Hvað gerist þegar ég like-a á Facebook?

Við höfum öll gert það, en hvað gerist eiginlega þegar ég smelli á „like“?

like_facebook_image_2017_08_04.jpg facebook like læk
Auglýsing

Face­book. Fyrir tveimur millj­örðum ein­stak­linga er það per­sónu­legur blað­beri sem færir þér allar upp­lýs­ing­arnar sem þú vilt með einum mús­arsmelli. Face­book ákveður hvaða upp­lýs­ingar þú vilt með því að rýna í like-in.

Við like-um öll eitt­hvað á Face­book. Við erum kannski búin að átta okkur á að það er hvorki töff né við­ur­kennt að like-a allt sem við sjá­um, sum okkar eru kannski hætt að like-a nokkurn skap­aðan hlut og fylgj­umst bara með vinum okkar úr staf­rænum skugga. Aðrir eru hættir á Face­book, búin að gef­ast upp á sam­fé­lags­njó­snum banda­rískra stór­fyr­ir­tækja.

En við höfum öll like-að.

Upp­lýs­ingar með like-i

Face­book er lang stærsti sam­fé­lags­mið­ill í heimi með nærri tvo millj­arða virkra not­enda (miðað við tölur í apríl 2017). Til sam­an­burðar eru virkir not­endur á Twitter aðeins 319 millj­ón­ir.

Við, virku not­end­urn­ir, nálg­umst Face­book á allt öðrum for­sendum en fyr­ir­tækið nálg­ast not­end­ur. Það má ætla að flest okkar hafi stofnað reikn­ing á Face­book með það í huga að tengj­ast vinum og kunn­ingj­um, deila hug­myndum og reynslu, birta myndir og sýna öðr­um.

Gagn­vart Face­book eru allar aðgerðir okkar upp­lýs­ingar um okkur sjálf. Hvert like geymir upp­lýs­ingar um áhuga þinn, hvað þú vilt sjá og eftir hverju þú berð þig.

Þessar upp­lýs­ingar sem Face­book safnar um þig eru eign Face­book, fyr­ir­tækis í Banda­ríkj­unum sem lýtur banda­rískum lög­um. Við höfum öll sam­þykkt skil­mála Face­book með því að ger­ast not­endur á sam­fé­lags­miðl­in­um. Þetta er hins vegar ekki aðeins bundið við not­endur á Face­book, heldur einnig við aðra sam­fé­lags­miðla.

Auglýsing

Face­book á fleiri verð­mætar upp­lýs­ingar um okk­ur. Má þar til dæmis nefna upp­lýs­ingar um áhuga­málin okkar sem við höfum skráð sam­visku­sam­lega í prófíl­inn okk­ar, um vinn­una okkar og vinnu­fé­laga, um námið okk­ar, fjöl­skyld­una okk­ar, hvert við höfum ferð­ast í heim­inum (ná­kvæm­lega) og hversu hratt við hlaupum fimm kíló­metra.

Út frá öllu þessu gagna­safni er hægt draga nákvæmar álykt­anir um hver við erum, hvernig okkur líður hverju sinni og hvaða skoð­anir við höfum á ólík­leg­ustu hlut­um. Í rann­sókn sem gerð var við Cambridge-há­skóla í Bret­landi og kynnt árið 2015 kemur fram að vit­vélar geti dregið nákvæm­ari álykt­anir um þig sem ein­stak­ling en nán­ustu vinir og fjöl­skylda þín, ef vél­arnar eru mataðar með like-unum þín­um.

Rann­sóknin sýnir fram á að gervi­greind geti spáð nákvæmar fyrir um per­sónu­leika ein­stak­lings en vinnu­fé­lagi út frá 10 like-­um. Með 70 like-um getur tölvan greint per­sónu­leika betur en náin vinur eða með­leigj­andi, með 150 like-um tókst tölv­unni betur til en for­eldrar eða systkin og maki fellur á próf­inu ef gervi­greindin fær að vinna úr 300 like-­um.

Í krafti þess­ara upp­lýs­inga hefur Face­book sagst ætla að tækla ýmis konar sam­fé­lags­mein. Í byrjun árs setti Face­book saman teymi fólks sem setur sig í sam­band við fólk sem er í áhættu­hópi um að fremja sjálfs­morð. Þá hefur Face­book sagst geta útrýmt áróðri hryðju­verka­manna með því að beita gögn­un­um. 

Facebook er öflugt tól. Styrkurinn felst í öllum upplýsingunum og aðgengi að þeim.

Það var svo fyrir rúmu ári síðan sem Face­book hóf að bjóða upp á fleiri val­mögu­leika við like-ið. Hægt er að hengja til­finn­ingar við færslur á sam­fé­lags­miðl­inum og greina þannig ítar­legar frá við­brögðum sínum við yfir­lýs­ing­um, hlekkjum eða mynd­um. Þetta gerir gögn Face­book vit­an­lega mun verð­mæt­ari.

Berg­málið

Þessi gagna­söfn eru notuð til þess að dreifa til okkar efni. Hér fara hlut­irnir að verða óljós­ari því Face­book passar vel upp á algórit­man – vél­ina sem knýr Face­book – og gefur ekk­ert upp um hvernig og hvaða upp­lýs­ingar búa að baki sjálf­virkum staf­rænum ákvörð­unum um hvað við fáum að sjá í frétta­veit­unni (e. News­feed).

Í hvert ein­asta sinn sem þú opnar Face­book fer vélin í gang. Hún skoðar allt efnið sem vinir þínir hafa sett á vef­inn und­an­farnar vik­ur, flettir upp öllum sem þú þekkir og í öllum hópum sem þú ert með­limur í og lítur inn á allar síð­urnar sem þú hefur like-að. Til að setja þetta í sam­hengi; Ef þú átt nokkur hund­ruð vini þá geta flett­ing­arnar verið allt að 10.000. Vélin velur síðan þær færslur sem þú ert lík­leg­ust/astur til þess að bregð­ast við eftir sér­stakri og síbreyti­legri for­múlu, og raðar þeim í frétta­veit­una þannig að færslan sem lík­leg­ast er að þér þyki áhuga­verð er efst.

Vélin velur síðan þær færslur sem þú ert lík­leg­ust/astur til þess að bregð­ast við eftir sér­stakri og síbreyti­legri for­múlu, og raðar þeim í frétta­veit­una þannig að færslan sem lík­leg­ast er að þér þyki áhuga­verð er efst.
Algóritminn hjálpar okkur þess vegna að skima í gegnum sam­fé­lags­mið­il­inn, reiknar líkur og spáir um hvernig heim­sóknin á Face­book geti orðið sem best og árang­urs­rík­ust. Face­book er þess vegna orð­inn að per­sónu­legum blað­bera fyrir hvern og einn, sem flokkar allar til­tækar upp­lýs­ingar sem þú hefur beðið um í þá röð sem lík­leg­ast er að þér þyki not­hæfar hverju sinni.

Í grunn­inn er þetta það sama og aðrir „snjall­ir“ miðlar gera. Nýverið gerði und­ir­rit­aður þau mis­tök að draga þá ályktun að Kjarn­inn.is væri „leit­ar­véla­væn­asti frétta­vefur lands­ins“ því umfjall­anir Kjarn­ans birt­ust ofar í leit­ar­nið­ur­stöðum Google en nið­ur­stöður sem vís­uðu aðra miðla. Skýr­ingin er vit­an­lega sú að ég er starfs­maður Kjarn­ans og heim­sæki Kjarn­ann.is oft á dag. Google Chrome-vafr­inn skráir það sam­visku­sam­lega í gagna­grunn og leit­ar­vélin ýtir þeim nið­ur­stöðum frekar að mér. Google líkar ekk­ert betur við Kjarn­ann en Vísi eða Morg­un­blað­ið. Google hefur sér­sniðið leit­ar­nið­ur­stöður fyrir ein­staka not­endur síðan árið 2009.

Þetta er fyr­ir­bæri sem hefur verið kallað „berg­máls­her­berg­ið“ (e. echo cham­ber). Kenn­ingin gengur út á það að ef tölvur velja allar upp­lýs­ing­arnar sem hafðar eru fyrir fólki eftir því hvað það líkar við, hvaða skoð­anir það hefur og hvaða fólk það umgengst munu ein­stak­lingar aðeins heyra berg­mál eigin skoð­ana og sjá speg­il­mynd eigin til­veru.

Í TED-­fyr­ir­lestri var­aði Eli Pariser, inter­net­gúrú og höf­undur bók­ar­innar What the Inter­net is Hiding from You, við þess­ari síu. Sjálfur seg­ist hann vera vinstri sinn­aður en að hann hafi haft gaman af því að sjá skoð­anir hægri sinn­aðra vina sinna. Einn góðan veð­ur­dag hafi skoð­anir þeirra horf­ið. Skýr­ing­una segir hann vera vegna þess að hann smellti aldrei á hlekki hægri sinn­aðra vina sinna, like-aði ekki hug­myndir þeirra og heim­sótti aldrei prófíl­ana þeirra.



Vand­inn var að Face­book hafði tekið ákvörðun fyrir Pariser um að hreinsa færslur þeirra sem hann var ekki sam­mála úr frétta­veit­unni. Það kom engin meld­ing um það. Úr verður að Face­book er orð­inn þinn eigin flokks­mið­ill. Maður heyrir bara það sem maður vill heyra. Hug­myndir þínar fá þá aldrei neitt áreiti frá öðrum hug­mynd­um.

Virði upp­lýs­ing­anna

Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook, hlaut nýverið heiðursnafnbót við Harvardháskóla í Bandaríkjunum.Á upp­lýs­inga­öld eru upp­lýs­ingar verð­mæt­ustu eignir fyr­ir­tækja. Verð­mætasta eign Face­book, og það sem hefur gert stofn­anda fyr­ir­tæk­is­ins Mark Zucker­berg að millj­arða­mær­ingi, eru upp­lýs­ing­arnar sem fyr­ir­tækið hefur safnað og safnar enn um not­end­ur.

Face­book býður þessar upp­lýs­ingar til sölu handa aug­lýsendum sem vilja kom­ast í tengsl við ákveð­inn mark­hóp, eða fyr­ir­tæki eins og Kjarn­ann sem vill dreifa efni til stærri hóps en þeirra sem hafa þegar „li­ke-að“ Face­book-­síðu fjöl­mið­ils­ins.

Þeir sem hafa Face­book í sím­anum og hafa leyft for­rit­inu að sækja stað­setn­ingu not­anda geta, til dæm­is, átt von á að sjá aug­lýs­ingu frá nýja veit­inga­staðnum sem opn­aði í næsta húsi við vinnu­stað­inn.

Þegar öllu er á botn­inn hvolft eru Face­book og aðrir sam­fé­lags­miðlar vef­þjón­usta sem er orðin mið­punkt­ur­inn í allri okkar vef­hegð­un. Hún er þægi­leg og hönnuð til þess að gagn­rýna ekki lífs­skoð­anir fólks. Þjón­ustan er hins vegar ekki frí heldur borgar maður með upp­lýs­ingum um sjálfan sig, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar