Framtíð Lúkasjenkó óviss

Vaxandi mótmæli í Hvíta-Rússlandi og þrýstingur frá nágrannalöndum tefla framtíð forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó, í tvísýnu. Nú hefur Pútín boðist til þess að senda rússneska herinn inn í landið ef þörf krefur.

Frá mótmælagöngu í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær
Frá mótmælagöngu í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær
Auglýsing

Umdeild úrslit for­seta­kosn­inga í Hvíta-Rúss­landi hafa leitt til mót­mæla­bylgju þar í landi gegn sitj­andi for­seta, Alex­ander Lúk­asjenkó. Rík­is­stjórnir ann­arra Evr­ópu­landa, þar á meðal Íslands, hafa einnig gagn­rýnt fram­ferði for­set­ans, sem hefur setið í emb­ætti í 26 ár og hefur nær algjört ein­ræð­is­vald yfir land­inu. Á laug­ar­dag­inn bauð svo Pútín fram hern­að­ar­að­stoð sína, en óvíst er hvort rúss­neski her­inn verði not­aður gegn mót­mæl­end­um. 

Mann­rétt­indi fótum troðin

Lúk­asjenkó tók við völdum í fyrstu lýð­ræð­is­legu kosn­ingum Hvíta-Rúss­lands árið 1994, en landið hafði þá verið sjálf­stætt í þrjú ár eftir fall Sov­ét­ríkj­anna. Útlit er fyrir að kosn­ing­arnar hafi einnig verið þær síð­ustu sem voru haldnar með lýð­ræð­is­legum hætti í land­inu, en erlendar eft­ir­lits­stofn­anir hafa gefið öllum kosn­ingum í Hvíta-Rúss­landi frá árinu 1995 fall­ein­kunn. 

Á valda­tíð sinni hefur Lúk­asjenkó haldið völdum með lög­reglu­sveitum sem berja niður til­raunir til frið­sam­legra mót­mæla og fang­elsa blaða­menn sem gagn­rýna rík­is­stjórn­ina. Sam­kvæmt nýj­ustu skýrslu Human Rights Watch um landið er tján­ing­ar­frelsi, félaga­frelsi og frelsi fjöl­miðla þar mjög tak­mark­að, en Hvíta-Rúss­land er einnig eina Evr­ópu­landið þar sem dauða­refs­ing er enn stund­uð. 

Með stjórn­ar­skrár­breyt­ingum árið 2012 kom afnam Lúk­asjenkó svo tak­mörk á valda­tíð for­seta og getur hann því setið í emb­ætti sínu til dauða­dags. 

Svetl­ana Tsika­novska­ja

Síð­ustu for­seta­kosn­ingar í land­inu voru haldnar fyrir viku síð­an, en sam­kvæmt opin­berum tölum frá kosn­inga­stjórn Hvíta-Rúss­lands fékk Lúk­asjenkó yfir 80 pró­sent allra greiddra atkvæða. Úrslitin eru þó víða dregin í efa, en sam­kvæmt BBC bentu skoð­ana­kann­anir til þess að helsti keppi­nautur for­set­ans, Svetl­ana Tsika­novska­ja, væri með 70-80 pró­senta fylg­i.  

Auglýsing
Tsika­novska­ja, sem er fyrrum ensku­kenn­ari og var heima­vinn­andi hús­móðir þangað til fyrir stuttu, var óvæntur keppi­nautur Lúk­asjenkó, en hún ákvað að bjóða sig fram í stað eig­in­manns síns sem var hand­tek­inn rétt eftir að hann til­kynnti fram­boð sitt til for­seta. Helsta stefnu­mál hennar að frelsa alla póli­tíska fanga lands­ins, þar á meðal eig­in­mann sinn, og efna til lýð­ræð­is­legra kosn­inga innan fárra mán­aða.

Fram­boð­i Tsika­novska­ja var vel tekið af stjórn­ar­and­stæð­ing­um, en sam­kvæmt umfjöllun New York Times er nær öruggt að hún hafi í raun og veru unnið kosn­ing­arn­ar. Hins vegar lýsti Lúk­asjenkó yfir sigri og Tsika­novska­ja flúði til Lit­há­en, þar sem hún taldi að líf sitt og barna sinna væru í hættu í heima­landi henn­ar.

Brugð­ist við mót­mælum með hörku

Frá mótmælum í Minsk í síðustu viku.Í kjöl­far úrslita kosn­ing­anna síð­asta sunnu­dag hafa sprottið upp fjölda­mót­mæli víðs vegar um Hvíta-Rúss­land. Sam­kvæmt vefnum Polit­ico voru mót­mælin í smærra lagi í fyrstu en hafa svo stækkað með hverjum deg­in­um. Í gær voru svo stærstu mót­mælin haldin en þá komu um 200 þús­und manns saman í miðbæ Minsk, höf­uð­borgar lands­ins, og kröfð­ust afsagnar Lúk­asjenkó. 

Mót­mæl­unum hefur oft verið mætt af hörku, en fyrr í vik­unni voru rúm­lega sjö þús­und mót­mæl­endur hand­teknir auk þess sem tveimur var ban­að. 

Lög­reglu­of­beldið for­dæmt

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra for­dæmdi, ásamt hinum þjóð­ar­leið­togum Norð­ur­land­anna og Eystra­salts­ríkj­anna, lög­reglu­of­beldi hví­trúss­nesku rík­is­stjórn­ar­innar með sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu sem gefin var út síð­asta þriðju­dag. Evr­ópu­sam­bandið sam­þykkti einnig að setja við­skipta­þving­anir á þá sem eru ábyrgir fyrir við­brögðum hví­trúss­neskra stjórn­valda síð­asta föstu­dag. 

Atburðir síð­ustu viku hafa líka dregið úr stuðn­ingi við Lúk­asjenkó innan rík­is­stjórnar Hvíta-Rúss­lands, en sendi­herra lands­ins í Slóvak­íu, Ígor Leskenja, lýsti yfir stuðn­ingi við mót­mæl­endur í mynd­bands­upp­töku sem birt var í gær. Einnig greinir Polit­ico frá því að hví­trúss­neskir her­menn og lög­reglu­menn  hafi dreift mynd­böndum af sér að henda ein­kenn­is­bún­ingum sínum í ruslið. 

Vanda­málin „bráðum leyst“

Vladimir Pútín RússlandsforsetiLúk­asjenkó á sér þó einn hauk í horni, en það er Vladímír Pútín for­seti Rúss­lands. Löndin tvö eru með­limir í banda­lagi fyrrum Sov­ét­ríkj­anna, sem kallað er CIS, ásamt Armen­íu, Rúm­en­íu, Mold­óvu og ýmsum Mið-Asíu­ríkj­um. Sam­kvæmt yfir­lýs­ingu frá yfir­völdum Rúss­lands í Kreml Full­viss­aði Pútín Lúk­asjenkó á laug­ar­dag­inn að hern­að­ar­banda­lag ríkj­anna tveggja yrði heiðrað og bauð hann fram hern­að­ar­að­stoð ef utan­að­kom­andi ógn steðj­aði að Hvíta-Rúss­land­i. 

Hins vegar er enn óvíst hvort Pútín telji hví­trúss­neska mót­mæl­endur vera utan­að­kom­andi ógn, en yfir­völd í Kreml sögðu slíka ógn steðja að land­inu núna.Í sím­tal­inu sagð­ist Pútín einnig vera „full­viss“ um að núver­andi ástand „yrði bráðum leyst“.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar