Svona eru líkur frambjóðenda á því að komast í borgarstjórn
Kjarninn og Dr. Baldur Héðinsson birta nú í fyrsta sinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna þær líkur sem hver og einn frambjóðandi í efstu sætum á listum flokkanna í Reykjavík eiga á að komast að.
Kjarninn og Dr. Baldur Héðinsson framkvæma kosningaspá í aðdraganda hverra kosninga. Það hefur verið gert frá því í borgarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Frá sumrinu 2016 hefur spáin verið keyrð fyrir forsetakosningarnar 2016, þingkosningar 2016 og 2017 og nú komandi borgarstjórnarkosningar. Líkt og greint var frá fyrr í dag þá benda mælingar hennar til þess að meirihlutinn í borginni haldi.
Samhliða er keyrð sætaspá. Hún er framkvæmd þannig að keyrðar eru 100 þúsund sýndarkosningar miðað við fylgi flokka í kosningaspánni sem birt var 23. maí,. Í hverri þeirra er úthlutað 23 borgarfulltrúum og þar sem sýndarkosningarnar eru allar með innbyggða óvissu þá getur fylgið í hverri einstakri sýndarkosningu stundum hærra og stundum lægra, þótt meðaltal kosninganna allra sé það sama og kom fram í kosningaspánni. Fyrr í dag birtum við líklegustu sætaskipan borgarfulltrúa skipt niður á flokka. Nú birtum við í fyrsta sinn í aðdraganda þessara kosninga hverjar líkur hvers og eins frambjóðanda í efstu sætum þeirra lista sem mælast líklegir til að ná inn manni í borgarstjórn eru.
48%Ingvar Mar Jónsson
4%Snædís Karlsdóttir
82%Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
39%Pawel Bartoszek
7%Diljá Ámundadóttir
100%Eyþór Arnalds Laxdal
>99%Hildur Björnsdóttir
100%Valgerður Sigurðardóttir
100%Egill Þór Jónsson
92%Marta Guðjónsdóttir
96%Katrín Atladóttir
74%Örn Þórðarson
70%Björn Gíslason
6%Jórunn Pála Jónasdóttir
69%Kolbrún Baldursdóttir
5%Karl Berndsen
87%Sanna Magdalena Mörtudóttir
6%Daníel Örn Arnarsson
82%Vigdís Hauksdóttir
32%Baldur Borgþórsson
3%Sveinn Hjörtur Guðfinnsson
>99%Dóra Björt Guðjónsdóttir
85%Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
97%Alexandra Briem
5%Rannveig Ernudóttir
>99%Dagur B. Eggertsson
>99%Heiða Björg Hilmisdóttir
>99%Skúli Þór Helgason
100%Kristín Soffía Jónsdóttir
92%Hjálmar Sveinsson
99%Sabine Leskopf
92%Guðrún Ögmundsdóttir
62%Magnús Már Guðmundsson
22%Ragna Sigurðardóttir
67%Líf Magneudóttir
48%Elín Oddný Sigurðardóttir
8%Þorsteinn V. Einarsson
| Borgarfulltrúar | B | C | D | F | J | K | M | P | S | V |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| >=22 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| >=21 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| >=20 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| >=19 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| >=18 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| >=17 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| >=16 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| >=15 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| >=14 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| >=13 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| >=12 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| >=11 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 2% | 0% |
| >=10 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 12% | 0% |
| >=9 | 0% | 0% | 2% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 44% | 0% |
| >=8 | 0% | 0% | 15% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 82% | 0% |
| >=7 | 0% | 0% | 53% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 98% | 0% |
| >=6 | 0% | 0% | 89% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 100% | 0% |
| >=5 | 0% | 0% | 99% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 100% | 0% |
| >=4 | 0% | 0% | 100% | 0% | 0% | 0% | 0% | 2% | 100% | 1% |
| >=3 | 0% | 4% | 100% | 0% | 0% | 0% | 4% | 26% | 100% | 14% |
| >=2 | 4% | 34% | 100% | 3% | 9% | 0% | 34% | 77% | 100% | 61% |
| >=1 | 49% | 83% | 100% | 45% | 57% | 19% | 83% | 98% | 100% | 95% |
Þeir borgarfulltrúar sem mælast inni eins og er, alls 23 talsins, eru merktir með appelsínugulum þríhyrning. Með því að skoða síðast kjörna mann hvers flokks sést til að mynda að Magnús Már Guðmundsson, áttundi maður Samfylkingarinnar, á 82 prósent líkur á því að ná kjöri, sem eru prýðilegar líkur. Örn Þórðarson, sjöundi maður Sjálfstæðisflokksins á hins vegar 52 prósent líkur á því að ná kjöri sem eru mun síðri líkur.
Af þeim sem mælast inni er Ingvar Mar Jónsson fallvaltastur en einungis 49 prósent líkur eru á því að hann nái sæti í borgarstjórn samkvæmt sætaspánni. Það munar sáralitlu á honum og Kolbrúnu Baldursdóttur (45 prósent), oddvita Fólks flokksins, og Rögnu Sigurðardóttur (44 prósent), níunda manni Samfylkingar. Þar á eftir eru næstu menn inn þeir Pawel Bartoszek, annar maður Viðreisnar, og Baldur Borgþórsson, annar maður Miðflokksins, en 34 prósent líkur eru á því að þeir nái inn.
Fleira tengt komandi borgarstjórnarkosningum
-
19. júní 2018Fyrsti borgarstjórnarfundurinn á nýju kjörtímabili í dag
-
15. júní 2018Athugasemdir í kæru Pírata leiða ekki til ógildingar kosninga
-
5. júní 2018Sósíalistaflokkurinn mun styðja valin mál í borgarstjórn
-
5. júní 2018Meirihlutaviðræður hefjast milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi
-
4. júní 2018Ímynd og ímyndun
-
4. júní 2018Líkur aukast á því að Dagur verði áfram borgarstjóri
-
2. júní 2018Verðandi meirihluti fékk færri atkvæði en verðandi minnihluti
-
30. maí 2018Formlegar viðræður hefjast á morgun milli Viðreisnar og fráfarandi meirihluta
-
30. maí 2018Ég vil ekki verða húsþræll
-
30. maí 2018Nýr meirihluti veltur á að Dagur gefi eftir stólinn





































