rekja til skýrslu­beiðni Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dóttur ásamt fleirum um um stöðu líf­eyr­is­sjóða í hag­kerf­inu þann 18. mars 2021. Skýrsl­una  vann Már Guð­munds­son, hag­fræð­ingur og fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri, á grund­velli sér­staks verk­samn­ings við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og birt­ist hún ekki fyrr en 3. sept­em­ber í fyrra. Spurn­ing­arnar sem skýrslan leggur upp með bera með sér að leitað er eftir rétt­læt­ingu á auk­inni fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóða erlend­is.

Má Guð­munds­syni tekst líka mjög vel til. Hann byggir nið­ur­stöðu sína á gömlum upp­lýs­ingum um stöðu líf­eyr­is­sjóða með því að vísa í skýrslu starfs­hóps um hlut­verk líf­eyr­is­sjóða í upp­bygg­ingu atvinnu­lífs frá 2018, sem bygg­ist á enn eldri upp­lýs­ingum þótt skýrslu­höf­undar taki fram að reikni­líkan Talna­könn­unar frá 2013 eigi ekki við þar sem líf­eyr­is­ið­gjaldið hafi auk­ist úr 12% af launum í 15,5%. Meg­in­nið­ur­staða Más er þessi: „Skoða þarf hvort gera eigi breyt­ingar á hámarki gjald­miðla­á­hættu líf­eyr­is­sjóða þar sem núver­andi 50% hámark virð­ist hamla erlendum fjár­fest­ingum líf­eyr­is­sjóð­anna áður en æski­legu hlut­falli erlendra eigna er náð.“ 

Jafn­framt segir Már, lík­lega til að friða Þor­gerði Katrínu: „Upp­taka evru með fullri aðild að evru­svæð­inu felur í sér aðgang að fjár­mála­mörk­uðum aðild­ar­land­anna án gjald­miðla­á­hættu. Gjald­miðla­á­hætta líf­eyr­is­sjóð­anna minnkar þá veru­lega. ... Teng­ing krón­unnar við evru með tví­hliða sam­komu­lagi við Evr­ópu­sam­bandið hefur ekki þessi áhrif þar sem gjald­miðla­á­hætta verður enn til staðar varð­andi fjár­fest­ingar á evru­svæð­in­u.“

Már svarar því hins vegar ekki hvort sú gjald­mið­ils­á­hætta yrði meiri eða minni en er af hinni sér­ís­lensku verð­tryggðu krónu né hver ávinn­ingur hins almenna borg­ara yrði af einum og sama verð­mæl­inum fyrir laun og skuld­ir, enda ekki spurt um það. Ekki er heldur spurt af hverju eldri borg­arar eiga einir að bera áhætt­una af hinu nýja vist­ar­bandi; gjald­miðl­in­um, en nefnir þó að engin gjald­eyr­is­höft séu á danska líf­eyr­is­sjóð­i. 

Ástandið svipað og þegar Schlüter komst til valda

Önnur rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur er ekki mynduð fyrr en tveimur mán­uðum eftir kosn­ing­arnar 2021, eða 28. nóv­em­ber. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru öfl­ug­ustu hags­muna­sam­tök lands­ins og greini­legt að þau hafa gefið sér nægan tíma en í stjórn­ar­sátt­mál­anum kemur fram að:

„Græn­bók um líf­eyr­is­mál verður unnin í sam­vinnu við aðila vinnu­mark­að­ar­ins og líf­eyr­is­sjóði á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins í því skyni að skapa grund­völl fyrir umræðu, stefnu­mörkun og ákvarð­anir um líf­eyr­is­kerfið og fram­tíð­ar­þróun þess með heild­stæðum hætti. Meðal ann­ars verður horft til ein­föld­unar kerf­is­ins og fjallað um grund­vall­ar­for­sendur varð­andi hlut­verk, upp­bygg­ingu, sjálfærni og umfang sjóð­anna í efna­hags­líf­inu, upp­bygg­ingu rétt­inda og sam­spil milli ólíkra stoða líf­eyr­is­kerf­is­ins, nauð­syn­lega hækkun líf­eyr­is­ald­urs og sveigj­an­leika til töku líf­eyris í sam­hengi við hækk­andi lífald­ur, trygg­inga­fræði­legar for­send­ur, fár­fest­ing­ar­heim­ild­ir, starfs­um­hverfi og eft­ir­lit. ...

Mik­il­vægt er að stuðla að því að líf­eyr­is­sjóð­irnir geti ávaxtað eignir sínar með fjöl­breytt­um, ábyrgum og öruggum hætti að teknu til­liti til vax­andi umsvifa þeirra í íslensku efna­hags­líf á und­an­förnum árum.“

Ástandið er að mörgu leyti svipað í heim­inum í dag og þegar Poul Schlüter komst til valda í Dan­mörku. Það er bull­andi verð­bólga og hag­vöxtur tekur ekki við sér, eins og menn höfðu vonað þegar Covid-19 ein­angr­un­inni var aflétt. Sá vandi er fyrst og fremst afleið­ing stríðs­ins í Úkra­ínu en mark­aðs­verð olíu og gass hefur marg­fald­ast. Ekki er séð fyrir end­ann á stríð­inu og afleið­ingum þess. Á meðan sitja loft­lags­málin á hak­anum í Evr­ópu en fjár­magnið sem átti að fara í að þróa og finna upp nýja orku­gjafa fer allt í að kaupa gas og olíu frá Banda­ríkj­un­um. Vandi Frakk­lands í eft­ir­launa­málum verður þó ekki rak­inn til þessa, heldur miklu frekar til ákvarð­ana sem teknar voru vegna olíu­krepp­unnar 1980. Vandi Íslands snýr hins vegar að almennu getu­leysi stjórn­mála­manna til að takast á við raun­veru­leik­ann. Þeir eru í ein­hverjum hlut­verka­leik þar sem kjós­endur eru ekki af holdi og blóði heldur eru þeir ein­göngu til í höfð­inu á þeim sjálfum og aðgerðir þeirra við nið­ur­rif inn­viða bera það með sér. Stjórn­völd hafa nið­ur­greitt fjár­fest­ingar hins svo­kall­aða 1% í hús­næði, fyrst með hinni svoköll­uðu „leið­rétt­ingu“ sem rann að stærstum hluta til þeirra sem til­heyra þeim hópi, síðan með afnámi haft­anna og að lokum með stýri­vaxta­á­kvörðun Seðla­banka. Afleið­ing­arnar hafa ekki látið á sér standa. Hús­næð­is­verð hefur rokið upp í mæni með til­heyr­andi hækkun leigu­verðs og verð­bólgan að nálg­ast tveggja stafa tölu, sem þýðir að skuldir aukast á meðan laun ann­arra en elít­unnar lækka. Þegar hús­næð­is­bólan springur sitja líf­eyr­is­sjóð­irnir svo uppi með tapið og líf­eyr­is­greiðslur lækka. Með öðrum orðum blasir veru­leg kaup­mátt­arrýrnun við þorra þjóð­ar­inn­ar.

Hvorki í stjórn­ar­sátt­mála né í fram­kvæmdum rík­is­stjórn­ar­innar er að sjá áætlun um að taka á þessu, heldur fól rík­is­stjórnin Má Guð­munds­syni, lík­lega á grund­velli sama verk­taka­samn­ings við fjár­mála­ráðu­neyti og áður var get­ið, að gera skýrslu um gjald­miðla áhættu líf­eyr­is­kerf­is­ins, sbr. breyt­ingar á lögum nr. 129/1997 um líf­eyr­is­sjóði sem rík­is­stjórnin hyggst leggja fram og Sam­keppn­is­stofnun gerði athuga­semdir við og minnst var á hér að ofan. Meg­in­nið­ur­staða Más er að núgild­andi hámark gjald­miðla­á­hættu verði hækkað úr 50% í 65% og að gerðar verði breyt­ingar á ákvæðum laga um notkun líf­eyr­is­sjóða á afleið­um. Þar er ann­ars vegar um að ræða að fella niður kröfu um að afleiður sem ekki eru skráðar á mark­aði sé hægt að gera upp sam­dæg­urs á raun­virði og að tak­mörk á umfang afleiða séu orð­aðar í líf­eyr­is­sjóða­lögum með þeim hætti að ljóst sé að afleiður geta endað í nei­kvæðu virði.

Á síð­asta ára­tug hefur inn­lent eigna­safn líf­eyr­is­sjóða auk­ist þrisvar sinnum hraðar en hag­vöxtur að raun­virði og áttu þeir um þriðj­ung allra eigna lands­ins og eru stærstu fag­fjár­fest­arn­ir, eiga um 80% af öllum eignum fag­fjár­festa. Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóða námu 163% af vergri lands­fram­leiðslu (VLF) í árs­lok 2019. Í árs­lok 2021 höfðu heild­ar­eignir þeirra auk­ist í 208%.

Ríki í rík­inu

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru orðnir ríki í rík­inu og ákveða það sem þeim sýn­ist, sjá einnig hér. Þeir eiga eftir að stækka enn hraðar á næstu árum verði ekk­ert að gert. Greini­legt er að sparn­aður lands­manna, sem knú­inn er áfram af ójafnri tekju­dreif­ingu, er orð­inn allt of mik­ill. Við Íslend­ingar þekkjum vel til þess hvert þessi eigna­þróun leið­ir, en eigna­söfnun Kaþ­ólsku kirkj­unnar og rentu­að­als­ins sem stóð að baki henni hófst á tólftu öld. Um alda­mótin 1700 átti kirkjan 32% allra eigna lands­ins, kon­ungur 16% og ein­stak­lingar 52%. Með öðrum orðum átti kirkja og krúna hart­nær helm­ing eigna lands­ins og rest­ina áttu ein­stak­lingar þeim tengd­ir. 1% lands­manna átti 24% alls lands á Íslandi og 96% lands­manna voru leigu­liðar en land­skuld og leig­ur, sem nam 10% sam­kvæmt Jóns­bók, voru helsta tekju­lind rentu­að­als­ins. Ráðið er að auka neyslu milli­stétt­ar­innar í stað þess að flytja sparnað lands­manna út, sbr. hag­fræð­ing­ur­inn John A Hob­son, sem fjall­aði um ójöfnuð í Englandi og það, hvernig auð­menn fluttu umfram­sparn­aðinn til ann­arra landa í stað þess að hækka laun enskra verka­manna og auka þar með neyslu þeirra á eigin fram­leiðslu, svipað og Danir gripu til hér­lendis með sölu stóls­jarð­anna um alda­mótin 1800 til að rífa þjóð­ina upp úr eymd­inni og leyfa bændum að njóta hagn­aðar af eigin vinnu. Hob­son hélt því fram að mis­skipt­ing tekna hefði í för með sér ofsparnað og vann­eyslu sem héldi efna­hags­kerf­inu í hel­greipum eft­ir­spurn­ar­innar og að úrræðið væri að upp­ræta „af­gang­inn“ með end­ur­dreif­ingu tekna í gegnum skatt­kerf­ið. 

Auglýsing
Við fyrstu sýn virð­ist íslenska líf­eyr­is­kerfið vera hugsað eins og það danska, þ.e. þriggja stoða kerfi þar sem fyrsta stoðin bygg­ist á greiðslum frá Trygg­inga­stofnun (TR) með svoköll­uðu gegn­um­streym­is­kerfi, næsta stoð skyldu­greiðsla í líf­eyr­is­sjóð og þriðja stoðin hinir svoköll­uðu sér­eigna­sjóðir og/eða annar sparn­að­ur. Þegar betur er rýnt kemur annað í ljós. Atvinnu­rek­endur greiða svo­kallað trygg­ing­ar­gjald af öllum launum lands­manna, sem ætlað er að standa undir greiðslum TR. Launa­menn greiða síðan 4% af öllum launum í líf­eyr­is­sjóð og atvinnu­rek­endur bæta þar við 11,5%, sam­tals 15,5%. Greiðslur í líf­eyr­is­sjóð á Íslandi eru skylda og flokk­ast í reynd með skyldu­lánum launa­manna til rík­is­ins í skatta­fræð­un­um. Það er eng­inn munur fyrir atvinnu­rek­endur á því að greiða trygg­inga­gjald eða í líf­eyr­is­sjóð.

Upp­haf líf­eyr­is­sjóða má rekja til van­trausts verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar til stjórn­mála­manna, eins og rakið var hér að fram­an. Greiðsl­urnar eru hins vegar fyrir utan fjár­lög og eft­ir­lit þings­ins, og er þjóð­hags­lega óhag­kvæmt. Þannig geta líf­eyr­is­sjóðir í reynd ráð­stafað líf­eyr­inum til sér­val­inna félaga, óháð ávöxtun líf­eyr­is­ins. Þetta virkar líka á hinn veg­inn og kom t.d. vel fram þegar stjórn­völd beittu líf­eyr­is­sjóði þrýst­ingi til að fjár­festa í Icelandair og gáfu í skyn að þeir sem stýrðu þeim sjóðum og ekki vildu fjár­festa í Icelandair væru hálf­gerðir land­ráða­menn. Þessi sam­þætt­ing skýrist enn betur þegar litið er á greiðslu líf­eyr­is­ins til eft­ir­launa­manna. Þeir sem greitt hafa í líf­eyr­is­sjóð alla sína tíð fá í reynd minna en hefðu þeir aldrei greitt í neinn líf­eyr­is­sjóð, sbr. dóms­mál Gráa­hers­ins gegn rík­inu, og þrátt fyrir að verka­lýðs­hreyf­ingin segi líf­eyr­is­rétt­indin vera hluta af þeim heild­ar­kjörum sem hún hafi samið um við atvinnu­rek­endur er það ekki hún sem fer í dóms­málið fyrir hönd umbjóð­enda sinna, heldur er það ein­stak­ling­ur­inn. Með öðrum orð­um: þegar félags­menn vitja rétt­inda sinna eftir 40 ára greiðslur í líf­eyr­is­sjóð er verka­lýðs­fé­lagið ekki heima. Á þessu þarf að finna lausn.

Hlutur atvinnu­rek­enda í greiðslum iðgjalds hefur hækkað um tæp 100% að við­bættu iðgjaldi af vakta­á­lagi og yfir­tíð síðan 1970. Starfsævi þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnu­mark­aði er nú þegar níu árum lengri en starfsævi kollega þeirra í Evr­ópu. Þetta er ekki samt nóg. Líf­eyr­is­sjóð­irnir vilja meira. Rík­is­stjórnin vill hækka líf­eyr­is­aldur úr 67 ára aldri í 70 ár eða 75 ár. Vand­séð er önnur ástæða en vilji hennar til að stækka líf­eyr­is­sjóð­ina enn frekar svo þeir getið haldið áfram að fjár­festa í fyr­ir­tækjum nómenkla­t­úr­unn­ar. 

Mið­aldur Íslend­inga er 36,3 ár, þ.e. fimm árum lægri mið­aldur en í Dan­mörku og í Frakk­landi. Hlut­fall þjóð­ar­innar sem er 65 ára og eldri af vinnu­aldri er 26,6% á m.v. 34,9% í Dan­mörku og 37,3% í Frakk­landi. Í Frakk­landi er samt stefnt að eft­ir­launa­aldur verði 65 ár, þ.e. tveimur árum lægri en tíðkast nú þegar á Íslandi, og lífslíkur Íslend­inga, Dana og Frakka 65 ára og eldri er svo til þær sömu, eða 20,4 ár fyrir Íslend­inga, 19,2 fyrir Dani og 21,3 fyrir Frakka 

Þá er það kostn­að­ur­inn. Í Frakk­landi kostar eft­ir­launa­kerfið 13,9% af vergri lands­fram­leiðslu ár hvert. Í Dan­mörku kostar það hins vegar 9,8% af VLF, þegar útgreiðslum líf­eyr­is­sjóða hefur verið bætt við og 6,7% á Ísland­i. 

Hlut­fall kostn­aðar atvinnu­rek­enda við eft­ir­launa­kerfið er hins vegar mun hærra á Íslandi en þessu nemur vegna upp­bygg­ingar líf­eyr­is­kerf­is­ins, eða 10,5% af VLF. Þegar sér­eign­inni hefur verið bætt við hækkar kostn­að­ur­inn í 13,3% af VLF (trygg­inga­gjald 2,6%, 7,9% af VLF í líf­eyr­is­sjóð, sam­eign, og að auki 2,8% í sér­eign). Í Dan­mörku eru líf­eyr­is­greiðsl­urnar jafn­ari en á Íslandi þar sem stærsti hluti þess fer í gegnum skatt­kerf­ið; síðan bæt­ist líf­eyr­is­sjóð­ur­inn við. Hér­lendis eru greiðslur rík­is­ins hins vegar skatt­lagðar auka­lega um 38,35%, eftir að 25.000 króna tekjum frá líf­eyr­is­sjóðum er náð, sbr. mál Gráa­hers­ins.

Kostn­aður atvinnu­rek­enda kemur enn betur í ljós þegar fjár­mögnun eft­ir­launa­kerf­is­ins er skoðuð sem hlut­fall af laun­um. Í Dan­mörku nemur hlut­fall launa­tengdra gjalda vegna eft­ir­launa 12,8% af laun­um, í Frakk­landi 27,8%. Á Íslandi getur kostn­að­ur­inn við kerfið numið allt að 27,9% af brúttó­launum þeirra tekju­hæstu, þegar 6% sér­eign­inni hefur verið bætt við. Ástandið á Íslandi er því ekki síður alvar­legt en í Frakk­landi og það eina sem skilur á milli er að Íslend­ingar eru hlut­falls­lega yngri en Frakk­ar. 

Launa­kostn­að­ur­inn dregur úr hagn­aði lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja, einkum þar sem keppt er við inn­flutt vinnu­afl sem greiðir ekki þessi gjöld, s.s. í ferða­þjón­ustu. Vita­skuld dansa lim­irnir eftir höfð­inu, sbr. Panama­skjöl­in, en launa­kostn­að­ur, ásamt skorti á starfs­mönn­um, hefur áhrif á svarta vinnu. 20% af allri vinnu á Íslandi í dag er ekki gefin upp til skatts. Ójöfn­uður á Íslandi er því meiri en opin­bera tölur segja til um!

Í Dan­mörku og í Frakk­landi hafa beinir stig­hækk­andi skattar verið aðal­tekju­lind hins opin­bera um ára­bil og eft­ir­launa­kerfið byggt á gegn­um­streym­is­kerfi. Á Íslandi eru skattar hins vegar lægri, eða um 40% af lands­fram­leiðslu á móti u.þ.b. 53% í Dan­mörku og í Frakk­landi. Að teknu til­liti til líf­eyr­is­kerf­is­ins og ald­urs Íslend­inga eru skatt­greiðslur á Íslandi mjög sam­bæri­leg­ar, eða um 48 % af VLF. Hlutur hins opin­bera er hins vegar of lít­ill eins og kemur hvað skýr­ast í ljós þegar það stendur ekki við þær skuld­bind­ingar sem það þó hefur á sinni könnu, hvort sem það er í meng­un­ar­málum eða heil­brigð­is­málum. Samt leggur rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur til að um 7% af VLF, þ.e. 65% af líf­eyr­is­greiðslum lands­manna, verði flutt úr landi eins og Eng­lend­ingar gerðu forð­um, í stað þess að nota skatt­kerfið til tekju­jöfn­un­ar.

Hlut­falls­leg skatt­byrði hæst hjá þeim tekju­lægstu

Á Íslandi, ólíkt því sem tíðkast í Dan­mörku og Frakk­landi, er hlut­falls­leg skatt­byrði hæst hjá þeim sem lægstar hafa tekj­urn­ar, að auki veitir rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hinu svo­kall­aða 1% sér­staka skatta­styrki til að auka þann mun enn frek­ar. Skatta­styrkir mæl­ast seint og illa og koma ekki fram í skatta­töl­fræði heldur finn­ast eftir dúk og disk í rík­is­reikn­ingi, sbr. lög um opin­ber fjár­mál, ef þeir þá gera það. Aðgerðir Katrínar vekja því ekki eins mikil við­brögð almenn­ings og nef­skattur Mar­grétar Thatcher gerði árið 1989. Til­gangur Katrínar er hins vegar sá sami: að færa fé frá hinum fátæku til hinna ríku. Þetta snýr ekki bara að of miklum líf­eyr­is­sparn­aði, heldur notar Katrín Jak­obs­dóttir öll tæki­færi til að end­ur­dreifa skatt­pen­ing­unum til hinna betur settu (sjá t.d. hér og hér).

Stærð og áhrif líf­eyr­is­kerf­is­ins á efna­hags­líf Íslend­inga er afleið­ing ójöfn­uðar og rang­láts skatt­kerf­is. Líf­eyr­is­kerfið leiðir til ofsparn­aðar og er grund­völlur hins sér­ís­lenska gjald­mið­ils: verð­tryggðu krón­unn­ar. Verka­lýðs­hreyf­ingin og atvinnu­rek­endur ættu að sam­ein­ast um að skoða breyt­ingar á líf­eyr­is­kerf­inu og það, hvernig Danir hafa fram­kvæmt þær áður en rentu­að­all­inn tekur yfir allar eignir lands­manna og drepur í dróma allt atvinnu­líf eins og gerð­ist hér á mið­öld­um. Þannig mætti auka og jafna líf­eyr­is­greiðsl­ur, minnka skatt­und­an­skot og bæta sam­keppni lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja. Jafn­framt má benda á að gjöld vegna líf­eyr­is­greiðslna er stór kostn­aður hjá hinu opin­bera, a.m.k. reikn­ings­lega. Tak­ist að minnka hann, minnka skatt­ar. Aukn­ing líf­eyris má líka vera með öðrum hætti, t.d. lægri skatt­pró­sentu eins og tíðkast Nor­egi eða nið­ur­fell­ingu skulda. Iðgjald í sér­eigna­sjóði gæti verið óbreytt eða lítið breytt. Svona breyt­ingar taka tíma, allt að 40 ár, og þarf að vanda vel til. Nauð­syn­legt er að allir lands­menn séu í eina og sama líf­eyr­is­kerf­inu, líka þing­menn og ráð­herr­ar. Fyrsta skrefið gæti verið að hætta að skatt­leggja hinn venju­lega líf­eyri um 76% en skatt­leggja hinn umdeilda líf­eyri þing­manna um 100%.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sagn­fræð­ing­ur. Grein á ensku um sam­an­burð við Norð­ur­lönd­in, ásamt heim­ilda­lista, verður birt á næst­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar