Tíu athyglisverðir punktar úr skýrslu um íbúðamarkaðinn

Íslandsbanki gaf í gær út skýrslu um íbúðamarkaðinn, þar sem fjallað er um alla landshluta og þróun á markaðnum. Útlit er fyrir áframhaldandi skarpar hækkanir á fasteignaverði víðast hvar.

Fasteignir hús
Auglýsing

Íslands­banki kynnti í gær nýja ítar­lega skýrslu um ­í­búða­mark­að­inn. Í henni er farið yfir horfur á mark­aðn­um, hvernig hann hef­ur ­þró­ast á und­an­förnum árum og hvaða þættir það eru helst sem eru að hafa áhrif á hann.

1.       Í spá sem birt­ist í skýrsl­unni er gert ráð fyr­ir­ að fast­eigna­verð muni halda áfram að hækka. Á þessu ári verði raun­verðs­hækk­un­in 7,8 pró­sent á næsta ári 9,4 pró­sent og árið 2018 verði hækk­unin 3,4 pró­sent.

2.       Ástæðan fyrir áfram­hald­andi hækk­unum er vax­and­i ­kaup­geta á mark­aðn­um, meðal ann­ars vegna batandi stöðu í efna­hags­mál­u­m ­þjóð­ar­inn­ar, mikil og vax­andi eft­ir­spurn á meðan fram­boð hefur ekki fylgt henn­i eft­ir, og síðan mikil áhrif af vexti í ferða­þjón­ust­unni.

Auglýsing

3.       Í spánni er gert ráð fyrir að kaup­máttur launa muni aukast um tíu pró­sent á þessu ári, 5,2 pró­sent á því næsta og 2,3 pró­sent á árinu 2018. Auk­inn kaup­máttur launa mun því áfram skapa þrýst­ing til hækk­un­ar á verði íbúða.

4.       Eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins, haustið 2008, má ­segja að fast­eigna­mark­að­ur­inn hafi fros­ið. Hús­bygg­ingar stöðv­uð­ust einnig. ­Segja má að mark­að­ur­inn sé nú að súpa seyðið af þessu. Árleg end­ur­nýj­un­ar­þörf á mark­aðnum er talin vera um 1.800 íbúð­ir, en bygg­ingar voru tölu­vert undir því á ár­unum eftir hrun. Þrýst­ingur á nýbygg­ingar varð því meiri fyrir vik­ið, með­ þeim áhrifum að fast­eigna­verð hækk­aði.

Bygging íbúðarhúsa hefur ekki náð þeim hæðum sem þörf er á.

5.       Í mars 2016 voru 2.278 íbúðir í eig­u fjár­mála­stofn­ana, en tæp 60 pró­sent af þeim voru í útleigu. Meira en helm­ing­ur ­í­búða er í eigu Íbúða­lána­sjóðs (56 pró­sent) en sjóð­ur­inn átti 1.287 íbúðir í mars 2016. Fjöldi íbúða í eigu fjár­mála­stofn­ana hefur minnkað síð­ustu ár, en árið 2013 áttu fjár­mála­stofn­anir að með­al­tali 3.500 íbúð­ir. Í júlí 2016 átt­i ­Í­búða­lána­sjóður 809 eignir og um 41 pró­sent þeirra voru í sölu­ferli en sala á í­búðum sjóðs­ins hefur gengið vel á árinu en seldar hafa verið um 698 íbúð­ir. ­Í­búða­lána­sjóður stefnir á að vera búinn að ljúka sölu á flest­öllum sínum íbúð­u­m undir árs­lok 2016.

6.       Þrátt fyrir að hlut­fall smærri íbúða (íbúð­ir undir 110 fer­metrum) sé hæst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (55 pró­sent) af öll­u­m lands­hlutum bendir verð­þróun á slíkum íbúðum til þess að um sé að ræða skort á þeim og að hlut­fall smærri íbúða þurfi því að vera enn hærra. „Hefur verð s­mærri íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað umfram þeirra sem stærri eru. Þannig hefur verð íbúða í stærð­ar­flokk­unum 0-70m2 hækkað um 42 pró­sent og 70-110m2 um 32 pró­sent frá árinu 2010. Til sam­an­burðar hefur íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u í heild hækkað um 29% yfir sama tíma­bil,“ segir í skýrsl­unni.

7.       Í skýrsl­unni er vitnað til rann­sóknar sem gerð­ar­ hafa verið á við­horfi fólks til leigu og kaups. Flestir myndu vilja búa í eig­in hús­næði, sam­kvæmt þeim. „Tvær viða­miklar kann­anir á hús­næð­is­málum vor­u fram­kvæmdar á meðal eig­enda og leigj­enda á hús­næð­is­mark­að­inum af Gallup fyr­ir­ vel­ferð­ar­ráðu­neytið á tíma­bil­inu 19. nóv­em­ber til 9. des­em­ber 2015. Kom þar m.a. í ljós að um 90% leigj­enda töldu að óhag­stætt væri að leigja íbúð­ar­hús­næð­i á Íslandi um þessar mund­ir. Ef nægi­legt fram­boð væri á bæði öruggu leigu­hús­næð­i og hús­næði til kaups myndu 77% leigj­enda og 95% eig­enda frekar vilja eiga hús­næði sitt.“

Af Norðurlöndunum, er einna stærsti leigumarkaðurinn í Danmörku.

8.       Útlit er fyrir að á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verð­i flestar íbúðir byggðar í Reykja­vík, eða 3.305 tals­ins, og fæstar á Sel­tjarn­ar­nesi, eða 104. Þetta kemur fram í skýrsl­unni. Sér­stak­lega er þó tek­ið fram að hlut­falls­leg aukn­ing íbúða verði mest í Mos­fellsbæ (25,1%) og minnst í Reykja­vík (6,5%) og á Sel­tjarn­ar­nesi (6,2%) yfir tíma­bil­ið.

9.       Hlut­fall leigj­enda á Ísland er 22,2 pró­sent. Það er fremur lágt í alþjóð­legum sam­an­burði en þó hærra en í Nor­egi, þar sem hlut­fallið er 17,2 pró­sent. Í Dan­mörku er hlut­fallið 37,3 pró­sent.

10.   Íbúða­verð á land­inu hóf að taka við sér eft­ir árið 2010 og síðan þá hefur með­al­verð á hvern fer­metra hækkað mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða um 29 pró­sent. Þar á eftir koma Norð­ur­land eystra (22 ­pró­sent), Suð­ur­land (14 pró­sent) og Vest­ur­land (9 pró­sent). Minnsta hækk­un­in hefur svo átt sér stað á Vest­fjörðum (6 pró­sent).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None