Samsett mynd Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi
Samsett mynd

Hinn blákaldi veruleiki, svör til framtíðarkynslóða og traust til stjórnmálanna

Árið 2020 verður lengi í minnum haft sem fordæmalaust. Þess var vænst að mörg hundruð milljarða króna tap yrði á rekstri ríkissjóðs þetta árið, tugir þúsunda sáu fram á að verða án atvinnu og gríðar mörg fyrirtæki stóðu frammi fyrir algjörri óvissu um hvort þau kæmu til með að lifa eða deyja. Kjarninn hitti á vormánuðum alla þrjá leiðtoga stjórnarflokkanna og fékk sýn þeirra á stöðu mála.

Íslenska ríkið er búið setja gríð­ar­lega fjár­muni í að takast á við þá stöðu sem nú er uppi í sam­fé­lag­inu vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs. Deilt er um hvort nógu mik­ið, eða jafn­vel of mik­ið, sé að gert til að mæta stöðu íbúa og fyr­ir­tækja. Á meðan halda reikn­ing­arnir sem ber­ast rík­is­sjóði áfram að hrann­ast upp.

Kjarn­inn hitti for­menn stjórn­ar­flokk­anna þriggja í maí síð­ast­liðn­um, þau Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Sig­urð Inga Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, og ræddi ástandið sem upp var kom­ið. 

Auglýsing

„Gætum séð traust á stjórn­mál vaxa“

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, sagði á sínum tíma að hún teldi að stjórn­málin gætu „þró­ast í hvora átt­ina sem er“ þegar hún var spurð hvort hún hefði áhyggjur af þeim lengri tíma áhrifum sem COVID-19 far­ald­ur­inn gæti haft á stjórn­mál á Íslandi.

„Ef okkur gengur vel í gegnum þetta þá held ég að við gætum séð traust á stjórn­mál vaxa. Í skamm­tíma­að­gerðum þá er þessi stemn­ing að fólk sé að gera sitt besta og við stöndum saman í gegnum það. Ef erf­ið­leik­arnir verða lang­vinnir þá eru meiri líkur á því að upp spretti öfl sem kalla eftir meiri lýð­skrum­spóli­tík. Þannig að ég held að það geti farið á hvort veg­inn sem er.“

Áhuga­vert að sjá hvaða lær­dóm heim­ur­inn muni draga

Þótt far­ald­ur­inn og eft­ir­köst hans væru krefj­andi þá sá Katrín ýmis­legt áhuga­vert við stöð­una líka. Til að mynda stæðu allir þjóðir heims nán­ast á sama stað gagn­vart afleið­ingum far­ald­urs­ins og taldi hún að það yrði áhuga­vert að sjá hvaða lær­dóma heim­ur­inn myndi draga af aðstæð­un­um.

Katrín Jakobsdóttir
Bára Huld Beck

„Ég held nefni­lega að við munum geta dregið ákveðna lær­dóma af því hvernig til dæmis heil­brigð­is­kerfið birt­ist okkur í þessum far­aldri. Því er auð­vitað haldið að stórum hluta uppi af mjög stórum kvenna­stéttum sem hafa brugð­ist við þegar á bját­aði af ótrú­legum sveigj­an­leika og styrk­leika og í raun má segja að heil­brigð­is­kerf­inu hafi verið umbylt til að takast á við þennan far­ald­ur.

Við sáum líka að skóla­kerfið okkar gerði nán­ast það sama. Nán­ast yfir nóttu fóru fram­halds­skólar og háskólar yfir í það að kenna í fjar­kennslu. sem fram að því hafði verið mjög flókið og erfitt verk­efni. Grunn- og leik­skólar umbreyttu líka sínum kennslu­hátt­um. Þannig að ég held að við getum mjög margt lært af þessum far­aldri, séð hvernig okkar sam­fé­lags­stoðir reyn­ast.

Síðan höfum við verið að reyna að bregð­ast við, kannski með snarp­ari hætti en við gerðum 2008 og 2009, í síð­ustu kreppu, því sem við vitum að verða alltaf afleið­ingar svona ástandi. Þá er ég að tala um félags­leg vanda­mál og heil­brigð­is­vanda­mál sem eru ekki endi­lega tengd far­aldr­in­um, heldur eru til dæmis geð­heilsu­tengd. Við erum að reyna að bregð­ast við með því að koma með inn­spýt­ingu núna inn í þá mála­flokka.“

Þurfum að ná til baka lands­fram­leiðsl­unni

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í maí að störfin væru nær öll að hverfa úr einka­geir­an­um. „Það eru ekki margir opin­berir starfs­menn sem að hafa áhyggjur af starfs­ör­yggi sínu núna. Við þurfum að ná til baka lands­fram­leiðsl­unni, verja störf eins og hægt er, end­ur­heimta störf eins og til dæmis Í ferða­þjón­ustu og skapa ný.

Ef það mis­tekst, ef okkur gengur illa að gera þetta, þá hef ég verið að benda á að þá eigum við bara ein­fald­lega ekki fyrir opin­beru þjón­ust­unni sem við höldum úti í dag. En ég trúi því að við getum gert það, þess vegna erum við ekki að skera niður þar. Það verður þó ekki svig­rúm á meðan að við erum í þessu end­ur­reisn­ar­starfi til þess að fara að auka byrðar rík­is­ins vegna opin­bera rekst­urs­ins,“ sagði hann.

Auglýsing

Ekki enda­laust hægt að setja af stað risa­að­gerðir

Bjarni sagði að það hefði legið fyrir frá upp­hafi að stjórn­völd hefðu ekki treyst sér til að lög­festa hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu, sem gerði fyr­ir­tækjum kleift að lækka starfs­hlut­fall starfs­manna niður í allt að 25 pró­sent og láta þá gera samn­ing við ríkið um greiðslu allt að 75 pró­sent launa sinna tíma­bund­ið, í lengri tíma en tvo og hálfan mán­uð. Hann taldi það hafa verið hár­rétta ákvörðun og nú hefði verið boðuð fram­leng­ing á úrræð­inu, en með hertum skil­yrð­um. Ljóst væri að þarna væri um ofboðs­legar fjár­hæðir að ræða en Bjarni taldi að aðgerðin hefði þrátt fyrir það heppn­ast vel og pen­ing­unum vel varið vegna þess að komið hefði verið í veg fyrir miklar upp­sagnir sem hefðu verið yfir­vof­andi.

Ekki væri þó hægt að setja enda­laust af stað risa­að­gerðir eins og hluta­bóta­leið­ina. Þar væri um neyð­ar­að­gerðir að ræða til að bregð­ast við áfalli. Næsta skref yrði svo að setja mikla fjár­muni í við­bragðið við áfall­inu. „Það fer að koma tími til þess að við förum úr þessum neyð­ar­að­gerðum og horfum til lengri tíma.“

Gera verður ráð fyrir því að þótt hag­kerfið taki við sér með ein­hverjum hætti aftur strax á næsta ári, árið 2021, að það muni ekki duga í að brúa alfarið kostn­að­ar­gatið sem er milli þeirrar sam­neyslu sem við höfum van­ist að rík­is­sjóður borgi fyr­ir. Því verða næstu ár tekin að láni.

Skuldum fram­tíð­ar­kyn­slóðum svör

Bjarni var sann­færður um að Ísland myndi finna við­spyrn­una og að þeirri kyn­slóð sem nú stýrir land­inu myndi takast að skila því í betra ásig­komu­lagi en hún tók við Íslandi. Það hefðu allar kyn­slóðir í yfir eitt hund­rað ár gert og trúði hann því að þessi myndi gera slíkt hið sama þrátt fyrir yfir­stand­andi kreppu. „Við munum finna lausnir sem munu duga og finna nýjar leiðir til þess að verða sjálf­bær. Taka högg sem eðli­legt er að þjóð­fé­lög þurfi að gera við jafn miklar efna­hags­legar ham­farir eins og eru hér að eiga sér stað og við finnum stað þar sem við finnum nýja við­spyrnu. Þetta er ekki mjög langt undan og það er erfitt að tíma­setja þetta. En þetta tekur ein­hver ár.“

Bjarni Benediktsson
Bára Huld Beck

Tak­ist þetta mark­mið ekki, að end­ur­heimta lands­fram­leiðslu sem nú er að tapast, á næstu miss­erum og árum, þá blasti við aðlög­un. Henni væri hægt að mæta með því að auka skil­virkni í opin­berum rekstri og ljóst að allt þyrfti að gera til að verja vel­ferð­ina.

„Þetta vel­ferð­ar­stig sem að við Íslend­ingar höfum náð að byggja upp er fram­úr­skar­andi þótt okkur finn­ist oft að það megi gera bet­ur. Fólk upp­lifir það í öllum könn­unum að það sé öruggt í íslensku sam­fé­lagi á breiðum grund­velli séð.

Ef okkur mis­tekst að end­ur­heimta lands­fram­leiðsl­una og fá tekjur til að standa undir sam­neysl­unni þá hugsa ég þetta ein­fald­lega þannig að við munum skulda fram­tíð­ar­kyn­slóðum svör. Þeim sem fá reikn­ing­inn fyrir því að við höfum viljað að fá að njóta þjón­ust­unnar eins og hún er í dag án þess að eiga fyrir henni. Af því að þá erum við bara að taka hana alla að láni. Okkur líður vel með það á meðan að það er að ger­ast. En reikn­ing­ur­inn, hann verður sendur á krakk­anna sem eru núna í barna­skóla. Maður verður þá að standa frammi fyrir þeim ein­hvern tím­ann og segja: „Við gátum ekki annað heldur en að búa okkur þau kjör sem við höfðum van­ist og vorum ekki til í að gera annað en að velta þessu yfir á ykk­ur. Þið hljótið að vinna út úr þessu“,“ sagði hann.

Erum ekki að fara að end­ur­skapa 2019

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði þegar hann var spurður út í það hvernig hann sæi Ísland rísa upp úr þeirri stöðu sem nú blasir við land­inu efna­hags­lega að Íslend­ingar væru ekki að fara til baka og end­ur­skapa sam­fé­lagið 2019. „Ég held að það þurfi allir að gera sér það ljóst. Við erum að fara að halda áfram í þró­un­inni og hún ger­ist býsna hratt.“

Hugur hans var hjá þeim tugum þús­unda sem voru atvinnu­lausir að hluta eða öllu leyti og taldi Sig­urður Ingi aug­ljóst að þar lægi næsta stóra verk­efni: Að skapa þessu fólki störf hratt og örugg­lega.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Bára Huld Beck

Hinn blá­kaldi veru­leiki

Sig­urður Ingi sagði þessa stöðu ein­fald­lega vera orð­inn hlut. „Ég held að það sé hinn blá­kaldi raun­veru­leiki sem að eng­inn vildi horfast í augu við upp­haf­lega, en flestir eru að gera sér grein fyr­ir. Í starfs­grein sem var nokkuð mikið skuld­sett og stóð frammi fyrir áskor­unum allt síð­ast­liðið ár, og jafn­vel síð­ast­liðin tvö ár, er óum­flýj­an­legt að það verði ein­hverjar breyt­ing­ar. Ég held að það sé aug­ljóst að nokkur hluti þeirra fyr­ir­tækja mun ekki lifa þetta af. Það sem ég er að segja að í stað þess að það sé góð leið að ríkið haldi þessum fyr­ir­tækjum gang­andi án þess að þau séu í neinni starf­semi, þá held ég að það sé betra að nota fjár­muni að ýta undir að þau sem geti bjargað sér eigi meiri mögu­leika með því að örva inn­lenda eft­ir­spurn.

Ég held að þetta sé skyn­sam­ari leið, en hið óhjá­kvæmi­lega er að mörg fyr­ir­tæki þurfa nú að taka þá ákvörðun hvað leið þau ætla að fara. Og síðan eru ein­hver sem geta kom­ist í skjól og verið til­búin til að takast á við það þegar heim­ur­inn verður meira eðli­leg­ur. En hann verður aldrei óbreytt­ur. Það er það sem að allir þurfa að átta sig á.“

Búin að vera að und­ir­búa okkur undir þessa áskorun fjár­hags­lega

Það blasir við að íslenska hag­kerfið er betur und­ir­búið til að takast á við áfall nú en það hefur lík­lega verið nokkru sinni áður. Sig­urður Ingi sagði að við værum í raun búin að vera að und­ir­búa okkur fyrir þessa áskorun fjár­hags­lega með ýmsum hætti. Þar vís­aði hann í aðgerðir sem mörgum fund­ust umdeild­ir, eins og skulda­leið­rétt­ingu heim­il­anna sem Sig­urður Ingi sagði að hefði gert það að verkum að heim­ilin væru minna skuld­sett en ella. Afnám fjár­magns­hafta skil­aði síðan allt öðru Íslandi fjár­hags­lega og ábyrg rík­is­fjár­mála­stefna, allt frá 2009, hefði gert það að verkum að landið væri í allt annarri og miklu stöðu til að takast á við þennan efna­hags­lega vanda sem fylgir útbreiðslu COVID-19 í dag.

Auglýsing

„Þess vegna getum við tek­ist á við svona tíma­bund­inn vanda með því að skuld­setja okk­ur. Og það er ódýr­ara að fara þá leið sem við höfum verið að velja til þess að hafa þennan tíma nið­ur­sveifl­urnar eins stuttan og hægt er.“ 



Hann við­ur­kenndi þó að hafa viljað vera laus við þetta verk­efni. „En þegar þú stendur í storm­inum og ert að kljást við hana þá er auð­vitað gott að vera Fram­sókn­ar­maður og geta horft í sög­una. Við höfum áður sagt að það þurfi að skapa tólf eða fimmtán þús­und störf. Og gert það. Við munum ekki sætta okkur við 10 til 15 pró­sent atvinnu­leysi.“



Hann taldi stöð­una vera tví­þætt alvar­lega. Það þyrfti auð­vitað að ná upp lands­fram­leiðslu á ný til að hægt væri að standa undir vel­ferð­ar­kerf­inu sem við vilj­um, en hún væri ekki síður alvar­leg vegna mann­eskju­legu hlið­ar­inn­ar. Það væri, að hans mati, í eðli Íslend­inga að vera vinnu­söm og vilja vera í virkni. Þess vegna skipti miklu máli að koma öllu þessu fólki sem nú er án atvinnu aftur út á vinnu­mark­að­inn. Þar gæti hið opin­bera, bæði ríkið og sveit­ar­fé­lög, leikið lyk­il­hlut­verk. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar