Mun plastið ná yfirhöndinni í sjónum?

Plastúrgangur getur haft gríðarlegar afleiðingar á sjávarlífið og geta lífverur fest sig í gömlum netum, tógum eða plastfilmum, kafnað eða étið ýmis konar plast. Mikilvægt er að geta greint uppruna plastsins til að hægt sé að beina sjónum í rétta átt.

Plastpoki Mynd: www.wwf.org.uk
Auglýsing

Ef áfram heldur sem horfir kann plast í heims­höf­unum að vega meira en fiski­stofnar árið 2050 en á síð­ustu 25 árum hefur plast­fram­leiðsla í heim­inum rúm­lega þre­fald­ast. Plast­úr­gang er að finna um nær allan sjó og hefur hann borist til fjar­lægra staða eins og heim­skaut­anna og djúp­sjávar heims­haf­anna. 

Þetta kemur fram á vef­síðu Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar en hún hefur á und­an­förnum árum skráð kerf­is­bundið magn sjá­an­legs plasts sem kemur í veið­ar­færi við rann­sókna­veiðar stofn­un­ar­inn­ar.

Plast leys­ist ekki upp heldur brotnar það niður í smærri og smærri agn­ir. Áhrifin sem plast hefur á umhverfi sjávar eru bæði marg­breyti­leg og afdrifa­rík.

Auglýsing

Getur haft alvar­legar afleið­ingar fyrir sjáv­ar­líf­verur

Plast­úr­gangur endar að stórum hluta í heims­höf­unum og getur haft alvar­legar afleið­ingar fyrir sjáv­ar­líf­ver­ur. Þær geta fest sig í gömlum net­um, tógum eða plast­film­um, kafnað eða étið ýmis konar plast í mis­gán­ingi, sam­kvæmt Haf­rann­sókn­ar­stofn­un. 

Lítið er enn sem komið vitað um það hvernig örplast berst um flók­inn fæðu­vef heims­haf­anna en örplast er heiti á plast­­ögnum sem eru minni en 5 milli­­­metrar að þver­­máli. Örplast getur ann­­ars vegar verið fram­­leitt örplast, sem til dæmis finnst í snyrt­i­vörum, eða örplast sem verður til við nið­­ur­brot, til að mynda úr dekkj­um, inn­­­kaupa­­pokum eða fatn­að­i.

Sam­kvæmt stofn­un­inni hafa rann­sóknir sýnt að plast­agnir hafa áhrif á ýmsar sjáv­ar­líf­verur meðal ann­ars á efna­upp­töku á frumu­stigi, eru bólgu­vald­ar, valda minnkun á fæðu­námi og hafa áhrif á inn­kirtla­starf­semi. Þetta er meðal ann­ars vegna þess að plast­agnir geta inni­haldið eit­ur­efni sem notuð eru við fram­leiðsl­una til að tryggja sveigju, var­an­leika eða eld­tefj­andi efni, eins og áður seg­ir. 

Plast við strendur Íslands Mynd: Hafrannsóknarstofnun

Megnið af plast­inu tengt sjáv­ar­út­vegi

Sam­kvæmt Haf­rann­sókn­ar­stofnun er mik­il­vægt að geta greint upp­runa plast­s­ins til að hægt sé að beina sjónum í rétta átt þegar kemur að því að fyr­ir­byggja að plast ber­ist í haf­ið. Megnið af því plasti sem kemur í veið­ar­færi við rann­sókna­veiðar stofn­un­ar­innar er tengt sjáv­ar­út­veg­i. 

Plast sem fundist hefur í sjó Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Algeng­ast er að finna spotta af ýmsu tagi og neta­dræsur en einnig alls kyns brot úr fiski­körum og slíku. Rusl af öðrum upp­runa en sjáv­ar­út­vegi kom í minna mæli í veið­ar­færi en var í þó nokkrum þétt­leika á sumum stöð­um, sam­kvæmt stofn­un­inn­i. 

Val­kvíði neyt­and­ans

Plast­notkun hefur orðið ákveðin tákn­mynd þeirra vanda­mála sem mann­kynið stendur frammi fyrir og ekki er óal­gengt að rekast á myndir af urð­un­ar­stöðum fullum af plast­pok­um, maga sjáv­ar­dýra útbelgda af plast­úr­gangi og fuglum með kippuplast fast um háls­inn með fréttum eða póstum á sam­fé­lags­miðl­um. Raun­veru­leik­inn vekur því ugg og ákveð­innar við­horfs­breyt­ingar gætir varð­andi umhverf­is­vernd og lofts­lags­mál á síð­ustu árum.

Margar spurn­ingar vakna þegar að því kemur að ákveða hvernig best sé að snúa þess­ari þróun við – er það til að mynda ein­ungis stjórn­valda og fyr­ir­tækja að setja lög og reglur fyrir fólk að fylgja eða getur hver og ein mann­eskja haft sín áhrif?

Við flóknum vanda­málum eru oft flókin svör og er plast­vand­inn eitt þeirra vanda­mála. Ein skila­boð sem neyt­endur hafa fengið er að sleppa því að kaupa plast­poka í versl­unum og nota papp­írs- eða fjöl­nota poka í stað­inn til að bera vör­urnar heim. Þetta virð­ist þó ekki vera svo ein­falt þegar fleiri þættir eru skoð­aðir eins og kolefn­is­spor pokanna og þegar kostir og ókostir þeirra eru bornir saman byrja málin að flækj­ast.

Ekki er auð­velt að svara því hvort papp­írs­pokar eða plast­pokar séu umhverf­is­vænni, eða þá fjöl­nota pok­ar. Banda­ríska blaðið The New York Times fjall­aði um málið í mars síð­ast­liðnum og þar er bent á að plast­pokar, sem grotna margir ekki niður fyrr en að árhund­ruðum lokn­um, geti skapað mikið úrgangs­vanda­mál. Hins vegar útheimti fram­leiðsla papp­írs­poka meiri orku og útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, sem sé ekki gott út frá lofts­lags­breyt­ing­um.

Auglýsing

End­ur­nýt­an­legir pokar geti þannig verið ágætis mála­miðlun ef passað er upp á þá og þeir not­aðir mik­ið. Það sem sett sé í pok­ann hafi þó á end­anum meiri áhrif á umhverfið en hvaða teg­und af poka not­aður sé.

Vand­inn við plast­pok­ana er sá að þeir enda iðu­lega á rusla­haug­unum og aðeins örlít­ill hluti þeirra er nokkurn tím­ann end­urunn­inn. Meiri­hluti þeirra er því urð­að­ur, þar sem það getur tekið þá allt að því þús­und ár að grotna nið­ur. Jafn­framt fylgir plast­pok­anum sá galli að hann er léttur og fýkur auð­veld­lega út í nátt­úr­una og veldur þar miklum skaða.

Papp­írs­pok­inn ekki galla­laus

Papp­írs­pok­inn er ekki heldur galla­laus þrátt fyrir að grotna hraðar niður en plast­pok­inn. Í grein The New York Times er bent á að þegar litið er hlut­ina út frá útblæstri þá séu papp­írs­pok­arnir mun verri en plast­pok­arn­ir. Þó svo að papp­írs­pokar séu úr trjám, sem séu tækni­lega séð end­ur­nýj­an­leg auð­lind, þá útheimti tals­vert meiri orku að búa til kvoðu og fram­leiða papp­írs­poka en að búa til einnota plast­poka úr olíu.

Árið 2011 gerði Umhverf­is­stofnun Bret­lands rann­sókn á líf­tíma mis­mun­andi poka­teg­unda þar sem horft var til hvers ein­asta fram­leiðslu­þátt­ar. Sam­kvæmt nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­innar þarf að að end­ur­nota papp­írs­poka að minnsta kosti þrisvar til að umhverf­is­á­hrifin verði jafn­mikil og af því að nota plast­poka úr pólý­etý­leni einu sinni. Og ef plast­pokar eru not­aðir end­ur­tekið þá koma þeir enn betur út.

Auð­veld­ara er að end­ur­vinna og jarð­gera papp­írs­poka heldur en plast­poka en nið­ur­staða bresku rann­sókn­ar­innar var sú að jafn­vel þessar aðgerðir höfðu lítið að segja í stóra sam­heng­inu. Papp­írs­pokar koma út sem lak­ari kostur út frá lofts­lags­breyt­ing­um, nema þeir séu not­aðir oft.

Fjöl­nota pokar sjálf­bærir ef not­aðir oft

Sama breska rann­sóknin skoð­aði líka fjöl­nota poka, sem og þyngri og end­ing­ar­betri plast­pokar eða bómull­ar­pok­ar. Nið­ur­staðan var sú að þessir pokar eru aðeins sjálf­bærir ef þeir eru not­aðir oft. Fram­leiðsla bómull­ar­poka er þannig engan veg­inn kostn­að­ar­laus. Bómull­ar­ræktun útheimtir mikla orku, land­svæði, áburð og skor­dýra­eitur og getur valdið alls kyns umhverf­is­á­hrif­um, allt frá útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda til nit­ur­meng­unar í renn­andi vatni.

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar var sú að neyt­andi þyrfti að end­ur­nýta bómull­ar­pok­ann sinn 131 sinni til að hafa minni áhrif á hlýnun jarðar en léttur plast­poki sem er aðeins not­aður einu sinni. Svo er það breyti­legt eftir fram­leið­endum hvort nota þyrfti hina end­ing­ar­betri plast­poka fjórum eða allt að ell­efu sinnum til að bæta fyrir þau lofts­lags­á­hrif sem fram­leiðsla þeirra kostar umfram hina einnota.

Plast var upp­götvað í kringum alda­mótin 1900 og varð strax mik­il­vægur stað­geng­ill fyrir vörur sem gerðar voru úr dýrum, til að mynda horn, skjald­böku­skeljar og fleira. Plast kemur við sögu í lífi flestra á hverjum degi og er hluti af nán­ast öllum okkar dag­legum athöfn­um, bæði heima við og í vinnu. Vörur úr plasti geta verið vörur sem auka öryggi okkar eins og örygg­is­hjálm­ar- og gler­augu, auk barna­bíl­stóla. Margar vörur sem auð­velda líf okkar eru úr plasti til dæmis umbúðir utan um mat­væli, tölv­ur, far­símar og burð­ar­pok­ar. Einnig er plast í vörum sem hafa skemmt­ana­gildi eins og leik­föng, sjón­vörp og ann­að.



Til að fram­leiða plast er að mestu leyti notuð olía og jarð­gas en einnig efni eins og kol, sellu­lósi, gas og salt. Eig­in­leikar plasts eru þeir að end­ing­ar­tími þess er yfir­leitt nokkuð mik­ill. Plast er slitsterkt svo það hverfur ekki eða eyð­ist heldur brotnar í smærri og smærri plast­hluta í nátt­úr­unni, kallað örplast. Plast er það létt efni að það flýt­ur. Það getur þar af leið­andi borist um hund­ruð kíló­metra í vötnum og höfum og valdið þannig skaða langt frá upp­runa­stað sín­um. Gríð­ar­stórir flákar af plasti hafa þegar mynd­ast í Kyrra­hafi, Atl­ants­hafi og Ind­lands­hafi þar sem haf­straumar hafa borið það. Það er síðan fast í þessum gríð­ar­stóru hring­straumum sem þar eru.



Notk­un­ar­tími einnota plasts er mjög stuttur því einnota umbúðum er hent um leið og búið er að drekka vatn­ið, kaffið, borða brauð­ið, ávext­ina og fleira. Að með­al­tali er talið að hver plast­poki sé not­aður í um tutt­ugu mín­útur og endi síðan í rusl­inu eða úti í nátt­úr­unni.



Á Íslandi er magn umbúða­pla­stúr­gangs um 40 kíló­grömm á hvern íbúa á hverju ári eða alls á Íslandi um 13.000 tonn á ári. Þegar talað er um umbúða­plast er átt við allt umbúða­plast sem teng­ist lífi ein­stak­lings, heim­ili, skóli, vinna. End­ur­vinnsla á umbúða­plasti er aðeins um 11 til 13 pró­sent á Íslandi. Ekki eru til góðar heild­ar­tölur fyrir annað plast sem ekki er skil­greint sem umbúðir og er til að mynda í raf­tækj­um, leik­föng­um, hús­gögnum og slíku.



Heim­ild: Umhverf­is­stofnun

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar