Lögleg spilling dýrkeyptari en sú ólöglega

Lawrence Lessig hélt erindi á kvöldfundi á dögunum en hann hefur verið ötull talsmaður þess að losna við svokallaða stofnanaspillingu. Kjarninn fór á fundinn og kannaði málið.

Handaband Mynd: Bára Huld Beck
Auglýsing

Háskóla­pró­fess­or­inn og fyr­ir­les­ar­inn Lawrence Les­sig var staddur á Íslandi fyrir skömmu og hélt tölu síð­ast­liðið mánu­dags­kvöld um póli­tíska spill­ingu. Hann er pró­fessor í stjórn­skip­un­ar­rétti við Harvard háskóla en hefur verið í rann­sókn­ar­leyfi á Íslandi og kynnt sér stjórn­ar­skrárum­ræð­una meðal ann­ars. Hann er einnig vin­sæll fyr­ir­les­ari og hefur komið fram í ýmsum póli­tískum spjall­þáttum vest­an­hafs. Hann var fram­bjóð­andi í for­vali Demókrata fyrir síð­ustu kosn­ingar en dró fram­boð sitt til baka í nóv­em­ber á síð­asta ári. Hann hefur lagt áherslu á spill­ingu í tali sínu, ekki síst þá sem leyn­ist í póli­tískum kerfum og stofn­un­um. 

Beinir athygl­inni að lög­legri spill­ingu

Les­sig segir að hefð­bundið sé að hugsa um spill­ingu niður á við; glæp­sam­lega spill­ingu utan laga og sið­ferð­is. Hann telur mik­il­vægt að byrja að hugsa öðru­vísi um spill­ingu og að fólk fari að hugsa um hana upp á við. „Spill­ing þar sem við hugsum ekki um glæp­sam­leg athæfi eða glæpa­menn. Áherslan þar sem ekki er horft á það sem er rang­t,“ segir hann. Hann seg­ist vilja beina athygl­inni að lög­legri spill­ingu. Þeir sem taka þátt í slíkri spill­ingu gera ekki neitt ólög­legt en eru samt sem áður hluti af mein­in­u. 

Við erum ekki að tala um mútu­gjöf. Við erum ekki að tala um brot á neinum reglum sem til eru


Auglýsing

Lawrence Lessig Mynd: Bára Huld BeckÞetta hefur áhrif á allar stofn­anir í sam­fé­lagi okkar og sér­stak­lega þær lýð­ræð­is­legu. Þess vegna kallar Les­sig þetta ástand stofn­ana­spill­ingu. Til þess að úrskýra mál sitt ber hann lýð­ræð­is­stofn­anir við átta­vita. Seg­ull er í lík­ing­unni eins og stofn­ana­spill­ing sem hægt er að nota til að rugla átt­irn­ar. Þessi stofn­ana­spill­ing er eins og fyrr segir ekki endi­lega glæp­sam­leg. „Við erum ekki að tala um mútu­gjöf. Við erum ekki að tala um brot á neinum reglum sem til eru,“ segir Les­sig. Hann á frekar við sér­stök áhrif sem hægt sé að hafa á stofn­an­ir. 

Stofn­ana­spill­ing veikir kerfið

Hann segir að um stofn­ana­spill­ingu sé að ræða ef hún í fyrsta lagi veikir stofn­an­irnar sjálfar og í öðru lagi dragi úr trausti almenn­ings á þær. Les­sig tekur sem dæmi lyfja­iðn­að­inn þar sem læknar eru fengnir til að meta lyf. Fólk spyr sig í fram­hald­inu hvort það breyti hegðun lækn­anna og vinnu­brögðum að fá borgað fyrir að kynna lyf og rýri þar af leið­andi traust til þeirra sem fag­manna. Sama á við um ýmsa fræði­menn og stjórn­mála­menn í Banda­ríkj­unum en margir fá borgað fyrir að halda fyr­ir­lestra og svo fram­veg­is. 

Les­sig talar einnig um mats­fyr­ir­tæki í þessu sam­bandi. Mats­fyr­ir­tæki sjá um að meta stofn­an­ir, fyr­ir­tæki og efna­hags­kerfi landa og segja til um áhætt­una sem felst í fjár­fest­ingum á þeim. Hann segir að oft van­meti mats­fyr­ir­tæki þessa áhættu sem gerð­ist til dæmis í Banda­ríkj­unum árið 2008 og átti mik­inn hlut í hrun­inu á þessum tíma. Les­sig segir að það skjóti í raun skökku við þar sem þessi mats­fyr­ir­tæki voru upp­runa­lega stofnuð til að vera áreið­an­legar heim­ildir um áhættu í fjár­fest­ing­um. Allt í einu hafi þessi mats­fyr­ir­tæki ekki verið þessi trausta heim­ild vegna þess að við­skipta­líkanið var breytt. Núna væru það fyr­ir­tækin sjálf sem réðu mats­fyr­ir­tækin til að útbúa áhættu­mat. 

Mats­fyr­ir­tæki séu þannig fjár­hags­lega háð útgef­endum skulda­bréfa vegna þess­ara við­skipta sem eiga sér stað. „Þessi breyt­ing hafði aug­ljósar afleið­ingar fyrir iðn­að­inn af því að útgef­endur gátu valið hvaða mats­fyr­ir­tæki þeir áttu í við­skiptum við. Og af því að mats­fyr­ir­tækin voru upp á þá komin þá fundu þau fyrir þrýst­ingi að gefa góða ein­kunn,“ segir hann. Þetta skapi þannig þrýst­ing á mats­fyr­ir­tæk­in, afbaki sam­keppni milli þeirra og skekki nið­ur­stöð­urn­ar. Ef litið er á þetta dæmi út frá stofn­ana­spill­ingu telur Les­sig að þetta hafi skaðað mats­fyr­ir­tækin og traustið dvínað í fram­hald­in­u. 

Ekki fólkið sem hefur áhrif

Les­sig bendir á að það þurfi ekki endi­lega vera að ein­hver sé að gera eitt­hvað rangt í ofan­greindum til­fell­um. Eng­inn hafi endi­lega verið að brjóta lög eða regl­ur. En aftur á móti hafi verið að ýta undir hegðun sem býr til ákveðið kerfi sem hættir að þjóna upp­runa­legum til­gangi sín­um.

Um heim allan er skiln­ing­ur­inn sá að svokölluð lýð­ræð­is­sam­fé­lög séu ekki í raun­inni að geta af sér kerfi sem almenn­ingur stjórnar sjálfur


Önnur athuga­semd Les­sigs varðar lýð­ræði. Hann segir að eftir seinni heim­styrj­öld­ina hafi háværar raddir kallað á lýð­ræði og að vanda­mál heims­ins myndu í raun leys­ast í fram­hald­inu. Að vissu leyti hafi það gengið eftir en núna standi fólk frammi fyrir þeirri spurn­ingu hvort það sé fólkið sjálft sem ræð­ur. Les­sig telur að svo sé ekki. „Um heim allan er skiln­ing­ur­inn sá að svokölluð lýð­ræð­is­sam­fé­lög séu ekki í raun­inni að geta af sér kerfi sem almenn­ingur stjórnar sjálf­ur,“ segir hann. Þannig verði spill­ing til vegna þess að lýð­ræðið sé ekki að þjóna fólk­in­u. 

Lýð­ræðið þró­ast í kringum full­trú­ana

Les­sig segir að í mörgum sam­fé­lögum sé sú skoðun að breið­ast út á meðal almenn­ings að lýð­ræðið þjóni yfir­stétt­inni. Full­trúar fólks­ins gangi ekki erinda þess heldur fámenns hóps fjár­sterkra aðila. Lýð­ræðið þjóni þess­ari yfir­stétt í gegnum kjörna full­trúa. Í Banda­ríkj­unum hafi til að mynda fjöldi atkvæða ekki ráð­andi áhrif hvernig kosn­ingar fara. Les­sig segir að banda­rískt lýð­ræði hafi þannig fengið að þró­ast í kringum full­trúa sem þurfa að fjár­magna sína eigin kosn­inga­bar­átt­u. 

„Þessi fjár­mögnun tekur tíma og tekur það 30 til 70 pró­sent af tíma þing­manna að hringja til að betla þá pen­inga sem þeir þurfa til að kom­ast aftur á þing,“ segir hann og telur að þetta hafi áhrif á þing­menn­ina beint og óbeint. Þeir lagi skoð­anir sínar að því sem hent­ar. Að búa og starfa í slíku kerfi hlýtur að hafa áhrif, að mati Les­sig, á hvernig þing­menn sjá heim­inn í kringum sig og haga sér. Hann segir að þetta hafi bein áhrif á lýð­ræð­ið. 

Gagn­sæi dugir ekki til

Les­sig telur að spill­ing nái að grass­era inni í stofn­unum þar sem kosnir full­trúar gæta ekki hags­muna almenn­ings heldur ann­arra afla. Hann segir að almenn­ingur geri sér grein fyrir þessu og það skapi reiði og van­traust sem leiðir af sér popúl­isma. Þetta eigi ekki ein­ungis við í Banda­rík­unum heldur um heim all­an. 

Nokkrar leiðir eru til þess að koma í veg fyrir þessa stofn­ana­spill­ingu og hafa sumir nefnt gagn­sæi í því sam­bandi. „Ef við gætum ein­ungis séð meira þá gætum við komið í veg fyrir spill­ing­u,“ segir Les­sig en tekur það fram að það sé engan veg­inn nóg. Það sé mik­il­vægt að líta á hvernig gagn­sæi geti hjálp­að. Stundum geti upp­lýs­ingar hjálpað til við að fletta ofan af spill­ingu en aftur á móti séu þær endrum og sinnum of flókar fyrir almenn­ing til að vinna úr og þá dugi gagn­sæið ekki til. Fólk innan kerf­is­ins gæti orðið fyrir áhrifum sem ekki er mögu­leiki að sjá vegna þess að þau eru kerf­ið. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None