Mynd: Birgir Þór Harðarson 7DM_5602_raw_170912.jpg Alþingi 12. september 2017. Páll Magnússon
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi. Þrjár blokkir halda, beint og óbeint, á tæplega helmingi kvóta á Íslandi.

Frum­varp Páls Magn­ús­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks, um frek­ari tak­mark­anir á úthlut­aðri afla­hlut­deild til hverrar útgerð­ar­blokk­ar, mun ekki breyta miklu fyrir þær útgerðir sem halda á kvóta í dag. Eina blokkin sem virð­ist verða fyrir áhrifum af frum­varp­inu, verði það sam­þykkt, er Sam­herji og eru þau áhrif lít­ils­hátt­ar. Auk þess mun Sam­herja­blokkin fá til árs­ins 2026 til að verða við breyt­ing­unum sem lagðar eru til, verði frum­varpið sam­þykkt. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu á að gera þá breyt­ingu á lögum um stjórn fisk­veiða hlut­falls­leg eign útgerðar í öðrum sem halda á kvóta telur þegar reikn­aður er út sá kvóti sem blokkin heldur á. Sam­kvæmt lögum má hver blokk halda á 12 pró­sent af úthlut­uðum kvóta en í gild­andi lögum má eiga allt upp að helm­ingi í annarri útgerð án þess að kvóti sem hún heldur á telj­ist með. Þessi lög eiga að koma í veg fyrir mikla sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi á meðal þeirra fyr­ir­tæki sem fá að vera vörslu­að­ili fiski­mið­anna, sem eru sam­­kvæmt lögum þó ekki eign þeirra heldur þjóð­­ar­inn­­ar. Það mark­mið hefur ekki náðst enda halda þrjár stórar útgerða­blokkir, beint og óbeint, á 44 til 46 pró­sent af úthlut­uðum kvóta, eftir því hverjir eru taldir til þeirra.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð með frum­varpi Páls, sem hann er einn skrif­aður á og var lagt fram fyrir helgi, segir að mark­miðið með því sé „að kveða afdrátt­ar­laust á um að þegar ein­stakur aðili kaupir hlut í öðru útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem á fiski­skip með afla­hlut­deild, hvort sem keyptur er minni hluti eða meiri hluti, leggst hið nýja hlut­fall afla­heim­ildar við það sem fyrir var í eigu kaup­anda.“ 

Þar er nefnt eft­ir­far­andi dæmi: Ef eig­andi útgerð­ar­fyr­ir­tækis A sem á fyrir fimm pró­sent afla­hlut­deild kaupir 49 pró­sent í útgerð­ar­fyr­ir­tæki B sem á alls sex pró­sent afla­hlut­deild verður heild­ar­afla­hlut­deild útgerð­ar­fyr­ir­tækis A sam­tals þau fimm pró­sent sem fyrir voru að við­bættum 49 pró­sent af sex pró­sent afla­hlut­deild selj­anda, eða tæp þrjú pró­sent, og alls tæp átta pró­sent. Þeirri breyt­ingu sem lögð er til með frum­varp­inu er því ætlað að koma í veg fyrir að allt að helm­ingur allra afla­heim­ilda geti safn­ast á hendur eins aðila.“

Þorri alls ávinn­ings situr eftir hjá útgerð­unum

Ástæðan fyrir frum­varp­inu er að mikil sam­þjöppun hefur átt sér stað í sjáv­ar­út­vegi á und­an­förnum ára­tug­um, eftir að fram­sal kvóta var gefið frjálst og sér­stak­lega eftir að heim­ilt var að veð­setja afla­heim­ildir fyrir banka­lán­um, þótt útgerð­ar­fyr­ir­tækin eigi þær ekki í raun heldur þjóð­in. Slík heim­ild var veitt árið 1997. Sam­hliða hefur eft­ir­lit með fram­fylgd laga um stjórn fisk­veiða lengi verið í lama­sessi. Það var til að mynda stað­fest í kol­svartri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar sem birt var í byrjun árs 2019. Þar gerði hún meðal ann­ars veru­­legar athuga­­semdir við að Fiski­­stofa kann­aði ekki hvort yfir­­ráð tengdra aðila í sjá­v­­­ar­út­­­vegi yfir afla­hlut­­deild­um, eða kvóta, væru í sam­ræmi við lög. Eft­ir­lits­að­il­inn sinnti ekki eft­ir­lit­in­u. 

Sam­kvæmt síð­ustu birtu tölum Fiski­stofu, sem gefnar voru út í lok apr­íl, héldu tíu stærstu útgerðir lands­ins sam­tals á tæp­­lega 53 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta. Sú tala hefur hækkað síðan þá. Þrjár stærstu blokk­irnar í sjáv­ar­út­vegi: Sam­herj­i/­Síld­ar­vinnslan, Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur­/Brim og félög tengd Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga halda á meg­in­þorra þess kvóta, eða um 44 pró­sent alls úthlut­aðs kvóta. 

Þetta hefur gerst á sama tíma og hagur útgerða heilt yfir – vöxtur á eigin fé þeirra ásamt útgreiddum arði – hefur vænkast gríð­ar­lega, nánar til­tekið um 480 millj­arða króna á ára­tug. Á sama tíma­bili greiddu útgerðir lands­ins 70 millj­arða króna í veiði­gjöld. Af virð­is­aukn­ing­unni sem varð í geir­anum fóru því tæp 13 pró­sent til eig­anda auð­lind­ar­innar en 87 pró­sent varð eftir hjá þeim sem fá að nýta hana. 

Frum­varp Við­reisnar og ann­arra and­stöðu­flokka

Nokkrar til­raunir hafa verið gerðar til að taka á þess­ari miklu sam­þjöppun og brjóta upp hringa­mynd­anir í sjáv­ar­út­vegi

Fyrir um ári síð­an, nánar til­tekið 6. des­em­ber 2019, lögðu til að mynda þing­menn úr þremur stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um: Við­reisn, Sam­fylk­ingu og Píröt­um, fram frum­varp sem fól í sér kúvend­ingu á því kerfi sem er við lýði vegna nýt­ing­ar­réttar á fisk­veiði­auð­lind­inn­i. 

Í frum­varp­inu fólust þrjár megin breyt­ing­ar. Í fyrsta lagi yrðu þeir aðilar skil­greindir sem tengdir sem eiga að minnsta kosti tíu pró­sent hluta­fjár í öðrum sem heldur á meira en eitt pró­sent kvóta. Sama átti að gilda um kröfur sem gerðu það að verkum að ætla megi að eig­andi þeirra hafi áhrif á rekstur aðila sem ræður yfir eitt pró­sent hluta­fjár eða meira. Sam­kvæmt gild­andi lögum þarf sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að eiga meiri­hluta í annarri útgerð til að hún telj­ist tengd, en eft­ir­lit með því hvað telj­ist tengdir aðilar hefur auk þess verið í lama­sessi. 

Í öðru lagi gerði frum­varpið ráð fyrir að allir þeir sem ráða yfir eitt pró­sent heild­ar­afla­hlut­deildar þurfi að stofna hluta­fé­lag um rekst­ur­inn og skrá félagið á mark­að. Það myndi þýða, að óbreyttu, að 21 sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki þyrftu að skrá sig á markað til við­bótar við Brim, sem er eina fyr­ir­tækið sem heldur á kvóta sem er skráð í dag. 

Í þriðja lagi lagði frum­varpið til að settar yrðu tak­mark­anir við hluta­fjár­eign eða atkvæð­is­rétt ein­stakra hlut­hafa og tengdra aðila í útgerðum sem fara með átta til tólf pró­sent af kvóta. Í frum­varp­inu sagði að í slíkum útgerð­ar­fyr­ir­tækjum ætti eng­inn aðili, ein­stak­ling­ur, lög­að­ili eða tengdir aðil­ar, að eiga „meira en tíu pró­sent af hluta­fé, stofnfé eða atkvæð­is­rétti í við­kom­andi aðila. Þessu ákvæði er ætlað að koma í veg fyrir frek­ari sam­þjöppun eign­ar­að­ildar í allra stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækj­un­um.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrstu flutningsmaður frumvarps um dreifðari eignaraðild á sjávarútvegsfyrirtækjum sem lagt var fram fyrir um ári síðan. Það frumvarp hefur síðan dagað uppi.
Mynd: Bára Huld Beck

Frum­varp­ið, sem unnið var af þing­mönnum Við­reisnar sem fengu svo stuðn­ing úr hinum flokk­unum tveim­ur, fékk að ganga til atvinnu­vega­nefndar þar sem það var svæft.

Sex ár til að laga tengda aðila

Vegna þessa skap­að­ist nokkur þrýst­ingur á úrbætur og skipuð var verk­efna­stjórn sem fékk það hlut­verk að leggja til slík­ar. Vinnu hennar var flýtt eftir að Sam­herj­a­málið svo­kall­aða, sem snýst um meintar stór­felldar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækis lands­ins, var opin­ber­að.

Í febr­­úar 2020 kynnti Krist­ján Þór Júl­í­us­­son, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, drög að frum­varpi um breyttar skil­­grein­ingar á því hvað telj­ist tengdir aðil­ar sem byggði á vinnu verk­efna­stjórn­ar­inn­ar.

Í þeim drögum kom fram að þeir sem laga­breyt­ingin hefur áhrif á munu hafa fram á fisk­veið­i­­árið 2025/2026 til að koma sér undir lög­­bundið kvóta­­þak, eða sex ár. 

Í til­­­lög­un­um, sem voru fimm tals­ins, fólst að skil­­­grein­ing á tengdum aðilum verði látin ná til hjóna, sam­­­búð­­­ar­­­fólks og barna eða fóst­­ur­­barna þeirra, að ákveðin stjórn­­­un­­­ar­­­leg tengsl milli fyr­ir­tækja leiði til þess að fyr­ir­tækin eru talin tengd nema sýnt sé fram á hið gagn­­­stæða, að skil­­­greint verði hvað felst í raun­veru­­­legum yfir­­­ráðum, að aðilar sem ráða meira en sex pró­­­sent af afla­hlut­­­deild eða 2,5 pró­­­sent af krókafla­hlut­­­deild skulu til­­­kynna til Fiski­­­stofu áætl­­­aðan sam­runa, eða kaup í félagi sem ræður yfir hlut­­­deild eða kaup á hlut­­­deild og koma kaupin ekki til fram­­­kvæmda nema sam­­­þykki Fiski­­­stofu liggi fyrir og að Fiski­­­stofu verði veittar auknar heim­ildir til afla gagna.



Auglýsing

Í til­­­lög­unum var hvorki tekin afstaða til reglna um hámarks­afla­hlut­deild né kröfu um hlut­­­fall meiri­hluta­­­eignar í tengdum aðil­­­um. 

Oddný tal­aði ein fyrir breyt­ingum á kvóta­þaki

Þegar loka­skýrsla verk­efna­stjórn­ar­innar var birt í sumar kom í ljós að hann gerði engar til­­lögur að breyt­ingum á kvóta­­þaki eða kröfu um hlut­­­fall meiri­hluta­­­eignar í tengdum aðil­um í nýrri skýrslu verk­efna­­stjórnar um bætt eft­ir­lit með fisk­veið­i­­auð­lind­inn­i. 

Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sem sat í nefnd­inni, gerði fyr­ir­vara við nið­ur­stöð­una og vildi að ákvæði laga um hámarks­afla­hlut­deild yrði breytt í sam­ræmi við þau ákvæði sem er að finna í lögum um skrán­ingu raun­veru­­­legra eig­enda. Þar er miðað við 25 pró­­­sent beinan eða óbeinan eign­­­ar­hlut til að aðilar telj­ist tengdir eða aðili telj­ist raun­veru­­­legur eig­and­i. 

Oddný Harðardóttir var fulltrúi stjórnarandstöðuflokka í verkefnastjórninni.
Mynd: Johannes Jansson

Oddný tal­aði fyrir þess­ari breyt­ingu á vett­vangi nefnd­ar­inn­ar, en hún hlaut ekki hljóm­grunn hjá hinum nefnd­ar­mönn­un­um. Þeir voru Sig­urður Þórð­ar­son, fyrr­ver­andi rík­is­end­ur­skoð­andi, Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölf­usi og áður bæj­ar­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks í Vest­manna­eyj­um, Bryn­hildur Bene­dikts­dótt­ir, sér­fræð­ingur í sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu, og Hulda Árna­dóttir lög­mað­ur.

Og nú er komið fram frum­varp Páls Magn­ús­son­ar. Í því er gert ráð fyrir að hlut­falls­leg eign útgerðar í öðrum sem halda á kvóta telji þegar reikn­aður er út sá kvóti sem blokkin heldur á en að kvóta­þakið verði áfram tólf pró­sent. 

Útreikn­ingar Kjarn­ans sýna að verði frum­varp Páls að lögum myndi það knýja eina sjáv­ar­út­vegs­blokk til að selja lít­inn hluta af upp­söfn­uðum kvóta sín­um, en gefa öðrum tæki­færi til að bæta mun meira við sig en t.d. ef stuðst væri við sömu við­mið og í lögum um raun­veru­lega eig­end­ur. 

Sam­herji og sam­starfs­að­ilar langstærstir

Sam­herj­a­sama­stæðan heldur á mestu kvóta á Íslandi. Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja hf, er með næst mesta afla­hlut­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­sögu allra sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,02 pró­­­­sent. ­Út­­­­­­­gerð­­­­­­­­ar­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­­fé­lag, sem það sama gildir um, heldur á 0,64 pró­­­­­­­­sent hans. 

Sam­herji á svo, beint og óbeint, 49,9 pró­sent hlut í Síld­ar­vinnsl­unni. For­svars­menn beggja fyr­ir­tækja hafa ætið svarið það af sér opin­ber­lega að þau séu tengd og vísað í að eign­ar­hlutur Sam­herja í Síld­ar­vinnsl­unni sé eins lítið undir því marki sem gild­andi lög setja til að aðilar telj­ist tengd­ir.

Auglýsing

Kjarn­inn greindi hins vegar frá því í frétta­­­skýr­ingu 20. nóv­­­em­ber 2019 að þegar Sam­herji kynnti sam­­­stæðu sína erlendis á árum áður þá var Síld­­­ar­vinnslan kynnt sem upp­­­­­sjá­v­­­­ar­hluti hennar og myndir birtar af starf­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta sýndu glæru­kynn­ingar sem voru hluti af þeim gögnum sem Wiki­leaks birti vegna Sam­herj­­­a­­­máls­ins. Þá er Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unn­ar. 

Síld­­­­­­­­ar­vinnslan með 5,2 pró­­­­sent afla­hlut­­­­deild og Berg­­­­ur-Hug­inn, í eigu Síld­­­­ar­vinnsl­unn­­­­ar, er nú með tæp­­lega 2,7 pró­­­­sent af heild­­­­ar­kvóta til umráða. 

Auk þess á Síld­­­ar­vinnslan 75,20 pró­­­sent hlut í Run­ólfi Hall­freðs­­­syni ehf., sem heldur á 0,62 pró­­­sent af úthlut­uðum kvóta. ­Sam­an­lagt er þessi blokk með að minnsta kosti 17,5 pró­­­­sent afla­hlut­­­­deild. 

Verði frum­varp Páls sam­þykkt mun hún þó ekki reikn­ast þannig heldur mun heild­ar­um­fang þess kvóta sem Sam­herji heldur á telj­ast tæp­lega 13,2 pró­sent. Sam­herji þyrfti því að losa sig við tæp­lega 1,2 pró­sent af þeim heim­ildum sem sam­stæðan heldur á á næstu tæpu sex árum.

Næst stærsti eig­andi Síld­­ar­vinnsl­unnar er félagið Kjálka­­nes ehf. Á meðal helstu hlut­hafa þess er Björgólfur Jóhanns­­son, hinn for­­stjóri Sam­herja, og fjöl­­skylda hans. Sami hópur á einnig útgerð­­ar­­fé­lagið Gjög­­ur, sem heldur á 2,29 pró­­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­­um. Ef sá kvóti er talin með ofan­­greindu er ljóst að rétt undir fimmt­ungur (19,79 pró­­sent) af öllum úthlut­uðum afla­heim­ildum lands­ins eru á höndum fyr­ir­tækja sem eru að ein­hverju leyti í eigu þeirra tveggja manna sem sitja í for­­stjóra­stólum Sam­herja.

Engin bein áhrif á hina ris­ana

Hinir tveir risarnir í íslenskum sjáv­ar­út­vegi: Brim og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, yrðu ekki fyrir neinum nei­kvæðum áhrifum af þessum breyt­ing­um. Þvert á móti má færa rök fyrir því að svig­rúm þeirra til að safna að sér meiri kvóta aukist, sér­stak­lega þegar frum­varp Páls er borið saman við aðrar fram­komnar hug­myndir um aðgerðir gegn sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi.

Brim, eina útgerð­ar­fyr­ir­tækið sem skráð er á íslenskan hluta­bréfa­mark­að, heldur á 10,13 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta. Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­vík­­­ur, sem á 43,97 pró­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­ur­­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 3,51 pró­­sent af öllum afla­heim­ild­­um. Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur er að upp­i­­­stöðu í eigu Guð­­mundar Krist­jáns­­son­­ar, fyrr­ver­andi for­­stjóra og stjórn­­­ar­­manns í Brim­­i. 

Til við­­bótar heldur útgerð­­ar­­fé­lagið Ögur­vík, að fullu í eigu Brims, á 1,55 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta. Þessi þrjú félög eru því með 15,19 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta. 

Sam­kvæmt reikni­regl­unni í frum­varpi Páls myndi Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur reikn­ast með um 8,6 pró­sent afla­hlut­deild og gæti bætt við sig rétt um 3,4 pró­sent af heild­ar­kvóta án þess að reka sig upp í þak­ið.  

Kaup­­­­­fé­lag Skag­­­­­firð­inga á FISK Seafood, sem heldur á 5,5 pró­­­­­sent heild­­­­­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­­­­­sent í Vinnslu­­­­­stöð­inni í Vest­­­­­manna­eyjum sem er með 4,5 pró­­sent heild­­­­­ar­afla­hlut­­­­­deild. Þá á Vinnslu­­stöðin 48 pró­­sent hlut í útgerð­­ar­­fé­lag­inu Hug­inn í Vest­­manna­eyj­um, sem heldur á 0,76 pró­­sent af útgefnum kvóta.

FISK á til við­­bótar allt hlutafé í Soff­an­­­­­ías Cecils­­­­­son, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­­­­­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­­­­­ar­kvóti þess­­­­­ara þriggja rétt yfir ell­efu pró­­sent, og er því undir 12 pró­­­­­sent mark­inu þótt þeir yrðu skil­­­­­greindir með öðrum hætti.

Verði frum­varp Páls að lögum myndi FISK skil­grein­ast með um 7,4 pró­sent afla­hlut­deild og getur bætt við sig veru­lega til að rekast upp í þak­ið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar