EPA

Neyðarástand eða ekki – Eitthvað þarf að gera

Krafa hefur verið uppi í samfélaginu um að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en þau hafa ekki enn séð ástæðu til þess að gera það. Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur þó ekki útilokað það og boðar jafnframt víðtækar aðgerðir í loftslagsmálum.

Þjóð­ir, bæir og borgir víðs­vegar um heim­inn hafa lýst yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­málum og hefur þrýst­ings gætt hér á landi að íslensk stjórn­völd geri slíkt hið sama. Þau hafa svarað og ekki talið ástæðu til að lýsa yfir neyð­ar­á­standi og telja að aðgerð­irnar tali sínu máli. Ekki eru allir á sama máli og hafa hinir ýmsu hópar haldið áfram að hvetja stjórn­völd að taka þetta skref­inu lengra.

Þann 2. maí síð­ast­lið­inn sam­þykktu breskir þing­menn að lýsa yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­um. Til­lagan var sam­þykkt af þing­mönnum en ber þó enga skyldu til rík­is­stjórnar til athafna. Til­lagan var sam­þykkt án atkvæða­greiðslu. Skotar hafa einnig lýst yfir neyð­ar­á­standi, sem og Írar og borgir og bæir í mörgum lönd­um, til að mynda í Ástr­al­íu, Belg­íu, Kana­da, Tékk­landi og Frakk­land­i. 

En hvað felst í því að lýsa yfir neyð­ar­á­standi og eru boð­aðar aðgerðir jafn­vel næg­ar? Ekki eru allir sam­mála um svörin við þessum spurn­ingum og kann­aði Kjarn­inn hvað stjórn­völd ætla að gera og hvað hinir ýmsu hópar í sam­fé­lag­inu, sem láta sig málið varða, hafa um það að segja.

Það sem þarf að horfa til eru aðgerðir

Í svari umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að íslensk stjórn­völd leggi áherslu á aðgerðir í lofts­lags­málum og að þau hafi sett sér mark­mið um árangur í þeim efn­um. Þar sé lögð höf­uð­á­hersla á að koma aðgerðum í fram­kvæmd sem fyrst. Þannig náist árangur í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar sé lögð mikil áhersla á lofts­lags­mál og hafi rík­is­stjórnin sett fram viða­mikla aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um.

„Um­hverf­is­ráð­herra fagnar alþjóð­legri sem inn­lendri umræð­unni um neyð­ar­á­stand og lofts­lags­mál og því hvernig hún hefur lyft lofts­lags­mál­unum enn hærra. Það er mik­il­vægt. Hann hefur lýst því yfir í fjöl­miðlum að hann úti­loki ekki að neyð­ar­á­standi verði lýst yfir hér á landi en að það sem fyrst og fremst þurfi að horfa til séu þó aðgerð­ir,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Segir aðgerða­á­ætl­un­ina alls ekki ganga nógu langt

Margir vilja þó ekki við þessi svör una. Auður Önnu Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að sam­tökin ítreki áskorun sína að stjórn­völd lýsi fyrir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­um. Á síð­asta aðal­fundi Land­verndar í lok apríl var skorað á íslensk stjórn­völd að lýsa yfir neyð­ar­á­standi vegna lofts­lags­breyt­inga.  Þá var ályktað að það verði að útfæra aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum með tölu­legum og tíma­settum mark­mið­um. Hún verði að ná til allra sviða sam­fé­lags­ins í takt við alvar­leika vand­ans.

Í grein­ar­gerð Land­verndar segir að nokkur lönd hafi nú þegar lýst yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­málum og að Ísland þurfi að gera það sama. Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá Íslandi auk­ist hratt og sé mun meiri á hvern íbúa lands­ins en í nágranna­lönd­un­um. Jafn­framt er bent á að rík­is­stjórn Íslands hafi sent frá sér aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum síð­ast­liðið haust og að sú áætl­unin sé mik­il­vægt skref í bar­átt­unni. Hún gangi hins vegar alls ekki nógu langt; sé ómagn­bund­in, án tíma­settra mark­miða og ein­skorð­ist við of fáa sam­fé­lags­geira.

Yfirborð sjávar mun hækka með hlýnun jarðar og er það aðeins ein af afleiðingum loftslagsbreytinga.

Telur rík­is­stjórn­ina ekki vera að standa sig

„Grípa þarf til mun hrað­ari og víð­tæk­ari sam­dráttar í losun fyrir 2030 ef mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi 2040 eiga að nást. Með því að setja tölu­leg og tíma­sett mark­mið fyrir öll svið sam­fé­lags­ins er fyrst mögu­legt að ná sam­drætti í losun og  kolefn­is­hlut­leysi.

Stjórn­völd þurfa að setja skýran ramma og áætlun um hvernig það á að ger­ast,“ segir í grein­ar­gerð Land­vernd­ar.

Auður segir að þau hjá Land­vernd hafi sent áskor­un­ina á sex ráð­herra í rík­is­stjórn­inni og að þau hafi fengið þau svör að erindið væri mót­tek­ið. Ekki hafi heyrst frekar frá ráðu­neyt­un­um.

„Ég tel að lang­flestir geri sér grein fyrir því að rík­is­stjórnin sé ekki að standa sig í þessum mál­u­m,“ segir Auð­ur. Hún telur að þrátt fyrir það að lýst sé yfir neyð­ar­á­standi dugi það ekki í sjálfu sér en geri ákveðnu við­horfi hærra undir höfði.

Kolefn­is­hlut­laust Ísland í síð­asta lagi árið 2040

En hvaða aðgerðir eru þetta sem stjórn­völd tala um? Í svari umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins kemur fram að rík­is­stjórnin hafi sett sér mark­mið um kolefn­is­hlut­laust Ísland í síð­asta lagi árið 2040, sem sé metn­að­ar­fullt mark­mið og gangi lengra en alþjóð­legar skuld­bind­ingar Íslands geri ráð fyr­ir.

Lögð verði áhersla á þátt­töku allra geira sam­fé­lags­ins og almenn­ings í að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda því verk­efnið sé af þeirri stærð­argráðu að allir þurfi að taka þátt.

„Sem dæmi um aðgerðir sem þegar hefur verið ráð­ist í má nefna að nýverið sam­þykkti rík­is­stjórnin lofts­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins sem er ætlað að vera fyr­ir­mynd fyrir aðrar rík­is­stofn­anir og fyr­ir­tæki og hafa marg­feld­is­á­hrif út í sam­fé­lag­ið. Kolefn­is­gjald hefur verið hækkað í áföngum síðan rík­is­stjórnin tók við, vinna stendur sem hæst við breyt­ingar á lands­skipu­lags­stefnu þar sem áhersla er m.a. lögð á lofts­lags­mál í skipu­lagi, tryggt hefur verið með reglu­gerðum að gert sé ráð fyrir hleðslu raf­bíla við allt nýbyggt hús­næði á land­inu og vinna við stofnun Lofts­lags­sjóðs er í fullum gang­i,“ segir í svar­inu.

Á næst­unni verða kynntar aðgerðir á grund­velli aðgerða­á­ætl­un­ar­innar sem varða meðal ann­ars orku­skipti í sam­göng­um, kolefn­is­bind­ingu og jafn­framt hvað varðar sam­starf stjórn­valda við atvinnu­lífið á þessu sviði.

Bent er á að í Bret­landi hafi umræðan um neyð­ar­á­stand orðið til þess að almenn­ingur þrýstir á stjórn­völd að setja sér metn­að­ar­fyllri mark­mið og þau skoði nú að setja sér mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi árið 2050. Íslensk stjórn­völd ætli sem fyrr segir að ná sama mark­miði tíu árum fyrr og vinni nú sam­kvæmt því. „Grund­vall­ar­at­riðið eru og verða aðgerð­ir, þær eru það sem öllu máli skipt­ir,“ segir í svari umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins. 

Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum 15. mars 2019.
Bára Huld Beck

Unga fólk­inu stendur ekki á sama

Ungt fólk hefur staðið fyrir lofts­lags­verk­falli á föstu­dögum í fleiri vikur og mán­uði og eru þátt­tak­end­urnir hvergi bangnir og halda ótrauðir áfram. Í svari for­svars­manna verk­falls­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að þau hafi kraf­ist þess frá upp­hafi að rík­is­stjórnin lýsi yfir neyð­ar­á­standi og þar með tekið þá afstöðu að það eigi að gera.

„Um­fram það er ábyrgð verk­falls­ins að fá vekja athygli á mál­staðnum og þrýsta á þau sem eru í ráð­andi stöðu þegar kemur að breyt­ingum til að sporna gegn lofts­lags­vánni að grípa til aðgerða og lýsa yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­u­m,“ segir í svar­inu.

Tákn­ræn við­ur­kenn­ing á raun­veru­legum vanda

Stúd­enta­ráð Háskóla Íslands hefur sömu­leiðis hvatt stjórn­völd til að lýsa yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­um. Þá telja þau að í yfir­lýs­ingu neyð­ar­á­stands felist tákn­ræn við­ur­kenn­ing á raun­veru­legum vanda lofts­lagskrís­unnar sem við stöndum nú frammi fyr­ir.

Stúd­enta­ráð sam­þykkti ein­róma yfir­lýs­ing­una og hvetur rík­is­stjórn, þing­heim, bæj­ar­fé­lög og stofn­anir til að gera slíkt hið sama. „Þegar neyð­ar­á­stand ríkir þurfa aðgerðir að vera svo veiga­miklar og kröft­ugar að þær geti mætt vánni sem steðjar að okkur af fullum kraft­i.“

Þau telja enn fremur að atvinnu­líf og stjórn­völd þurfi að taka höndum saman af alvöru og ráð­ast í rót­tækar aðgerðir til að ná fram breyt­ing­um. Þrátt fyrir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa á Íslandi sé hlut­falls­leg losun Íslands á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum um það bil tvö­föld miðað við önnur lönd í Evr­ópu og haldi áfram að aukast. Ísland sé aug­ljós­lega þannig statt að gera þurfi miklu meira til að takast á við vand­ann.

Yfirlýsing Stúdentaráðs HÍ

Stúd­enta­ráðið bendir á að ráð­stöfun 2,5 pró­sent vergrar lands­fram­leiðslu allra þjóða sé ráð­legg­ing skýrslu IPCC. Þetta megi taka til fyr­ir­myndar og ættu stjórn­völd að gera breyt­ingar á eyrna­merktu fé í aðgerðir gegn lofts­lagsógn­inni.

Prestar hvetja stjórn­völd einnig til að lýsa yfir neyð­ar­á­standi

Ekki er það ein­ungis unga fólkið og umhverf­is­vernd­ar­sam­tök sem hafa sýnt vilja til þess að íslenska ríkið lýsi yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­málum heldur hafa umboðs­menn Drott­ins tekið undir með þeim. Prestar Þjóð­kirkj­unnar hvöttu stjórn­völd í byrjun maí síð­ast­lið­ins til að lýsa yfir neyð­ar­á­standi. Verk­efn­is­stjóri umhverf­is­mála kirkj­unnar segir brýnt að end­ur­heimta vot­lendi í jörðum kirkj­unn­ar, efla skóg­rækt og raf­bíla­væða Þjóð­kirkj­una.

Á nýaf­stað­inni presta­stefnu var sam­þykkt viða­mikil ályktun um umhverf­is­mál þar sem stjórn Þjóð­kirkj­unnar er meðal ann­ars hvött til að gera úttekt á jörðum í kirkj­unn­ar, stunda á þeim skóg­rækt í stórum stíl og end­ur­heimta vot­lendi. Kirkjan er hvött til að kolefn­is­jafna ferðir sínar innan þriggja ára, hætta með akst­ur­s­pen­inga og skipta út bens­ín­bílum fyrir raf­bíla. Þá er tekið undir áskorun Land­verndar um að stjórn­völd eigi að lýsa yfir neyð­ar­á­standi vegna lofts­lags­mála.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar