Mynd: Bára Huld Beck

Árið 2018: Vantraust á dómsmálaráðherra og bætur til þeirra sem voru teknir af lista

Í mars var vantrauststillaga á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra lögð fram vegna framgöngu hennar í Landsréttarmálinu. Í október unnu tveir umsækjendur um stöðu dómara í Landsrétti sem voru metnir á meðal þeirra hæfustu en ráðherra ákvað að skipa ekki, mál sitt gegn íslenska ríkinu. Kjarninn heldur áfram að gera upp árið 2018.

Um mið­­nætti 5. mars lögðu tveir stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokk­­ar, Píratar og Sam­­fylk­ing, fram van­­traust­s­til­lögu á Sig­ríði Á. And­er­­sen ­dóms­­mála­ráð­herra. Sú gjörð á rætur sínar að rekja í Lands­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða, sem snýst um að ­mats­­­nefnd um hæfi umsækj­enda um dóm­­­ara­emb­ætti við Lands­rétt, nýtt milli­­­­­dóm­­­stig, lagði fram til­­­lögu um 15 hæf­­­ustu ein­stak­l­ing­anna í fyrra­vor til að taka við 15 stöð­­­um. Sig­ríður ákvað að breyta þeirri til­­­lögu og færa fjóra af lista mats­­­nefnd­­­ar­innar en setja fjóra aðra í stað­inn. 

Í des­em­ber 2017 komst Hæst­i­­­réttur að þeirri nið­­­ur­­­stöðu að Sig­ríður hefði brotið gegn ­stjórn­­­sýslu­lög­um ­með athæfi sínu í málum sem tveir mann­anna sem höfðu verið færðir af list­­­anum höfð­uðu. Hinir tveir hafa síðan höfðað bóta­­­mál á hendur rík­­­inu.

Í könnun sem Mask­ína vann fyrir Stund­ina kom fram að 72,5 pró­­­­sent lands­­­­manna vildu að Sig­ríður segi af sér emb­ætti.  Spurt var „Finnst þér að Sig­ríður Á. And­er­­sen­dóms­­­­mála­ráð­herra eigi að segja af sér ráð­herra­­­­dómi eða á hún að sitja áfram sem dóms­­­­mála­ráð­herra?“

Vör­uðu ráð­herra ítrekað við

Van­­traust­s­til­lagan kom í kjöl­far þess að umboðs­­maður Alþing­is ­sendi bréf til stjórn­­­­­skip­un­­­ar- og eft­ir­lits­­­nefndar. Þar kom fram að hann myndi ekki hefja frum­­­­kvæð­is­rann­­­­sókn á mál­inu í ljósi yfir­­­­stand­andi umfjöll­unar dóm­stóla og Alþingis um mál­ið. Hann gerði hins vegar nokkrar veiga­­­­miklar athuga­­­­semdir við máls­­­­með­­­­­­­ferð­ina, meðal ann­­­­ars þá að hann teldi að sá tveggja vikna frest­­­­ur, sem ráð­herra hefur ítrekað borið við að hafi haft áhrif á mög­u­­­­leika hennar til að rann­saka mál­ið, hafi ekki átt við í því til­­­­­­­felli.

Að auki benti hann sér­­­­stak­­­­lega á skyldu sér­­­­fræð­inga ráðu­­­­neyt­is­ins til að veita ráð­herra ráð­­­­gjöf, til að tryggja að ákvarð­­­­anir hans séu lögum sam­­­­kvæmt og að öll stjórn­­­­­­­sýsla ráð­herra og ráðu­­­­neytis sé í sam­ræmi við ólög­­­­festa rétt­­­­mæt­is­­­­reglu stjórn­­­­­­­sýslu­rétt­­­­ar. Ráð­herra hafi í þessu til­­­­viki verið veitt sú ráð­­­­gjöf, en minnst þrír sér­­­­fræð­ingar ráðu­­­­neyt­is­ins ráð­lögðu  Sig­ríði ítrekað við því að breyt­ingar á lista Lands­rétt­­­­ar­­­­dóm­­­­ara og sá ófull­nægj­andi rök­­­­stuðn­­­­ingur sem þeim breyt­ingum fylgdi gæti verið brot á stjórn­­­sýslu­lög­um, eins og síðar kom á dag­inn.

Til­lagan felld

Til­­lagan var tekin fyrir á Alþingi 6. mars. Þar var hún felld. ­At­kvæði féllu þannig að 33 voru á móti til­­­lög­unni, 29 með­­­­­fylgj­andi og einn sat hjá, Berg­þór Óla­­­son Mið­­­flokki.

Tveir þing­­­menn Vinstri grænna, Rósa Björk Brynj­­­ólfs­dóttir og Andrés Ingi Jóns­­­son, studdu til­­­lögu um van­­­traust, en aðrir stjórn­­­­­ar­­­þing­­­menn voru á mót­i.

Í kjöl­farið hefur því verið haldið fram, meðal ann­­ars af vara­­for­­manni Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, að stjórn­­­ar­­meiri­hlut­inn telji nú 33 þing­­menn en ekki þá 35 sem sitja á þingi fyrir stjórn­­­mála­­flokk­anna þrjá sem mynda rík­­is­­stjórn.

Fá bætur

Áður­nefndur dómur Hæsta­réttar var í málum þar sem Ást­ráður Har­alds­­­­­son og Jóhannes Rúnar Jóhanns­­­­­son, sem urðu báðir af dóm­­­­­ara­­­­­sæti í Lands­rétti vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­ar, stefndu rík­­­­­inu vegna ákvörð­unar henn­ar.

Þeir eru báðir starf­andi lög­­­­­­­­­menn og lögðu ekki fram nein gögn sem gátu sýnt fram á fjár­­­­­hagstjón vegna ákvörð­unar ráð­herra. Skorað var á þá fyrir dómi að leggja fram skatt­fram­­­­­töl og þar með upp­­­­­lýs­ingar um tekjur sínar þannig að unnt væri að taka afstöðu til þess hvort þeir hefðu beðið „fjár­­­­­tjón vegna þeirra ákvarð­ana dóms­­­­­mála­ráð­herra sem um ræðir í mál­in­u“. 

Hvor­ugur þeirra gerði slíkt og þess vegna var íslenska ríkið sýknað af við­­­­­ur­­­­­kenn­ing­­­­­ar­­­­­kröfu um fjár­­­­­tjón. Íslenska rík­­­­inu var hins vegar gert að greiða þeim miska­bæt­­­­ur. 

Tveir aðrir menn sem voru á lista dóm­­­­­nefndar yfir þá sem átti að skipa dóm­­­­­ara höfð­uðu ekki slík mál. Annar þeirra, Jón Hösk­­­­­ulds­­­­­son hér­­­­­aðs­­­­­dóm­­­­­ari, sendi hins vegar kröfu á íslenska ríkið eftir að dómur Hæsta­réttar lá fyrir þar sem hann krafði það um skaða- og miska­bætur vegna skip­unar í Lands­rétt. Þeirri kröfu var ekki svarað og í kjöl­farið höfð­aði Jón mál.

Jón krafð­ist þess að fá bætt mis­­­­­mun launa, líf­eyr­is­rétt­inda og ann­­­­­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­­­­­ara við Lands­rétt ann­­­­­ars vegar og hér­­­­­aðs­­­­­dóm­­­­­ara hins veg­­­­­ar. Jón krafð­ist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Lands­rétt­­­­­ar­­­­­dóm­­­­­arar fá 1,7 millj­­­­­ónir króna í laun á mán­uði en hér­­­­­aðs­­­­­dóm­­­­­arar 1,3 millj­­­­­ónir króna.

Eiríkur Jóns­son ákvað að fylgja í fót­­­spor Jóns snemma á þessu ári og stefndi rík­­­inu. Hann er fæddur árið 1977 og er því rúm­­lega fer­tugur að aldri. Eiríkur átti því um 27 ár eftir á vinn­u­­­­­­mark­aði þegar skipað var í Lands­rétt miðað við hefð­bund­inn eft­ir­­­­­­launa­ald­­­­­­ur.

Í októ­ber komst Hér­aðs­dómur Reykja­víkur að þeirri nið­ur­stöðu að íslenska ríkið þyrfti að greiða mönn­unum tveimur bætur vegna ólög­mætra athafna dóms­mála­ráð­herra. 

Hér­­aðs­­dómur Reykja­víkur dæmdi Jóni fjórar millj­­ónir króna í skaða­bæt­­ur, 1,1 milljón króna í miska­bætur auk þess sem rík­inu var gert að greiða 1,2 milljón króna máls­­kostnað hans. 

Dóm­­ur­inn féllst á bóta­­skyldu rík­­is­ins gagn­vart Eiríki en hann mun þurfa að höfða skaða­­bóta­­mál til að inn­­heimta þá bóta­­skyldu. Ríkið greiddi 1,2 milljón króna máls­­kostnað hans. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar