Mynd: Pexels

Árið 2019: Þegar Seðlabankinn sagði það ekki sitt að útdeila réttlæti

Seðlabanki Íslands birti skýrslu um umdeilda fjárfestingaleið sína í sumar. Þar vikurkenndi hann margar neikvæðar afleiðingar hennar en sagði tilganginn hafi helgað meðalið. Þingmenn úr fjórum flokkum vilja rannsóknarnefnd um leiðina og að upplýst verði um alla sem nýttu sér hana.

Fjár­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­leið Seðla­­­­­­­banka Íslands, sem einnig var nefnd 50/50 leið­in, var gríð­­­­­­­ar­­­­­­­lega umdeild aðferð sem Seðla­­­­­­­bank­inn beitti til minnka hina svoköll­uðu snjó­­­­­­­hengju, krón­u­­­­­­­eignir erlendra aðila sem fastar voru innan fjár­­­­­­­­­­­­­magns­hafta og gerðu stjórn­­­­­­­völdum erfitt fyrir að vinna að frek­­­­­­­ari losun þeirra hafta. Sam­­­­­­­kvæmt henni gátu þeir sem sam­­­­­­­þykktu að koma með gjald­eyri til Íslands skipt þeim í íslenskar krónur á hag­­­­­­­stæð­­­­­­­ara gengi en ef þeir myndu gera það í næsta banka. 

Þeir sem tóku á sig „tap­ið“ í þessum við­­­­­­­skiptum voru aðilar sem áttu krónur fastar innan hafta en vildu kom­­­­­­­ast út úr íslenska hag­­­­­­­kerf­inu með þær. Þeir sem „græddu“ voru aðilar sem áttu erlendan gjald­eyri en voru til­­­­­­­­­­­­­búnir að koma til Íslands og fjár­­­­­­­­­­­­­festa fyrir hann. Seðla­­­­­­­bank­inn var síðan í hlut­verki milli­­­­­­­­­­­­­göng­u­að­ila sem gerði við­­­­­­­skiptin mög­u­­­­­­­leg.  Líkt og verslun sem leiddi heild­­­­­­­sala og neyt­endur sam­­­­­­­an.

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­leið­inni frá því í febr­­­­­­­úar 2012 til febr­­­­­­­úar 2015, þegar síð­­­­­­­asta útboðið fór fram. Alls komu um 1.100 millj­­­­­­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­­ar­­­­­­­leið­­­­­­­ar­inn­­­­­­­ar, sem sam­svarar um 206 millj­­­­­­­örðum króna.

794 aðilar

Ef þeir sem komu með þennan gjald­eyri til Íslands hefðu skipt þeim á opin­beru gengi Seðla­­­­­­­bank­ans, líkt og venju­­­­­­­legt fólk þarf að gera, hefðu þeir fengið um 157 millj­­­­­­­arða króna fyrir hann. Virð­is­aukn­ingin sem fjár­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­leiðin færði eig­endur gjald­eyr­is­ins í íslenskum krónum var því 48,7 millj­­­­­­­arðar króna. Skil­yrt var að binda þyrfti féð sem fært var inn í landið með þessu hætti í fast­­­­­­­eign­um, verð­bréf­um, fyr­ir­tækjum eða öðrum fjár­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­kost­­­­­­­um. Því má segja að þeir sem hafi nýtt sér fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­­ar­­­­­­­leið­ina hafi fengið um 20 pró­­­­­­­sent afslátt af þeim eignum sem þeir keyptu.

794 inn­­­­­­­­­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­­­­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­­ar­­­­­­­leiðar Seðla­­­­­­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­­­­­­sent þeirrar fjár­­­­­­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­­­­­­ari leið, en hún tryggði um 20 pró­­­­­­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi.

Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­­­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­­­­­kvæmt skil­­­­­­­málum útboða fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­­ar­­­­­­­leið­­­­­­­ar­inn­­­­­­­ar. Afslátt­­­­­­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­­­­­­bank­ans er um 17 millj­­­­­­­arðar króna.

Dæmt fólk á meðal not­enda

Þótt stjórn­­völd hafi ekki viljað upp­­lýsa um hverjir það voru sem nýttu sér leið­ina hingað til þá hafa fjöl­miðlar getað upp­­lýst um félög í eigu aðila sem það gerð­u. Á meðal þeirra sem hafa nýtt sér þessa leið eru félög í eigu bræðr­anna Lýðs og Ágústs Guð­­­munds­­­sona, Hreið­­­ars Más Sig­­­urðs­­­son­­­ar, Jóns Ólafs­­­son­­­ar, Jóns Von Tetzchner, knatt­­­spyrn­u­­­manns­ins Gylfa Þórs Sig­­­urðs­­­son­­­ar, Ólafs Ólafs­­­son­­­ar, Hjör­­­leifs Jak­obs­­­son­­­ar, Ármanns Þor­­­valds­­­son­­­ar, Kjart­ans Gunn­­­ar­s­­­son­­­ar, Skúla Mog­en­sen, rekstr­ar­fé­lags Iceland Foods, Alvogen, Karls og Stein­gríms Wern­er­s­­­sona og danskra eig­enda Húsa­smiðj­unn­­­ar.

Á meðal ann­arra sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina var til að mynda félag í eigu Sam­herja, sem hefur verið mikið í sviðs­ljós­inu und­an­farnar vik­ur. Um er að ræða félagið Esju Seafood á Kýp­ur, sem tók við hagn­aði af starf­semi Sam­herja í Namib­íu. Esja Seafood lán­aði öðru félagið Sam­herja, Kald­baki, um tvo millj­arða króna árið 2012 í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. Í Stund­inni á þriðju­dag var greint frá því að Kald­bakur hafi meðal ann­ars lánað enn öðru félagi Sam­herja, Katta­nefi ehf., 300 millj­ónir króna til að fjár­festa í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins. Það félag var svo selt til Ram­ses II ehf., félags í eigu Eyþórs Arn­alds, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, árið 2017, á 325 millj­ónir króna. Sam­herji lán­aði Ram­ses II fyrir kaup­un­um.

Birti nið­ur­stöðu skoð­unar á sjálfum sér

Seðla­­banki Íslands birti skýrslu um fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina í sum­ar. Þar sagði að Seðla­bank­inn teldi að fjár­fest­ing­ar­leiðin og rík­is­bréfa­leiðin sem hann stóð fyrir á árunum 2011 til 2015 til að vinna á þeim aflandskrónu­vand­anum og stuðla að afnámi hafta, hafi þjónað til­gangi sín­um. 

Gjald­eyr­is­út­boðin sem leið­irnar fólu í sér hefðu beinst að vanda sem ekki hafi verið auð­veld­lega leystur með öðrum hætti nema á mjög löngum tíma. Aðgerð­unum hafi vissu­lega fylgt „ýmis nei­kvæð hlið­ar­á­hrif, eins og algengt er um aðgerðir af þessu tagi en þau jákvæðu áhrif sem að var stefnt með aðgerð­unum vega þó þyngra á vog­ar­skál­un­um.“

Þar sagði enn fremur að rétt sé „að halda því til haga að það voru ekki ein­göngu umdeildir auð­menn sem voru í þeirri stöðu að eiga óskila­skyldan gjald­eyri. Tölu­verður fjöldi Íslend­inga sem áttu fast­eignir erlendis vegna búsetu seldu fast­eignir í tengslum við búferla­flutn­inga til Íslands og tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni. “

Við­ur­kenndi nei­kvæð áhrif

Í skýrslu Seðla­bank­ans var þó við­ur­kennt að flestar efna­hags­legar ráð­staf­anir sem gripið sé til hafi ein­hver óæski­leg hlið­ar­á­hrif. Lík­legt væri að það hafi einnig átt við um fjár­fest­ing­ar­leið­ina. 

Í skýrsl­unni er síðan talið upp að í útboðum leið­ar­innar hafi falist hvati til þess að flýta ákvörð­unum um fjár­fest­ingu í því skyni að nýta rétt til að kaupa krónur með afslætti. „Í ein­hverjum til­vikum kann það að hafa leitt til þess ákvörðun um fjár­fest­ingu varð ekki eins vönduð og ella hefði orðið og það skapað rekstr­ar­vanda síð­ar.“

Þá sagði að fjár­fest­ing­ar­leiðin hefði sett aðila sem áttu óskila­skyldan erlendan gjald­eyri í betri stöðu til að kaupa kaupa inn­lendar eignir á lágu verði og gengi. „Áhrif þess á eigna­skipt­ingu kunna að vera nei­kvæð. Í kjöl­far efna­hag­skreppu geta aðilar sem eru í sterkri lausa­fjár- og eig­in­fjár­stöðu jafnan eign­ast eignir á hag­stæðu verði, jafn­vel þótt slíkri fjár­fest­ingu sé ekki beint í far­veg sem tak­markar selj­an­leika fjár­fest­ing­ar, eins og gert var í til­felli rík­is­bréfa- og fjár­fest­ing­ar­leið­ar. Þótt deila megi um sann­girni þess var fátt sem Seðla­bank­inn gat gert til þess að stuðla að sann­gjarn­ari útkomu innan þess lag­ara­mma sem hann starfar undir og án þess að ganga gegn því mark­miði aðgerð­anna að stuðla að stöð­ug­leika. Í stöð­ug­leik­anum fel­ast afar brýnir almanna­hags­munir sem vega verður á móti óæski­legum tekju­skipt­ing­ar­á­hrif­um, enda kemur óstöð­ug­leik­inn oft niður á þeim sem síst skyldi og hafa takmörkuð úrræði eða þekk­ingu til að verja hags­muni sína.“

Lík­lega kom stærri hluti úr skatta­skjólum

Seðla­bank­inn við­ur­kenndi einnig að gagn­rýni á heim­ild félaga með aðsetur á lág­skatt­ar­svæðum til þátt­töku í fjár­fest­ing­ar­leið­inni hafi verið eðli­leg í ljósi sög­unn­ar. 

Í skýrsl­unni sagði að þáttur slíkra aflands­fé­laga hafi ein­ungis verið 2,4 pró­sent af heild­ar­fjár­fest­ingu í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina og að ítr­ustu kröfur voru gerðar til þess að pen­inga­þvætt­is­at­hug­un­um. 

Seðla­bank­inn taldi þó vand­séð hvernig hann hefði átt að koma í veg fyrir fjár­fest­ingu aflands­fé­lag­anna. „Í fyrsta lagi hefði þurft að vera heim­ild til þess í lögum sbr. það sem áður er rakið varð­andi lög­bundin vald­mörk stjórn­valda. Í öðru lagi er ólík­legt að það hefði þjónað nokkrum til­gangi að hafa slíka heim­ild í lög­um. Mögu­leik­inn á slíku var raunar ræddur í und­ir­bún­ings­ferl­inu, en nið­ur­staðan var að slíkt ákvæði væri til­gangs­laust. Hefði félögum frá slíkum svæðum verið meinað að taka þátt í útboð­unum hefði þeim verið í lófa lagið að flytja fjár­muni sína til OECD-­ríkis fyrir útboðið og taka þannig þátt. Við það hefði slóð fjár­mun­anna mögu­lega rofnað og skatt­rann­sókn­ar­stjóri ekki fengið upp­lýs­ingar frá Seðla­bank­anum um til­vist þess­ara aflands­fé­laga þó vissu­lega hefðu upp­lýs­ingar um end­an­lega eig­endur fjár­muna legið fyrir í báðum til­vik­um. Þetta kann að skýra þá staðreynd að til­tölu­lega lágt hlut­fall fjár­fest­ingar kom frá skatta­skjól­um. Flestir þeirra sem höfðu eitt­hvað að fela í skatta­skjólum hafa senni­lega ekki viljað sýna á spil­in.“

Vilja rann­sókn­ar­nefnd

Um miðjan nóv­em­ber lögðu allir þing­menn Pírata, Sam­fylk­ingar og Við­reisnar sam­eig­in­lega fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að skipuð yrði þriggja manna rann­sókn­ar­nefnd af Alþingi til að rann­saka hina svoköll­uðu fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. 

Í til­lög­unni var farið fram á að nefndin gerði grein fyrir því hvaðan fjár­magnið sem flutt var til lands­ins með fjár­fest­ing­ar­leið­inni kom, hvaða ein­stak­lingar eða félög voru skráð fyrir fjár­magn­inu sem flutt var til lands­ins, hvernig fénu sem flutt var inn til lands­ins var varið og hver áhrif þess voru á íslenskt efna­hags­líf. 

Þar vr einnig kallað eftir að upp­lýs­ingar verði dregnar fram um hvort rík­is­sjóður hafi orðið af skatt­tekjum vegna leið­ar­innar og þá hversu mikið það tap var, hvort að sam­þykkt til­boð í útboðum fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar kunni í ein­hverjum til­vikum að hafa brotið gegn skil­málum hennar og hvort fjár­fest­ing­ar­leiðin kunni að hafa verið notuð til að koma óskráðum og óskatt­lögðum eignum Íslend­inga á aflands­svæðum aftur til lands­ins, til að stunda pen­inga­þvætti eða mis­notuð með öðrum hætti.

Nefnd­in, verði til­lagan sam­þykkt, á að skila nið­ur­stöðum sínum í skýrslu­formi svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 1. októ­ber 2020. Fyrsti flutn­ings­maður þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar var Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata. Alls eru 17 þing­menn skrif­aðir fyrir henni.

Til­lagan komst ekki á dag­skrá fyrir þing­lok og bíður því enn efn­is­legrar með­ferð­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar