Menntun og menning - Hvað segja flokkarnir?

Nær allir flokkarnir sem bjóða sig fram í kosningunum um helgina hafa sent inn stefnumál sín á vefsíðuna Betra Ísland. Kjarninn tók saman helstu áherslur flokkanna í mennta- og menningarmálum.

menntun bækur lærdómur skóli
Auglýsing

Nú er síð­asti séns að ákveða hvaða flokk skal kjósa í alþing­is­kosn­ingum enda kjör­dagur í dag. Þá er ekki úr vegi að athuga hverjar hug­myndir flokk­anna eru, sem bjóða sig fram, um menntun og menn­ingu í land­inu.

Kjarn­inn tók saman helstu áherslu­mál í mála­flokknum en allir flokk­arnir nema einn hafa skilað inn stefnu­málum á Betra Ísland. Hægt er að taka þátt um­ræð­unni á síð­unni sjálfri

Auglýsing

Á vef­síð­unni Betra Ísland er hægt að lesa um fleiri stefnu­mál flokk­anna og taka þátt í rök­ræð­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn

Fram­sókn vill hækka end­ur­greiðslu í 25 pró­sent vegna nýsköpun og rann­sókna. Þau benda á að rann­sóknir og nýsköpun í dag séu und­ir­staða kröft­ugs hag­vaxtar og vel­meg­unar í fram­tíð­inni. Fram­sókn telur skyn­sam­legt og nauð­syn­legt efla stuðn­ing við rann­sóknir og nýsköp­un.

Skapa þurfi ný tæki­færi á umbreyt­inga­tímum sem framundan eru. Fram­sókn vill öfl­ugt mennta­kerfi og fjár­festa í hug­verka- og þekk­ing­ar­iðn­aði. Með auk­inni rann­sókna- og þró­un­ar­starf­semi megi tryggja vel­ferð og hag­sæld til fram­tíð­ar. Fram­sókn sé flokkur fjöl­skyld­unnar og vill hann fjár­festa í menntun í fram­tíð­inni.

Skapa þurfi hvata til að laða ungt vel menntað fólk til þess að setj­ast að á lands­byggð­inni, líkt og Norð­menn hafa gert. Fram­sókn vill að afborg­anir séu felldar niður af náms­lánum í fimm ár fyrir þá sem eru búsettir á skil­greindum svæðum á lands­byggð­inni.

Sala tón­listar fer í auknum mæli fram á net­inu og tón­list­ar­menn fá sífellt minna í sinn hlut. Fram­sókn seg­ist vilja styðja við öfl­ugt tón­list­ar­líf og tón­list­ar­iðnað í land­inu og leggja niður virð­is­auka­skatt af sölu tón­listar á net­inu, á geisla­diskum og hljóm­plöt­um.

Bók­sala hefur dreg­ist saman um 31 pró­sent frá árinu 2008 og 11 pró­sent sam­dráttur var í bók­sölu árið 2016 miðað við fyrra ár. Þau segj­ast vilja afnema virð­is­auka­skatt af bókum og raf­bókum til að efla lestur og styrkja inn­lent fræða­starf og auðga íslenska tungu sem á undir högg að sækja.

Vinstri græn

VG telur að grunn­skól­inn sé eitt mik­il­væg­asta jöfn­un­ar­tæki sam­fé­lags­ins. Standa þurfi vörð um fjöl­breytta og öfl­uga opin­bera grunn­skóla þar sem kenn­ar­ar, nem­endur og fjöl­skyldur vinna saman að alhliða menntun og þroska barna og ung­menna.

Fram­halds­skólum verði tryggt svig­rúm til eigin stefnu­mót­unar innan ramma fram­halds­skóla­laga. Tryggja þurfi full­nægj­andi fjár­magn til að fram­halds­skól­inn geti sinnt sínu mik­il­væga hlut­verki. Nauð­syn­legt sé að það fjár­magn sem spar­að­ist með stytt­ingu náms­tíma til stúd­ents­prófs skili sér inn í rekstur fram­halds­skól­anna eins og lofað var.

Tryggja þurfi að fram­lög á hvern háskóla­nema nái sem fyrst með­al­tali OECD og í kjöl­farið verði þau hækkuð þannig að Ísland standi jafn­fætis öðrum Norð­ur­löndum í takt við sam­þykkta stefnu Vís­inda- og tækni­ráðs.

VG vill brúa bilið á milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla. Þau telja að gera þurfi leik­skóla gjald­frjálsa í áföng­um.

Vinstri græn vilja náms­styrkt­ar­kerfi að nor­rænni fyr­ir­mynd.

Sam­fylk­ingin

Mennta­kerfið gegnir mik­il­vægu hlut­verki við að auka jöfnuð í sam­fé­lag­inu, mæta öllum börnum og ung­mennum þar sem þau eru og gefa fólki tæki­færi til að styrkja stöðu sína á vinnu­mark­aði jafn sem fyrir frekara nám. 

Þau viljum fara í stór­sókn í skóla­málum og skap­andi greinum fyrir sam­fé­lag fram­tíð­ar. For­gangs­verk­efni er að efla mennta­kerfið á öllum skóla­stig­um, bæta starfs­að­stæður og kjör kenn­ara og gera skól­unum kleift að bregð­ast við hröðum tækni- og sam­fé­lags­breyt­ing­um.

Alþýðu­fylk­ingin

Alþýðu­fylk­ingin segir að menntun sé mann­rétt­indi, sam­fé­lags­leg gæði frekar en mark­aðsvara. Hver og einn eigi að geta valið sér menntun við hæfi, end­ur­gjald­laust.

Mið­flokk­ur­inn

Þau segj­ast ætla að styðja sér­stak­lega við iðn- og tækni­nám í fram­halds- og háskólum með fjár­magni og sam­starfi því að fram­tíðin er núna. „Við þurfum að und­ir­búa sam­fé­lagið fyrir breyttan heim og störf fram­tíð­ar­inn­ar. Mót­aðu fram­tíð­ina með okk­ur!“ segir í áherslum þeirra. 

Við­reisn

Lista­há­skóli Íslands er í dag í nokkrum húsa­kynnum og eitt þeirra er bók­staf­lega að molna nið­ur. Við­reisn segir að við þessu verði að bregð­ast.

Þau segja að efla þurfi menn­ing­ar­tengda sam­keppn­is­sjóði, þ.e. launa- og verk­efna­sjóði og úthlutun eigi að vera opin og fag­leg. Það þurfi að gera þessa sjóði þannig að þeir stuðli að nýliðun í grein­inni en jafn­framt að þeir sem eru orðnir sjó­aðir í grein­inni geti haldið áfram að sækja um styrk fyrir verk­efni.

Píratar

Píratar vilja stefna að fullum og algjörum aðskiln­aði ríkis og kirkju, jafnri stöðu allra trú­ar- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga.

Þau segja að menntun sé lyk­ill­inn að fram­tíð­ar­sam­fé­lag­inu. Jafnt aðgengi allra að námi á öllum stigum sé mark­mið þeirra. Jafn­framt vilja þau vinna mark­visst að því innan mennta­kerf­is­ins að draga úr kyn­bundnum hindr­unum við val á námi og starfs­svið­i. 

Þau benda á að lýð­ræði ger­ist ekki sjálf­krafa og að sam­fé­lags­sátt­mál­inn bygg­ist á sam­tali, sam­þykki og sam­vinnu. Þau vilja því efla kennslu um lýð­ræði, heim­speki og sam­fé­lags­mál sem og þjálfun í gagn­rýnni hugsun og lýð­ræð­is­legum vinnu­brögðum á öllum skóla­stig­um.

Þau segja að það sé dýrt og ósann­gjarnt gagn­vart nem­endum að hafa lista­há­skól­ann á fimm mis­mun­andi stöð­um. „Sam­einum skól­ann undir eitt þak eins og hefur verið lofað síðan 1999. Hluti núver­andi hús­næðis er með slæmt myglu­vanda­mál sem getur valdið heilsutjóni og því þarf að bregð­ast við strax. Deilið og lækið ef þið eruð sam­mála um að þetta eigi ekki að bíða leng­ur.“



Þekk­ing er og verður áfram grunn­for­senda hárra launa og öfl­ugs hag­vaxt­ar. Til að allir hafi jöfn tæki­færi til þátt­töku í þess­ari fram­tíð þarf mennta­kerfi sem tryggir öllum aðgang án til­lits til efna­hags, búsetu eða ald­urs - allt frá leik­skóla til háskóla og end­ur­mennt­un­ar, að þeirra mati. Þau vilja að í mennta­kerf­inu sé jafn­vægi milli bók-, list- og verk­greina, með lítið heima­nám, smærri bekki og virð­ingu fyrir starfi kenn­ara sem sést í háum laun­um. 

Píratar telja að höf­undar eigi rétt á að njóta ágóða af verkum sín­um. End­ur­skoða og sam­ræma þurfi lög­gjöf um höf­unda­rétt innan evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins og á alþjóða­vísu; svo sem lög um gild­is­tíma höf­unda­rétt­ar, sæmd­ar­rétt, höf­unda­rétt í almenn­ings­rým­um, und­an­þágur vegna skop­stæl­inga, notkun hug­verka í mennta­til­gangi, leyfi til gagna­úr­vinnslu, staf­ræna útgáfu verka o.fl. 

Þau vilja að Íslend­ingar taki sér finnska mennta­kerfið til fyr­ir­myndar í auknum mæli og stefni að fjöl­breytt­ara náms­mati, auknu jafn­vægi á milli bók­náms, verk­náms, list­náms og ann­arra greina, minna heima­námi, smærri bekkjum o.fl.

Grunn­fram­færsla LÍN skuli leið­rétt og miðuð við eðli­legar fjár­þarfir fólks í námi. Þau vilja stefna að afnámi tekju­skerð­ingar náms­lána og því að LÍN veiti nem­endum lán við upp­haf náms, svo að þeir þurfi ekki að leita til einka­að­ila á þeim tíma­punkti.

Aðgangur allra að menntun eru mik­il­væg mann­rétt­indi sem stuðla að jafn­ari tæki­færum allra til að nýta hæfi­leika sína og ná mark­miðum sín­um, að þeirra mati. „Vel mennt­aðir borg­arar stuðla að upp­lýst­ara sam­fé­lagi. Tryggjum öllum lands­mönnum rétt­indi til mennt­un­ar.“

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn

Þau ætla að end­ur­skoða kennslu­að­ferðir og skóla­starf í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lög, kenn­ara, nem­endur og for­eldra. Íslend­ingar þurfi að hugsa mennta­mál upp á nýtt með fag­fólki, kenn­ur­um, nem­endum og for­eldr­um. Í heimi sem breyt­ist hratt verði mennta­kerfið að vera sveigj­an­legt og fram­sækið til að halda í við þróun og alþjóð­lega sam­keppni.

Björt fram­tíð

Björt fram­tíð seg­ist vilja öfl­ugt háskóla­kerfi, fjöl­breytt náms­fram­boð og áherslu á rann­sóknir og nýsköp­un. Fjár­fram­lög á hvern háskóla­nema á Íslandi eru lægri en að með­al­tali í OECD-­ríkj­unum og mun lægri en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um.

Þau segja að sá fjöl­breytti hópur sem býður sig fram fyrir Bjarta fram­tíð sé und­an­tekn­ing­ar­laust áhuga­fólk um menn­ing­ar­mál og margt af því sé virkt á því sviði á einn eða annan hátt. Áhugi á menn­ingu sé því ekki bara til staðar á tylli­dögum hjá fram­bjóð­endum Bjartrar fram­tíðar heldur sjálf­sagður hluti af hvers­dags­líf­inu.

Næsti mennta­mála­ráð­herra þurfi að leysa hús­næð­is­vanda LHÍ. „Jafn­ræði til náms felst líka í að hafa efni á því að sækja það nám sem þú hefur áhuga á, mjög há skóla­gjöld eru í LHÍ. Mik­il­vægt er að efla fjár­mögn til skól­ans,“ segir í áherslum þeirra. 

Björt fram­tíð vill styrkja rekstur fram­halds­skóla lands­ins sem hafa búið við mjög þröngan kost und­an­farin ár og eru raunar komnir að þol­mörkum eftir við­var­andi nið­ur­skurð. Þau telja nauð­syn­legt að auka fjöl­breytni og sveigj­an­leika í fram­halds­skóla­kerf­inu.



Flokkur fólks­ins hefur ekki skilað inn stefnu­málum sínum á síð­una og áherslur Dög­unar vantar varð­andi mennta- og menn­ing­ar­mál. 

Tekið skal fram að þessi listi er ekki tæm­andi og ein­ungis er um að ræða áherslur sem birt­ast á Betra Ísland. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar