Mynd: Samsett

Reykjavíkurstjórn líklegasti valkosturinn við sitjandi ríkisstjórn

Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu eins og er, þótt pólitíkin sé ólíkindatól og geti breyst hratt. Kjarninn skoðaði stöðuna eins og hún lítur út í dag og birtir niðurstöðuna í tveimur fréttaskýringum. Þessi er sú síðari.

Alþing­is­kosn­ingar frá banka­hruni hafa allar verið haldnar í kjöl­far mik­illa póli­tískra tíð­inda. Í febr­úar 2020 stefndi í að þær næstu myndu verða und­an­tekn­ingin frá þeirri reglu. Kór­ónu­veiran og efna­hags­legar afleið­ingar hennar breyttu þeirri stöðu snögg­lega. Og nú skyndi­lega kom­in, enn og aft­ur, for­dæma­laus staða sem kallar á nýjar hug­myndir og nýja nálg­un. Það ástand mun móta þing­kosn­ing­arnar á næsta ári.

Þeir sem hafa horft með sökn­uði til þess 4+1 kerfis sem var við lýði hér­lendis ára­tugum saman í íslenskum stjórn­málum hljóta eru flestir búnir að kveðja þann draum, og farnir að aðlaga sig að veru­leika þar sem að minnsta kosti níu flokkar keppa um að kom­ast að á Alþingi. Og að minnsta kosti sjö eru lík­legir til að tryggja sig þangað inn. Í dag eru flokk­arnir á þingi átta og hafa verið frá 2017. Í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, sem í var kosið 2018, eru þeir jafn­margir en ekki alveg þeir sömu.

Sam­fylk­ingin hafnar Sjálf­stæð­is­flokknum

Ómögu­legt er að mynda sterka tveggja flokka rík­is­stjórn. Miðað við kann­anir nú um stundir yrði lík­lega ómögu­legt að mynda þriggja flokka stjórn, þar sem slíkt þyrfti að inni­halda bæði Sjálf­stæð­is­flokk og Sam­fylk­ing­una. Miðað við orð Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á flokks­stjórn­ar­fundi flokks­ins í nóv­em­ber í fyrra, eru lík­urnar á slíku sam­starfi eng­ar. Þar sagði hann í ræðu að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tróni ekki lengur yfir öllum hinum flokk­un­um. Sú staða kalli á að aðrir flokkar þurfi að bregð­­ast við þessum nýja veru­­leika sem blasi nú við í íslenskum stjórn­­­mál­­um. Logi sagði þetta vera sög­u­­legt tæki­­færi fyrir Sam­­fylk­ing­una til að fylkja saman því sem hann kall­aði „um­bóta­öfl­unum í land­inu“ og sýna að það væri til betri val­­kostur fyrir íslenskan almenn­ing en núver­andi rík­­is­­stjórn.

Auglýsing

Í umræðum á Alþingi um stöð­una í stjórn­málum í byrjun árs og verk­efnin framund­an, sem fór fram í jan­úar síð­ast­liðn­um, sló hann svip­aðan streng. 

Þar sagði hann að tími væri kom­inn til að hætta að láta Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn enda­­laust velja sér nýja dans­­fé­laga eftir kosn­­ingar og stjórna eftir eigin geð­þótta. „Nú er kom­inn tími sam­still­tr­­ar, djarfrar og víð­­sýnnar stjórn­­­ar, án Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins - fyrir allt fólkið í land­inu og kom­andi kyn­slóð­­ir. Stjórn sem leggur alla áherslu á rík­­­ara félags­­­legt rétt­­læti og hefur á sama tíma meiri sköp­un­­ar­­kraft, fram­­sýni og hug­rekki.“

Þrír flokkar mynda kjarna „um­bóta­afl­anna“

Þau „um­bóta­öfl“ sem Logi, for­maður næst­stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins, er að biðla til eru auk Sam­fylk­ing­ar­innar flokkur Pírata og Við­reisn. Þessir þrír flokkar vinna mikið saman í stjórn­ar­and­stöðu, áherslur þeirra skar­ast umtals­vert, allir flokk­arnir eru með alþjóða­sinn­aðir og þeir deila því að vilja ráð­ast í kerf­is­breyt­ingar sem þeir sjá ekki að verði að veru­leika með Sjálf­stæð­is­flokk­inn í rík­is­stjórn. Þar er sér­stak­lega horft til breyt­inga á stjórn­sýsl­unni og í auð­linda­mál­um. Miðað við þau sam­töl sem Kjarn­inn hefur átt við lyk­il­fólk úr öllum þessum flokkum þá er þetta hug­mynd sem öllum hugn­ast ágæt­lega, þótt Við­reisn sér­stak­lega vilji ekki binda sig neinum flokkum fyrir kosn­ingar sem stend­ur, heldur hafa alla mögu­leika opna ef miklar breyt­ingar verða á fylgi flokka þegar talið verður upp úr kjör­köss­un­um. 

Kosið verður á næsta ári. Hvenær árs mun liggja fyrir eftir fundi forsætisráðherra með formönnum flokka sem fara fram á næstunni.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í nýj­ustu könnun MMR var sam­eig­in­legt fylgi þess­ara þriggja flokka 39,5 pró­sent. Í könnun sem Zenter gerði fyrir Frétta­blaðið nokkrum dögum áður mæld­ist fylgi þeirra 39,7 pró­sent. Í nýj­ustu könnun Gallup er það 36,1 pró­sent. Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn fengu sam­tals 28 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017. Flokk­arnir þrír hafa allir bætt við sig fylgi á kjör­tíma­bil­inu og sú fylg­is­aukn­ing hefur hald­ist nokkuð stöðug í kringum tíu pró­sentu­stig. Miðað við þann fjölda atkvæða sem sam­kvæmt könn­unum fara til flokka sem mæl­ast rétt svo eða vart inni á þingi þá gætu allt að tíu pró­sent atkvæða fallið niður dauð. Flokk­arnir þrír geta átt von á því að fá 25 til 28 þing­menn. Þá þyrftu þeir ein­ungis fjóra til sjö til við­bótar til að fá meiri­hluta. 

Hefur fest sig í sessi sem næst stærsti flokk­ur­inn

Eftir að hafa nán­ast þurrkast út í kosn­ing­unum 2016, þegar flokk­ur­inn fékk ein­ungis 5,7 pró­sent atkvæða, hefur Sam­fylk­ingin hægt og rólega náð vopnum sín­um, þótt hún sé enn langt frá því að vera sá mót­vægis­turn við Sjálf­stæð­is­flokk­inn sem til stóð þegar hún var stofn­uð, og hún var um tíma snemma á öld­inn­i. 

Haust­kosn­ing­arnar 2017 reynd­ust mikil gjöf fyrir flokk­inn, sem var kom­inn í mik­inn fjár­hags­vanda vegna þess að fjár­fram­lög til hans skruppu gríð­ar­lega saman í sam­ræmi við hrun í fylgi, en í þeim fjölg­aði þing­mönnum hans úr ein­ungis þremur í sjö og hann fór frá því að vera minnsti flokk­ur­inn á þingi í að vera sá þriðji stærsti. 

Sam­fylk­ingin mælist nokkuð stöðugt næst stærsti flokkur lands­ins í könn­un­um. Í síð­ustu könnun Zenter mæld­ist fylgi flokks­ins 16,1 pró­sent, hjá MMR mælist það 16,3 pró­sent og hjá Gallup er það 14,9 pró­sent. Ef það yrði nið­ur­staða kosn­inga er ljóst að flokk­ur­inn mun leika lyk­il­hlut­verk í því að reyna að mynda næstu „Reykja­vík­ur­stjórn“. Við­mæl­endur Kjarn­ans innan flokks­ins eru allir á saman máli um að þangað stefni hugur hans, og Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur ekki verið feim­inn við að segja það opin­ber­lega. Í við­tali við Mann­líf í byrjun síð­asta árs sagði hann til að mynda: „Ég held að við gætum náð mjög mörgum skemmti­­legum og góðum málum á dag­­skrá ef við myndum mynda rík­­is­­stjórn frá miðju til vinstri þar sem Sam­­fylk­ingin væri kjöl­­fest­u­­flokkur og við hefðum svo Við­reisn og Pírata öðrum megin við okkur og Vinstri græn hinum megin við okk­­ur.“

Auglýsing

For­ystu­mál Sam­fylk­ing­ar­innar virð­ast vera nokkuð borð­leggj­andi eins og stend­ur. Logi, sem varð óvart for­maður flokks­ins eftir afhroðið 2016, mun leiða flokk­inn inn í næstu kosn­ingar taki Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, ekki stökkið yfir í lands­mál­in. Dagur er umdeildur stjórn­mála­mað­ur, enda hefur honum tek­ist að koma sínum áherslum á þróun borg­ar­mála frá því að hann kom inn í borg­ar­stjórn árið 2002. Sú þróun hugn­ast póli­tískum and­stæð­ingum hans illa og mjög skýrar átaka­línur hafa verið í borg­ar­stjórn nán­ast allt frá því að R-list­inn náði völdum þar 1994. Síðan þá hafa félags­hyggju­flokkar farið með stjórn borg­ar­innar ef und­an­skilið er hluti kjör­tíma­bils­ins 2006 til 2010, þegar alls fjórir meiri­hlutar voru mynd­að­ir. 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík, hefur hingað til hafnað því að stiga inn á landsmálasviðið.
mynd: Bára Huld Beck

Dagur er sterkasti stjórn­mála­maður sem Sam­fylk­ingin á, og sá eini á meðal for­víg­is­manna flokks­ins með sterka sig­ur­hefð í reynslu­bank­an­um. Hann hefur hins vegar ítrekað sagt það á síð­ustu árum að hann hafi hvorki metnað til að verða for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar né í lands­mál­in. Í við­tali við Kjarn­ann 2014 sagð­ist hann til að mynda ekki sjá það ger­ast á næstu tíu árum hið minnsta. 

Fyrir og eftir Birgittu

Píratar hafa markað sér sér­stöðu í íslenskum stjórn­málum frá því að flokk­ur­inn var stofn­aður síðla árs 2012 utan um aukið gagn­sæi í stjórn­sýslu og verndun og efl­ingu borg­ara­legra rétt­inda. Póli­tísk til­vera flokks­ins hefur verið rús­sí­ban­areið. Hann náði mönnum á þing 2013, komst í meiri­hluta­stjórn í Reykja­vík 2014 og mæld­ist um tíma með um og yfir 40 pró­sent fylgi í könn­unum árið 2016, í kjöl­far þess að Panama­skjölin svoköll­uðu voru opin­beruð. 

Innan Pírata er svo­kall­aður flatur strúktúr sem felur meðal ann­ars í sér að eng­inn for­maður er í flokkn­um, heldur fram­kvæmda­ráð. Á þingi skipt­ast þing­menn flokks­ins á að veita honum for­ystu þar sem kallað er á slíkt í gang­virki þings­ins.

Vaxt­ar­verkir hafa fylgt þessum upp­gangi. Um tíma fjölg­aði flokks­fé­lögum gríð­ar­lega á skömmum tíma og virt­ist sem margir þeirra væru ekki sam­mála um mikið annað en að vera Pírat­ar. Fyrir vett­vang sem byggir á mik­illi þátt­töku gras­rótar í öllum helstu ákvörð­unum þá skap­aði þetta ýmsar áskor­an­ir. Þá er ótalin per­sóna Birgittu Jóns­dótt­ur, sem var and­lit flokks­ins árum saman og helsti tals­maður hans. Í raun óform­legur leið­togi. Birgitta bauð sig ekki fram í síð­ustu þing­kosn­ingum en ljóst hafði verið lengi í aðdrag­anda þess að henni lynti ekki við flesta aðra kjörna full­trúa Pírata.

Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir voru einu sinni saman í þingflokki. Ljóst er að ekki er mikil velvild á milli þeirra í dag.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Sá ágrein­ingur opin­ber­að­ist nokkuð skýrt fyrir um ári síðan þegar Birgitta ætl­aði sér end­ur­komu í starfið með því að sækj­ast eftir sæti í trún­að­ar­ráði Pírata. Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður flokks­ins, hélt þá þrumu­ræðu þar sem hann sagð­ist hafa ára­langa reynslu af því að kynn­­ast því frá Birgittu, að henni væri ekki treystandi. „Hún grefur undan sam­herjum sínum ef hún sér af þeim ógn. Hún hótar sam­herjum sínum þegar hún fær ekki það sem hún vill. „Ég vona inn­i­­lega að þess­­ari til­­­nefn­ingu verði hafn­að.“ Birgitta hlaut ekki braut­ar­gengi, með afger­andi hætti, í kosn­ingu sem fram fór í kjöl­far­ið.

Meiri festa og stöð­ug­leiki í fylgi

Und­an­farin ár hefur tek­ist að mynda festu í til­veru Pírata. Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, Hall­dóra Mog­en­sen og Björn Leví Gunn­ars­son hafa skapað sér nafn með fram­göngu sinni á þingi sem ofbýður póli­tískum and­stæð­ingum þeirra en hugn­ast mjög þeim sem styðja póli­tíska veg­ferð Pírata. 

Auglýsing

Þetta end­ur­spegl­ast í fylgi flokks­ins. Þegar gagn­rýni á hann er mik­il, til dæmis nýverið vegna for­mennsku Þór­hildar Sunnu í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, þá hefur fylgið til­hneig­ingu til að taka við sér. Eins og stendur mælist fylgi Pírata á bil­inu 10,7 til 13,6 pró­sent í þremur síð­ustu könn­un­um. Minnst mælist það hjá Gallup en mest hjá Zenter, þótt að MMR sé ekki langt þar und­an. Efri mörk þess­ara mæl­inga myndu þýða að Píratar myndu auka fylgi sitt um tæp­lega 50 pró­sent milli kosn­inga. 

Við­mæl­endur Kjarn­ans innan raða Pírata segja mark­miðið fyrir næsta kjör­tíma­bil ljóst: Þeir ætla sér í rík­is­stjórn. Sú rík­is­stjórn, eigi hún að verða að veru­leika, getur ekki inni­haldið Sjálf­stæð­is­flokk­inn vegna gagn­kvæms óþols flokk­anna tveggja á hvorum öðr­um. 

Búast má við því að flestir þing­menn Pírata bjóði sig áfram fram og að Þór­hildur Sunna verði áfram helsti tals­maður þeirra. Flokk­ur­inn er hluti af meiri­hluta­sam­starfi í Reykja­vík annað kjör­tíma­bilið í röð sem gengur vel og ánægja er með á meðal allra flokka sem það mynda. Hann hefur því sýnt það á þeim vett­vangi að Píratar eru stjórn­tækir, þótt ýmsir póli­tískir and­stæð­ingar haldi öðru fram. 

Klofn­ings­fram­boðið sem reis upp frá dauðum

Við­reisn var lengi í und­ir­bún­ingi. Flokk­ur­inn spratt upp úr óánægju hjá áhrifa­miklum sjálf­stæð­is­mönnum með ákvörðun flokks­ins um að aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu yrði ekki dregin til baka nema með þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Sú ákvörðun var kynnt í febr­úar 2014. Fyrsti form­legi stefnu­mót­un­ar­fundur hins nýja stjórn­mála­afls var hald­inn 11. júní sama ár þótt Við­reisn hafi ekki verið form­lega stofnuð sem stjórn­mála­flokkur fyrr en í maí 2016, þegar ljóst var að kosn­ingar færu fram þá um haustið vegna Panama­skjal­ana. 

Tvíeykið Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé bundu flokka sína, Viðreisn og Bjarta framtíð, saman í stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningarnar 2016.
Mynd: Birgir Þór Harðarson.

Bene­dikt Jóhann­es­son var kjör­inn for­maður flokks­ins og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var í fram­varð­ar­sveit hans. Við­reisn fékk 10,5 pró­sent atkvæða í októ­ber 2016 og end­aði á því að mynda skamm­líf­ustu meiri­hluta­stjórn lýð­veld­is­tím­ann með gamla móð­ur­flokknum og Bjartri fram­tíð, sem sprakk eftir tæpa átta mán­uð­i. 

Í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2017 stefndi í að Við­reisn myndi mögu­lega deyja út. Þegar Bene­dikt hætti sem for­maður í októ­ber 2017, og Þor­gerður Katrín tók við, mæld­ist fylgi flokks­ins 3,3 pró­sent. Við­reisn náði að halda sér inni á þingi í síð­­­ustu kosn­­ing­um, fékk 6,7 pró­­sent atkvæða og fjóra þing­­menn, en tap­aði rúm­­lega þriðj­ungi atkvæða sinna milli ára.

Ekk­ert ein­falt svar

Við­reisn hefur mælst með nokkuð stöðugt fylgi í könn­unum það sem af er kjör­tíma­bil­inu. Í síð­ustu könn­unum Zenter og MMR mæld­ist það slétt tíu pró­sent en aðeins meira hjá Gallup, eða 10,5 pró­sent. Því stefnir allt að óbreyttu í að Við­reisn nái þeim þing­styrk sem flokk­ur­inn hafði eftir kosn­ing­arnar 2016 þegar þing­menn­irnir voru sjö. 

Opin­ber­lega þá hefur flokks­for­ystan lítið gefið upp hvert hugur hennar stefnir hvað varðar stjórn­ar­mynd­un. Af sam­tölum við áhrifa­fólk innan flokks­ins á síð­ustu árum er þó ljóst að reynslan af stjórn­ar­sam­starf­inu 2017 situr í fólki. Ýmis­legt má ráða í það að eftir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2018 ákvað Við­reisn að mynda meiri­hluta í Reykja­vík með Sam­fylk­ingu, Pírötum og Vinstri græn­um. 

Fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins, Bene­dikt Jóhann­es­son, er tal­inn mjög lík­legur til að fara fram á ný í næstu kosn­ing­um. í apríl skrif­aði hann stöðu­upp­færslu á Face­book sem vakti mikla athygli þar sem hann sagði að þær stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður sem hefðu gengið best eftir kosn­ing­arnar 2016 hafi verið þegar flokkur hans ræddu við Bjarta fram­tíð, Sam­fylk­ingu og Pírata. „Þar hefðum við náð fram flestum af okkar málum til umbóta í land­­bún­­aði, sjá­v­­­ar­út­­­vegi og þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu um Evr­­ópu­um­­sókn­ina.“

Auglýsing

Í umræðu um stöðu­upp­færsl­una sagði hann að það væri ekk­ert ein­falt svar við því hvað hefði valdið því að Við­reisn hefði þrátt fyrir þetta myndað rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. „Það var því aug­­ljóst að fram­­sókn­­ar­­flokk­­arnir þrír hefðu meiri­hluta og höfðu örugg­­lega mikla löngun til þess að mynda stjórn saman þá þegar um óbreytt ástand eins og þau gerðu ári síð­­­ar. Þegar þannig háttar er stærð­fræð­i­­lega ómög­u­­legt að mynda meiri­hluta­­stjórn án eins þess­­ara stöðn­­un­­ar­­flokka.“

Eft­ir­sjá af Þor­steini

Þor­gerður Katrín mun að öllum lík­indum verða áfram for­maður flokks­ins. Af orðum hennar í nýlegu við­tali við Kjarn­ann liggur fyrir hvert hugur hennar stefnir eftir næstu kosn­ing­ar. „Við þurfum fólk sem raun­veru­lega meinar það þegar það talar um gagn­sæi og um að miðla upp­lýs­ingum og situr ekki á skýrslum rétt fyrir kosn­ing­ar. Þess vegna þarf að vera þungi og alvara af okkar hálfu sem erum í stjórn­málum því við getum breytt hlut­un­um. Það þýðir ekki að tipla á tánum í kringum þetta gamla. Það gamla varð til út af ákveð­inni ástæðu og allt í góðu með það en í dag er annar tími sem gerir kröfur og setur ábyrgð á herðar okkar sem eru í stjórn­málum að breyta – og upp­færa.“

Þorsteinn Víglundsson ákvað að hætta beinni þátttöku í stjórnmálum fyrr á þessu ári.
Mynd: Bára Huld Beck

Við­reisn varð fyrir mik­illi blóð­töku þegar Þor­steinn Víglunds­son, vara­for­maður flokks­ins, ákvað að hætta þátt­töku í stjórn­málum fyrr á þessu ári og hverfa aftur til starfa í atvinnu­líf­inu. Þor­steinn var virtur þvert á póli­tískar línur og þótti afar hæfur stjórn­mála­maður með mikla þekk­ingu á efna­hags­mál­um. Daði Már Krist­ó­fers­son, frá­far­andi for­seti Félags­vís­inda­sviðs Háskóla Íslands og pró­fessor í hag­fræði, hefur þegar ákveðið að gefa kost á sér í vara­for­manns­emb­ættið í stað Þor­steins á aðal­fundi Við­reisnar sem fram fer í haust. Ekki er ósenni­legt að ein­hver af núver­andi þing­mönnum flokks­ins muni sækj­ast eftir því emb­ætti þegar nær dreg­ur.

Reykja­vík­ur­stjórn fyrsti val­kostur

Sam­an­dregið þá sýna fjöl­mörg sam­töl Kjarn­ans við áhrifa­fólk innan þess­arra þriggja flokka fram á að þar sé fyrsti kostur í stjórn­ar­myndun eftir kom­andi kosn­ingar rík­is­stjórn sem geti ráð­ist í kerf­is­breyt­ing­ar, t.d. í sjáv­ar­út­vegi og stjórn­sýsl­unni. Þar er horft til þess að Sam­fylk­ing, Píratar og Við­reisn myndi und­ir­stöð­una í slíkri rík­is­stjórn með fjórða flokki ef með þarf. Þar eru Vinstri græn efst á blaði, að minnsta kosti hjá Sam­fylk­ingu og Píröt­um, og þá með Katrínu Jak­obs­dóttur áfram sem for­sæt­is­ráð­herra. 

Auglýsing

Sam­starf þess­arra fjög­urra flokka í meiri­hluta­stjórn­inni í Reykja­vík­ur­borg hefur gengið vel og því er talað um að „Reykja­vík­ur­stjórn“ sé raun­hæfur mögu­leiki eftir næstu kosn­ing­ar. Slík gæti, að mati við­mæl­enda Kjarn­ans, orðið upp­haf að svip­uðum breyt­ingum og urðu í Reykja­vík­ur­borg 1994 þegar R-list­inn komst að völdum sem flokk­arnir sem stóðu að honum hafa að mestu haldið alla tíð síð­an. 

Það er þó nægur tími í kosn­ingar og ýmis­legt sem getur breyst þangað til að atkvæðin verða talin upp úr köss­un­um. Ofan­greindum flokkum hefur gengið frekar illa í að halda í fylgi sitt í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga á sama tíma og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn eru þekktar kosn­inga­vél­ar.

Þeir rót­grónu flokkar kunna íslenskar kosn­ingar betur en nokkur annar og geta leitað til fjöl­margra reyndra ein­stak­linga til að hjálpa til við að næla í lyk­il­at­kvæði sem tryggja aðgang að áfram­hald­andi völdum á loka­spretti kosn­inga­bar­átt­u. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sýnt það að hann á mörg pólitísk líf og gæti haft áhrif á áætlanir annarra flokka um myndum ríkisstjórna, takist honum vel upp í aðdraganda næstu kosninga.
Mynd: Bára Huld Beck

Þá eru ótaldir hinir flokk­arnir sem mæl­ast með umtals­vert fylgi, en stærri flokk­arnir vilja helst ekki þurfa að starfa með í rík­is­stjórn. Þar ber fyrst að nefna Mið­flokk Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Hann sýndi það í kosn­ing­unum 2017 að þar fer afl sem veit vel hvert það getur sótt atkvæði, í end­ur­reisn sinni eftir Klaust­urs­málið að þar fer hópur stjórn­mála­manna með að minnsta kosti níu líf og í orku­pakka­mál­inu að hann býr yfir leikja­fræði­getu til að blása upp eitt­hvað sem höfðar til kjarna­kjós­enda hans upp í risa­mál. Flokk­ur­inn var kom­inn á gott flug fyrir COVID-19 far­ald­ur­inn og fékk sína bestu fylg­is­mæl­ingu hjá Gallup frá upp­hafi í könnun sem birt var í byrjun mars. Síðan hefur fylgið hins vegar dalað hratt og til­raunir til að gera and­stöðu gegn borg­ar­línu og sam­göngu­úr­bótum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, með til­heyr­andi mál­þófi og póli­tískum lát­bragðs­leik, gekk illa upp. Fylgi hans mælist nú frá átta pró­sentum og upp í 10,2 pró­sent, eða að jafn­aði vel undir kjör­fylg­i. 

Vanda­mál Mið­flokks­ins er einnig að það vill eng­inn annar flokkur vinna með honum nema hluti íhalds­samasta arms Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Það gæti þó breyst ef flokk­ur­inn finnur nýtt orku­pakka­mál til að blása upp á réttum tíma í aðdrag­anda kosn­inga þar sem Mið­flokk­ur­inn getur stillt sér upp sem varð­manni íslensks sjálf­stæðis gegn ásælni óbil­gjarna útlend­inga líkt og Sig­mundi Davíð hefur tek­ist svo vel að gera nokkrum sinnum á sínum stjórn­mála­ferli, t.d. í Ices­a­ve, átökum við erlenda kröfu­hafa og síð­ast í áður­nefndu orku­pakka­máli. Þá gæti fylgið rokið hratt upp á ný, og mögu­lega búið til nýja rík­is­stjórn­ar­mögu­leika. Kann­anir á þessu kjör­tíma­bili hafa þó sýnt að þegar Mið­flokk­ur­inn bætir við sig, þá er það helst á kostnað Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Slík staða vinnur því helst með þeim flokkum stjórn­ar­and­stöð­unnar sem horfa til mynd­unar á Reykja­vík­ur­stjórn, enda dregur fylgis­tap Sjálf­stæð­is­flokks veru­lega úr lík­unum á því að núver­andi rík­is­stjórn eigi ein­hverja mögu­leika á að sitja áfram að loknum kosn­ing­um.

Ekki hægt að van­meta Sós­í­alista­flokk­inn eða Flokk fólks­ins

Sós­í­alista­flokkur Íslands sýndi það í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í Reykja­vík 2018 að þar fer afl sem ætlar sér mikið í íslenskum stjórn­mál­um. Með því að vera stað­sett til vinstri við Vinstri græn þá mun Sós­í­alista­flokk­ur­inn höfða vel til vinstra fólks sem telur Vinstri græn hafa svikið vinstri­mál­stað­inn með stjórn­ar­sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.  Árangur Sós­í­alista­flokks­ins í síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, þegar hann fékk 6,4 pró­sent atkvæða og Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir var kjörin í borg­ar­stjórn, sýndi umtals­verða póli­tíska getu. Í þeim kosn­ingum fékk flokk­ur­inn næstum 40 pró­sent fleiri atkvæði en hinn vinstri flokk­ur­inn, Vinstri græn. 

Sós­í­alista­flokk­ur­inn mæld­ist með 3,5 til 3,8 pró­sent fylgi í nýj­ustu könn­unum Zenter, MMR og Gallup og næðu lík­ast til ekki inn manni á því fylgi. Vert er þó að taka fram að kosn­inga­bar­átta flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum þótti einkar vel heppnuð og áhrifa­rík og skil­aði umtals­verðri fylg­is­aukn­ingu. Í ljósi þess að ekk­ert liggur enn fyrir um t.d. hverjir muni manna lista Sós­í­alista­flokks­ins í þing­kosn­ing­unum á næsta ári þá má ekki úti­loka að flokk­ur­inn eigi nóg inn­i. 

Flokkur fólks­ins hefur átt erfitt fyrsta kjör­tíma­bil á þingi eftir að hafa átt ótrú­legan loka­sprett í síð­ustu kosn­ingum sem skil­uðu honum fjórum þing­mönn­um. Tveir þeirra voru reknir úr flokknum eftir Klaust­ur­málið og eftir sitja Inga Sæland og Guð­mundur Ingi Krist­ins­son. Lítið skipu­lagt flokks­starf virð­ist vera í gangi sem hægt yrði að byggja á í næstu kosn­ing­um. Það má hins vegar ekki van­meta Flokk fólks­ins. Honum tókst að ná inn manni í borg­ar­stjórn 2018 og Inga Sæland hefur gott lag á því að tala til efna­minni kjós­enda, oft með popúl­ískum áhersl­u­m. 

Ef ein­hver þess­ara þriggja flokka: Mið­flokks­ins, Sós­í­alista­flokks­ins eða Flokks fólks­ins tekst að taka sér mikið pláss í næstu Alþing­is­kosn­ing­um, þá gæti það leitt til þess að áætl­anir sitj­andi stjórn­ar­flokka, eða þeirra sem skil­greina sig sem frjáls­lynd umbóta­öfl, um hvernig næsta rík­is­stjórn mun líta út, fari út um þúf­ur. Og að gripa verði til mála­miðl­ana sem áður hefði þótt óhugs­andi til að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar