Bára Huld Beck Auður Önnu Magnúsdóttir
Bára Huld Beck

Ekki ráðist að rót vandans – Þurfum að krefjast breytinga

Á síðustu misserum hefur samstaða um vægi loftslagsvandans aukist og krafan um róttækari aðgerðir í loftslagsmálum hlotið meiri hljómgrunn en áður. Kjarninn spjallaði við Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar, um hvernig slíkum aðgerðum gæti verið háttað og hvort hún teldi almenning tilbúinn í stórtækar breytingar. Hún segir það vera einu leiðinaog að breyta þurfi hugsunarhætti og gildismati.

Árs­ins 2019 verður eflaust minnst sem árs­ins þegar lofts­lags­váin kom sér kyrfi­lega fyrir í hugum lands­manna. Frétt­u­m af yfir­vof­and­i ham­fara­hlýn­un og óaft­ur­kræfum breyt­ingum á vist­kerfi heims­ins rignd­i ­yfir almenn­ing og óljósar áhyggjur breytt­ust hjá mörgum í svo­kall­aðan lofts­lagskvíða. 

Þrátt fyrir for­dæma­lausar aðgerðir núver­andi rík­is­stjórnar í lofts­lags­málum urðu gagn­rýn­is­radd­ir, um að aðgerðir stjórn­valda gengu ekki nægi­lega langt, sífellt hávær­ari undir for­ystu íslenskra barna sem skróp­uðu í skól­anum á föstu­dögum til að mót­mæla, að fyr­ir­mynd sænska aðgerð­ar­sinn­ans, Gret­u T­hun­berg.

Gagn­rýni á sinnu­leysi ­stjórn­valda í umhverf­is­málum er þó ekki ný af nál­inni en nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin Land­vernd hafa í yfir hálfa öld verið fremst í flokki að halda umræðu og aðgerðum í umhverf­is­mál­u­m á ­loft­i. ­Sam­tök­in hafa meðal ann­ars gagn­rýnt harð­lega aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar sem koma á bönd­um á gríð­ar­lega losun Íslands og barist ötul­lega ­gegn virkj­ana­væð­ingu á Íslandi, nú síð­ast fyr­ir­hug­aða Hval­ár­virkj­un í Ófeigs­firði á Ströndum

Kjarn­inn hitti Auði Önnu Magn­ús­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, til ræða þessi mál en hún telur að síð­asta ár hafi verið upp­takt­ur­inn fyrir árið 2020 og í ár muni hlut­irnir ger­ast.

Auk­inn byr með sam­tök­unum

Auður tók við starfi fram­kvæmda­stjóra Land­verndar árið 2018 en fyrir það hafði hún gengt starfi deild­­ar­­for­­seta auð­linda- og um­hverf­is­­deild­ar Land­­bún­að­ar­­há­­skóla Íslands. Áður hafði Auður jafn­framt starfað hjá Orf Líf­­tækni og hjá Íslenskri erfða­grein­ingu en hún er með dokt­ors­próf í líf­efna­fræði.

Bak­grunnur í vís­indum hefur reynst Auði vel í starfi hennar hjá Land­vernd enda þarf allt sem sam­tökin gera að byggja á vís­inda­grunni og sann­reyndum gögn­um. 

„Við breytum ekki heim­inum ein og við megum ekki ímynda okkur það en manni líður oft þannig. Eins og maður eigi bara einn að breyta heim­inum en við erum bara að gera það sem við get­u­m. Það eru rosa­leg for­rétt­indi að fá að búa í landi eins og Íslandi og fá að verja þessa rosa­lega fal­legu og ein­stöku nátt­úru sem við höfum hérna,“ segir Auður en hún seg­ist finna fyrir auknum byr með sam­tök­unum nú þegar sam­staðan um vægi lofts­lags­vand­ans er stöðugt að aukast. 

Hún segir að sífellt auð­veld­ara sé fyrir Land­vernd að fá nýja félaga til að ganga til liðs við sam­tökin en alls eru nú um 6.000 félagar skráð­ir. Auk þess sé nú mun auð­veld­ara fyrir sam­tökin að fá umfjöllun í fjöl­miðlum og fólk farið að leita í auknum mæli til þeirra.

„Það er að eiga sér stað mjög mikil vit­und­ar­vakn­ing og fólk skilur allt í einu hvað er mikil þörf á því að bregð­ast við. Þessu hefur hins vegar ekki endi­lega fylgt þekk­ing, þannig það er mjög mikið af fólki að tjá sig um lofts­lags­mál sem hefur kannski ekki þekk­ingu í grunn­inn. En við getum ekki gert þá kröfu að allir séu sér­fræð­ing­ar, fólk verður að fá að tjá áhyggjur sín­ar.“

Lofts­lagskvíði í 25 ár

Aðspurð hvort að hún upp­lifi von­leysi, nú þegar hver skýrslan á fætur annarri boðar geig­væn­legar og óaft­ur­kall­an­legar breyt­ingar á vist­kerfi heims­ins ef ekki verður tekið í taumana, svarar Auður að atburðir síð­asta árs hafi blásið henni von í brjósti.

„Ég var svona lofts­lagskvíða­krakki fyrir 25 árum, í fyrstu bylgj­unni þegar almenn­ingur var að gera sér grein fyrir lofts­lags­vand­an­um. Það var svo hræði­legt af því ég var alein og það var eng­inn sem hafði áhuga og það var eng­inn sem vildi gera neitt og það gerð­ist aldrei neitt. Ég er búin að vera í lofts­lagskvíða í yfir 20 ár og þung­lynd yfir því en svo allt í einu kemur Greta Thun­berg og allir fara að kveikja á per­unni. Þá fékk ég svo mikið orku­skot og ég varð svo bjart­sýn. Ég hugs­aði nú ger­ist þetta, við munum búa til betri heim! Alveg hræði­lega væmið sko“ segir Auður kímin og bætir þó við að nú sé aðeins byrjað að falla á bjart­sýn­ina. „Þegar maður sér hvað þetta er aðeins tal og litlar aðgerð­ir.“ 

Auður Önnu Magnúsardóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Bára Huld Beck

Hún bendir á að Evr­ópu­sam­bandið hafi nýlega kynnt svo­kall­aðan evr­ópskan grænan sátt­mála, e. European Green Deal, sem Auður segir að sé að mörgu leyti léleg­ur. Ein af aðgerð­unum hafi verið að minnka notkun sýkla­lyfja sem Auður segir að sé gott mál en komi lofts­lags­málum ekk­ert við. 

Auk þess hafi verið lögð áhersla á rétt hverrar fjöl­skyldu til að hafa ekki áhyggjur af því að geta ekki hlaðið raf­magns­bíl­inn sinn hvar sem er. „Við erum ekki þar. Við erum að horfa á rosa­legar breyt­ingar á öllum okkar kerf­um. Breyta þarf öllu á ótrú­lega stuttum tíma og þá er það ekki for­gangs­at­riði að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að það geti ekki hlaðið bíl­inn sinn.“

Aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar hvorki tíma­sett né magn­bundin

Auður áréttar þó að hér á landi sé enn meira tal og ennþá minna gert. „Eins og rík­is­stjórnin þreyt­ist ekki á að benda á þá er þetta miklu skárra heldur en það var fyrir tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar, af því það var eig­in­lega ekki neitt gert. Það er mjög auð­velt að vera betra en ekki neitt. Með eina yfir­lýsta græn­ingja­flokk­inn á Íslandi í rík­is­stjórn ættum við að geta gengið miklu harðar fram. Sér­stak­lega vegna þess að nán­ast ekk­ert hefur verið gert hingað til.“

Hún bendir á að Ísland sé í mik­illi skuld. Íslensk stjórn­völd hafi gengið mjög hart fram um ald­ar­mótin í því að fá afslátt á los­un­ar­heim­ildir þar sem Ísland væri með end­ur­nýj­an­lega orku. Því þyrfti landið ekki að draga úr losun líkt og aðrar þjóðir heldur jafn­vel fá að auka við sína los­un. „Þetta hefur verið okkar við­horf. Við erum ekki hluti af þessum vanda og höfum því ekki brugð­ist við hon­um. Það eru stjórn­sýslu­legu ræt­urnar í þessu og það hefur tekið rosa­lega mikið á að snúa því við.“

Eins og ríkisstjórnin þreytist ekki á að benda á þá er þetta miklu skárra heldur en það var fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar, af því það var eiginlega ekki neitt gert. Það er mjög auðvelt að vera betra en ekki neitt.

Land­vernd hefur sem fyrr segir ekki hikað við að gagn­rýna opin­ber­lega aðgerðir núver­andi rík­is­stjórnar í lofts­lags­mál­um. „Það sem við höfum gagn­rýnt við aðgerða­á­ætl­un­ina, sem liggur fyrir núna, er að hún er hvorki tíma­sett né magn­bund­in. Það þýðir að það er eng­inn sem getur metið hvort að áætl­unin muni raun­veru­lega skila þessum 30 pró­senta sam­drætti fyrir 2030, sem Par­ís­ar­sátt­mál­inn kveður á um, eða hvort hún verði til þess að við náum kolefn­is­hlut­leysi fyrir 2040. Þannig að það að hafa hvorki tíma­setn­ing­ar, nema bara á örfáum aðgerð­um, né upp­lýs­ingar um hversu miklum sam­drætti í losun hver aðgerð á að skila þýðir að það er engin leið að meta aðgerð­irnar og við getum þá ekki sagt hvort að þetta dugi eða ekki.“

Auður segir jafn­framt að áætl­unin nái til allt of fárra geira sam­fé­lags­ins. Hún segir að ofurá­hersla sé lögð á orku­skipti í sam­göngum en of lítil áhersla lögð á fjöl­breytt­ari ferða­máta, þar á meðal almenn­ings­sam­göng­ur. Auður segir orku­skipti vissu­lega vera nauð­syn­legt skref en að það þurfi svo miklu fleira til. 

Til að mynda sé ekki verið að nýta fjár­mála­kerf­ið. Hún bendir á að tveir af þremur bönkum Íslands séu í rík­i­s­eigu og að líf­eyr­is­sjóð­irnir eigi í nán­ast öllum fyr­ir­tækjum á Íslandi og því væri einkar auð­velt að knýja bæði bank­ana og líf­eyr­is­sjóð­ina til að þess að fjár­festa í grænum lausn­um. Hún bendir á að þetta væri auð­veld aðgerð og þyrfti ekki að kosta ríkið neitt. Þetta væri bara laga­setn­ing. 

Bændur gætu orðið nátt­úru­vernd­arar

Enn fremur hefur Land­vernd gagn­rýnt að ekk­ert sé tekið á land­bún­aði í aðgerða­á­ætl­un­inni þó að land­bún­aður feli í sér 23 pró­sent af þeirri losun sem stjórn­völd eru ábyrg fyrir gagn­vart Par­ís­ar­sátt­mál­an­um. Auður segir að þar sem ríkið reki í raun íslenskan land­bún­að, sökum þess hve háður land­bún­að­ur­inn er rík­is­styrkj­um, þá væri mjög auð­velt fyrir ríkið að taka á land­bún­að­inum og hjálpa honum að losa miklu minna. 

Eitt af því sem Land­vernd hefur stungið upp á til að draga úr losun frá land­bún­aði er að draga úr fram­leiðslu dýra­af­urða. „Ég held að lang­flestir séu sam­mála um að við viljum hafa byggð í land­inu. Við viljum að bændur geti búið á býlum sínum og stundað þar atvinnu sem þeir eru ánægðir með. Það er hægt að opna styrkja­kerfið en það er mjög afurða­miðað nún­a,“ segir Auður og bendir á að þær afurðir sem ríkið hefur ákveðið að megi fram­leiða séu dýra­af­urð­ir, tómat­ar, paprikur og gúrk­ur. 

„Þessu styrkja­kerfi má mjög auð­veld­lega breyta þannig að bændur gætu haft val um hvaða starf­semi þeir vildu hafa á býlum sín­um, þar sem styrkja­kerfið myndi þá ekki mið­ast ein­göngu við fast­mót­aða flokka afurða. Einnig er hægt að ímynda sér­ að bændur geti orðið nátt­úru­vernd­ar­ar, að bændur fái hlut­verk við að stuðla að nátt­úru­vernd og end­ur­heimt vist­kerfa í kringum land­ið,“ segir Auð­ur.

Við getum ekki haldið þrjú prósent hagvexti í kerfi þar sem eðlisfræðilögmálin eru eins og þau eru í okkar heimi. Þar sem náttúruauðlindir eru endanlegar en ekki endalausar.
Auður Önnu Magnúsdóttir
Bára Huld Beck

Vöxtur getur ekki verið enda­laus

Mikil umræðu hefur skap­ast á síð­ustu miss­erum um mik­il­vægi þess að auka raf­orku­fram­leiðslu til að mæta kom­andi þörf á næstu árum. Land­vernd hefur hins vegar talað fyrir því að hægt sé að fara aðrar leiðir en þá að auka stöðugt fram­leiðslu, til að mynda með skyn­sam­ari nýt­ingu á raf­orku. 

„Sam­orka talar mjög mikið um það að við verðum að auka raf­orku­fram­leiðslu af því við verðum að halda þrjú pró­sent hag­vexti næstu 30 árin. Við getum ekki haldið þrjú pró­sent hag­vexti í kerfi þar sem eðl­is­fræðilög­málin eru eins og þau eru í okkar heimi. Þar sem nátt­úru­auð­lindir eru end­an­legar en ekki enda­laus­ar. Í þeim heimi getur ekki verið enda­laus vöxt­ur. Þetta er svo rök­rétt að allir ættu að skilja það. En við höfum bent Sam­orku á þetta margoft, að þeir séu að byggja sínar raf­orku­spár á þrjú pró­sent hag­vexti og það bara geti ekki gengið ef við erum að horfa á þennan heim sem við lifum í.“

Auður minnir á að umhverf­is­væn­asti kost­ur­inn sé að spara orku. Hún segir að hægt sé að spara orku með því að ein­angra bygg­ingar bet­ur, nota bíl­ana okkar minni, byggja minni hús og svo fram­veg­is. Hún segir jafn­framt að það séu töp í kerf­inu sem hægt sé að vinna á móti og enn fremur sé hægt að nýta glat­varma til að fram­leiða raf­orku.

80 pró­sent af orkunni fer til erlendra fyr­ir­tækja 

Auður bendir enn fremur á að mik­ill meiri­hluti þeirrar raf­orku sem fram­leidd er hér á land fari til erlendra stór­fyr­ir­tækja. 

„Síð­ast­liðin 30 ár hefur Land­vernd reynt að hamla á móti stór­iðju­væð­ingu Íslands. Við erum stór­iðju­þjóð og við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við erum hérna með risa­stór alþjóð­leg fyr­ir­tæki sem eru mjög ofar­lega á listum yfir verstu fyr­ir­tæki í heim­inum þegar kemur að umhverf­is­málum og fram­komu við fólk í öðrum heims­hlut­um. Þannig að við erum ekki eins flott og fín og við höldum oft að við séum, það er búið að stór­iðju­væða okk­ur,“ segir Auður og bendir á að það hafi reynst sam­tök­unum erfitt að gera það að almennri þekk­ingu að 80 pró­sent af þeirri raf­orku sem fram­leidd er á Íslandi fari til erlendra stór­iðju­fyr­ir­tækja. „Þetta eru svaka­legar tölur og það er skrítið að við gerum okkur ekki grein fyrir þessu.“ 

Í kjöl­farið berst talið að því hver staðan sé á Hval­ár­virkjun í Ófeigs­firði á Ströndum og mögu­legri frið­lýs­ingu Dranga­jök­ul­svíð­erna. Auður segir að frið­lýs­ingin sé í patt­stöðu hjá Umhverf­is­stofnun og kæra Land­verndar sem snýr að fram­kvæmda­leyfi virkj­ana­að­ila þurfi að bíða þar til nið­ur­staða dóm­stóla um landa­merkja­deilur á svæð­inu fæst. 

Drynjandi í Hvalá
Landvernd

„Í fyrra­vor skil­aði Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands lista yfir svæði sem hún telur að þurfi á vernd að halda og telur að Alþingi eigi að frið­lýsa, en Nátt­úru­fræði­stofnun á að gera þetta á 5 ára fresti. List­inn er búin að liggja hjá Umhverf­is­stofnun síðan en hún á að vinna úr mál­inu svo umhverf­is­ráð­herra geti lagt list­ann fyrir Alþingi. Þegar þú ert með svona mik­il­vægt svæði og svona mik­il­væg nátt­úru­verð­mæti í húfi þá verðum við að vinna hratt og við verðum að skilja að svona búrókrasíu­hringir geta ekki gengið enda­laust fyrir sig. Nátt­úru­fræði­stofnun er búin að skila sínu áliti og þetta verður að fá að kom­ast til Alþingis svo þingið geti sagt: „Nei við erum ósam­mála Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands.“ Hvernig í ósköp­unum sem þau ætla að rétt­læta það, eða: „Já, við viljum láta frið­lýsa þessi svæð­i.“ Staðan á frið­lýs­ing­unni er sem sagt sú að málið er fast hjá Umhverf­isstofnun og ég veit ekki út af hverju,“ segir Auð­ur.

Frið­lýs­ing Dranga­jök­ul­svíð­erna gæti gert út um hug­myndir um Hval­ár­virkjun en Land­vernd hefur enn fremur kært fram­kvæmda­leyfi sveit­ar­stjórnar Árnes­hrepps fyrir fyrsta áfanga virkj­un­ar­inn­ar. Land­eig­end­ur meiri­hluta Dranga­vík­­ur í Árnes­hreppi á Strönd­um hafa einnig kært fram­­kvæmda­­leyfið auk deil­i­­skipu­lags.

Ekki aftur snúið

Á meðan dóms­mál land­eig­enda stendur yfir hefur umfjöllun um kæru Land­verndar hjá úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála verið frestað. „Við getum ekki farið fyrir dóm­stóla fyrr en land­eig­endur gera það þar sem þeir eru aðilar að máli. Okkur finnst að það verði ein­hver að fá að tala fyrir nátt­úr­una. Það þarf að ein­hver að vera aðili máls fyrir nátt­úr­una en dóm­stólum finnst það ekki. Það eru bara ein­hverjir sem geta grætt pen­ing sem eru aðilar máls, sem hafa lögvarða hags­muni. Nátt­úran hefur ekki lögvarða hags­muna, sam­kvæmt þessu, og það finnst okkur vera klárt brot á Árós­ar­sátt­mál­an­um.“ 

Úrskurð­ar­nefndin hefur nú þegar hafnað kröfu Land­verndar um að fram­kvæmdir virkj­ana­að­ila yrðu stöðv­aðar á meðan málið er tekið fyrir hjá nefnd­inni. Því segir Auður að ef nefndin ætli að úrskurða að fram­kvæmd­ar­leyfið sé ekki gilt þá þurfi það að ger­ast nú á þessum vetri. „Ef þau draga þetta á lang­inn, fram á vor, þá geta fram­kvæmda­að­il­arnir byrjað fram­kvæmd­ir. Þegar þeir eru byrj­aðir að leggja vegi þarna þá eru þeir byrj­aðir að rústa víð­ernum og þá verður ekki aftur snú­ið,“ segir Auð­ur.

Sárin eftir Kára­hnjúka­virkj­un 

Í áliti Skipu­lags­stofn­unar á umhverf­is­á­hrifum Hval­ár­virkj­unar segir að virkj­unin muni hafa veru­leg nei­kvæð áhrif á ásýnd, lands­lag og víð­erni þrátt fyrir þær mót­væg­is­að­gerðir sem fram­kvæmda­að­ili fyr­ir­hug­ar. Stofn­unin segir að í fram­kvæmd­unum felist umfangs­mik­illi skerð­ing óbyggðs víð­ernis auk mik­ils inn­grips í vatnafar svæð­is­ins.

Aðspurð hver áhrif slíks umhverf­is­mats séu í raun segir Auður að eins og staðan sé núna þá virð­ist umhverf­is­mat í reynd ekki skipta máli. Þar sem sá sem gefur út fram­kvæmd­ar­leyf­ið, sem í mörgum til­fellum eru sveit­ar­fé­lög­um, fer ekki eftir nið­ur­stöðu umhverf­is­mats­ins. 

„Þetta er klárt brot á Evr­óputil­skipun sem við áttum að inn­leiða 2014 en höfum enn ekki gert, lík­lega þar sem fram­kvæmda­að­ilar eru svo mikið á móti því að umhverf­is­mat liggi til grund­vallar ákvörð­unum um leyf­i,“ segir Auður og því geti í raun eng­inn sagt nei við fram­kvæmdum í dag nema sveit­ar­fé­lögin sjálf. 

Hún bendir enn fremur á að sveit­ar­fé­lögin séu oft mjög sam­tvinnuð fram­kvæmd­un­um, fái oft mikið fjár­magn í gegnum fast­eigna­gjöld fyrir fram­kvæmd­irnar eða lof­orð um mikla starf­semi innan sveit­ar­fé­lags­ins í stuttan tíma og því erfitt fyrir sveit­ar­fé­lögin að veita ekki fram­kvæmda­leyf­i. 

Auður rekur þessa „göll­uðu lög­gjöf“ um umhverf­is­mat til Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Áður fyrr hafi ákvörðun Skipu­lags­stofn­unar um umhverf­is­mat verið bind­andi en eftir að stofn­unin hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að virkj­un­ar­að­ilar ættu ekki að fá fram­kvæmd­ar­leyfi fyrir Kára­hnjúka­virkjun hafi stjórn­völd tekið sig til og breytt lög­un­um. Skipu­lags­stofnun hafi þá misst þetta vald til að segja já eða nei. Nú er úrskurður stofn­un­ar­innar aðeins álit en ekki bind­andi ákvörð­un.

„Svo er búið að reyna setja plástra á þetta kerfi sem er gallað út af þess­ari breyt­ingu en þeir virka ekki því grunn­hug­myndin er röng, þetta gengur ekki svona. Sárin sem Kára­hnjúka­virkjun skilur eftir sig, þau eru enn þá galop­in.“

Gengið lengra í til­lögum stjórn­laga­ráðs

Aðspurð um hvort Land­vernd sé fylgj­andi nýrri stjórn­ar­skrá segir Auður að sam­tökin sjái ekki ástæðu til að hverfa frá til­lögum stjórn­laga­ráðs sem þjóðin hafi nú þegar sam­þykkt.

„Við skrif­uðum umsagnir um þau drög sem for­sæt­is­ráð­herra lagði fram um stjórn­ar­skrár­á­kvæði um umhverf­is­vernd og auð­lindir í nátt­úru Íslands í maí síð­ast­liðn­um. Okkur þóttu þær breyt­ingar ganga tölu­vert skem­ur, bæði fyrir nátt­úru og fyrir almenn­ing, en til­lögur stjórn­laga­ráðs. Þar á meðal var ekki fjallað um þátt­töku­rétt almenn­ings þegar kemur að umhverf­is­málum í ákvæðum for­sæt­is­ráð­herra. Við sjáum enga ástæðu til að ganga skemur en í þeim til­lögum sem þjóðin hefur sam­þykkt. Annað varð­andi stjórn­ar­skrána höfum við ekki verið beitt okkur fyrir þar sem við ein­blínum ein­ungis á umhverf­is­mál.“

Við þurfum að breyta öllu og breytingar eru sársaukafullar. Þetta er ekki að fara gerast þannig að allir séu sáttir.

Á síð­asta ári stig­mögn­uð­ust þær raddir sem kallað hafa eftir rót­tæk­ari aðgerðum í lofts­lags­málum og telja margir að í raun dugi ekk­ert minna en algjörar kerf­is­breyt­ing­ar. Aðspurð hvort að hún telji að almenn­ingur sé til­bú­inn í slíkar breyt­ingar segir Auður það vera einu leið­ina. 

„Stjórn­mála­fólk er ekki að fara gera þetta, það er enn eitt sem maður verður að taka undir með Gretu Thun­berg. Við verðum að krefj­ast þess að þau geri það, öðru­vísi verða engar breyt­ing­ar. Stjórn­mála­fólk og við­skipti eru flækt saman og því er stjórn­mála­fólk ekki að fara setja neinar raun­veru­legar hömlur á við­skipti eða fyr­ir­tæki. Þau eru ekki fara að hægja á hag­vexti nema við komum og segjum við verðum að beita öðrum leiðum til að mæla vel­sæld í sam­fé­lag­inu. Við þurfum að segja að við séum til­bú­in, að við munum ekki rísa upp á aft­ur­fæt­urna þegar umferð einka­bíla verður tak­mörkuð eða þegar meira fjár­magn er sett í almenn­ings­sam­göng­ur. Það er það sem stjórn­mála­fólk er svo hrætt við að ein­hver verði móðg­að­ur, ein­hver verði reið­ur, ein­hver mót­mæli. Þetta eru sárs­auka­fullar aðgerð­ir. Við þurfum að breyta öllu og breyt­ingar eru sárs­auka­full­ar. Þetta er ekki að fara ger­ast þannig að allir séu sátt­ir.“

Auður ítrekar jafn­framt að ef þetta er ekki gert núna þá verði þetta mun dýr­ara og erf­ið­ara seinna. Hún bendir á pistil Stefán Gísla­sonar umhverf­is­stjórn­un­ar­fræð­ings um mik­il­vægi skjótra aðgerða í end­ur­heimt vot­lend­is. 

„Eins og þetta er núna þá er vot­lendið að losa gróð­ur­húsa­loft­teg­undir út í and­rúms­loftið á meðan við getum ekki komið okkur saman um hver á að borga fyrir end­ur­heimt vot­lend­is. End­ur­heimt vot­lendis er lang ódýrasta lofts­lags­að­gerðin sem við getum farið í og á meðan við erum að ríf­ast þá bara losna og losna gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir. Ef við bíðum til 2029 með það að fylla upp í skurð­ina þá erum við búin að losa í 9 ár í stað þess að spara losun um jafn mörg ár. Þetta er ein­falt dæmi til að skilja hvað það skiptir rosa­lega miklu máli að grípa strax til aðgerða.“

2020 verði stórt ár

Að lokum seg­ist Auður vera spennt fyrir árinu 2020 en hún telur að þetta verði stórt ár fyrir sam­tök­in. „Ég held að 2019 hafi verið upp­takt­ur­inn fyrir 2020. Á árinu 2020 munu hlut­irnir ger­ast og þetta verður rosa­lega stórt ár. Það verður stór COP ráð­stefna, lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna, en þar á að taka stórar ákvarð­an­ir. Þá eru liðin fimm ár frá Par­ís­ar­sátt­mál­an­um, þannig við eigum að vera farin að sjá að eitt­hvað hafi gerst. Spárnar núna benda til þess að þó að það hafi verið sam­dráttur í kola­notkun 2019 en talið er að notk­unin auk­ist aftur árið 2020. Við erum að fara sjá hvað þetta er ein­hvern veg­inn von­laust held ég. Að við séum ekki að ráð­ast að rót vand­ans sem er kerfið og hugs­un­ar­hátt­ur­inn okk­ar. Við þurfum að breyta um hugs­un­ar­hátt og gild­is­mat, breyta okkur í grunn­inn. Við getum ekki bara alltaf verið með þessa lélegu plástra.“

Hún segir jafn­framt að á árinu 2020 muni örlaga­stundin í mál­efnum Hval­ár­virkj­unar renna upp. „Þeir munu fara af stað að leggja veg­ina bara næsta vor nema það komi eitt­hvað til sem stöðvar þá. Ef úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála eða dóm­stólar eru ekki þeir aðilar þá veit ég ekki hverjir það geta ver­ið. Þannig þetta verður stórt ár fyrir okkar mál­efna­svið.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal