Mynd: RÚV/Skjáskot Bryndís Kristjánsdóttir
Mynd: RÚV/Skjáskot

Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“

Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni. Alls náði úrtakskönnun embættisins til eitt prósent þeirra sem fóru leiðina. Nauðsynlegt sé sannreyna og rekja til enda uppruna fjármuna í hverju og einu þeirra tilvika sem til rannsóknar verði tekin, ef skipa á rannsóknarnefnd um leiðina.

Emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra hefur ekki haft tök á því að rann­saka að fullu þau gögn sem það hefur fengið afhent um þá aðila sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands vegna mann­eklu og „ann­arra aðkallandi verk­efna“. 

Emb­ættið hefur ein­ungis fram­kvæmt úrtakskönnun sem náði til ell­efu ein­stak­linga sem búsettir voru hér­lendis og úr þeirri könnun tekið eitt mál til frek­ari rann­sókn­ar, þar sem grunur er um und­an­skot á fjár­magnstekjum er nemur á þriðja hund­rað millj­óna króna. 

Alls nýttu 1.072 ein­stak­lingar og lög­að­ilar sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina og því náði úrtakskönnun skatt­rann­sókn­ar­stjóra yfir um eitt pró­sent þátt­tak­anda sem nýttu sér leið­ina. 

Þetta kemur fram í umsögn skatt­rann­sókn­ar­stjóra um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að rann­sókn­ar­nefnd verði skipuð til að fara í saumanna á fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands sem skilað var í síð­ustu viku. Undir umsögn­ina skrifar Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri.

Þar seg­ir  enn fremur að skatt­rann­sókn­ar­stjóri hafi ekki haft tök á að sinna frek­ari rann­sókn en lýst er hér að ofan. „Er því ekki að svo stöddu hægt að draga neinar almennar álykt­anir á grund­velli athug­ana skatt­rann­sókn­ar­stjóra á þeim gögnum varð­andi fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands sem emb­ættið fékk aðgang að og frá var greint í fram­an­get­inni umsögn þess frá árinu 2016.“ 

Emb­ættið telur að ef upp­lýsa eigi hvort fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka íslands hafi verðið nýtt til að flytja til Íslands fjár­muni sem upp­runa eiga í tekjum sem ekki hafa verið taldar rétti­lega fram til skatts hér á landi og þá eftir atvikum jafn­framt hvort pen­inga­þvætti hafi átt sér stað, verði að fara fram ítar­leg og heild­stæð athugun er bæði taki til ein­stak­linga og lög­að­ila. 

Auk þess telur skatt­rann­sókn­ar­stjóri að til að upp­lýsa umrædd efni með við­hlít­andi hætti sé nauð­syn­legt að sann­reyna og rekja til enda upp­runa fjár­muna í hverju og einu þeirra til­vika sem til rann­sóknar eru tek­in. „Er ljóst að það kallar í mörgum ef ekki flestum til­vikum á öflun frek­ari gagna frá umsækj­endum sjálfum og eftir atvikum öðrum aðilum til við­bótar þeim gögnum sem fram hafa verið lögð við afgreiðslu umsókna um nýt­ingu fjár­fest­ing­ar­leið­ar­inn­ar.“

Skoð­aði nokkra ein­stak­linga búsetta hér­lendis

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri fékk gögn um þá ein­stak­linga, ekki lög­að­ila á borð við einka­hluta­fé­lög, árið 2016, eða fyrir tæpum fjórum árum síð­ar. Þegar þau voru sam­keyrð við gögn sem emb­ætti skatt­rann­­­sókn­­­ar­­­stjóra keypti sum­­­­­arið 2015 á 37 millj­­­ónir króna, og sýndu eignir Íslend­inga í þekktum skatta­­­skjól­um, kom í ljós að 21 ein­stak­l­ingar fór fjár­­­­­fest­inga­­­leið­ina var einnig í skatta­­­skjóls­­­gögn­un­­­um. 

Í umsögn skatt­rann­sókn­ar­stjóra um skipun rann­sókn­ar­nefndar á fjár­fest­ing­ar­leið­inni, sem skilað var inn í síð­ustu viku, segir að grein­ing og frek­ari úrvinnsla ofan­greindra gagna hafi þurft að afmarka, sökum „ann­arra aðkallandi verk­efna og tak­mark­aðs mann­afla“. 

Í byrjun árs 2018, fyrir tveimur árum síð­an, lágu fyrir nið­ur­stöður for­skoð­unar ell­efu til­vika er vörð­uðu nýt­ingu fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar og voru þau til­vik „valin úr mengi til­vika þar sem aðilar voru ein­stak­lingar búsettir hér á landi á tíma útboðs auk þess sem um hafði rætt fjár­færslur fyrir ofan ákveðna fjár­hæð.“

Fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands

Fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­leið Seðla­­­­­­banka Íslands, sem einnig var nefnd 50/50 leið­in, var gríð­­­­­­ar­­­­­­lega umdeild aðferð sem Seðla­­­­­­bank­inn beitti til minnka hina svoköll­uðu snjó­­­­­­hengju, krón­u­­­­­­eignir erlendra aðila sem fastar voru innan fjár­­­­­­­­­­­magns­hafta og gerðu stjórn­­­­­­völdum erfitt fyrir að vinna að frek­­­­­­ari losun þeirra hafta. Sam­­­­­­kvæmt henni gátu þeir sem sam­­­­­­þykktu að koma með gjald­eyri til Íslands skipt þeim í íslenskar krónur á hag­­­­­­stæð­­­­­­ara gengi en ef þeir myndu gera það í næsta banka.

Þeir sem tóku á sig „tap­ið“ í þessum við­­­­­­skiptum voru aðilar sem áttu krónur fastar innan hafta en vildu kom­­­­­­ast út úr íslenska hag­­­­­­kerf­inu með þær. Þeir sem „græddu“ voru aðilar sem áttu erlendan gjald­eyri en voru til­­­­­­­­­­­búnir að koma til Íslands og fjár­­­­­­­­­­­festa fyrir hann. Seðla­­­­­­bank­inn var síðan í hlut­verki milli­­­­­­­­­­­göng­u­að­ila sem gerði við­­­­­­skiptin mög­u­­­­­­leg. Líkt og verslun sem leiddi heild­­­­­­sala og neyt­endur sam­­­­­­an.

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­leið­inni frá því í febr­­­­­­úar 2012 til febr­­­­­­úar 2015, þegar síð­­­­­­asta útboðið fór fram. Alls komu um 1.100 millj­­­­­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leið­­­­­­ar­inn­­­­­­ar, sem sam­svarar um 206 millj­­­­­­örðum króna.

Ef þeir sem komu með þennan gjald­eyri til Íslands hefðu skipt þeim á opin­beru gengi Seðla­­­­­­bank­ans, líkt og venju­­­­­­legt fólk þarf að gera, hefðu þeir fengið um 157 millj­­­­­­arða króna fyrir hann. Virð­is­aukn­ingin sem fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­leiðin færði eig­endur gjald­eyr­is­ins í íslenskum krónum var því 48,7 millj­­­­­­arðar króna. Skil­yrt var að binda þyrfti féð sem fært var inn í landið með þessu hætti í fast­­­­­­eign­um, verð­bréf­um, fyr­ir­tækjum eða öðrum fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­kost­­­­­­um. Því má segja að þeir sem hafi nýtt sér fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leið­ina hafi fengið um 20 pró­­­­­­sent afslátt af þeim eignum sem þeir keyptu.

794 inn­­­­­­­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­­­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leiðar Seðla­­­­­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­­­­­sent þeirrar fjár­­­­­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­­­­­ari leið, en hún tryggði um 20 pró­­­­­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­­­­kvæmt skil­­­­­­málum útboða fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­leið­­­­­­ar­inn­­­­­­ar. Afslátt­­­­­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­­­­­bank­ans er um 17 millj­­­­­­arðar króna.

Það mengi sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri skoð­aði sneri þó ein­ungis að ein­stak­ling­um, ekki lög­að­ilum eins og einka­hluta­fé­lög­um. Til að setja það í sam­hengi við umfang þeirra sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina þá voru alls sam­þykkar umsóknir frá 754 ein­stak­lingum en 318 lög­að­ilum um að fara leið­ina, eða alls 1.072 aðila. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri skoð­aði ein­ungis ein­stak­linga sem búsettir voru á Íslandi, en þeir voru 231. Því inni­hélt mengið sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri valdi 11 til­vik til að skoða úr, tæp­lega 22 pró­sent þeirra ein­stak­linga og lög­að­ila sem nýttu leið­ina. Þau ell­efu til­vik sem emb­ættið tók til for­skoð­unar eru um eitt pró­sent þeirra sem tóku þátt í útboðum leið­ar­inn­ar.

Í umsögn skatt­rann­sókn­ar­stjóra segir að fjár­hæð tek­inna til­boða frá ein­stak­lingum búsettum á Íslandi hafi verið tæp­lega sex millj­arðar króna. Fjár­hæð tek­inna til­boða frá ein­stak­lingum alls nam sam­tals um 24 millj­örðum króna en tekin til­boð lög­að­ila námu sam­tals um 96 millj­örðum króna, þ.e. sam­tals um 120 millj­arðar króna. Því kom mengið sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri valdi ell­efu til­vik til að for­skoða úr ein­ungis með fimm pró­sent þeirrar upp­hæðar sem flutt var til lands­ins í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina. 

Ofan á þetta komu þeir sem ferj­uðu pen­inga inn eftir leið­inni inn með sömu upp­hæð til við­bótar og þeir keyptu fyrir inn í land­ið, en án virð­is­aukn­ing­ar. Heild­ar­um­fang leið­ar­innar var því yfir 200 millj­arðar króna.

Und­an­skot upp á hund­ruð millj­óna króna

Líkt og Kjarn­inn hefur áður greint frá þá leiddi eitt þess­ara til­vika til að að skatt­rann­sókn var hafin vegna þeirra fjár­færslna sem um hafði rætt.  Í því máli er grunur um und­an­­skot fjár­­­magnstekna er nemur á þriðja hund­rað millj­­óna króna.

Rann­sókn þess máls er nýlega lokið og var búist við því að ákvörðun um hvort mál­inu yrði vísað til refsi­með­ferðar eða ekki yrði tekin seint á síð­asta ári. Sú ákvörðun hefur hins vegar dreg­ist veru­lega og í umsögn skatt­rann­sókn­ar­stjóra um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um rann­sókn á fjár­fest­ing­ar­leið­inni kemur fram að hún hefur enn ekki verið tek­in, þrátt fyrir að rann­sókn sé lok­ið. Þar segir orð­rétt að í sam­ráði við emb­ætti rík­is­skatt­stjóra hafi verið „tekin ákvörðun um að áfram­hald­andi skoðun gagn­anna yrði í fyrstu á for­ræði þess emb­ættis sem eftir atvikum myndi vísa aftur málum til skatt­rann­sókn­ar­stjóra í þeim til­vikum er athugun myndi vekja grun um refsi­verð brot.“ Eftir rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra á mál­inu er það nú komið til rík­is­skatt­stjóra sem mun mögu­lega vísa því aftur til skatt­rann­sókn­ar­stjóra ef athugun rík­is­skatt­stjóra vekur grun um refsi­verð brot. 

Rík­is­skatt­stjóri hefur hins vegar líka verið með umrædd gögn um þá sem nýttu sér fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina árum sam­an. Til að koma í veg fyrir tví­­verknað sam­­mælt­ust skattemb­ættin tvö, sam­kvæmt því sem Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri sagði við Kjarn­ann í fyrra, um að þau yrðu skoðuð frekar undir for­­merkjum eft­ir­lits á sínum tíma. Ef við þá skoðun myndu vaknar grunur um skatt­­svik ber að til­­kynna skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra þar um sem myndi taka ákvörðun um fram­hald máls­ins. 

Svo virð­ist vera sem að breyt­ing hafi orðið á því verk­lagi á síð­ustu vikum og ákvörðun um fram­hald máls­ins nú komin til rík­is­skatt­stjóra.

Ómögu­legt að fá upp­lýs­ingar um þá sem nýttu leið­ina

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að Seðla­­banki Íslands legg­ist ekki sér­­stak­­lega gegn því að fram fari rann­­sókn á flutn­ingi fjár til lands­ins á grund­velli fjár­­­fest­ing­­ar­­leiðar hans telji Alþingi lík­­­legt að slík rann­­sókn bæti ein­hverju við þá rann­­sókn sem þegar hefur farið fram á vegum rík­­is­skatt­­stjóra og skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra á leið­inni.

Sið­fræð­i­­stofnun Háskóla Íslands hefur líka skilað umsögn um til­­lög­una þar sem fram kemur að hún styðji til­lög­una um rann­sókn. 

Seðla­­banki Íslands hefur hingað til ekki viljað upp­­lýsa um hverjir það voru sem nýttu sér leið­ina, og borið fyrir sig þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæði laga um bank­ann. ­Bjarni Bene­dikts­­­son, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, svar­aði fyr­ir­­spurn um málið á Alþingi í síð­­asta mán­uði og tók sama pól í hæð­ina og Seðla­­bank­inn. Hann taldi sér ekki heim­ilt að birta nöfn þeirra sem fluttu fjár­­­­­magn til Íslands í gegnum fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið­ina. 

Máli sínu til stuðn­­­ings vísar Bjarni í úrskurð úrskurð­­­ar­­­nefndar um upp­­­lýs­ing­­­ar­­­mál vegna kæru Kjarn­ans á synjun Seðla­­­banka Íslands um aðgang að upp­­­lýs­ing­unum frá því í jan­úar 2019. Í þeim úrskurði sagði meðal ann­­­ars að for­taks­­­laus þagn­­­ar­­­skylda Seðla­­­banka Íslands gagn­vart við­­­skipta­­­mönnum sínum komi í veg fyrir að slíkar upp­­­lýs­ingar séu gerðar opin­berar „óháð hags­munum almenn­ings af því að fá að kynna sér þær.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar