Munu Íslendingar breyta matarvenjum sínum í von um að bjarga jörðinni?

Ein af þeim aðgerðum sem talið er að gætu haft úrslitaáhrif í baráttunni gegn hlýnun jarðar eru breyttar neysluvenjur fólks. Stefna íslenskra stjórnvalda varðandi kolefnisspor matvæla á Íslandi, allt frá framleiðslu til neyslu, er hins vegar óljós.

solstafir_14357198318_o.jpg
Auglýsing

Í byrjun októ­ber kom út ný skýrsla loft­lags­sér­fræð­inga á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna þar sem skýrt var frá­ ó­hugn­an­legri ­stöðu er varðar hlýnun jarð­ar. Nið­ur­stöður skýrsl­unnar sýna að hita­stig á jörð­unni muni hækka um 1,5 gráðu fyrir 2030 ef ekki er brugð­ist hratt við. Sú hækkun myndi hafa í för með sér hörmu­legar afleið­ing­ar, eyð­ing­u kór­al­rifa, mikla þurrka, flóð og mat­ar­skort fyrir hund­ruð millj­ónir manna.

Í skýrsl­unni er kallað eftir að ríki heims grípi til stór­tækra aðgerða en aðeins eru tólf ár til stefnu ef koma á í veg fyrir óaft­ur­kræf áhrif á líf­ríki jarð­ar­inn­ar. Ef fram­heldur sem horfir gætu stór svæði í heim­inum orðið ólíf­væn­leg. Þetta mun ekki ger­­ast hægt og bít­andi, heldur hratt og óum­flýj­an­lega sam­kvæmt skýrsl­unni ef stjórn­völd bregð­ast ekki við.

Nefnd eru fjögur meg­in­svið sem þarf að gjör­breyta, orku­notk­un, land­notk­un, borg­ar­skipu­lag og iðn­að­ur. Talið er að það þurfi bylt­ing­ar­kenndar breyt­ingar á öllum kerf­um. Breyt­ing á því hvernig lönd eru nýtt, hvernig fólk borð­ar, hvernig menn ferð­ast og svo fram­veg­is. Í skýrsl­unni sem mætti segja vera eins­konar loka­út­kall segir að mögu­legt er að bregð­ast við og ná veru­legum árangri fyrir 2030. En ljóst er að til þess þarf vilja almenn­ings til breyt­inga sem og póli­tískan vilja stjórn­valda.

Auglýsing

Breyttar mat­ar­venjur

Síð­ustu ár hefur fjöldi rann­sókna verið birtur sem sýnir fram á ef jarð­ar­búar breyta því hvernig þeir borða þá gætu þeir haft gríð­ar­leg áhrif á loft­lags­vanda jarð­ar. Nýlega hefur einnig verið birt yfir­grips­mikil rann­sókn á áhrifum mat­væla­fram­leiðslu í  vís­inda­rit­inu Nat­ure. Nið­ur­staða ­rann­sókn­ar­inn­ar ­sýndi að gíf­ur­legur sam­dráttur í kjöt­neyslu gæti haft úrslita­á­hrif á að halda hættu­legum veð­ur­fars­breyt­ingum í skefj­um.

Mynd: EPASam­kvæmt rann­sókn­inni þarf neysla á Vest­ur­löndum á nauta­kjöti að drag­ast saman um 90 pró­sent og auka þarf neyslu á baunum og belg­jurtum fimm­falt. Í rann­sóknin er sýnt fram á land­bún­aður og fram­leiðsla dýra­af­urða veldur ekki aðeins  losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá búpen­ingi, heldur einnig eyð­ing skóga, gríð­ar­mik­illi vatns­notkun og súrnun sjáv­ar.

Í skýrsl­unni er bent á að í raun getur fólk haft mun meiri áhrif á kolefn­is­fótsporið sitt með því að minnka kjöt­neyslu heldur en að skera niður flug­ferðir eða kaupa raf­bíl, vegna þess að þær aðgerðir hafa aðeins áhrif á los­un gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Ábyrgð ­stjórn­valda 

Þessar rann­sóknir sýna að hinn almenni borg­ari geti með breyt­ingum á mat­ar­venjum sínum haft áhrif á kolefn­islos­un. Í skýrsl­unni Sam­ein­uðu þjóð­anna kemur einnig skýrt fram að breytt­ir ­lifn­að­ar­hætt­ir ­fólks eru for­senda þess að eitt­hvað muni breyt­ist. Rann­sóknir sýna hins vegar að erfitt getur verið að fá fólk til að breyta mat­­ar­venj­ur eða ferða­mátum með það að mark­miði að hafa áhrif á umhverf­is­mál. Því hefur verið bent á ábyrgð stjórn­valda í þessum mál­um, þar sem tím­inn er  skamm­ur.

Stefán Gísla­son, umhverf­is­stjórn­un­ar­fræð­ing­ur, ræddi ábyrgð stjórn­valda í við­tali við Rúv fyrr í þessum mán­uð­i. „Þetta eru bylt­ing­ar­kenndar breyt­ingar á öllum kerf­um, því hvernig menn nýta land, því hvað menn borða, hvernig menn ferð­ast og svo fram­veg­is. Þetta er hægt, það er bæði eðl­is­fræði­lega og efna­fræði­lega hægt að bregð­ast nógu fljótt við til að við verðum búin að ná veru­legum árangri fyrir 2030, eina spurn­ingin um það hvort það sé hægt er hin póli­tíska spurn­ing, það er, er póli­tískur vilji til að gera það eða ekki, þar liggur efinn og bolt­inn er hjá stjórn­völd­um, þau verða að draga vagn­inn, við getum ekki beðið eftir því að frjáls félaga­sam­tök eða almenn­ingur eða hver sem er breyti við­horfi fólks þannig að það fari að hegða sér öðru­vísi, fólk fer ekki að hegða sér öðru­vísi nema það sé neitt til þess og það er bara komið að því að það verður því miður að taka þannig á málum að fólk neyð­ist til að hegða sér öðru­vísi, hætta að borða kjöt, ferð­ast minna, hvað sem það er,“ sagði Stef­án.

Aðgerða­á­ætlun í loft­lags­stefnan

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið birti í sept­em­ber nýja aðgerða­á­ætlun í loft­lags­mál­u­m. ­Sam­kvæmt heima­síð­u um­hverf­is­ráðu­neyt­is­ins á áætl­unin að vera horn­steinn og leið­ar­ljós um útfærslu á stefnu stjórn­valda í mála­flokkn­um. Verk­efna­stjórn með full­trúum sjö ráð­herra hefur unnið að aðgerða­á­ætl­un­inni, í sam­ræmi við sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Í heild eru settar fram 34 aðgerðir skipt í fjóra flokka. Fyrstu tveir flokk­arnir geyma til­lögur að aðgerðum sem eiga að stuðla að orku­skipt­um, ann­ars vegar í sam­göngum og hins vegar á öðrum svið­um. Þriðji flokk­ur­inn fjallar um aðgerðir til að efla kolefn­is­bind­ingu í gróðri og jarð­vegi. Fjórði flokk­ur­inn fjallar um marg­vís­legar aðgerðir á öðrum svið­um, s.s. varð­andi minni sóun og bætta með­ferð úrgangs, aukna fræðslu, stuðn­ing við nýsköpun og lofts­lagsvæna tækni, lofts­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins og aðgerðir í land­bún­aði og iðn­aði.

hleðslustöðBreyttar mat­ar­venjur koma ekki fram í aðgerða­á­ætl­un­inni

Í skýrslu aðgerða­á­ætl­un­ar­innar er hvergi minnst á að breyttar mat­ar­venjur fólks gæti haft áhrif á kolefn­islosun Íslands. Kjarn­inn sendi því Huga Ólafs­syni, for­manni verk­efn­is­stjórn­ar að­gerðaa­á­ætl­un­ar­inn­ar, fyr­ir­spurn um hvort að stæði til á ein­hvern hátt að skoða aðgerðir sem myndu stuðli að breyttum mat­ar­venjum fólks. 

Mynd:FlickrÍ svari Huga segir að aðgerð­irnar koma á ein­hvern hátt við allar helstu upp­sprettur los­unar á Íslandi. Aðgerðir til að draga úr losun í land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi miða að því að minnka lofts­lags­á­hrif mat­væla­fram­leiðslu á Íslandi; ýmsar aðgerðir í land­notkun geta líka stuðlað að því. Sömu­leiðis segir hann að gert sé ráð fyrir áfram­hald­andi starfi sem miðar að minni mat­ar­só­un.

Í að­gerða­á­ætl­un­inni er fjallað um fræðslu um loft­lags­mál í skólum og fræðslu um loft­lags­mál fyrir almenn­ing. Ekki feng­ust þó svör frá Huga hvort stefnt sé að fræða almenn­ing og nem­endur um áhrif land­bún­aðar á umhverfið og hvernig hægt sé að breyta ýmsu með neyslu­venj­u­m. 

Hugi seg­ist ekki geta sagt nákvæm­lega til um hvað verður rætt í áfram­hald­andi starfi verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar, það ræðst af þeim athuga­semdum sem koma fram og afstöðu við­kom­andi ráðu­neyta, sem skipa stjórn­ina. Aðgerða­á­ætl­un­in er nú í sam­ráðs­gátt og öllum heim­ilt að gera athuga­semdir við þær til­lögur sem þar eru lagðar fram og leggja til nýj­ar. Sam­kvæmt Huga verður nýja útgáfa skýrsl­unnar á næsta ári unnið á grunn­i ­at­huga­semda og sam­ráðs. Í aðsendum hug­myndum fyrir drög að aðgerða­á­ætl­un­inni má sjá að sex hug­myndir komu að ein­hverju ­leyt­i að minnkun kjöt­neyslu á Ísland­i. Hugi svar­aði þó ekki þegar spurt var hvort tekið hefði verið til­lit til þeirra hug­mynda við und­ir­bún­ing áætl­un­ar­inn­ar.

„Mat­væla­fram­leiðsla einn af stóru áhrifa­þátt­unum þegar það kemur að ­lofts­lags­breyt­ing­um“

Í ávarpi sínu á Mat­væla­degi, Mat­væla og nær­ing­ar­fræði­fé­lag Íslands, fjall­aði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra um að mat­væla­fram­leiðsla sé eitt af stóru við­fangs­efnum stjórn­mál­anna á þess­ari öld. 

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Bára huld Beck„Það er sýn ­rík­is­stjórn­ar­innar að við eigum að móta okkur fram­tíð­ar­sýn um mat­væla­landið Ísland. Þar þurfa nán­ast öll ráðu­neyti að taka þátt. Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neytið er þunga­miðja í slíku starfi, en þar þurfa líka að taka þátt heil­brigð­is­ráðu­neyti, enda er matur og mat­væla­ör­yggi stórt heil­brigð­is­mál; umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti, enda er mat­væla­fram­leiðsla einn af stóru áhrifa­þátt­unum þegar kemur að lofts­lags­breyt­ing­um.“ sagði Katrín.

„Þarna þurfum við að vinna þvert á ráðu­neyti og stofn­anir og setja okkur stefnu þannig að við byggjum hér upp mat­væla­fram­leiðslu, tryggjum mat­væla- og fæðu­ör­yggi, drögum úr mat­ar­só­un, berj­umst gegn lofts­lags­breyt­ing­um, eflum lýð­heilsu og aukum nýsköpun og þróun á sviði mat­væla­fram­leiðslu.“ sagði Katrín enn frem­ur í ávarpi sínu

Neysla dýra­af­urða tekin fyrir

Ein af þeim þremur nefndum sem eru starf­andi um loft­lags­mál inn­an­ Um­hverf­is­ráðu­neyt­is­ins er loft­lags­ráð­ið. Loft­lags­ráð­inu er ætlað að vera stjórn­völdum til aðhalds með mark­vissri ráð­gjöf um stefnu­mark­andi ákvarð­anir sem tengj­ast lofts­lags­málum á Ísland­i, þ.m.t. aðgerðum til að draga úr losun og auka bind­ingu gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, efla við­náms­þol gagn­vart afleið­ingum veð­ur­fars­breyt­inga og efla almenna vit­und um lofts­lags­mál og aðgerðir til að sporna gegn þeim.

Hall­dór Þor­geirs­son, for­maður lofts­lags­ráðs og fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur­ ­lofts­lagsamn­ing ­Sam­ein­uðu þjóð­anna, segir loft­lags­ráð­ið vera um þessar mundir að móta hvernig ráðið getur best stuðlað að bættu upp­lýs­inga­flæði og fræðslu svo ein­stak­ling­ar, heim­ili, fyr­ir­tæki og stofn­anir geti tekið upp­lýstar ákvarð­an­ir. Aðspurður seg­ist hann ekki hjá því kom­ist að taka á kolefn­is­spori mat­væla í okkar stað­bundna sam­hengi allt frá fram­leiðslu til neyslu þar með talið dýra­af­urða.

Hall­dór segir að allar líkur sé á því að neysla dýra­af­urða verði tekin fyrir í grein­ar­gerð sem Loft­lags­ráð skilar Umhverf­is­ráð­herra fyr­ir­ 1. mar­s 2019 um mark­mið stjórn­valda um kolefn­is­hlut­leysið 2040. „Kolefn­is­hlut­leysi felur í sér að jafn­vægi þarf að nást milli los­unar og bind­ingar kolefnis og við Íslend­ingar stefnum að því að ná slíku jafn­vægi árið 2040. Við jarð­ar­búar þurfum að ná slíku jafn­vægi um miðja öld­ina. Við Íslend­ingar og jarð­ar­bú­ar allir þurfum því að lág­marka kolefn­is­spor okk­ar þ.m.t. kolefn­is­spor fram­leiðslu og neyslu dýra­af­urða.“ segir Hall­dór við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Stór hluti losun gróð­ur­húsa­teg­unda kemur frá land­bún­aði

Ræktun á naut­gripum til kjöt- og mjólk­ur­fram­leiðslu á langstærstan þátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í búfjár­rækt í heim­in­um ­sam­kvæmt nýrri skýrslu FAO, Mat­væla- og land­bún­að­ar­­­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Áætluð losun naut­gripa er ríf­lega 5 millj­arðar tonna í koltví­sýr­ingsí­gild­um, eða rúm 65 pró­sent af árlegri losun allra gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í búfjár­rækt í heim­in­um. 

Í skýrsl­unni er greint frá því hvernig draga má úr losun gróð­ur­húsa­­loft­teg­unda í búfjár­rækt með því að draga úr fram­leiðslu og neyslu búfjár­af­urða eða með því að draga úr losun við fram­leiðsl­una. Talið er að með því að breyta fram­leiðslu­ferli búfjár­ræktar megi draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í grein­inni um allt að 30 pró­sent eða um 1,8 millj­arða tonna koltví­sýr­ingsí­gilda.

Í aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda kemur fram að 21 pró­sent allra þeirra los­unar sem íslensk stjórn­völd bera beina ábyrgð á, sam­kvæmt alþjóð­legum skuld­bind­ing­um, kemur frá land­bún­aði. Í nýj­ustu tölum Hag­stof­unnar má sjá að á Ísland­i los­aði land­bún­aður 4,7 kílótonn af koltví­sýr­ing og 14.466 tonn af metan út í umhverfi árið 2016.

Birgir Þór Harldsson

Í aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum er gert ráð fyrir því að losun frá land­bún­aði drag­ist saman um fimmt­ung á næstu 12 árum án þess að skepnum verði fækk­að. Hugi Ólafs­son sagði í sam­tali við Speg­il­inn að ekki standi til að setja bind­andi sam­drátt­ar­mark­mið fyrir ákveðna geira, þau við­mið sem sett séu fram í áætl­un­inni séu í takt við það sem stjórn­völd telji raun­hæft að hver geiri geri til að hægt sé að ná heild­ar­mark­miði stjórn­valda um sam­drátt í losun en það mat byggi ekki á miklum grein­ing­um, það skorti meiri þekk­ingu.

Í títt­nefndri skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna kom fram að land­bún­aður er eitt fjög­urra sviða þar sem vís­inda­menn­irnir telja sér­staka þörf á upp­stokk­un. Sig­urður Eyþórs­son, fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­taka Íslands, og með­limur í Lofts­lags­ráði stjórn­valda, sagði í sam­tali við frétta­stofu Rúv að hann sæi ekki fyrir bylt­ingu í land­bún­aði á Íslandi. „Nei, ég get nú ekki sagt það, þetta er grein sem stendur á gömlum merg, fram­leiðslu­ferl­ar eru langir og við erum ekki gjörn á að taka ákvarð­anir um að breyta um stefnu í hvelli.“ Þetta snú­ist meira um að inn­lima lofts­lags­hugsun í allan búrekst­ur. Hann sér fyrir sér að í fram­tíð­inni verði í auknum mæli horft til lofts­lags­mála þegar gerðir verða búvöru­samn­ingar og sett stefna í land­bún­að­ar­mál­um.

Leiðir sem stjórn­völd geta farið

Stjórn­völd um allan heim nota jákvæða og nei­kvæða hvata til að reyna hafa áhrif á hegð­un í­búa sinna, sem dæmi má nefna skatta­af­slætti, hleðslu­stæði fyrir raf­bíla, syk­ur­skatt og fleira. Hingað til hafa stjórn­völd hér á landi þó ekki í neinum mæli verið með hvata fyrir almenn­ing er varðar minnkun neyslu dýra­af­urða.

Áður en aðgerða­á­ætlun stjórn­valda var birt þá stóðst til boða fyrir fólk að senda inn hug­myndir um aðgerðir sem stjórn­völd gæt­u lagst í til að hafa áhrif á kolefn­is­fót­spor Íslands. Inn­sendar hug­myndir  fyrir aðgerða­á­ætlun voru 87 tals­ins og sner­ust flestar um orku­skipti í vega­sam­göngum eða notkun plasts. Sex hug­myndir sneru að ­sam­drætt­i í kjöt­neyslu á Íslandi. Meðal þeirra var hug­mynd um að stjórn­völd myndu hækka skatta á mjólkur og kjöt­vör­ur. Önnur var að styrkja græn­met­is­bændur í þeirra von að hvetja al­menn­ing að neyta meira græn­metis og minnka inn­flutn­ing græn­metis frá­ út­lönd­um. 

Ein hug­mynd­anna sner­ist að því að merkja mat og til­greina hvað sót­spor við­kom­andi vöru eða þjón­ustu væri. En mikið hefur verið fjallað um sót­spor að und­an­förnu, sót­spor er mæl­ing á því magni koltví­sýr­ings (CO2) sem fer út í and­rúms­loftið við notkun á vöru eða þjón­ustu. Sót­spor við­kom­andi vöru er þá mælt frá upp­hafi til enda og neyt­and­inn getur þá tekið upp­lýsta ákvörðun um vör­urnar eða þjón­ustu sem hann versl­ar.

Dæmi um sótsporamerkingu Mynd: Joseph Poore

Ein hug­myndin benti á ábyrgð stjórn­valda við að fræða fólk um hvað felst í að breyta mat­ar­venjum sínum og hver afleið­ingar þess yrðu á umhverf­ið. Erfitt gæti þó verið fyrir ofan­greindar hug­myndir að hljóta fram­göngu þar sem neysla dýra­af­urða varða mörg og ólík hags­muna­sam­tök, sem dæmu um þau er Sam­tök atvinnu­lífs­ins, Bænda­sam­tök­in, Neyt­enda­sam­tökin og umhverf­is­vernd­ar­sam­tök. Öll þess sam­tök ásamt fleirum fengu til dæmis að til­nefna eina mann­eskju hver til að sitja í loft­lags­ráð­ið. En for­vitni­legt verður að sjá hvort að breyttar mat­ar­venjur Íslend­inga verði á dag­skrá í nýrri útgáfu aðgerða­á­ætl­un­ar­innar eða í grein­ar­gerð loft­lags­ráðs á næsta ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar