Bára Huld Beck

Fagnað í Hljómskálagarðinum – Rigningin stöðvaði ekki aðdáendur íslenska landsliðsins

Íslenska landsliðið í fótbolta gerði jafntefli við Argentínu fyrr í dag og er ekki ofsögum sagt af því að Íslendingar hafi fagnað með ákefð þeim úrslitum út um allt land og á samfélagsmiðlum. Ljósmyndari Kjarnans leit við í Hljómskálagarðinum á meðan leik stóð og tók púlsinn á stemningunni.

Þrátt fyrir að hellidemba hafi verið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í dag þegar íslenska lands­liðið mætti Argent­ínu í sínum fyrsta leik á Heims­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu í Rúss­landi þá hafði það ekki áhrif á þá fjöl­mörgu sem lögðu leið sína í mið­bæ­inn til að horfa á leik­inn. Gríð­ar­leg stemn­ing var í Hljóm­skála­garð­inum þegar ljós­mynd­ari Kjarn­ans gekk um svæðið og ekki var að sjá að áhorf­endur létu rign­ing­una á sig fá. 

Mik­ill fjöldi var saman kom­inn í Hljóm­skála­garð­inum en leikir Íslands eru sýndir víða um höf­uð­borg­ar­svæðið og um land allt. 

Eins og flestir vita þá gerðu Ísland og Argent­ína 1-1 jafn­tefli. Alfreð Finn­boga­son skor­aði mark Íslands en Sergio Agu­ero mark Argent­ín­u. Hannes Þór Hall­dórs­son varði glæsi­lega víti frá stór­stjörn­unni Lionel Messi, sem íslenska liðið lok­aði nær alveg á með mögn­uðum og vel skipu­lögðum varn­ar­leik. 

Þjóðhátíðarstemning í Hljómskálagarðinum
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck
Töluverða spennu mátti greina hjá áhorfendum.
Bára Huld Beck

Búið var að setja upp bása þar sem hægt var að kaupa veit­ing­ar, sæl­gæti og fleira. Á svæð­inu voru einnig hoppu­kastal­ar og fót­­bolta­­völl­ur en Reykja­vík­­­ur­­borg hef­ur veitt Prik­inu leyfi fyr­ir sölu áfeng­is í Hljóm­­­skálag­arð­inum vegna leikja Íslands sem þar verða sýnd­­ir.

Sjá mátti á risa­skjá­inn hvar sem fólk stóð og höfðu margir nælt sér í regn­hlífar og slár til að skýla sér fyrir rign­ing­unn­i. 

Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Fólk var á öllum aldri og af báðum kynjum saman kom­ið. Margir voru mál­aðir í framan við til­efnið og máttu litir íslenska fán­ans njóta sín. Þeir full­orðnu voru ekki síður spenntir en börnin og mátti heyra söng og trommu­leik til skipt­is. 

Bára Huld Beck
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Þegar líða fór að leikslokum og staðan enn 1-1 þá mátti finna spenn­una magn­ast meðal áhorf­enda. Skyldi íslenska liðið ná að halda hreinu í þessar mín­útur sem eftir eru?

Spennan magnast.
Bára Huld Beck

Þegar dóm­ar­inn flaut­aði til leiksloka brut­ust fagn­að­ar­lætin út enda verður ekki annað sagt en að þetta sé glæsi­legur árangur hjá strák­unum – að gera jafn­tefli við eitt sterkasta lið í heimi í fyrsta leiknum á HM.

Bára Huld Beck
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Til ham­ingju með jafn­teflið ... sig­ur­inn!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar