Mynd: Samsett collagess.jpg
Mynd: Samsett

Miðflokkurinn beitir málþófi gegn aflandskrónufrumvarpi

Seðlabanki Íslands hefur miklar áhyggjur af því að lausar aflandskrónur aukist um 25 milljarða á morgun verði frumvarp sem er nú til umræðu ekki samþykkt. Hörð átök voru um málið á þingi í dag þar sem Miðflokkurinn beitir málþófi. Þar var formaður þess flokks spurður um Wintris, tengsl sín hrægamma og hverra hagsmuna hann væri að gæta. Hann ásakaði fyrirspyrjandann um meiðyrði og taldi að vísa ætti háttsemi hans til siðanefndar.

Mið­flokk­ur­inn stendur nú fyrir mál­þófi til að hindra að frum­varp sem heim­ilar eig­endum eft­ir­stand­andi aflandskrónu­eigna að fara með þær úr landi, að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um, verði að veru­leika.

Frum­varp­ið, verði það að lög­um, mun heim­ila Seðla­bank­anum að beita þrenns konar heim­ildum við losun aflandskrónu­eigna og felur auk þess í sér breyt­ingar á bráða­birgða­á­kvæði laga um gjald­eyr­is­mál sem varðar reglur um bind­inu reiðu­fjár vegna nýs inn­streymis erlends gjald­eyr­is.

Seðla­banki Íslands skil­aði efna­hags- og við­skipta­nefnd umsögn um málið fyrir skemmstu. Þar kom meðal ann­ars fram að mik­il­vægt yrði að frum­varpið yrði að lögum fyrir 26. febr­ú­ar, sem er í dag. Ástæðan væri sú að þá væri gjald­dagi til­tek­ins flokks rík­is­bréfa. Ef frum­varpið yrði ekki afgreitt fyrir þann tíma myndi umfang aflandskrónu­eigna í lausu fé aukast um næstum 70 pró­sent eða um 25 millj­arða króna.

Í umsögn Seðla­banka Íslands sagði enn frem­ur: „Við það eykst hætta á að stórir aflandskrónu­eig­end­ur, sem átt hafa sín bréf í sam­felldu eign­ar­haldi frá því fyrir höft og taldir hafa verið lík­legir til að end­ur­fjár­festa í íslenskum skulda­bréfum þegar þeirra bréf koma á gjald­daga þann 26. febr­úar muni í stað þess leita út þegar þeir losna af bundnum reikn­ing­um. Það mun hafa tvenns konar áhrif. Í fyrsta lagi mun Seðla­bank­inn þurfa að eyða mun meiri forða til að koma í veg fyrir geng­is­fall í tengslum við losun aflandskróna. Í öðru lagi mun draga meira úr fram­boði erlends fjár á inn­lendum skulda­bréfa­mark­aði en reiknað var með þegar frum­varpið var samið. Mark­aðs­að­ilar hafa kvartað undan skorti á slíku fram­boði í tengslum við bind­ingu fjár­magns­streymis inn á skulda­bréfa­mark­að.“

Öll nefndin nema einn studdi álit­ið, sá var las­inn

Efna­hags- og við­skipta­nefnd afgreiddi málið með sam­þykki allra mættra nefnd­ar­manna 21. febr­úar síð­ast­lið­inn. Þeir komu úr Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn, Píröt­um, Vinstri græn­um, Sam­fylk­ingu og Fram­sókn­ar­flokki. Einn nefnd­ar­mað­ur, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Mið­flokks­ins, var fjar­ver­andi við afgreiðslu nefnd­ar­inn­ar.

Þegar Óli Björn Kára­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, mælti fyrir nefnd­ar­á­lit­inu skömmu eftir klukkan 15 í dag var þegar ljóst að Mið­flokk­ur­inn ætl­aði að stilla sér upp gegn því. Allir þing­menn flokks­ins höfðu skráð sig á mæl­enda­skrá. Síðan þá hafa þeir tekið aftur og aftur til máls.

Fyrstur þeirra í pontu steig Sig­mundur Davíð og sagð­ist hafa verið las­inn þegar nefnd­ar­á­litið var sam­þykkt. Hann sagði að það breytti því þó ekki að hann teldi ekki hafa komið til greina að kvitta upp á það. „Mér þykir reyndar heldur óvið­ur­kvæmi­legt að Seðla­banki Íslands skuli setja þing­inu hálf­gerða afar­kosti um að afgreiða eigi þetta mál í dag, ella geti eitt­hvað mjög óljóst gerst. Skýr­ingar bank­ans á því finn­ast mér ekki alveg trú­verð­ug­ar. Þar er gefið til kynna að núna, loks­ins þegar ákveðnir eig­endur skulda­bréfa séu búnir að vera lok­aðir inni í höftum í 10 ár, muni þeir gjarnan vilja vera áfram bara ef þeir fái að end­ur­nýja skulda­bréfin á þessum til­tekna degi. Og svo fæ ég ekki betur séð en að á sama stað komi fram það álit Seðla­bank­ans að mark­aðs­að­ilar hafi af því áhyggjur að lítil ásókn erlendra fjár­festa sé í íslenskum skulda­bréfa­mark­aði nú um stund­ir, en dregur samt þá ályktun að það hljóti helst að vera þeir sem eru búnir að brenna sig verst og vera hér í 10 ár, sem muni hafa áhuga á að fjár­festa í inn­lendum skulda­bréfa­mark­aði. Ég fæ þetta ekki alveg til að ganga upp, þessar skýr­ingar Seðla­bank­ans.“

Smári spyr Sig­mund Davíð

Hitna tók í kol­unum þegar Smári McCart­hy, þing­maður Pírata, tók til máls. Hann sagð­ist sýn­ast sem svo af mæl­enda­skrá að Mið­flokk­ur­inn væri að skipa sér í mál­þófs­gír til þess að tefja afgreiðslu máls­ins. „Þá fer maður að velta fyrir sér hver til­gang­ur­inn er. Í tíundu grein siða­reglna Alþingis seg­ir, með leyfi for­seta, þing­menn skulu þar sem við á vekja athygli á per­sónu­legum hags­munum sínum þar sem máli skiptir við með­ferð þing­mála.“

Í kjöl­farið beindi Smári þeirri spurn­ingu til Sig­mundar Dav­íðs hvort að hann hefði nú „eins og hann hafði nú hér fyrir nokkrum árum, eins og alþjóð veit, per­sónu­lega hags­muni sem tengj­ast með­ferð þessa þing­máls. Og ef svo er ekki þá langar mig til þess að spyrja í þágu hvaða mark­miða eða hags­muna­að­ila það er sem Mið­flokk­ur­inn er nú að reyna að tefja fram­göngu þessa máls?“

Sig­mundur Davíð tók fyr­ir­spurn­inni ekki vel. „Því virð­ast fá tak­mörk sett hversu fram­ganga Pírata getur verið ógeð­felld á þessu Alþingi. Og ég held að það sé orðið löngu tíma­bært að siða­nefnd fari að fjalla um Pírata og hvernig þeir starfa, ekki bara ein­eltiskúlt­ur­inn innan þeirra raða heldur líka fram­komu þeirra við aðra þing­menn.“

Sig­mundur Davíð sagði for­sendur spurn­ingar Smára vera frá­leit­ar. Mat Seðla­banka Íslands á mál­inu væri rök­leysa. „Ef að höft­unum er ekki aflétt og menn taka aftur upp þráð­inn þar sem frá var horfið þá geta vog­un­ar­sjóðir ekki hreyft sig. Þá sitja þeir áfram fast­ir. Ég hef sann­ar­lega engra hags­muna að gæta hjá vog­un­ar­sjóðum eins og hátt­virtur þing­maður á að geta gert sér grein fyr­ir. En ég ítreka það að mér finnst fram­ganga Pírata hér á Alþingi und­an­farnar vikur og und­an­farna mán­uði, og reyndar í kannski dálítið mörg ár, vera fyrir neðan allar hell­ur.“

Wintris, meið­yrði og siða­nefnd

Smári kom aftur í pontu og sagði spurn­ing sín væri rétt­mæt og óskaði eftir þvi að Sig­mundur Davíð svar­aði henni efn­is­lega. „Það muna svo sem allir eftir því að sá maður sem tal­aði mest um hræga­manna hér um árið reynd­ist vera einn þeirra sjálf­ur.“

Smári sagði að Sig­mundur Davíð hefði meira að segja við­ur­kennt það í blaða­við­tali að það hefðu verið tengsl á milli aflands­fé­lags sem hafði verið í hans eigu, Wintris, og aflandskrónu­eigna. „Nú veit ég ekki hver staðan er á aflandskrónu­eignum eða fyr­ir­tæk­inu Wintris í dag[...]En það er eðli­legt, og það eru ekki ein­elt­istil­burðir að spyrja þegar þekkt er að þing­menn hafi ein­hver tengsl, eða hafi haft ein­hver tengsl í for­tíð­inni við ákveðin mál að spyrja hvort þau tengsl séu enn til stað­ar.“

Það væri sér í lagi mik­il­vægt þegar það skap­að­ist ein­hver vafi á því hvort að áhætta væri á því hvort að hagn­að­ar­tæki­færi gæti skap­ast fyrir aflandskrónu­eig­endur ef áður­nefndur skulda­bréfa­flokkur fengi að renna út, líkt og hann gerir í dag. „Þá er eðli­legt að spyrja úr því að Mið­flokk­ur­inn er kom­inn í þennan mál­þófs­gír: Fyrir hvern? Hver græð­ir?“

Sig­mundur Davíð kom aftur í and­svar og sagði: „Þing­mað­ur­inn sem tal­aði hér á undan mér gerð­ist sekur um meið­yrði. Hann laug og lagði sig fram við það að reyna að stimpla inn ógeð­fellda mynd sem hann, og allt of margir félagar hans hafa reynt á und­an­förnum árum að við­halda og koma inn hjá fólki. Ég hef aldrei haft nein tengsl við nokkra hrægamma­sjóði og það hafa engir ætt­ingjar mínir gert held­ur. Konan mín að vísu tap­aði pen­ingum sem hún átti inní banka þegar þeir hrundu og gaf megn­inu af því eftir eins og aðrir sem töp­uðu á hrun­in­u.“ Sig­mundur Davíð sagði að fram­ganga Smára setti fram­göngu Pírata í þing­inu í nýjar lægðir að hans mati. „Fyrir utan það að kenn­ingin hans er svo arfa­vit­laus. Að búa til sam­sær­is­kenn­ingu um það að það að koma í veg fyrir að harð­skeytt­ustu vog­un­ar­sjóð­irnir séu los­aðir úr höftum ein­hliða að hálfu rík­is­ins, að með því móti sé á ein­hvern hátt verið að ganga gegn hags­munum rík­is­ins. Hvers konar ein­dæmis della er þetta og hvað eigum við að þola mikið meira af þessu frá þing­mönnum Pírata? Ég held að minnsta kosti í þessu til­viki sé fullt til­efni til þess að vísa fram­göngu þing­manns­ins til siða­nefnd­ar.“

Mál­þóf Mið­flokks­ins stendur enn yfir þegar þessi frétta­skýr­ing er birt. Hægt er að fylgj­ast með því hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar