Fráviksárin

Stundum er sagt að ein mynd geti sagt meira en þúsund orð. Þetta myndrit segir mikið um loftslagsbreytingar í heiminum.

Frávik ársmeðalhita á jörðinni 1880-2016

Smelltu á skýringarnar til þess aðgreina gögnin. Færðu músarbendilinn yfir gögnin til að sjá nánar.
Heimild: NASA – GISS yfirborðshitagreining.

Lofts­lags­mál verða sífellt meira áber­andi í dag­legri umræðu hér á Íslandi, í nágranna­ríkjum okkar og í alþjóða­sam­skipt­um. Ástæða þess að lofts­lags­breyt­ing­arnar hafa fengið auk­inn hljóm­grunn á und­an­förnum árum er með­fylgj­andi mynd­rit.

Stofnað var til ramma­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar árið 1992. Á árunum þar á undan hafði farið fram mikil og góð umræða um sjálf­bærni, hug­tak sem notað er yfir ferla eða ástand sem hægt er að við­halda í sama fari eins lengi og menn lang­ar.

Ástæða umræð­unnar var alþjóð­leg skýrsla um sjálf­bærni frá 1987, „Okkar sam­eig­in­lega fram­tíð“ (e. Our Common Fut­ure), sem vana­lega er ein­fald­lega kölluð Brundtland-­ský­slan í höf­uðið á Gro Harlem Brundtland, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs og rit­stjóra skýrsl­unn­ar. Skýrslan er einn af horn­steinum umræð­unnar um umhverf­is­vernd á hnatt­vísu.

Þá þegar höfðu vís­bend­ingar um lofts­lags­breyt­ingar komið fram og grunur óx um að breyt­ingar í nátt­úr­unni væru af manna­völd­um. Nú þykir það ákaf­lega lík­legt að áhrif athafna manns­ins séu yfir­gnæf­andi ástæða þess að lofts­lags­breyt­ingar hafi orðið síðan um miðja síð­ustu öld.

Í drögum að skýrslu vís­inda­manna á launa­skrá banda­ríska rík­is­ins, sem lekið var til fjöl­miðla af ótta við að stjórn­völd vest­an­hafs myndu eiga við eða grafa skýrsl­una, birt­ist mynd­ritið sem sjá má hér að neð­an. Mynd­ritið sýnir frá­vik með­al­hita á árs­grund­velli miðað við með­al­hita við­mið­un­ar­tíma­bils­ins 1901 til 1960. Sjá má að síð­ast­liðin 40 ár hefur mun­ur­inn aðeins verið í eina átt.

Stundum er sagt að ein mynd geti sagt meira en þús­und orð. Hægt er að færa rök fyrir því að myndin hér að neðan kom­ist mjög langt með að segja sögu lofts­lags­breyt­inga á jörð­inni.

Hér hefur ekki verið teygt á neinum ásum mynd­rits­ins og engum árum er sleppt. Stuðst er við raun­veru­leg gögn sem aflað hefur verið af vís­inda­mönnum og með vís­inda­legum aðferð­um.

Síðan árið 1977 hefur hita­stig á árs­með­al­hiti á jörð­inni aldrei verið minni en með­al­hiti við­mið­un­ar­ár­anna 1901-1960. Síð­ast­liðin sex ár hefur frá­vikið frá með­al­hita við­miðs­ins verið meira með hverju árinu. Í efstu sætum list­ans yfir hlýj­ustu ár á skrá raða síð­ustu 16 ár 21. ald­ar­innar sér í efstu sæt­in, ef undan er skilið árið 1998.

Mark­miðið er 2°c hlýnun

Í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu sem nær öll ríki heims hafa skuld­bundið sig til að standa við eru mark­mið alþjóða­sam­fé­lags­ins tíund­uð; Það er að í lok ald­ar­innar hafi með­al­hiti á jörð­inni ekki orðið meiri en 2°c yfir með­al­hita­stigi jarðar fyrir iðn­bylt­ingu.

Nú þegar er með­al­hiti á jörð­inni orð­inn meiri en ein gráða og aug­ljóst að grípa þarf til rót­tækra aðgerða.

Jafn­vel þó hlýnun um fáeinar gráður hljómi eins og smá­mál þá benda rann­sóknir vís­inda­manna til þess að hlýnun með­al­hita um brot úr gráðu geti haft gríð­ar­legar afleið­ingar fyrir nátt­úru jarð­ar. Búast má við tíð­ari ofsa­viðrum og breyt­ingum á veðr­áttu sem mun leiða til gríð­ar­legs fólks­flótta frá við­kvæm­ustu svæð­un­um. Jök­ul- og hafís bráðnar hraðar sem mun leiða til hærra sjáv­ar­yf­ir­borðs og í kjöl­farið munu stafa hætta að manna­byggðum við sjó.

Svona mætti lengi telja áhrif lofts­lags­breyt­inga á sam­fé­lög og menn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar