Eru flugfélögin kerfislega mikilvæg?

Ný afkomuspá Icelandair hefur fælt fjárfesta frá félaginu, en skiptar skoðanir eru á því hvort rekstrarörðugleikar þess myndu fela í sér kerfislega áhættu fyrir íslenskt efnahagslíf. Eru íslensku flugfélögin of stór til að geta fallið?

flugvél
Auglýsing

Sér­fræð­ingar og grein­ing­ar­að­ilar eru ekki á einu máli um kerf­is­lægt mik­il­vægi Icelandair og WOW a­ir ­fyrir íslenskt efna­hags­líf. Margir þeirra benda stóra hlut­deild félag­anna í far­þega­flutn­ingum til lands­ins, en öðrum finnst lang­sótt að kalla þau ­kerf­is­lega ­mik­il­væg í ljósi mik­illar sam­keppni á þessum mark­aði. Hins vegar virð­ist rekstur þeirra ekki enn í hættu, þrátt fyrir mikla lækkun hluta­fjár­ Icelanda­ir.

Ódýr­ari en Hagar

Kjarn­inn greindi frá mik­illi verð­lækkun hluta­fjár­ Icelanda­ir í gær, en mark­aðsvirði félags­ins lækk­aði um tæpan fjórð­ung í kjöl­far af­komu­við­vör­unn­ar á sunnu­dag­inn. Eftir lokun mark­aða í gær stóð verð­mið­inn á félag­inu í 46 millj­örðum króna og er því kom­inn niður fyrir eigið fé sem var 60 millj­arðar í lok mars. Þannig er verð­miði félags­ins kom­inn undir Haga, en hann nam tæpum 200 millj­örðum króna fyrir fjórum árum. Á þeim tíma var félagið verð­mæt­ara en Mar­el, en í dag er Marel um það bil fimm sinnum verð­mæt­ara en Icelanda­ir. 

80% hlut­deild

Þrátt fyrir lækk­andi hluta­bréfa­verð og minnk­andi hlut­deild á mark­aðnum við­held­ur Icelanda­ir ­stöðu sína sem langstærsta flug­fé­lagið á Íslandi, en um 45% far­þega flugu með þeim frá landi í síð­asta mán­uði. Í öðru sæti var svo WOW a­ir ­sem flaug 32% allra far­þega úr landi í júní og því var sam­an­lögð hlut­deild flug­fé­lag­anna tveggja á far­þegum úr landi um 77%. 

Auglýsing

Lands­bank­inn fjall­aði um miklu mark­aðs­hlut­deild íslensku flug­fé­lag­anna tveggja á Ferða­þjón­ustu­ráð­stefnu bank­ans síð­asta haust. Þar sagði Dan­íel Svav­ars­son, for­stöðu­mað­ur­ hag­fræði­deild­ar­ ­bank­ans, flug­fram­boð hafa verið aðaldrif­kraft­inn í vexti íslenskrar ferða­þjón­ustu síð­ustu ára, ekki geng­is­breyt­ing­ar. Þar sem sam­an­lögð hlut­deild Icelanda­ir og WOW a­ir af far­þegum til og frá land­inu sé um 80% sé ljóst að Ísland eigi gríð­ar­lega mikið undir traustri stöðu íslensku flug­fé­lag­anna tveggja.

„Þetta vekur upp spurn­ingar hvort Icelanda­ir og WOW a­ir ­séu ­kerf­is­lega ­mik­il­væg fyr­ir­tæki fyrir efna­hags­legan stöð­ug­leika á Íslandi í svip­uðum skiln­ingi og stóru við­skipta­bank­arnir þrír eru skil­greind­ir ­kerf­is­lega ­mik­il­vægir fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika,“ bætir Dan­íel við.



Erindi Dan­í­els á ráð­stefnu Lands­bank­ans síð­asta haust. Talið berst að mik­il­vægi flugs­ins á tíundu mín­út­u. 

Á ráð­stefn­unni veltir Dan­íel upp mögu­lega aðkomu stjórn­valda að ferða­þjón­ust­unni ef kreppa fer veru­lega að flug­fé­lög­unum tveim­ur. Þremur mán­uðum síðar greindi vef­síðan Túristi frá því að for­sæt­is­ráðu­neytið hafi sett af stað gerð við­bragðs­á­ætl­unar sem hægt væri að grípa til ef flug­fé­lögin lenda í vanda. 

Í sam­tali Kjarn­ans við grein­ing­ar­að­ila í efna­hags­málum voru margir sam­mála um kerf­is­lægt mik­il­vægi flug­fé­lag­anna. Kon­ráð S. Guð­jóns­son hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs benti á að áhætta sé fólgin í versn­andi rekstr­ar­skil­yrðum flug­fé­lag­anna þar sem svo gott sem öll ferða­þjón­ustan sé háð flugi til og frá land­inu. Elvar Ing­i ­Möll­er ­sér­fræð­ingur í grein­ing­ar­deild ­Arion ­banka tekur í sama streng og segir að sam­dráttur í fram­boði frá flug­fé­lög­unum myndi hafa kerf­is­læg áhrif. Þó segir Kon­ráð ekk­ert kalla á sér­stök inn­grip stjórn­valda, aðal­at­riðið sé að hag­stjórnin bregð­ist við og taki mið af breyttum veru­leika til að lend­ing hag­kerf­is­ins verði sem mýkst.

Ekki of mik­il­væg

Hins vegar eru skiptar skoð­anir um þetta sjón­ar­mið, en Skúli Mog­en­sen ­for­stjóri WOW a­ir taldi flug­fé­lögin tvö ekki of stór til að geta fallið í sam­tali við vef Túrista í vor. Hann bætti við að „það yrði þó klár­lega mikið högg ef annað flug­fé­lagið færi og það tæki nokkur ár að ná ein­hverju jafn­væg­i.“ Í sam­tali við Kjarn­ann segir Jón Bjarki Bents­son aðal­hag­fræð­ingur Íslands­banka mik­il­vægi félag­anna hafa minnkað þar sem margir séu um hit­una hvað varðar flutn­inga til og frá land­inu. Hann minnir á að stjórn­völd hafa áður skil­greint starf­sem­i Icelanda­ir ­sem ­kerf­is­lega ­mik­il­væga þegar þau settu lög á verk­fall flug­virkja félags­ins fyrir fjórum árum síð­an. Slík lög yrðu þó erf­ið­ari að setja fram á þessum dögum með sömu rök­um. 

Hersir Sig­ur­geirs­son, dós­ent í fjár­málum við Háskóla Íslands, finnst það einnig vera ansi lang­sótt að kalla flug­fé­lög­in ­kerf­is­lega ­mik­il­væg í sama skiln­ingi og íslensku bank­arn­ir. Mikil sam­keppni ríki á milli flug­fé­lag­anna og lík­legt sé að félag komi í stað ann­ars, fari eitt þeirra af mark­að­i. 

Minna er vitað um rekstur WOW en Icelandair, en ytri aðstæður lofa ekki góðu.

Lítið vitað um WOW

í til­kynn­ingu sinni um versn­andi afkomu nefn­ir Icelanda­ir marga ytri þætti sem ástæður minni tekna, eins og helm­ings­hækkun olíu­verðs síð­ustu tólf mán­aða og slæmt veð­ur­far. Sam­kvæmt Kon­ráði hljóta þessir þættir að bitna á WOW a­ir líka, en minna er vitað um fjár­hags­upp­lýs­ingar þess fyr­ir­tækis þar sem það er ekki skráð á hluta­bréfa­mark­að. Í frétta­til­kynn­ingu í gær seg­ir WOW frá góðri sæta­nýt­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, en engar upp­lýs­ingar hafa enn feng­ist um tekjur þess fyrir sama tíma­bil. Kon­ráð segir þögn WOW a­ir um fjár­hags­stöðu sína eina og sér vera umhugs­un­ar­verða þar sem fyr­ir­tækið hafi áður sent reglu­legar frétta­til­kynn­ingar um árs­fjórð­ungs­upp­gjör. 

Raunar er mögu­legt að hækk­andi heims­mark­aðs­verð á olíu bitni enn frekar á WOW air heldur en Icelandair þar sem elds­neytis­kaup fyrr­nefnda félags­ins er ekki varið verð­hækk­unum. Rúmur helm­ingur elds­neytis­kaupa Icelandair er hins vegar var­inn til tólf mán­aða og ættu þeir því að vera betur í stakk búnir til að bregð­ast við hækk­un­un­um.

Frá upp­vaxt­ar­árum til full­orð­ins­ára

Þegar spurt var um stöðu ferða­þjón­ust­unnar voru sér­fræð­ing­arnir nokkuð jákvæð­ir. Þótt staða nokk­urra fyr­ir­tækja í grein­inni hefði versnað þá sé hún ekk­ert endi­lega slæm enn sem komið er. Jón Bjarki segir þetta ár verða árið sem reynir á hvort við náum jafn­vægi í geir­anum eða hvort það verði bakslag, en enn séu ágætar líkur á að ferða­þjón­ustan hverfi frá upp­vaxt­ar­árum til full­orð­ins­ára. 

Kon­ráð bendir einnig á að sam­keppn­is­hæfni íslensks atvinnu­lífs hefur farið dvín­andi og tíð­indin um stöð­u Icelanda­ir ­séu bara einn eitt dæmið um það. Það blasi því við að versn­andi sam­keppn­is­hæfni hafi áhrif t.d. á stöð­u Icelanda­ir og hún virð­ist þröng þótt það sé ekki endi­lega að sjá að fyr­ir­tækið standi höllum fæti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar