Mynd: Skjáskot

Lindsor-rannsóknin nær til nýrra grunaðra og á að ljúka fyrir haustið

Eitt af stærstu hrunmálunum svokölluðu er enn í rannsókn í Lúxemborg, tæpum tólf árum eftir að atburðirnir sem eru undir í málinu áttu sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá þarlendum yfirvöldum er afar líklegt að ákæra verði gefin út í málinu. Það myndi þá rata fyrir dómstóla á næsta ári.

Rann­sókn yfir­valda Í Lúx­em­borg á hinu svo­kall­aða Lindsor-­máli hefur und­an­farið náð til nýrra ein­stak­linga sem grun­aðir eru um að hafa framið lög­brot. Vegna þessa hefur rann­sóknin tekið lengri tíma en búist var við en henni ætti að ljúka í síð­asta lagi á kom­andi haust­i. 

Þegar rann­sókn­inni lýkur verða öll gögn máls­ins send til sak­sókn­ara í Lúx­em­borg sem mun taka ákvörðun um hvort að ákært verður í mál­inu eða ekki. Sam­kvæmt aðstoð­ar­sak­sókn­ara sem sér um málið er afar lík­legt að ákæra verði lögð fram gagn­vart ein­hverjum hinna grun­uðu í málínu, en ekki hafa feng­ist stað­festar upp­lýs­ingar um hverjir það eru. Ólík­legt er hins vegar að Lindsor-­málið komi fyrir dóm­stóla í Lúx­em­borg fyrr en á árinu 2021. 

Þetta segir Diane Klein, tals­kona dóms­mála­ráðu­neytis Lúx­em­borg­ar, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um stöðu máls­ins. 

Lindsor-­­málið snýst um 171 millj­­ónir evra lán sem Kaup­­þing veitti félagi sem heit­ir Lindsor Hold­ing Cor­poration og er skráð til heim­ilis á Tortóla-eyju. 

Lánið var veitt 6. októ­ber 2008, sama dag og ­neyð­ar­lög voru sett á Íslandi og Geir H. Haar­de, þáver­andi for­­­sæt­is­ráð­herra, bað guð að blessa Ísland. Þann dag lán­aði Seðla­­­banki Íslands líka Kaup­­­þingi 500 millj­­­ónir evra í neyð­­­ar­lán.

Upp­hafið var bréf Dav­íðs

Lindsor-­málið er stærsta hrun­málið sem hefur ekki enn verið klárað með ákæru þrátt fyrir að hafa verið til rann­sóknar í á tólfta ár, bæði hjá lög­reglu­yf­ir­völdum á Íslandi og í Lúx­em­borg. 

Rann­­sókn máls­ins er enn opin hjá yfir­­völdum í báðum lönd­unum þótt engar ákærður hafi verið gefnar út í því. Þeir sem eru grun­aðir um lög­­brot í mál­inu, fyrr­ver­andi helstu stjórn­­endur Kaup­­þings og vild­­ar­við­­skipta­vinur þeirra, hafa ávallt harð­­neitað að nokkuð sak­­næmt hafi átt sér stað í mál­inu.

Auglýsing

Þar á meðal er Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings. Í ræðu sem Hreiðar Már flutti í öðru dóms­máli þar sem hann var sak­born­ing­ur, sagði hann að Lindsor-­málið hefði snú­ist um end­ur­kaup á skulda­bréfum sem Kaup­þing hefði gefið út á alþjóð­legum skulda­bréfa­mörk­uð­um. Hann sagði að kaupin hafi verið gerð í „sam­ræmi við ráð­legg­ingu Deutsche Bank og með þeim kaupum minnkuðum við end­ur­fjár­mögn­un­ar­þörf bank­ans og högn­uð­umst með því að kaupa til baka skulda­bréf á afföll­u­m.“

Lík­lega ber Lindsor fyrst á góma í opin­berum skjölum þegar Davíð Odds­son, þá seðla­banka­stjóri og nú rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, sendi grein­ar­gerð sem huldu­menn höfðu afhent hon­um, til efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra þann 9. des­em­ber 2008. Greint var frá tæm­andi inni­haldi bréfs­ins í fyrsta sinn opin­ber­lega í bók­inni Kaupt­hink­ing: Bank­inn sem átti sig sjálf­ur, sem kom út haustið 2018. Hægt er að sjá bréfið efst í þess­ari frétta­skýr­ingu.

Í grein­ar­gerð­inni sem fylgdi með bréf­inu frá Davíð stóð m.a. að vik­urnar fyrir hrun banka­kerf­is­ins hafi Kaup­þing fjár­fest í eigin skulda­bréfum með ýmsum hætti. Tvær leiðir hefðu verið not­aðar og þær hafi báðar verið úr smiðju for­stjóra Kaup­þings, úti­bús­stjór­ans í Lúx­em­borg [Magn­úsar Guð­munds­son­ar] og aðal­lög­fræð­ings bank­ans þar í land­i. 

Önnur snérist um að kaupa skulda­bréf á mark­aði með beinum hætti, gegnum úti­búið í Lúx­em­borg með fjár­magni frá móð­ur­fé­lag­inu á íslandi. „Alls voru keypt bréf með þessum hætti fyrir 200 m. evra, Fjár­fest­ing­arnar voru gerðar gegnum félag sem heitir Lindsor Hold­ing en fyrir ofan það er flók­inn eign­ar­haldsstrúktúr sem þó er að fullu eign bank­ans sjálfs. Hug­myndin að þessum fjár­fest­ingum var að aðstoða starfs­menn bank­ans við að end­ur­heimta það mikla tap sem þeir höfðu orðið fyrir frá miðju ári 2007. Lánin voru veitt sem pen­inga­mark­aðs­lán til Lindsor Hold­ing án nokk­urra lána­nefnd­ar­sam­þykkta eða form­legrar skjala­gerð­ar,“ sagði í grein­ar­gerð­inni sem aldrei hefur verið opin­berað hver skrif­aði.

Fyrstu stjórn­ar­menn skip­aðir eftir að Lehman Brothers féll

Hvað var þetta Lindsor? Þann 18. júlí 2008 var stofnað félag á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Það fékk nafnið Lindsor Hold­ings Cor­poration. Félagið var í eigu Otris, félags sem stjórn­endur Kaup­þings stýrðu og virk­aði sem nokk­urs konar afskrifta­sjóður utan efna­hags­reikn­ings Kaup­þings. Fyrstu stjórn­ar­menn Lindsor voru skip­aðir 18. sept­em­ber 2008, þremur dögum eftir að Lehman Brothers bank­inn féll og innan við mán­uði áður en að Kaup­þing fór á haus­inn.

Lánið var veitt sama dag og Geir H. Haarde bað guð um að blessa Ísland.
mynd: Magnus Frödeberg

Sama dag og Seðla­banki Íslands veitti Kaup­þingi neyð­ar­lán upp á 500 millj­ónir evra veitti Kaup­þing Lindsor 171 milljón evra lán til 25 daga. Engar trygg­ingar voru settar fram fyrir lán­inu. Skjöl sýna að við rann­sókn máls­ins hafi Fjár­mála­eft­ir­litið metið það sem svo að til­gang­ur­inn með lán­inu hafi ekki verið að lána fjár­mun­ina til sér­stakra nota, heldur til að gefa Lindsor svig­rúm til að nota fjár­mun­ina þegar því hent­aði. Lána­nefnd Kaup­þings veitti ekki sam­þykki fyrir lán­inu og hvergi er minnst á Lindsor í fund­ar­gerðum hjá lána­nefnd Kaup­þings fyrir árið 2008. 

Keypti skulda­bréf af starfs­mönnum

Þegar kom að gjald­daga láns­ins, sem var 31. októ­ber 2008, gat Lindsor ekki greitt lán­ið. Einu eignir félags­ins á þeim tíma voru verð­lítil skulda­bréf útgefin af Kaup­þingi og inn­stæður félags­ins hjá Kaup­þingi í Lúx­em­borg.

Sama dag og Lindsor fékk 171 milljón evra að láni hjá Kaup­þingi, þann 6. októ­ber 2008, keypti félagið nefni­lega skulda­bréf útgefin af Kaup­þingi upp á 84 millj­ónir evra og 95,1 milljón dala ásamt skulda­bréfum útgefnum af Kaup­þingi í japönskum jenum og krónum sem metin voru á 15,2 millj­ónir evra. Sé miðað við skráð gengi 16. októ­ber 2008, þegar Lindsor skipti evru í aðra gjald­miðla til að jafna bók­haldið hjá sér, var upp­hæðin sem notuð var til kaupa á bréf­unum 170,1 millj­ónir evra, eða nán­ast sama upp­hæð og Kaup­þing hafði lánað Lindsor.

Selj­and­inn var dótt­ur­bank­inn í Lúx­em­borg sem hafði keypt þorra við­kom­andi bréfa sama dag af fjórum starfs­mönnum sín­um, eigin safni bank­ans og félag­inu Marp­le, skráð í eigu Skúla Þor­valds­son­ar, hlut­hafa í bank­anum og eins stærsta lán­taka hans.

Auglýsing

Kaup­þing í Lúx­em­borg lán­aði Marple fyrir við­skiptum þess eign­ar­lausa félags á árinu 2008 en Kaup­þing á Íslandi gekkst í ábyrgð fyrir end­ur­greiðslu þeirra lána. Öll áhætta vegna við­skipt­anna hvíldi því hjá móð­ur­bank­anum á Íslandi. Úr þeim lán­veit­ingum varð sér­stakt sakamál sem lauk með sak­fell­ingu tveggja stjórn­enda Kaup­þings í fyrra.

Ábyrgð vegna lána Kaup­þings til Marple féll á Kaup­þing á Íslandi í októ­ber 2008. Föstu­dag­inn 3. októ­ber 2008 greiddi Kaup­þing á Íslandi tíu millj­arða króna til dótt­ur­bank­ans í Lúx­em­borg vegna ábyrgðar á þeim lán­um. Næsta við­skipta­dag, mánu­dag­inn 6. októ­ber, sama dag og neyð­ar­lög voru sett á Íslandi og Kaup­þing fékk 500 milljón evra neyð­ar­lán frá Seðla­banka Íslands, seldi Marple megnið af skulda­bréf­unum sem félagið hafði keypt til Kaup­þings í Lúx­em­borg. Hagn­aður Marple af við­skipt­unum var 67,5 millj­ónir evr­a. 

Á þessum tíma voru skulda­bréf á Kaup­þing í besta falli mjög lít­ils virði, en Marple fékk yfir­verð fyrir þau. þann 8. októ­ber, dag­inn áður en að Kaup­þing féll voru teknir 10,4 millj­ónir punda út af reikn­ingi Marple í reiðu­fé. Þeir fjár­munir hafa ekki feng­ist end­ur­greiddir og ekki liggur fyrir hver tók þá pen­inga út. 

„Annars lítur þetta svo illa út fyrir mig”

Skúli Þorvaldsson, einn helsti hluthafi og viðskiptavinur Kaupþings, var skráður eigandi aflandsfélagsins Marple. Hann hafði, við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara, svolítið aðra sögu að segja um Marple og Lindsor-málin en helstu stjórnendur Kaupþings. Sérstaklega eftir því sem lengra leið frá hruninu. Sumarið 2013 óskaði Skúli eftir því að eigin frumkvæði að fá að skýra betur frá ákveðnum þáttum málanna. Hann útskýrði fyrir sérstökum saksóknara að framburður hans hefði ekki verið nægilega afdráttarlaus þegar hann var fyrst yfirheyrður og þegar Skúli hafði kynnt sér rannsóknargögn, sem hann fékk afhent 15. apríl 2013, hefði hann viljað bæta ýmsu við.

Í yfirheyrslunni greindi Skúli frá því að öll hans vitneskja um félagið Marple hefði verið tilkomin eftir hrun. „Ég hafði aldrei heyrt á þetta félag minnst,“ sagði Skúli. Hann sagði að Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, hefði boðað sig á fund skömmu eftir að Kaupþing féll og greint sér frá því að hann væri endanlegur eigandi þessa félags, Marple, sem hefði frá árinu 2007 verið að kaupa hlutabréf, gera gjaldmiðlaskiptasamninga og kaupa skuldabréf á Kaupþing banka á Íslandi.

Svo sagði Magnús, samkvæmt yfirheyrslu yfir Skúla: „En Skúli, þú verður að kannast við þetta félag ef þú verður spurður.“ Skúli sagðist þá hafa svarað: „Af hverju skyldi ég kannast við eitthvað sem ég hef aldrei heyrt á minnst fyrr en núna?“ Þá svaraði Magnús: „Annars lítur þetta svo illa út fyrir mig.“

Undir lok árs 2010 voru bankareikningar Skúla í Lúxemborg frystir að kröfu íslenskra yfirvalda. Það kom honum algjörlega í opna skjöldu. Hann skildi ekki hvað hefði gerst. Magnús hringdi í hann og spurði hvort að Skúli gæti komið heim til sín í „smá chat“. Þar hélt Magnús því fram að frystingin væri „smá hikup“ sem ætti að leysast innan þriggja mánaða. Þetta „hikup“ átti hins vegar eftir að hafa frekari afleiðingar fyrir Skúla Þorvaldsson. Í júlí 2011 var búið að breyta stöðu hans við rannsókn Marple-málsins úr stöðu vitnis í stöðu sakbornings. Skúli fór til Íslands í kjölfarið og fór fram á, þann 29. júlí, að fá að vita nákvæmlega fyrir hvað hann væri grunaður. Þá fékk hann að heyra vitnisburð Magnúsar Guðmundssonar þar sem hann sagði embætti sérstaks saksóknara að Skúli hefði „stýrt og stjórnað“ Marple.

Skúli sagði að þetta hefði verið eins og að fá kalda tusku í andlitið. Eins og að vera sleginn utan undir báðum megin og að hann hafi ekki átt til orð. Hann sagði við rannsakendur: „Þetta eru helber ósannindi. Og ég bið þig að þetta sé fyrsta spurningin sem þú leggur fyrir Magnús þegar þú hittir hann.“ Síðan barði Skúli í borðið til að leggja áherslu á orð sín. Magnús var kallaður til yfirheyrslu þennan sama dag. Og leiðrétti þar fyrri framburð sinn um að Skúli hefði stýrt og stjórnað Marple. Klukkan hálf níu um kvöldið hringdi hann í Skúla til að segja honum það og þeir hittust í kjölfarið. Magnús var náfölur á þeim fundi, að sögn Skúla. Samkvæmt afriti af yfirheyrslum yfir Skúla spurði hann Magnús, sem á þeim tíma deildi skrifstofu með honum í Lúxemborg, hvernig hann gæti hafa gert þetta. „Hvernig gastu Magnús setið á móti mér í þrettán mánuði og horft í augun á mér, vitandi þess að þú hafði logið upp á mig? Hvernig gastu það, hvernig geturðu það?“.

Hugs­an­lega notað til að koma pen­ingum frá Kaup­þingi til tengdra aðila

6. nóv­em­ber 2008 fór fram upp­boð á skulda­bréfum í Kaup­þingi. Verðið á þeim var 6,625 pró­sent af nafn­virði. Þann 17. des­em­ber 2008 var virði þeirra skulda­bréfa sem Lindsor keypti á ögur­stundu í miðju banka­hruni metið á 11 millj­ónir evra. Það sam­svarar því að virði þess hafi rýrnað um 94 pró­sent á tveggja mán­aða tíma­bil­i. 

Það var mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sam­kvæmt bréfi þess til sér­staks sak­sókn­ara dag­settu 22. mars 2010, að Lindsor hafi „hugs­an­lega verið notað til að koma pen­ingum frá Kaup­þingi til tengdra aðila í þeim til­gangi að losa þá við skulda­bréf útgefnum af Kaup­þingi, þar sem ljóst var að staða bank­ans var orðin grafal­var­leg, ásamt því að halda Kaup­þingi í Lúx­em­borg rekstr­ar­hæfu.“ 

Nán­ari skoðun á þeim gögnum sem liggja til grund­vallar lána­samn­ings Kaup­þings við Lindsor leiddi til grun­semda um að margt benti til þess að skjöl vegna við­skipt­anna hafi verið útbúin og und­ir­rituð í nóv­em­ber og des­em­ber 2008, eftir fall Kaup­þings. Skjölin voru und­ir­rituð af Hreið­ari Má Sig­urðs­syni og nokkrum starfs­mönnum bank­ans í Lúx­em­borg. Þá töldu rann­sak­end­ur, sam­kvæmt gögnum sem höf­undur hefur undir hönd­um, að Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og rekst­ar­sviðs Kaup­þings og þá skila­nefnd­ar­maður Kaup­þings, hafi „haft milli­göngu um frá­gang skjal­anna. Skjölin virð­ast vera fölsuð bæði hvað varðar efni og dag­setn­ing­ar,“ sagði í bréfi eft­ir­lits­ins.

Óskað eftir rann­sókn í Lúx­em­borg

Í öðru bréfi sem Fjár­mála­eft­ir­litið á Íslandi sendi fjár­mála­eft­ir­lit­inu í Lúx­em­borg nokkru fyrr, eða 22. jan­úar 2010, var óskað eftir því að Lindsor-­málið yrði rann­sakað þar í landi þar sem uppi væri rök­studdur grunur um fjölda brota á þar­lendum lög­um. Í bréf­inu var rakið að þann 12. ágúst 2008 hefði þrír starfs­menn Kaup­þings í Lúx­em­borg keypt skulda­bréf útgefin af Kaup­þingi með afslætti. Þar á meðal var þáver­andi aðstoð­ar­for­stjóri Kaup­þings Í Lúx­em­borg, Björn Jóns­son, sem fékk kaup­verðið að langstærstum hluta að láni hjá bank­anum sem hann starf­aði hjá. Hinir tveir starfs­menn­irn­ir, karl og kona, voru lægra sett­ir. Hvor­ugt þeirra voru Íslend­ingar og bæði fengu allt kaup­verðið að láni hjá bank­an­um.

Auglýsing

Nokkrum dögum seinna, þann 18. ágúst, var sam­þykkt lána­lína upp á 1,4 millj­ónir evra til Íslend­ings sem starf­aði líka hjá Kaup­þingi í Lúx­em­borg. Þremur dögum síðar not­aði hann um eina milljón evra til að kaupa skulda­bréf útgefin af Kaup­þingi með afslætti. Öll skulda­bréfin voru keypt af Kaup­þingi í Lúx­em­borg, vinnu­veit­anda fjór­menn­ing­anna. 

Kaup þeirra á skulda­bréfum á þessum tíma vöktu furðu rann­sak­enda. Ekk­ert þeirra hafði áður tekið þátt í kaupum á slík­um. Og öll bréfin voru keypt með afföll­um.

Föstu­dag­inn 3. októ­ber, í miðjum hrun­storm­in­um, seldi einn útlendu starfs­mann­anna, kon­an, bréfin sín á nán­ast sama verði og hún hafði keypt þau. Í ljósi þess að íslenska banka­kerfið rambaði á þessum tíma á bjarg­brún­inni, og skulda­trygg­inga­á­lag á Kaup­þing hafði rokið upp, þá voru engar við­skipta­legar for­sendur fyrir því að kaupa bréfin af henni á því verði á þessum tíma. Ef konan hefði haldið bréf­unum fram að gjald­daga þá hefði hún ein­fald­lega orðið kröfu­hafi og fengið brota­brot af upp­haf­legu virði skulda­bréfs­ins, líkt og aðrir skulda­bréfa­eig­endur feng­u. 

Seldu á neyð­ar­laga­dag­inn

Mánu­dag­inn 6. októ­ber 2008, sama dag og neyð­ar­lögin voru sett á Íslandi, seldu aðstoð­ar­for­stjór­inn og erlendi karl­manns­starfs­mað­ur­inn skulda­bréf sín til Kaup­þings Lúx­em­borg, sama aðila og hafði selt þeim bréfin nokkrum vikum áður. Bréfin voru keypt á yfir­verði, þ.e. tölu­vert yfir mark­aðsvirði þeirra á þeim tíma. Í ljósi þess að bæði aðstoð­ar­for­stjór­inn og hinn starfs­mað­ur­inn höfðu upp­haf­lega keypt bréfin með afslætti þá mynd­að­ist umtals­verður hagn­aður á þessum við­skipt­um. Sam­kvæmt bréfi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til syst­ur­stofn­unar sinnar í Lúx­em­borg var ágóð­inn af við­skipt­unum ann­ars vegar 138 þús­und evrur og hins vegar 173 þús­und evr­ur. Slá má því föstu að menn­irnir tveir séu í mjög fámennum hópi ein­stak­linga sem fram­kvæmdu arð­bær við­skipti tengd íslenskum bönkum 6. októ­ber 2008. 

Sama dag milli­færði aðstoð­ar­for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, sam­kvæmt bréfi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, ann­ars vegar 434 þús­und evrur og hins vegar 301 þús­und evrur inn á tvo reikn­inga sem íslenska Fjár­mála­eft­ir­litið vissi ekki hverjir átt­u. 

Tveimur dögum síð­ar, mið­viku­dag­inn 8. októ­ber, seldi síðan íslenski starfs­mað­ur­inn skulda­bréfin sín aftur til Kaup­þings í Lúx­em­borg. Fjár­mála­eft­ir­litið sagði að hagn­aður hans hefði verið 497 þús­und evr­ur. Í skjölum bank­ans voru við­skiptin reyndar látin líta út fyrir að hafa verið fram­kvæmd 6. októ­ber, enda hafði Fjár­mála­eft­ir­litið tekið yfir bæði Glitni og Lands­bank­ann dag­inn áður, 7. októ­ber, og Kaup­þing hékk á horrim­inn­i. 

Lindsor lýst sem „ruslakistu“

Björn Jóns­son bar við yfir­heyrslu hjá sér­stökum sak­sókn­ara að erlendi karl­mað­ur­inn sem vann hjá honum hefði haft sam­band við sig að fyrra bragði til að spyrj­ast fyrir hvort hann hefði áhuga á kaup­un­um. Þess vegna hefði hann keypt umrædd skulda­bréf. „Fimmti starfs­maður Kaupt­hing Lux, Magnús Guð­munds­son, þáver­andi for­stjóri bank­ans, hefur upp­lýst í yfir­heyrslu hjá sér­stökum sak­sókn­ara að hann hafi einnig keypt skulda­bréf útgefin af Kaup­þingi Ísl. í ágúst 2008, þ.e.a.s. á svip­uðum tíma og starfs­menn­irnir fjór­ir. Hann seg­ist eiga þau enn og hafa greitt þau að fullu.“

Sölur fjór­menn­ing­anna voru að mati Fjár­mála­eft­ir­lits­ins fram­kvæmdar til að bjarga þeim frá því að hafa þurft að taka á sig mikið tap vegna skulda­bréfa­kaupa sem þau höfðu tekið lán til að kaupa. Í bréf­inu frá jan­úar 2010 segir enn fremur að við­skiptin hafi virst vera leið til að koma við­bót­ar­fjár­magni frá Kaup­þingi í Lúx­em­borg til þess­ara starfs­manna. Þar er Lindsor lýst sem „rusla­tunnu“ (e. rubb­ish bin) sem hafi verið sett upp til að koma í veg fyrir að Kaup­þing í Lúx­em­borg og tengdir aðilar þyrftu að taka á sig tap vegna fjár­fest­inga sem þeir hefðu ráð­ist í. 

Töldu að gögn hefðu verið fölsuð

Skömmu eftir hrun­ið, nánar til­tekið 15. októ­ber 2008, réð skila­nefnd Kaup­þings PWC til að fara yfir óeðli­lega fjár­magns­flutn­inga til og frá Kaup­þingi í kringum þann tíma sem bank­inn var að fara á haus­inn. Rann­sak­end­urnir ráku fljótt augun í Lindsor. Í áður­nefndu bréfi sem Fjár­mála­eft­ir­litið skrif­aði í jan­úar 2010 sagði að fréttir þess efnis hefðu borist til Lúx­em­borg í nóv­em­ber 2008 þar sem svo virt­ist að aðilar innan dótt­ur­bank­ans þar, sem enn var þá stýrt af Magn­úsi Guð­munds­syni, hefðu hafið til­raunir til að fela þann mikla ávinn­ing sem starfs­menn Kaup­þings í Lúx­em­borg höfðu haft af við­skiptum með skulda­bréf­in. 

Kaupin voru bak­færð en svo end­ur­gerð á því gengi sem skulda­bréfin voru upp­haf­lega keypt á þegar Kaup­þing í Lúx­em­borg keypti þau á mark­aði. Virðið var 66-86 pró­sent af nafn­virð­i. 

Kaupþing féll haustið 2008.
Mynd: Pexels.

Á þessum tíma var Kaup­þing í Lúx­em­borg hins vegar búið að flytja tapið af við­skipt­unum til Lindsor, sem hafði keypt bréfin á nafn­virði, og ein­stak­ling­arnir þrír sem seldu bréf í hrun­vik­unni urðu ekki fyrir neinu tapi, þótt hagn­aður þeirra væri ekki lengur til stað­ar. Kaup­þing í Lúx­em­borg tók á sig, að mati Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, tap upp á sam­tals 2,2 millj­ónir evra með þessu. Það tap færði Kaup­þing svo yfir til Lindsor. Tap sem mér réttu hefði átt að lenda á starfs­mönn­unum þrem­ur. 

Fjár­mála­eft­ir­litið taldi að gögn hefðu verið fölsuð í nóv­em­ber og des­em­ber 2008 til að láta líta út fyrir að kaup Lindsor á skulda­bréf­unum væru lög­mæt. 

Tölvu­póst­sam­skipti milli lög­manns hjá Kaup­þingi í Lúx­em­borg og Magn­úsar Guð­munds­sonar sýna að gögn sem áttu að sanna að hlut­hafa­fundur í Lindsor hefði farið fram 28. sept­em­ber 2008, hefðu í raun verið gerð í des­em­ber 2008 og þar með verið fölsuð. 

Í bréfi eft­ir­lits­ins segir að íslenski og erlendi karl­mað­ur­inn sem störf­uðu hjá Kaup­þingi og fengu að kaupa og selja fyrr­greind skulda­bréf hefðu fengið tvo stóra „pen­inga­styrki“ greidda inn á reikn­inga sína snemma í októ­ber. Þeir voru upp á 803 og 140 þús­und evrur og skráðir sem „af­skrift­ar­til­lög­ur“. Styrkirnir tveir voru milli­færðir á sama tíma og menn­irnir voru að selja skulda­bréfin verð­litlu á yfir­verði í októ­ber 2008. Þessar „af­skrift­ar­til­lög­ur“ voru hins vegar látnar líta út fyrir að hafa verið fram­kvæmdar 30. sept­em­ber. 

Líkt við hlut­verk fjár­mála­stjóra Enron

Hlut­verki lög­manns hjá Kaup­þingi í Lúx­em­borg er í bréf­inu líkt við hlut­verk Andrew Fastow, sem var á sínum tíma fjár­mála­stjóri Enron. Ástæðan er sú að hann skrif­aði undir samn­inga bæði fyrir hönd Lindsor, þar sem hann var stjórn­ar­mað­ur, og fyrir hönd Kaup­þings þegar Lindsor var að kaupa skulda­bréf af bank­an­um. Þannig hafi hann verið báðum megin borðs­ins líkt og Fastow var í efna­hags­brotum Enron, þar sem hann var bæði fjár­mála­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins og sá sem skrif­aði undir samn­inga rusla­tunnu­fé­laga sem það hafði sett upp til kaupa af sér eignir og fela tap. 

Andy Fastow var fjármálastjóri Enron.
Mynd: Úr safni

Tveir starfs­mann­anna sem fengu að kaupa skulda­bréfin færðu pen­inga frá per­sónu­legum reikn­ingum sínum inn í félag sem hét My Mariu í miðju hruni. Það félag átti lysti­snekkju sem upp­haf­lega hafði verið smíðuð fyrir tísku­kóng­inn Giorgio Armani.

Upp­hæðin sem þau milli­færðu var sam­tals um ein milljón evra. Hvor­ugt hafði nokkru sinni verið far­þegi á snekkj­unni og gat því ekki útskýrt af hverju þau væru að færa pen­inga inn á rekstr­ar­fé­lag henn­ar. Fjár­mála­eft­ir­lit­inu grun­aði að um væri að ræða ávinn­ing af sölu skulda­bréf­anna. 

My Mariu var á þessum tíma skráð á Isle of Man og í eigu Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, Sig­urðar Ein­ars­son­ar, Magn­úsar Guð­munds­son­ar, Ing­ólfs Helga­son­ar, Stein­gríms P. Kára­sonar og Ármanns Þor­valds­son­ar, sem allir voru stjórn­endur hjá Kaup­þingi. Auk þess voru stærstu eig­endur Kaup­þings, bræð­urnir Lýður og Ágúst Guð­munds­syn­ir, skráðir eig­end­ur. 

Færsl­urnar sem lagðar voru inn á My Mariu voru á end­anum bak­færðar að skipan Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

„Um­boðs­svik? Það er bara kjaftæði“

Í yfir­heyrslum hjá sér­stökum sak­sókn­ara við rann­sókn máls­ins við­ur­kenndi Hreiðar Már að skjala­gerðin varð­andi Lindsor hefði verið gerð eftir á. „Mér skilst að það hafi komið frá Magn­úsi. Þetta væri mik­il­vægt fyrir Kaup­þing Lúx­em­borg að þessi þarna opn­un­ar­skjöl yrðu kláruð.[...]Ég hef ekki gert það hvorki fyrr eða síðar sko. Þetta var eina skiptið sko sem ég und­ir­rit­aði og ég svona aðeins velti því fyrir mér hvort ég ætti að gera þetta en þarna, ég taldi þetta væri bara, já að ég væri að stað­festa það sem hefði verið gert og hefði alltaf staðið til og það væri bara verið í sjálfu sér að klára þennan fæl og ef þetta var eitt­hvað sem var útistand­andi við það að bjarga bank­anum í Lúx­em­borg, þá fannst mér þetta bara, þá ákvað ég auð­vitað að gera það,“ segir í afriti af yfir­heyrslu yfir Hreið­ari Má. 

Hreiðar Már Sigurðsson.
Mynd: Kjarninn

Varð­andi upp­kaupin á skulda­bréf­unum þá neit­aði Hreiðar Már því ætið að eitt­hvað væri bogið við þau. „Þetta var aðferð­ar­fræði okkar stjórn­enda Kaup­þings að fara í gegnum þessa krís­u.“

Síðar sagði hann að: „Við ætl­uðum bara að kaupa þessi bréf og cancella þeim, þú veist, og bara bóka þann hagn­að­inn.[...]Ég hafði ekki séð fyrir mér að Lindsor væri eitt­hvert svona fram­tíð­ar­fé­lag.“

Þegar Hreið­ari Má var til­kynnt að grunur væri um umboðs­svik í mál­inu sagði hann: „Um­boðs­svik? Það er bara kjaftæð­i.“

Hér að neðan fara svo sam­skipti Hreið­ars Más og starfs­manns sér­staks sak­sókn­ara við yfir­heyrslur vegna máls­ins:

Hreiðar Már: „Þessi sko sak­ar­efni að ég hafi stefnt fjár­munum Kaup­þings í stór­fellda hættu með kaup á þessum skulda­bréf­um, það er nátt­úru­lega ljóst þá að ef þetta er skoðun ykkar á kaupum á eigin bréfum að þá eigið þið nú að láta þá Helga Magn­ús­son [átti lík­lega við Helga Magnús Gunn­ars­son, þá sak­sókn­ara efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra] og efna­hags­brota­deild­ina vita að þetta sé nákvæm­lega sama og Már Guð­munds­son sé að gera við gjald­eyr­is­forða þjóð­ar­innar í dag, hann er að nota…

Starfs­maður Sér­staks sak­sókn­ara: Veist þú af hverjum Már er að kaupa eða hvað?

Hreiðar Már: Nei, nei, hann er að kaupa á mark­aði og það sama og ég taldi mig vera að gera og þarna og var gert. 

Starfs­maður Sér­staks sak­sókn­ara: En erum við ekki búin að lýsa því fyrir þér að það hafi ekki verið þannig.

Hreiðar Már: Jú, það var keypt á mark­aði?

Starfs­maður Sér­staks sak­sókn­ara: Hm?

Hreiðar Már: Nátt­úru­lega keypt á mark­að­i. 

Starfs­maður Sér­staks sak­sókn­ara: Keypt af félagi sem heitir Marp­le, starfs­mönnum Kaup­þings í Lúx­em­borg.

Hreiðar Már: Já, ég vissi það ekki. Ég hafði ekki hug­mynd um það.“

Magn­ús, líkt og Hreiðar Már, við­ur­kenndi við yfir­heyrslur að Lindsor við­skiptin hefðu verið rang­lega færð inn í kerfi bank­ans en síðan leið­rétt eftir hrun Lindsor í hag. Magnús sagði að það hefði ein­fald­lega verið gert vegna þess að upp­lýs­ing­arnar hefðu verið vit­laust færðar inn til að byrja með. „Ég ætla ekki einum eða neinum að það hafi verið gert með ásetn­ingi. Þannig að þess vegna segi ég að það hafi verið mis­tök.“

Næstum 13 ár frá því að meint brot áttu sér stað

Sú skýr­ing hefur verið gefin hér­lendis að ástæða þess að yfir­völd hér hafi ekki lokið mál­inu með ákæru eða nið­ur­fell­ingu sé að rann­sókn lög­reglu­yf­ir­valda í Lúx­em­borg njóti for­gangs. Beðið sé nið­ur­stöðu hennar áður en örlög Lindsor-­máls­ins á Íslandi verði ákveð­in. 

Auglýsing

Lög­reglu­yf­ir­völd í Lúx­em­borg yfir­­heyrðu menn ytra í tengslum við rann­­sókn á því í mars 2015. Á meðal þeirra sem yfir­­heyrðir voru eru íslenskir rík­­is­­borg­­ar­­ar.

Þrír menn sem vinna við rann­sókn á Lindsor-­mál­inu svo­kall­aða komu til Íslands í des­em­ber 2016, lögðu fram rétt­ar­beiðni og ósk­uðu eftir atbeina emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara vegna rann­sóknar máls­ins. Í kjöl­farið yfir­heyrðu þeir Íslend­inga sem tengj­ast mál­inu. Einn þeirra sem kom hingað til lands er rann­sókn­ar­dóm­ar­inn sem stýrði rann­sókn­inni, Ernest Nil­les. 

Fyrir ári síðan greindi Morg­un­blaðið svo frá því að rann­sókn­inni væri að ljúka. 

Í ljósi þess að næstum ár var liðið frá því að þau svör feng­ust kann­aði Kjarn­inn stöðu máls­ins hjá dóms­mála­ráðu­neyt­inu í Lúx­em­borg og fékk þau svör að rann­sóknin væri á loka­metr­un­um. Fleiri grun­aðir hefðu bæst við hana og það hefði tafið lok rann­sókn­ar­inn­ar. Stefnt væri að því að klára hana fyrir haustið og mjög lik­legt (e.hig­hly likely) væri að það yrði ákært í mál­inu, að mati aðstoð­ar­sak­sókn­ara sem vinnur að rann­sókn­inni. Fari svo muni málið rata fyrir dóm­stóla í Lúx­em­borg á næsta ári, árið 2021. Þá verða liðin næstum 13 ár frá því að und­ir­liggj­andi atburðir áttu sér stað.

Frétta­skýr­ingin byggir að stórum hluta á bók­inni Kaupt­hink­ing: Bank­inn sem átti sig sjálf­ur, sem kom út síðla árs 2018 og er eftir sama höf­und. Sú bók byggir meðal ann­ars á tug­þús­undum blað­síðna af rann­sókn­ar- og máls­gögnum í málum sem emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara og önnur sam­bæri­leg emb­ætti í öðrum löndum hafa viðað að sér við rann­sókn og sak­sókn þeirra mála sem hrunið leiddi af sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar