Grænir hvatar og umhverfisskattar verði undirstaða lágkolvetnishagkerfis á Íslandi

Breiðara samstarf verður innan stjórnarráðsins um aðgerðir í loftslagsmálum. Sex ráðherrar undirrituðu samstarfsyfirlýsingu í gær. Grænir hvatar og umhverfisskattar skoðaðir til að ýta undir þróun íslensks samfélags.

Frá undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar í gær. Frá vinstri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Björt Ólafsdóttir, Bjarni Benediktsson, Benedikt Jóhannesson og Jón Gunnarsson.
Frá undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar í gær. Frá vinstri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Björt Ólafsdóttir, Bjarni Benediktsson, Benedikt Jóhannesson og Jón Gunnarsson.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands hefur hrundið af stað gerð aðgerða­á­æt­unar í lofts­lags­málum til árs­ins 2030. Við það til­efni var sam­starfs­yf­ir­lýs­ing milli sex ráð­herra um aðgerðir í lofts­lags­málum und­ir­rituð að loknum rík­is­stjórn­ar­fundi í gær.

Það eru nýmæli að svo mörg ráðu­neyti standi form­lega á bak við gerð aðgerða­á­ætl­unar í lofts­lags­málum en hingað til hafa lofts­lags­mál verið á könnu umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins. Umhverf­is­ráðu­neytið hefur svo óskað eftir sam­starfi við önnur ráðu­neyti.

Það voru þau Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra, Björt Ólafs­dóttir umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, Bene­dikt Jóhann­es­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir ferða­mála, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra sem und­ir­rit­uðu sam­starfs­yf­ir­lýs­ing­una.

­Björt Ólafs­dóttir boð­aði gerð nýrrar aðgerða­á­ætl­unar í við­tali við Kjarn­ann í mars, eftir að Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands hafði skilað skýrslu sinni um stöðu og stefnu Íslands í lofts­lags­mál­um. Staðan er ekki nógu góð og íslensk stjórn­völd þurfa að grípa í taumana til þess að hægt sé að standa við þær skuld­bind­ingar sem þegar hefur verið geng­ist und­ir.

Í fyrra sam­þykkti Ísland Par­ís­ar­samn­ing­inn og undir honum er Ísland í sam­floti með Evr­ópu­sam­bands­ríkjum með mark­mið um að minnka losun um 40 pró­sent árið 2030 miðað við losun árs­ins 1990.

Áætlað er að end­an­legar skuld­bind­ingar Íslands gagn­vart Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu verði á bil­inu 35-40 pró­sent minnkun útstreym­is. Enn hafa form­legar við­ræður ekki haf­ist milli Íslands og ESB. Yfir­völd í Brus­sel vilja ekki hefja þær við­ræður fyrr en reglu­verkið í kringum þessi sam­eig­in­legu mark­mið hefur verið frá­gengið og sam­þykkt. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur íslenskum stjórn­völdum verið sagt að sú vinna eigi að klár­ast fyrir árs­lok.

Auglýsing

Síð­ast var gerð aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum árið 2010 í tíð rík­is­stjórnar Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna. Sú áætlun er enn í gildi. Í henni er miðað að því að Ísland nái að upp­fylla skuld­bind­ingar sínar gagn­vart fram­haldi Kýótó-­bók­un­ar­innar til 2020. Til við­bótar við aðgerða­á­ætl­un­ina lagði rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar fram sókn­ar­á­ætlun í lofts­lags­málum í nóv­em­ber 2015 þar sem lögð var áhersla á valdar aðgerð­ir.

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga um orku­skipti í sam­göngum vóg þyngst í sókn­ar­á­ætl­un­inni en hún var aldrei afgreidd af Alþingi. Til­lagan var svo lögð aftur fram af Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur í vet­ur. Aðrar aðgerðir hafa kom­ist til fram­kvæmda, eins og til dæmis end­ur­heimt vot­lendis en vinna við kort­lagn­ingu og fram­kvæmdir hófust síð­asta sum­ar.

Útstreymi frá Íslandi eykst

Þrátt fyrir þær skuld­bind­ingar sem Ísland hefur geng­ist undir hefur losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá Íslandi auk­ist síðan árið 2011.

Útstreymi gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda frá Íslandi jókst um 1,9 pró­­sent á milli ára 2014 og 2015 og hefur útstreymið ekki verið hærra síðan árið 2010.

Útstreymi gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda frá Íslandi jókst um 28 pró­­sent árið 2015 miðað við við­mið­un­­ar­árið 1990. Losun frá Íslandi náði hæstu hæðum árið 2008 vegna stór­auk­inna umsvifa stór­iðju hér á landi. Í kjöl­far efna­hags­­þreng­inga sama ár og vegna auk­inna krafa um föngun kolefnis frá stór­iðju dróst losun saman á árunum 2009, 2010 og 2011 en var svo nokkuð svipuð þar eft­­ir.

Losun frá Íslandi 1990-2015. Hér má sjá þróun losunarinnar. Landnotkun, landbreytingar og skógrækt er ekki í þeim tölum sem hér birtast.

Sé rýnt í þær breyt­ingar sem orðið hafa síðan 1990 má sjá að iðn­­að­­ar­fram­­leiðsla ber ábyrgð á rúm­­lega helm­ingi aukn­ing­­ar­innar til árs­ins 2015. Far­­ar­tæki á landi bera ábyrgð á nærri því fjórð­ungi aukn­ing­­ar­inn­­ar.

Vegna þátt­­töku Íslands í sam­eig­in­­legum mark­aði Evr­­ópu­­sam­­bands­ins með los­un­­ar­heim­ildir fellur um það bil 40 pró­­sent af losun Íslands utan skuld­bind­ing­anna. Það þýðir að stjórn­­völd hér á landi eru ekki skuld­bundin í alþjóða­­samn­ingum til þess að draga úr losun frá álf­ram­­leiðslu, járn­blendi, alþjóða­flugi og fleiri geirum sam­­fé­lags­ins.

Breyta þarf eign­ar­haldi á mála­flokk­inum

Í skýrslu Hag­fræð­i­­stofn­unar Háskóla Íslands um stöðu Íslands í lofts­lags­­málum sem kynnt var í febr­­úar á þessu ári kemur fram að íslensk stjórn­­völd þurfa að grípa til rót­tækra aðgerða ef mark­mið í lofts­lags­­málum eiga að nást.

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.Í við­tali við Kjarn­ann í mars sagði Björt Ólafs­dóttir að henni þætti mik­il­vægt að fleiri ráðu­neyti eign­uðu sér mála­flokk lofts­lags­mála.

„Ég hef sagt það, og það er mín stað­fasta trú, að ef að við ætlum að ná ein­hverjum árangri í lofts­lags­málum þá verður að vera breytt eign­ar­hald á því stóra verk­efn­i,“ sagði Björt. „Það er ekki þannig að það dugi eitt og sér að hafa umhverf­is­ráð­herra sem er öfl­ugur og vill vel. Ég verð að ná áheyrn fleira fólks og auð­vitað þeirra sem stjórna en ekki síst: Þetta kemur ekki „top-down“. Það mun ekki virka mjög vel ef við segjum bara „ger­iði svona og hinseg­in“.“

Í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu ráð­herrana síðan í gær segir að ný aðgerða­á­ætlun verður unnin undir for­ystu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, og að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, sam­göngu­ráðu­neytið og atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið muni taka fullan þátt í gerð henn­ar.

Mark­miðið verður að velja þær aðgerðir sem „eru hag­kvæm­astar og skila fjöl­þættum ávinn­ingi auk minnk­andi los­un­ar, s.s. minni loft­meng­un, end­ur­heimt jarð­vegs og gróð­urs, auk­inni nýsköpun og jákvæðri ímynd atvinnu­greina og Íslands.“

Bjarni BenediktssonÍ yfir­lýs­ing­unni segja ráð­herr­arnir að helstu tæki­færi Íslands til þess að draga úr losun liggi í sam­göng­um, sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði og land­notk­un. „Raf­væð­ing bíla­flot­ans er til að mynda raun­hæf leið til að nýta inn­lenda græna orku á hag­kvæman hátt og sjávar­út­veg­ur­inn hefur mikla mögu­leika á að draga frekar úr losun í gegnum til að mynda orku­skipti og tækni­lausnir við veið­ar.“

Athygl­is­vert er að í sam­starfs­yf­ir­lýs­ing­unni er sagt að sér­stök áhersla verði lögð á að „skoða hvar hægt er að beita grænum hvötum og umhverf­is­sköttum til að ýta undir þróun íslensks sam­fé­lags í átt að lág­kolefn­is­hag­kerf­i“.

Þetta eru kannski ekki nýmæli en viss stefnu­breyt­ing frá því að sókn­ar­á­ætlun síð­ustu rík­is­stjórnar var lögð fram. Í til­efni af sókn­ar­á­ætl­un­inni sagði Sig­rún Magn­ús­dóttir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra í síð­ustu rík­is­stjórn, að ekki stæði til að beita skatta­legum hvötum til þess að knýja á um aðgerðir í lofts­lags­mál­um.

Hér á landi gilda þegar reglur um kolefn­is­skatta, mis­mun­andi verð­flokka bif­reiða­gjalda eftir útblæstri og olíu­gjald.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None