5 hlutir sem vert er að vita um COP21-ráðstefnuna í París

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldinn í París eftir mánuð. Sumir kalla þetta mikilvægasta fund mannkynsins.

Peningar og völd eru það sem kemur einna helst í veg fyrir auðveldar málamiðlanir á COP21 í París. En hvers vegna þurfum við að semja um hluti á annað borð?
Peningar og völd eru það sem kemur einna helst í veg fyrir auðveldar málamiðlanir á COP21 í París. En hvers vegna þurfum við að semja um hluti á annað borð?
Auglýsing

Lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna, COP21, lýkur þann 11. des­em­ber eða eftir réttan mánuð og þá verð­ur, ef fund­ur­inn stenst vænt­ing­ar, búið að útbúa laga­lega bind­andi sam­komu­lag um útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um allan heim. En hvað er COP21 eig­in­lega og hvers vegna er talað um ráð­stefn­una sem þá mik­il­væg­ustu í mann­kyns­sög­unni? Á lofts­lagsvef CNN má finna fimm atriði sem vert er að vita um COP21.

Hvað er COP21?

Ramma­samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (e. United Nations Framwork Con­vention on Climate Change - UNFCCC) var und­ir­rit­aður á Umhverf­is­ráð­stefn­unni í Rio árið 1992. Ráð­stefna á vegum UNFCCC hefur verið haldin árlega síðan 1995 þegar sú fyrsta var haldin í Berlín. Þær eru kall­aðar COP sem stendur fyrir „Con­fer­ence of Parties“. Í ár fer fram 21. ráð­stefnan í Par­ís.

Ástæða þess að ráð­stefnan er haldin árlega er til þess að stöðugt sé fylgst með og lagt mat á aðgerðir og stöðu ríkja í lofts­lags­mál­um. Reglu­lega fjalla ráð­stefn­urnar um nýja samn­inga og mark­miða­setn­ingar í lofts­lags­mál­um. Eft­ir­minni­leg­ustu ráð­stefn­urnar á vegum UNFCCC eru tví­mæla­laust COP3 í Kyoto þar sem Kyoto­bók­unin var und­ir­rit­uð, COP11 í Motréal þar sem líf­tími Kyoto­bók­unin var fram­lengd og COP15 í Kaup­manna­höfn þar sem þess var freistað að búa til sam­komu­lag allra ríkja um minnkun útblást­urs gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Auglýsing

Sam­hliða COP21 í París mun fara fram CMP 11; ell­efti fundur þeirra ríkja sem und­ir­rit­uðu Kyoto­bók­un­ina 1997. Ísland er aðili að báðum ráð­stefn­um.

Hvert er mark­miðið með ráð­stefn­unni í ár?

Mark­mið COP21 í París dag­ana 30. nóv­em­ber til 11. des­em­ber er nokkuð skýrt. Það er að búa til laga­lega bind­andi sam­komu­lag allra þjóða heims­ins til þess að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum, eða því sem vís­inda­menn hafa kallað þrösk­uld þess sem mann­kynið og jörðin geta höndl­að.

Þegar vísað er til minna en tveggja gráðu hlýn­unar er talað um hlýnun lofts­lags (bæði sjáv­ar- og loft­hita) miðað við með­al­hita fyrir iðn­bylt­ing­una á nítj­ándu öld. Það er aug­ljóst að það er ekki auð­velt að ná þessu mark­miði enda benda mæl­ingar til þess að hlýnun um heila gráðu á Celcius hafi þegar verið náð. Skýrsla IPCC (Intergovern­mental Panel on Climate Change) síðan 2014 sýnir fram á að síðan 1880 hefur lofts­lag jarðar hlýnað um 0.85°C.



Í skýrsl­unni eru einnig leiddar líkur að því að miðað við það magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem þegar hefur verið losað þá getur verið að hita­stig jarðar sé nú læst í um tveggja gráðu hlýn­un. Það er aðeins ef heim­inum tekst að minnka los­un­ina gríð­ar­lega á næstu árum.

Hverjir mæta?

Á ráð­stefn­unni í París er talið að meira en 40.000 full­trúar 195 landa í öllum heim­inum muni koma sam­an. Þetta er stærsti fundur sem frönsk stjórn­völd hafa nokkru sinni skipu­lagt. Francois Hollande, for­seti Frakk­lands, mun taka á móti nokkrum af leið­togum áhrifa­mestu ríkja heims. Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, mun láta sjá sig sem og Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, auk Nar­endra Modi, for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands. Saman bera þessu lönd ábyrgð á um það bil helm­ingi allrar los­unar heims­ins.

Margir leið­toga þess­ara 195 ríkja munu vera við­staddir frá upp­hafi fund­ar­ins í Par­ís, ólíkt því sem gerð­ist í Kaup­manna­höfn þegar helstu leið­togar létu aðeins sjá sig síð­ustu daga fund­ar­ins. Er talið að það hafi átt þátt í að COP15 fund­ur­inn varð svo slæm­ur; samn­inga­við­ræð­urnar fengu ekk­ert vægi fyrr en of seint.

Francois Hollande, frakklandsforseti.

Frá Íslandi munu Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra, og Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, fara. Full­trúar allra þing­flokka á Alþingi verða einnig við­stadd­ir, auk sendi­nefndar Íslands frá Umhverf­is­ráðu­neyt­inu undir for­ystu Huga Ólafs­son­ar. Auk þeirra munu emb­ætt­is­menn og full­trúar íslenskra fyr­ir­tækja sækja ráð­stefn­una.

Sam­kvæmt heim­ildum CNN er óvíst að Frans páfi geri sér ferð til Par­ísar en hann hefur talað opin­skátt fyrir því að ríki heims setji sér raun­veru­leg mark­mið í lofts­lags­málum til þess að tryggja vel­ferð mann­kyns um ókomna fram­tíð.

Hvers vegna verður fund­ur­inn að slá í gegn?

Mark­miðið með ráð­stefn­unni er skýrt og þess vegna er mik­il­vægt að ríki heims­ins kom­ist að sam­hljóða bind­andi nið­ur­stöðu sem kemur til með að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda út í and­rúms­loft­ið. Allt sem mun líkj­ast nið­ur­stöðu ráð­stefn­unnar í Kaup­manna­höfn, þar sem eng­inn samn­ingur var und­ir­rit­að­ur, verður dæmt sem mis­tök.

Tak­mark­anir Kyoto­bók­un­ar­innar munu renna út árið 2020, svo nú fer tím­inn að renna út eigi að halda sam­komu­lag­inu óslitnu.

Lofts­lags­málin eru hins vegar ekki aðeins umhverf­is­mál heldur einnig efna­hags­mál. Lang flest ríkin hafa þegar skilað stefnu­mót­un­ar­mark­miðum sínum sem vænt­an­legt sam­komu­lag mun byggja á. En það er fjár­mála­hlið á lofts­lags­mál­unum líka, þar sem málin munu hugs­an­lega stranda. 

Á und­ir­bún­ings­fundum fyrir COP21 hefur það verið áætlað að iðn­vædd ríki heims­ins þurfi að útvega um það bil 100 millj­örðum banda­ríkja­dölum á ári frá og með 2020. Pen­ing­arnir eru ætl­aðir van­þró­uðum ríkjum til þess að berj­ast gegn auk­inni mengun og hjálpa við sjálf­bæra efna­hags­þróun land­anna. Það hefur nefni­lega verið sýnt fram á að hag­vöxtur og aukin útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eru tengd fyr­ir­bæri. Hvaðan þessir pen­ingar eiga að koma er hugs­an­legt steytisker við­ræðn­anna. Hversu mikið á að koma frá ríkjum heims og hversu mikið verður lagt í skaut einka­fyr­ir­tækja? Hvaða hlut­verki á mark­að­ur­inn að gegna í þessu?

Auglýsing

Hvers vegna skiptir þetta mig máli?

Ef þú átt ekki miða með Mars One og hygg­ist stofna nýlendu á Mars þá þarftu að öllum lík­indum að búa á jörð­inni í nokkra ára­tugi í við­bót. Á meðan munt þú finna fyrir lofts­lags­breyt­ingum og ættir að hafa áhuga á útkomu ráð­stefn­unnar í Par­ís.

Sýnt hefur verið fram á að afleið­ingar hlýn­unar lofts­lags verða ákaf­ari veður á borð við miklar hita­bylgj­ur, þurrka og flóð. Um leið bráðna jöklar og haf­ís­breiður með þeim afleið­ingum að yfir­borð sjávar hækk­ar. Margar af helstu versl­un­ar­stöðvum heims­ins munu sökkva í sæ og margar millj­ónir manna neyð­ast til að yfir­gefa heim­ili sín og flytja ann­að.

Um leið og veð­ur­far breyt­ist munu vatns­lindir þorna upp eða breyt­ast og mat­væla­ör­yggi skerð­ast eða breyt­ast. Afleið­ing­arnar munu helst bitna á þró­un­ar- og fátæk­ari löndum þar sem stjórn­völd eiga ekki efni á þeim ráð­stöf­unum sem þarf að grípa til.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None