Vilja kappakstur í Kaupmannahöfn árið 2020

Stjórnvöld í Danmörku og forsvarsmenn Formúlu 1 hafa tekið vel í hugmyndir um að halda umferð í Formúlu 1 í Kaupmannahöfn frá og með árinu 2020.

monaco-formula-one-grand-prix_17978468885_o.jpg
Auglýsing

Félag­s­kapur áhrifa­manna í Dan­mörku er kom­inn með vil­yrði stjórn­valda og for­svars­manna For­múlu 1 um danskan For­múlu 1 kappakstur árið 2020. Borg­ar­yf­ir­völd í Kaup­manna­höfn hafa nú til athug­unar til­lögur um legu kappakst­urs­brautar í mið­borg Kaup­manna­hafn­ar.

Danska dag­blaðið Jyllands-Posten greindi fyrst frá því í sumar að dönsk stjórn­völd hefðu tekið hugs­an­legan kappakstur á danskri grund til fag­legrar skoð­un­ar. For­svars­menn verk­efn­is­ins eru Helge Sand­er, fyrr­ver­andi ráð­herra vís­inda, tækni og þró­unar í Dan­mörku, og Lars Seier Christen­sen, fyrrum eig­andi Saxo-­bank­ans.

Kappakst­urs­tíma­ritið Autosport greindi svo frá því á dög­unum að áformin hefðu fallið vel að eyrum Formula One Mana­gement, fyr­ir­tæk­inu sem rekur og stýrir For­múlu 1 um allan heim. Um leið höfðu tveir stærstu múr­arnir verið felldir áður en hægt er að ræða um kappakst­ur­inn. Enn eru þó ljón í veg­in­um.

Götu­kappakstur í Köben

Brautin sem lagt er til að lögð verði um mið­borg Kaup­manna­hafnar mun liggja um Krist­jáns­höfn, yfir Knipp­els­bro á Hall­ar­hólmann, yfir Langebro á Íslands­bryggju, eftir Ama­ger Bou­levard að Ama­ger­brogade og þaðan aftur í Krist­jáns­höfn.

Brautin var hönnuð af Þjóð­verj­anum Herman Tilke en sá hefur hannað margar af þeim kappakst­urs­brautum sem For­múla 1 keppir á í dag. Þeirra á meðal er brautin í mið­borg Baku í Azer­baídjan sem fyrst var keppt á sum­arið 2016. Til­lögur Tilke þykja svipa nokkuð til braut­ar­innar í Azer­baídjan – brautin verður hröð, með hæg­um, þröngum beygjum og þar af leið­andi nokkur áskorun fyrir öku­menn – ef af áformunum verð­ur.

Danski kappakst­ursöku­þór­inn Jan Magn­us­sen sem keppti í For­múlu 1 á árunum 1995 til 1998 fyrir McL­aren- og Stewart-lið­in, hefur verið þeim Sander og Christen­sen til ráð­gjafar í þessu verk­efni. Sonur Magnu­sen, Kevin Magnu­sen, hefur keppt í For­múlu 1 síðan árið 2014 og ekur nú fyrir hið banda­ríska HAAS-lið.

Hér að neðan er mynd­band frá hring Lewis Hamilton í tíma­tökum fyrir kappakst­ur­inn í Baku í sum­ar.

„Við höfum rætt þetta við einka­fjár­fest­ana um nokk­urt skeið og erum nú reiðu­búin að fjalla um þetta á opin­berum vett­vang­i,“ er haft eftir Brian Mikk­el­sen, iðn­að­ar­ráð­herra Dan­merk­ur, í Autosport. „Þetta lítur allt út fyrir að vera mun rauveru­legra með tím­an­um. For­múla 1 mundi verða góð aug­lýs­ing fyrir Kaup­manna­höfn.“

Fram­tíð­ar­for­múlan meira í borgum

Nýju eig­endur For­múlu 1, banda­ríska fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Liberty Media með Chase Carey og Ross Brawn fremsta í flokki, hafa sagst sjá For­múlu 1 keppa í mun meiri mæli í borgum en nú er gert.

Sex borg­ar­brautir eru nú á dag­skrá For­múlu 1, þeirra þekkt­ust er eflaust brautin í smá­rík­inu Mónakó við Mið­jarð­ar­haf­ið. Aðrar eru í Mel­bo­urne í Ástr­al­íu, Sochi í Rúss­landi, Montréal í Kana­da, Baku í Azer­baídjan og sú síð­asta í Singapúr. Á und­an­förnum árum hafa sprottið upp hug­myndir um brautir í London, New York, Bang­kok, Cape Town, Los Ang­eles og víð­ar. Slík áform hafa eðli máls­ins sam­kvæmt kom­ist mis­langt.

Ástæða þess að stjórn­endur For­múlu 1 vilja keppa í borgum frekar en á sér­byggðum kappakst­urs­brautum er að lang mestu leyti við­skipta­legs eðl­is. Með því að keppa í borgum er kappakst­ur­inn færður til áhorf­enda, miklu frekar en að áhorf­endur þurfi að ferð­ast lengri vega­lengdir til þess að kom­ast á kappakst­ur.

Auglýsing

Kappakstri í borgum fylgir hins vegar gríð­ar­lega mikið rask á hinu dag­lega borg­ar­lífi almenn­ings, sem þurfa margir að ferð­ast öðru­vísi um borg­ina en venju­lega í hálfan mánuð á meðan götum er breytt í kappakst­urs­braut og aftur til baka. Það eru jafn­framt ekki allir aðdá­endur kappakst­urs­ins sem þurfa að umbera hávaða og læti og auk­inn straum ferða­manna í næsta nágrenni vegna kappakst­urs­ins.

Í Mónakó er kappakst­ur­inn löngu orð­inn að hefð. Kappakst­ur­inn þar hefur verið hald­inn nær óslitið síðan á þriðja ára­tug síð­ustu ald­ar. And­stæð­ingar kappakst­urs­ins eru þess vegna ýmist löngu fluttir á brott, látnir eða láta ekki sjá sig í borg­inni á meðan kappakst­ur­inn fer fram.

Umhverf­is­vernd helsta hindr­unin

Í Kaup­manna­höfn hafa áform um kappaktur þegar fengið mót­byr frá dönskum umhverf­is­vernd­ar­sinn­um. Á und­an­förnum árum hefur ný kappakst­urs­móta­röð, For­múla E, rutt sér til rúms. Þar er aðeins keppt á raf­knúnum kappakst­urs­bílum og öll mótin fara fram í borg­um.

Sú móta­röð fellur mun betur að umhverf­is­sjón­ar­miðum enda er þró­unin í bíla­iðn­aði sífellt að fær­ast í átt að hag­kvæm­ari og umhverf­is­væn­ari orku­lausn­um. For­múlu E-mótin hafa farið fram í Berlín, London, Mexík­ó­borg, Par­ís, Róm, New York, Hong Kong svo ein­hverjar borgir séu taldar til.

Formúla E-kappaksturinn fer fram í borgum heims á tímabundnum brautum eins og þeirri sem hugsanlega verður gerð í Kaupmannahöfn.

Jafn­vel þó For­múla 1 hafi tekið stór skref í átt að umhverf­is­vænni kostum til að knýja vélar kappakst­urs­bíl­anna þá ganga þeir enn fyrir jarð­efna­elds­neyti. Ströng­ustu aðdá­endur For­múlu 1 telja meira að segja að of langt hafi verið gengið í þessum efnum á kostnað hávaða og dekkja­bruna­lykt­ar.

Vegna þessa, í takt við það hlut­verk sem For­múla E hefur eignað sér, hafa til­lögur um að snúa fram­þró­un­inni í For­múlu 1 við og knýja kappakst­urs­bíl­ana áfram með mun kraft­meiri og óskil­virk­ari hætti – það mun friða aðdá­endur sem vilja heyra ærandi véla­hljóð og finna lykt af gúmmí brenna.

Grand Prix-­kappakstur á Norð­ur­löndum

Á Norð­ur­löndum er ekki eins mikil menn­ing fyrir mót­or­sporti og sunnar í Evr­ópu og á Bret­landi þar sem helstu og þekkt­ustu bif­véla­fram­leið­endur heims starfa. Það er ekki þar með sagt að Norð­ur­landa­búar hafi ekki tekið þátt.

Þeir feðgar Kevin og Jan Magnu­sen eru þeir öku­menn frá Dan­mörku sem náð hafa bestum árangri. Svíar hafa átt fleiri öku­menn og náð mun betri árangri. Markus Eric­son er eini Sví­inn sem keppir í dag. Ann­ars var Ronnie Pet­er­son sá sænski öku­þór sem náði bestum árangri. Hann lést í For­múlu 1-kappakstri árið 1978.

Finnar eru hins vegar ótví­rætt far­sælasta norð­ur­landa­þjóðin þegar kemur að For­múlu 1. Í dag keppa tveir Finnar í For­múlu 1, þeir Kimi Räikkönen og Valtt­eri Bott­as. Räikkönen er einn þriggja finnskra heims­meist­ara í For­múlu 1. Hinir eru Keke Ros­berg og Mika Häkkinen.

Dagskrárbæklingur fyrir kappaksturinn í Hróarskeldu árið 1962.Sví­þjóð er þó eina landið sem haldið hefur For­múlu 1-kappakstur sem talið hefur til stiga í heims­meist­ara­bar­áttu. Brautin í And­er­storp var áfanga­staður For­múlu 1 í sex skipti á átt­unda ára­tugn­um. Svíar höfðu mik­inn áhuga á kappakstr­inum en þegar helstu kappakst­urs­hetur þeirra lét­ust árið 1978 (Pet­er­son í kappakstri og Gunnar Nil­son úr krabba­meini) fjar­aði áhug­inn út.

For­múlu 1-kappakstur hefur raunar líka verið hald­inn í Dan­mörku, á Rosk­ilde Ring í Hró­arskeldu, árin 1961 og 1962. Mótin voru þó ekki talin til stiga í heims­meist­ara­keppn­inni og þess vegna voru þau ekki eig­in­leg For­múlu 1-mót.

Þurfa að tryggja fjár­magn

Það kostar mik­inn pen­ing að halda For­múlu 1-kappakstur í nútím­an­um, ekki síst í borgum þar sem engin kappakst­urs­braut er til­bú­in. Helge Sand­er, einn for­svars­manna kappakst­urs­á­for­manna í Kaup­manna­höfn, segir næstu mán­uði fara í að tryggja fjár­magn fyrir móts­hald­inu.

„Við þurfum að skil­greina fjár­hags­á­ætl­an­irnar okkar svo við getum tryggt það fjár­magn sem þarf til þess að halda For­múlu 1-kappakst­ur. Við munum vinna árs­vinnu á næstu sex mán­uðum þar sem margt þarf að ganga upp, sér­stak­lega eftir að þessi forms­at­riði eru í höfn,“ sagði Sander um fram­haldið eftir að stjórn­völd í Dan­mörku og For­múla 1 hafa sam­þykkt að veita þessu verk­efni athygli.

„Við þurfum að hefja samn­inga­við­ræður við danska rík­ið, sem þegar hefur gefið vil­yrði fyrir fjár­stuðn­ingi við móts­hald­ið,“ segir hann enn­frem­ur.

Kappakstur víða um heim er oftar en ekki studdur af stjórn­völdum af ein­hverju eða öllu leyti. Einka­fjár­fest­ing er yfir­leitt lít­ill hluti þess fjár­magns sem sett er í keppn­is­hald­ið. Þar sem rík­is­stjórnir hafa komið að fjár­mögnun móta hefur það verið til þess að kynna land og þjóð fyrir alheim­in­um. For­múlu 1 er sjón­varpað til nær allra landa í heim­in­um, og er ítrekað meðal stærstu sjón­varps­við­burða á árs­grund­velli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar