Byggingarleyfi komið: Hafnartorg mun rísa

Reykjavíkurborg hefur gefið út byggingarleyfi fyrir reitinn við Austurbakka 2. Teikningum Sigmundar Davíðs af Hafnartorgi var hafnað og munu framkvæmdir á upprunalegum hugmyndum hefjast síðar í apríl.

Hafnartorg
Auglýsing

Reykja­vík Develop­ment ehf. fékk bygg­ing­ar­leyfi 5. apríl síð­ast­lið­inn fyrir reit­inn við Aust­ur­bakka 2. Reit­ur­inn hefur verið gríð­ar­lega umdeildur en nú stendur til að húsa­þyrp­ingin sem fengið hefur nafnið Hafn­ar­torg muni rísa þar. Óvænt útspil fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, hefur verið mikið í umræð­unni en hann vildi að verk­takar myndu hlusta á gagn­rýni á Hafn­ar­torg og end­ur­hanna teikn­ing­ar. Þessum hug­myndum Sig­mundar Dav­íðs hefur verið hafnað eins og Stundin greindi frá.

Guðni Rafn Eiríks­son, einn eig­enda Reykja­vík Develop­ment ehf., sem sér um fram­kvæmdir við reit­inn, stað­festir við Kjarn­ann að bygg­ing­ar­leyfi frá Reykja­vík­ur­borg sé komið og að fram­kvæmdir hefj­ist í mán­uð­in­um. 

Sig­mundur Davíð með sér­stakan áhuga á Hafn­ar­torgi

Fram hefur komið að Sig­mundur Davíð gerði alvar­legar athuga­semdir við útlit bygg­ing­anna. Mynd af teikn­ingu Sig­mundar Dav­íðs birt­ist í Reykja­vík Viku­blaði en mik­inn mun má sjá á henni og þeim upp­runa­legum hug­myndum sem komið hafa frá PK arki­tekrum og Reykja­vík Develop­ment. Teikningar Sigmundar Davíðs

Auglýsing

Í Stund­inni kemur fram að hug­myndum Sig­mundar Dav­íðs hafi verið hafnað en þær sam­ræmd­ust ekki deiliskipu­lagi. Turn­inn var of hár á teikn­ingu Sig­mundar Dav­íðs og sam­kvæmt skipu­lag­inu áttu tvær efstu hæðir húss­ins að vera inn­dregnar en teikn­ing Sig­mundar gerði ekki ráð fyrir því. Tillaga frá PK arkitektum

Munu leita réttar síns

Kjarn­inn sagði frá því í jan­úar að í fyrra ákvað Minja­stofnun Íslands, sem heyrir undir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, að skyndi­friða hafn­ar­garð sem er á lóð­inni. Lóð­ar­hafar höfðu sagt að frið­lýs­ing á hafn­ar­garð­inum muni að lág­marki valda þeim 2,2 millj­arða króna tjóni. Sig­rún Magn­ús­dóttir um­hverf­is­ráð­herra var sett for­sæt­is­ráð­herra í mál­inu og til­kynnti um frið­un­ina. Reykja­vík­ur­borg hafði dregið í efa stjórn­sýslu­legt hæfi Sig­mundar Dav­íðs til að taka afstöðu til máls­ins, meðal ann­ars vegna greinar sem hann birti um skipu­lags­mál í Reykja­vík í ágúst 2015. Á end­anum náð­ist sátt um að færa hafn­ar­garð­inn á meðan fram­kvæmdir standa yfir en setja hann svo upp aft­ur. 

Guðni segir að mesti kostn­að­ur­inn sé við að setja upp garð­inn en það þurfti að taka hann í burtu stein fyrir stein. Þeir séu búnir að borga fyrir mesta tjónið en að ekki sé útséð fyrir frekara tjón. Hann stað­festir að Reykja­vík Develop­ment muni leita réttar síns vegna garðs­ins sem mun lík­lega hlaupa á tugum millj­óna. 

Stefán Thors, húsa­meist­ari rík­is­ins, telur aftur á móti að Reykja­vík develop­ment geti ekki kraf­ist skaða­bóta vegna fram­göngu rík­is­ins við skipu­lag Hafn­ar­torgs. Þetta kemur fram á frétta­vef RÚV

Stórt verk­efni á vin­sælu svæði

Allt í allt eru níu bygg­ing­areitir á Aust­ur­bakka 2. Félagið Reykja­vík Develop­ment ehf. á tvo þeirra. Í apríl 2015 var tekin fyrsta skóflustunga vegna upp­hafs fram­kvæmda á reit­un­um. Í frétt á heima­síðu Reykja­vík­ur­borgar af því til­efni seg­ir: 

„Fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir eru hluti af stærsta bygg­inga­verk­efni fram til þessa í hjarta Reykja­vík­ur. Sam­kvæmt deiliskipu­lagi má byggja á reitum 1 og 2 við Aust­ur­bakka,  21.400 m2  of­anjarð­ar. Áætlað er að þar verði íbúðir og fjöl­breytt hús­næði fyrir ýmsa  at­vinnu­starf­semi, s.s. versl­an­ir, veit­inga­hús, skrif­stofur og þjón­ustu. Auk þess verður byggður bíla­kjall­ari á reitnum sem verður sam­tengdur öðrum bíla­kjöll­urum á lóð­inni, allt að Hörpu. Áætlað að sam­eig­in­legur kjall­ari rúmi um 1.000 bíla.“

Umdeild til­færsla for­sæt­is­ráðu­neyt­is 

Kjarn­inn fjall­aði um til­færslu Minja­stofn­unar í októ­ber 2015. Þar kom fram að á síð­asta þingi voru sam­þykkt lög um vernd­ar­svæði í byggð. Flutn­ings­maður þeirra var Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Sam­kvæmt lög­unum getur for­sæt­is­ráð­herra, en ekki sveit­ar­fé­lög, tekið ákvörðun um vernd byggðar að feng­inni til­lögu sveit­ar­stjórnar eða Minja­stofn­unar Íslands. Minja­stofnun var færð undir for­sæt­is­ráðu­neytið þegar rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs tók við völd­um. Hún heyrði áður undir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið. Var þetta gert sér­stak­lega að ósk þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, sem er mik­ill áhuga­maður um skipu­lags­mál. Minja­stofnun er eina eft­ir­lits­stofnun lands­ins sem heyrir undir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None