Mynd: Pexels

Stjórnunarhættir ört að nálgast það ástand sem var fyrir bankahrunið

Rússíbanareiðum íslensks efnahagslífs er ekki lokið, samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar á hvort að stjórnunarhættir á Íslandi hafi breyst eftir hrunið 2008. Þvert á móti eru hlutirnir að nálgast það ástand sem þá ríkti, þótt mesta „bægslaganginum“ sé haldið bak við tjöldin.

Fyrst eftir banka­hrunið breytt­ust stjórn­un­ar­hættir í íslensku við­skipta­lífi. Ótt­inn við að gera mis­tök varð alls­ráð­andi og um tíma dró úr áhættu­sækni stjórn­enda. Um ára­tug síðar eru hlut­irnir hins vegar ört að nálg­ast það ástand sem áður var. Íslenskt við­skipta­líf stefnir í svipað horf þótt að „bægsla­gang­inum sé þó núna að mestu haldið bak við tjöld­in“.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein Ástu Dísar Óla­dóttur og Gylfa Magn­ús­sonar sem birt­ist í nýjasta tölu­blaði Tíma­rits um við­skipti og efna­hags­mál og ber heit­ið: „Var Adam ekki lengi í hel­víti? Hafa stjórn­un­ar­hættir á Íslandi breyst eftir hrunið 2008?“ 

Greinin byggir á rann­sókn höf­unda sem náði til 42 stjórn­enda, 31 karla og ell­efu kvenna, á lista yfir 300 stærstu fyr­ir­tæki lands­ins. Voru þeir meðal ann­ars spurðir hvort stjórn­un­ar­að­ferðir þeirra hefðu eitt­hvað breyst eftir hrunið 2008.

Góð­ærið

Í grein­inni er rakið að fjár­fest­ingar íslenskra fyr­ir­tækja fyrir hrunið í októ­ber 2008 hafi verið það umfangs­miklar að Ísland leiddi World Invest­ment Report list­ann ár eftir ár, allt fram til árs­ins 2008. „Ís­lenskir fjár­festar og stjórn­endur fjár­festu mikið og iðu­lega í stærri fyr­ir­tækjum en þeim sem þeir störf­uðu fyrir eða áttu. Með vilj­ann að vopni og nægan aðgang að fjár­magni voru tæki­færin á hverju strái. Umsvif íslenskra fjár­festa erlendis vöktu athygli í fjár­mála­geir­anum og í fjöl­miðl­um, sér­stak­lega í Dan­mörku og á Bret­landi. Tíma­bilið í aðdrag­anda hruns var iðu­lega kallað góð­ær­ið. Það ein­kennd­ist m.a. af mjög örum hag­vexti, mik­illi lán­töku bæði fyr­ir­tækja og heim­ila og eigna­verðs­bólu sem birt­ist bæði á fast­eigna­mark­aði og þó sér­stak­lega hluta­bréfa­mark­aði.

Eigna­verðs­bólan ýtti undir áhættu­sækni íslenskra stjórn­enda og var raunar einnig að nokkru leyti afleið­ing henn­ar. Hækkun eigna­verðs bjó til hagn­að, a.m.k. á papp­ír, og hvatti til frek­ari eigna­kaupa sem hækk­aði enn eigna­verð. Skuld­sett eign­ar­halds­fé­lög gátu skilað ævin­týra­legri ávöxtun eigin fjár á skömmum tíma. Það bjó til fyrstu millj­arða­mær­ing­ana í Íslands­sög­unni hvern á fætur öðr­um. Lyk­ill­inn að vel­gengni var auð­velt aðgengi að lánsfé og þar skipti lyk­il­máli hverjir héldu um stjórn­ar­taumana í banka­kerf­in­u.“

Mark­aður verð­laun­aði þá áhættu­sækn­ustu og bjó til jákvæða end­ur­gjöf fyrir áhættu­sækni. Þannig var ýtt undir hana. Það var liður í því að búa til jákvæðan spíral þar sem áhættu­sækni bjó til eigna­verðs­hækkun og þar með hagn­að, og hagn­að­ur­inn ýtti undir enn frek­ari áhættu­sækni og þannig koll af kolli. „Meðan lánsfé var aðgengi­legt, ýmist búið til í banka­kerf­inu eða fengið að utan, hélt spírall­inn áfram. Um leið og aðgengi að lánsfé varð erf­ið­ara stöðv­að­ist spírall­inn og sner­ist við.“

Tróð­ust hver um annan í leit að neyð­ar­út­gangi

Því fylgdi að lækkun á eigna­verði leiddi til taps og lækk­unar á eigin fé. Í grein­inni segir að fjár­festar hafi troð­ist hver um annan þveran í leit að neyð­ar­út­gangi en hvergi kom­ist. „Skortur á erlendu lánsfé þýddi að engin leið var að breyta inn­lendum eignum í erlenda mynt til að greiða niður lán í slíkum mynt­um. Fyrir vikið bæði hríð­lækk­aði eigna­verð í krónum og gengi krón­unnar gagn­vart erlendum mynt­um. Eigið fé sem hafði orðið til í jákvæða spíralnum gufaði upp enn hraðar en það hafði mynd­ast. Rúmu ári eftir að lækk­un­ar­hrinan hófst hrundi fjár­mála­kerf­ið. Eftir sat hnípin þjóð í vanda með hrunið fjár­mála­kerfi, gjald­miðil með litlu lífs­marki, haldið á floti með höft­um, stóran hluta fyr­ir­tækja lands­ins með ónýta efna­hags­reikn­inga og fjár­mál heim­ila í upp­námi.“

Eftir hrunið hafi heyrst mjög greini­lega raddir sem köll­uðu á nýtt gild­is­mat.  „Spill­ingu skyldi útrýmt, græðgin skyldi minn­ka, heið­ar­leiki skyldi verða ríkj­andi í íslensku við­skipta­lífi og þannig skyldi byggja traust upp að nýju, stjórn­un­ar­hættir skyldu breyt­ast í atvinnu­líf­inu. Hald­inn var þjóð­fundur árið 2009 þar sem fjöldi fólks tók þátt og sett voru fram gildi sem fólk vildi sjá í íslensku við­skipta­líf­i.“

Hefur eitt­hvað breyst?

Mark­mið greinar Ástu Dísar og Gylfa var að skoða hvort stjórn­un­ar­hættir íslenskra stjórn­enda hafi breyst eftir efna­hags­hrunið 2008. Til að ná því mark­miði voru spurn­ingar sendar á íslenska stjórn­endur sem allir eiga það sam­eig­in­legt að hafa verið í stöðu stjórn­enda fyrir og eftir hrunið árið 2008 og þekkja því vel til. Stjórn­endum var heitið trún­aði og svör þeirra ein­ungis sett fram eftir kyni og starfs­vett­vangi í grein­inni en ekki nafni. Stjórn­end­urnir 42 sem svör­uðu komu úr i fjár­mála­geir­an­um, verslun og þjón­ustu, flutn­inga-, fjar­skipta-, fast­eigna- og fram­leiðslu­starf­semi, upp­lýs­inga­tækni, heild­sölu og flug­tengdri starf­sem­i. 

Í nið­ur­stöðukafla grein­ar­innar seg­ir: „Þegar litið er til þess hvað hefur breyst í aðferðum stjórn­enda frá því fyrir hrun birt­ust þrjú meg­in­þemu í svörum stjórn­end­anna sem mynda nið­ur­stöður rann­sókn­ar­inn­ar. Þau eru áhættu­sækni, hug­takið 2007 og hroki og ábyrgð­ar­leysi.“

Þar segir enn fremur að stjórn­end­unum hafi verið tíð­rætt um að ,,gla­mo­ur­inn“ væri kom­inn aftur í íslensku við­skipta­lífi, boðs­ferðir og kampa­vín sem þóttu ein­kenn­andi árið 2007. „Þá nefndu stjórn­endur að mikið hafi breyst strax eftir hrun og aðhalds­semi, upp­sagnir og 2007 hegðun eins og að þiggja boð í veiði hafi verið tabú. En að ástandið væri annað í dag, ,,Adam var ekki lengi í hel­víti” og allt væri komið á fulla ferð aft­ur, að ástand­inu svip­aði að sumu leyti til þess sem hefði verið fyrir hrun. Þetta töldu stjórn­endur að mætti greina á boðum í utan­lands­ferðir og á launa­þró­un, að banka­stjórar og stjórn­endur stærstu fyr­ir­tækja væru aftur komnir með ofur­laun.[...]Þá nefndu stjórn­endur að fjár­festar væru farnir að söðla undir sig stöndug félög sem bjargað var eftir hrunið og svipað ferli væri í gangi og fyrir hrun ,,Það koma ein­hverjir mis­gáfu­legir fjár­festar og reyna að söðla undir sig banka og trygg­inga­fé­lög“. Rann­sóknir sem byggja á efna­hags­reikn­ingum fyr­ir­tækja sýna að skuld­setn­ing var árið 2014 orðin svipuð og á árunum fyrir hrun[...]og sam­ræm­ist því sem fram kom í svörum stjórn­enda.“

Áhættu­sækni og hroki að aukast

Höf­undar grein­ar­innar setja þann fyr­ir­vara að það sé ekki hægt að alhæfa neitt um aðferðir íslenskra stjórn­enda fyrir eða eftir hrun, en að svör stjórn­end­anna við spurn­ingum þeirra veiti ákveðna inn­sýn og gefi vís­bend­ingar um að margt hafi breyst en þó sé ýmis­legt á svip­uðum nótum og fyrir hrun­ið, bara ekki eins sýni­legt og áður.

Í grein Ástu Dísar og Gylfa segir að rann­sóknir á ein­kennum og aðferðum íslenskra stjórn­enda á árunum fyrir hrun hafi bent til þess að þeir væru áhættu­sæknir og fljótir að taka ákvarð­an­ir. Sjálfs­traustið hafi verið mikið og það jafn­vel birst í hvat­vísi auk þess sem það virt­ist vera skortur á lang­tíma­stefnu­mót­un. Því skoð­uðu þau hvort þessi ein­kenni væru enn til staðar eða hvort aðferðir stjórn­enda hefðu breyst. „Í ljós kom að stjórn­endur í íslensku atvinnu­lífi eru sam­mála um að margt hafi breyst í stjórn­un­ar­háttum frá því fyrir hrun, ótt­inn við mis­tök hafi verið alls ráð­andi í atvinnu­líf­inu eftir hrunið en tíu árum síðar séu hlut­irnir að nálg­ast ört það sem áður var, þó hugs­an­lega sé aðeins meiri var­kárni í ákvarð­ana­töku, meira reglu­verk og form­festa og meiri áætl­ana­gerð en var.“

Stjórn­end­urnir sögðu einnig að áhættu­sækni og hroki væri meiri en var fyrst eftir hrun. „Ég á þetta, ég má þetta er eitt­hvað sem stjórn­endur telja að sjá­ist nú meira bæði í við­skipta­lífi og í stjórn­mál­u­m.“

Í grein­inni er auk þess bent á að nýjar valda­blokkir virð­ist vera að mynd­ast í íslensku við­skipta­lífi með kunn­ug­legum aðal­per­són­um. „Fréttir af fjár­fest­ing­ar­sjóðum í vand­ræðum eftir að hafa flogið hátt um skeið vekja líka mis­ljúfar minn­ingar og auk­inn þrýst­ingur er á veik­ara reglu­verk. Allt eru þetta kunn­ug­leg hug­tök frá þjóð­mála­um­ræð­unni fyrir ára­tug. Þótt staðan sé engan veg­inn sam­bæri­leg og árið 2008 þá virð­ist ljóst að rús­sí­ban­areiðum íslensks efna­hags­lífs er ekki lok­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar