Minningu og arfleifð Guðrúnar Lárusdóttur haldið á lofti

Frú Guðrún Lárusdóttir afrekaði mikið um ævina en hún endaði snögglega þegar Guðrún lenti í bílslysi með dætrum sínum tveimur. Kjarninn rifjaði upp sögu Guðrúnar.

Auglýsing
Frú Guðrún Lárusdóttir
Frú Guðrún Lárusdóttir

Frú Guð­rún Lár­us­dóttir er talin ein merkasta kona 20. aldar en hún var ótrú­lega fjöl­hæf og virk í sam­fé­lag­inu. Hún var bæj­ar­full­trúi í Reykja­vík 1912 til 1918, 10 barna móð­ir, þjóð­kunn fyrir ýmsa menn­ing­ar­starf­semi, fjöl­les­inn og afkasta­mik­ill rit­höf­undur og alþing­is­maður frá 1930 til dauða­dags, auk þess sem hún var virk í félags­starf­i. Þannig er Guð­rúnu lýst í kynn­ingu á verk­efni Þjóð­ar­bók­hlöð­unnar sem kall­ast En tím­inn skund­aði burt ... 

Sýn­ing um Guð­rún­u opn­aði í dag og munu við­burðir henni tengdir verða í Þjóð­ar­bók­hlöð­unni. Sýn­ing­in mun standa til 10. nóv­em­ber næst­kom­and­i.  Verk­efn­inu er ætlað að draga fram minn­ingu og arf­leifð Guð­rúnar Lár­us­dóttur sem lést í bílslysi í Tungufljóti 1938 þar sem hún drukkn­aði ásamt tveimur dætrum sín­um. 

„Með því að heiðra minn­ingu Guð­rúnar Lár­us­dóttur und­ir­strikum við að bæði ungt fólk og þeir eldri geta lært af konu eins og henni sem tal­aði fyrir góðum málum og sinnti á sér­stakan þátt þeim sem minna máttu sín í þjóð­fé­lag­in­u,“ segir í kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Hneigð­ist snemma að rit­störfum

Guð­rún Lár­us­dóttir var fædd 8. jan­úar 1880 á Val­þjófs­stað í Fljóts­dal, dóttir Lárusar Hall­dórs­son­ar, pró­fasts og alþing­is­manns og síðar frí­kirkju­prests í Reykja­vík, og Kirstínar Katrínar Pét­urs­dóttur org­an­leik­ara. Guð­rún var þriðja í ald­urs­röð sex systk­ina en tvö elstu börnin lét­ust í bernsku. Árið 1885 flutti fjöl­skyldan til Reyð­ar­fjarðar þar sem faðir Guð­rúnar gerð­ist prestur frí­kirkju­safn­að­ar­ins. 

Hugur Guð­rúnar hneigð­ist snemma til rit­starfa og um ferm­ingu tók hún að gefa út hand­skrifað blað sem gekk milli bæj­anna í sveit­inni. Hún rit­aði um bind­ind­is­mál, kven­frelsi og rétt­inda­mál almennt. Fyrir upp­örvun frá föður sínum tók Guð­rún að þýða úr erlendum málum og munu fyrstu sögur þýddar af henni hafa birst í blað­inu Fram­sókn sem mæðgurnar Sig­ríður Þor­steins­dóttir og Ingi­björg Skapta­dóttir gáfu út á Seyð­is­firði skömmu fyrir alda­mót. 

Trú­mál urðu Guð­rúnu snemma ofar­lega í huga. Haft er eftir henni frá ung­lings­árum að hún vildi hafa fæðst piltur svo hún hefði getað orðið prest­ur. Lög heim­il­uðu hins vegar ekki slíka menntun ungra stúlkna. Frá þessu er greint á vef Kvenna­sögu­safns­ins

Fjöl­skylda Guð­rúnar flutti til Reykja­víkur árið 1899 en þá var Guð­rún tæp­lega tví­tug. Þar kynnt­ist hún manns­efni sínu, Sig­ur­birni Á. Gísla­syni, og gengu þau í hjóna­band árið 1902. Bjuggu þau fyrsta miss­erið í Þing­holts­stræti 3 og síðan í hús­inu númer 11 við sömu götu en frá árinu 1906 að Ási á Sól­völlum og við það hús voru þau oft­ast kennd. Þess má geta að húsið stendur enn og er á mótum Sól­valla­götu og Hofs­valla­götu. Þau eign­uð­ust tíu börn en þrjú þeirra lét­ust á barns­aldri.

Guð­rún var mik­ils­met­inn rit­höf­undur en frum­samdar bækur hennar voru meðal ann­ars Ljós og skuggar I-I­II, Sól­ar­geisl­inn hans, Á heim­leið, Sig­ur, Tvær smá­sög­ur, Brúð­ar­gjöf­in, Fátækt, Þess bera menn sár I-III og Rit­safn I-IV. Þýddar bækur hennar voru Spá­dómar frels­ar­ans, Tómas frændi eftir H.B. Stowe og Móðir og barn.

Önnur konan kosin til starfa á Alþingi

Guð­rún var bæj­ar­full­trúi í Reykja­vík, sem fyrr seg­ir, frá 1912 til 1918 og í skóla­nefnd jafn­lengi. Hún var fátækra­full­trúi 1912 til 1923 og aftur frá 1930 til ævi­loka 1938. Árið 1930 var Guð­rún Lár­us­dóttir kjörin á þing fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Kjör­tíma­bil fyrstu kon­unnar sem kjörin var til Alþing­is, Ingi­bjargar H. Bjarna­son­ar, var á enda og hún gaf ekki kost á sér til áfram­hald­andi þing­setu. Guð­rún var því önnur kona hér á landi sem kosin var til starfa á Alþing­i. 

Á Alþingi beitti hún sér einkum fyrir braut­ar­gengi ýmissa mann­úð­ar­mála, svo sem stofnun upp­eld­is­heim­ilis fyrir van­gæf börn og ung­linga, stofnun fávita­hælis og drykkju­manna­heim­il­is. Þessi mál hlutu ekki fram­gang á þingi og kom þar margt til: Einkum að þetta voru ekki dæmi­gerð þing­mál á þeim tíma og hún til­heyrði lengst sinnar þing­setu flokki sem ekki átti aðild að stjórn­ar­sam­starfi.

Guð­rún var mjög virk í ýmsum félaga­sam­tök­um. Hún sat í stjórn KFUK frá 1922 og for­maður 1928 til 1938. Þá var hún for­maður Kristni­boðs­fé­lags kvenna í Reykja­vík frá 1926, sömu­leiðis til ævi­loka. Hún var félagi í IOGT frá 1899 og starf­aði þar um hríð. Hún stóð að stofnun Hús­mæðra­fé­lags Reykja­víkur og var fyrsti for­maður þess 1935 til 1938. 

Fréttir af andláti Guðrúnar Lárusdóttur 21. ágúst 1938.Guð­rún drukkn­aði ásamt tveimur dætrum sínum í Tungufljóti þann 20. ágúst 1938. Segir í sam­an­tekt á vegum KGRP að um hafi verið að ræða eitt fyrsta mikla bílslys á Íslandi. Það hafi verið áfall fyrir marga og þótti mikið tjón. Sr. Frið­rik Hall­gríms­son hafi lýst henni svo í lík­ræðu, að hún „sam­ein­aði á aðdá­un­ar­verðan hátt trú­aral­vöru og bjart­sýnt glað­lynd­i.“



Heim­ild­ir:

www.gar­d­ur.is 

www.kvenna­sogu­safn.is

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar