Af hruni fjórflokksins

Ný kosningaspá sýnir Sjálfstæðisflokk og Pírata enn stærsta. Viðreisn sækir enn í sig veðrið og er nú fjórða stærsta stjórnmálaaflið.

Á Alþingi hefur fjórflokkurinn svokallaði yfirleitt notið mikils meirihluta, aukaframboð hafa ekki hoggið stórt skarð. Nú lítur út fyrir að breyting sé að verða á einkenni íslenskrar flokkaskipan.
Á Alþingi hefur fjórflokkurinn svokallaði yfirleitt notið mikils meirihluta, aukaframboð hafa ekki hoggið stórt skarð. Nú lítur út fyrir að breyting sé að verða á einkenni íslenskrar flokkaskipan.
Auglýsing

Í sögu­legu sam­hengi hafa það einkum verið fjórir flokkar sem deilt hafa völdum hér á landi. Þessir flokk­ar, sem oft­ast eru einu nafni kall­aðir „fjór­flokk­ur­inn“ eru jafn­framt grunn­ur­inn af því sem hefur ein­kennt íslenska flokka­skipan frá stofnun lýð­veld­is­ins. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur jafnan verið stærstur og yfir­leitt átt auð­velt með að taka Fram­sókn­ar­flokk­inn með sér í stjórn­ar­sam­starf. Ef kosn­inga­úr­slitin hafa hins vegar þótt Fram­sókn­ar­flokknum í vil hefur for­mað­ur­inn oft­ast hringt í kollega sinn í Val­höll. Ef mál­efna­á­grein­ingur kom upp milli þess­ara flokka varð oft stjórn­ar­kreppa.

Hinir flokk­arnir í fjór­flokknum eru tveir vinstri­flokk­ar. Saga þeirra er mun flókn­ari en saga Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins og hafa þeir gengið undir ýmsum nöfn­um. Síðan um alda­mótin hafa þessir flokkar heitið Sam­fylk­ingin og Vinstri hreyf­ingin - grænt fram­boð. Í öllum kosn­ingum og skoð­ana­könn­unum á síð­ari hluta 20. aldar og á fyrsta ára­tug þeirrar 21. hefur fjór­flokk­ur­inn vegið þyngst og átt hið póli­tíska svið út af fyrir sig, nema þegar fimmti auka­leik­ar­inn hefur troðið sér inn í sen­urnar og jafn­vel valdið nokkrum usla áður en áhorf­endur púa hann niður af svið­inu.

Auglýsing

Á árunum sem liðin eru frá banka­hruni hafa æ fleiri fram­boð rutt sér inn á sviðið til þess að verða þessi fimmti leik­ari. Mörgum hefur mis­tek­ist þetta verk­efni en eftir standa nú þrjú fram­boð sem mæl­ast með nógu mikið fylgi til að geta verið tekið alvar­lega. Fjórir leik­arar eru þess vegna orðnir sjö.

Tveggja turna tal

Í Alþing­is­kosn­ingum síðan árið 1963 hafa Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn yfir­leitt hlotið sam­tals meira en helm­ing atkvæða. Sam­tals voru flokk­arnir með tæp­lega 70 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 1963. Árið 1999 var það hlut­fall tæp­lega 60 pró­sent. Ára­tug síðar hlutu þessir flokkar ein­ungis 38,5 pró­sent atkvæða sam­an­lagt en fengu svo aftur meiri­hluta fjórum árum síð­ar. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son hringd­ust þess vegna á eins og svo oft áður.

Í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­son­ar, og öllum kosn­inga­spám sem gerðar hafa verið á þessu ári, eru Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Píratar lang­vin­sæl­ustu fram­boðin til Alþing­is. Í nýj­ustu kosn­inga­spánni sem gerð var 16. sept­em­ber mælist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með 26 pró­sent fylgi og Píratar með 24,6 pró­sent fylgi. Píratar eru einn af þessum þremur nýju leik­urum sem vilja deila svið­inu með fjór­flokknum til fram­búð­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur á þessum tíma varla mælst með mikið meira en 10 pró­sent fylgi og er nú með 9,7 pró­sent sam­kvæmt kosn­inga­spánni.

Annar turn­anna virð­ist því vera fall­inn á meðan hinn stendur hálfur eft­ir, við hlið nýs turns.



Annað fram­boð sem gerir veru­legt til­kall til hlut­verks í næsta leik­þætti þessa póli­tíska leik­rits er Við­reisn. Það fram­boð hefur und­an­farna mán­uði mælst með um tíu pró­sent fylgi. Í nýj­ustu kosn­inga­spánni er Við­reisn með 10,4 pró­sent og hefur aldrei mælst vin­sælli.

Þriðja fram­boðið sem hlýtur nógu mikið fylgi til þess að eftir því verði tekið er Björt fram­tíð. Und­an­farin miss­eri hafa vin­sæld­irnar ekki mælst miklar – aðeins um fjögur pró­sent – en það er hins vegar erfitt að áætla hvaðan flokk­ur­inn sækir það fylgi. Á lands­vísu er reiknað með að fram­boð þurfi um það bil fimm pró­sent atkvæða til þess að ná manni á þing en það segir auð­vitað bara hálfa sögu. Í einu kjör­dæm­inu gæti flokk­ur­inn notið mun meira fylgis en hann gerir í öllum hin­um. Í kosn­ing­unum árið 2013 hlaut flokk­ur­inn 8,2 pró­sent atkvæða og á kjör­tíma­bil­inu sem er að ljúka hefur Björt fram­tíð sex þing­menn.



Hrun flokka­kerf­is­ins

Flokka­kerfið – sem við höfum hingað til kallað fjór­flokk­inn – virð­ist vera á und­an­haldi. Á fáeinum árum hafa vin­sældir rót­grónu stjórn­mála­flokk­anna fallið og svo virð­ist sem að stuðn­ingur við þá verði mun minni en nokkru sinni í kosn­ing­unum 29. októ­ber. Fylgi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn sjaldan verið jafn lít­ið, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er krísu og Sam­fylk­ingin hefur aldrei mælst jafn illa.



Sam­an­burður á nið­ur­stöðum kosn­inga við nýj­ustu kosn­inga­spána renna stoðum undir þessa til­gátu. Árið 1963 fengu flokk­arnir sem þá skip­uðu fjór­flokk­inn sam­tals 99,8 pró­sent atkvæða. Árið 1987, þegar einn vin­sæl­asti fimmti leik­ar­inn, Borg­ara­flokk­ur­inn, steig fram á sviðið hlaut fjór­flokk­ur­inn 74,6 pró­sent atkvæða. Í kosn­ing­unum árið 2009, fáeinum mán­uðum eftir banka­hrun­ið, hlaut fjór­flokk­ur­inn 90 pró­sent atkvæða. Sam­kvæmt kosn­inga­spánni í dag mun fjór­flokk­ur­inn hins vegar ein­ungis fá 58,1 pró­sent atkvæða.

Um kosn­inga­spána 16. sept­em­ber

Nýjasta kosn­inga­spáin tekur mið af fjórum nýj­ustu könn­unum sem gerðar hafa verið á fylgi fram­boða í Alþing­is­kosn­ing­unum í haust. Í spálík­an­inu eru allar kann­anir vegnar eftir fyrir fram ákveðnum atrið­um. Þar vega þyngst atriði eins og stærð úrtaks, svar­hlut­fall, lengd könn­un­ar­tíma­bils og sögu­legur áreið­an­leiki könn­un­ar­að­ila. Í kosn­inga­spánni 16. sept­em­ber er það nýjasta könn­unin sem hefur mest vægi. Helg­ast það aðal­lega af lengd könn­un­ar­tíma­bils­ins og fjölda svar­enda í könn­un­inni, miðað við hinar þrjár sem vegnar eru. Kann­an­irnar sem kosn­inga­spáin tekur mið af eru:

  • Þjóð­ar­púls Gallup 31. ágúst til 14. sept­em­ber (vægi: 42,2%)
  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins 6. til 7. sept­em­ber (vægi: 15,0%)
  • Þjóð­ar­púls Gallup 26. júlí til 31. ágúst (vægi 25,6%)
  • Skoð­ana­könnun MMR 22. ágúst til 29. ágúst (vægi 17,2%)

Kosn­­­­­­­­inga­­­­­­­­spálíkan Bald­­­­­­­­urs Héð­ins­­­­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­­­­lýs­ing­­­­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­­­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­­­­­­­inga­­­­­­­­spá Bald­­­­­­­­urs fyrir sveit­­­­­­­­ar­­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­kosn­­­­­­­­ing­­­­­­­­arnar og reynd­ist sú til­­­­­­­­raun vel. Á vefnumkosn­­­­­­­­inga­­­­­­­­spá.is má lesa nið­­­­­­­­ur­­­­­­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­­­­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­­­­­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­­­­­­­leiki könn­un­­­­­­­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­­­­­­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­­­­­­­inga­úr­slit­­­­­­­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­­­­­­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­­­­­­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None