Pexels - Open source myndasöfn

Umfram eigið fé Íslandsbanka er tæplega 58 milljarðar króna

Kannað verður hvort það sé hagkvæmt að greiða út það eigið fé sem Íslandsbanki á umfram kröfur Fjármálaeftirlitsins áður en að bankinn verður seldur. Það er rétt tæplega þriðjungur af öllu eigin fé bankans, sem er alls 182,6 milljarðar króna. Eigendur Arion banka hafa það sem markmið að greiða sér út eins mikið umfram eigið fé og hægt er út úr bankanum.

Banka­sýsla rík­is­ins mun kanna hvort hag­kvæmt sé að greiða umfram eigið fé Íslands­banka til rík­is­ins áður en bank­inn verður seld­ur. Alls var umfram eigið fé Íslands­banka, miðað við lág­marks eig­in­fjár­kröfur Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands að við­bættum 0,5 pró­sent lág­marks stjórn­enda­auka, 57,6 millj­arðar króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins, eða rétt tæpur þriðj­ungur af öllu eigin fé bank­ans, sem var 182,6 millj­arðar króna á þeim tíma­punkti.

Þetta kemur fram í kynn­ingu sem Banka­sýslan hélt fyrir fjár­laga­nefnd í síð­ustu viku. 

Í kynn­ing­unni segir að útgreiðsla á umfram eigin fé geti verið „veiga­mikil rök nýrra fjár­festa að eign­ast hlut í banka, sem hefur jafn­mikið eigið fé og Íslands­banki.“ Þar er þó bent á að ef 25 pró­sent hlutur í Íslands­banka verði seld­ur, og rík­is­sjóður haldi eftir 75 pró­sent hlut, þá mun rík­is­sjóður áfram fá 75 pró­sent af öllum arð­greiðslum eða arði sem skap­ast vegna end­ur­kaupa á hluta­bréf­um. Því væri ekki verið „að gefa“ umfram eigið fé bank­ans með sölu á fjórð­ungs­hlut.

Auglýsing

Ákvörðun um hversu stór hlutur í Íslands­banka verði seldur liggur ekki fyr­ir, en búist er við að hann verði að lág­marki 25 pró­sent, sem er lág­mark­s­við­mið Kaup­hallar Íslands vegna nýskrán­ingar félags á mark­að. Heim­ild er í fjár­lögum til að selja bank­ann í heild sinni. Sölu­ferlið hófst á ný í des­em­ber í fyrra og ef áformin ganga eftir á að skrá Íslands­banka á markað í maí á þessu ári. Verð og umfang mun ekki liggja fyrir fyrr en útboðs­lýs­ing verður birt í aðdrag­anda þeirrar skrán­ing­ar.

Ýmsir hafa lýst yfir áhyggjum af því að fyr­ir­komu­lag á sölu Íslands­banka muni laða að fjár­festa með skamm­tíma­mark­mið varð­andi kaup­in, en ekki áform um að reka banka til lengri tíma í arð­sömum rekstri. Þær áhyggjur komu meðal ann­ars fram á vett­vangi fjár­laga­nefnd­ar. Þau skamm­tíma­mark­mið séu meðal ann­ars að geta „tappað af“ það eigin fé sem sé til í bank­anum umfram þá 17 pró­sent eig­in­fjár­kröfu sem Fjár­mála­eft­ir­litið ger­ir. 

Getur dregið úr getu til að takast á við útlána­töp

Áhættan sem getur verið af því að lækka eigið fé bank­anna um og er að þeir lendi í vand­ræðum við að mæta útlána­töpum við­skipta­vina sinna. Það á sér­stak­lega við núna þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn geis­ar, með til­heyr­andi efna­hags­legum áhrifum á ýmsar geira. Þau áhrif hér­lendis eru að uppi­stöðu á ferða­þjón­ustu­geirann, en Íslands­banki hefur verið nokkuð stór­tækur í að lána til hans í upp­gangi síð­ustu ára. 

Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Mynd: Skjáskot

Í níu mán­aða upp­gjöri bank­ans í fyrra kom fram að 20 pró­sent lána til fyr­ir­tækja séu í fryst­ingu vegna COVID-19 áhrifa (það er ekki verið að greiða af þeim sem stend­ur) eins og stend­ur, eða alls 120,3 millj­arðar króna. Þá eru 17,5 millj­arðar króna af lánum til ein­stak­linga í fryst­ingu og sam­tals eru því útlán upp á tæp­lega 138 millj­arða króna í þeirra stöðu að ekki er verið að greiða af þeim. 

Íslands­banki hefur fært var­úð­ar­nið­ur­færslu upp á 1,9 millj­arða króna vegna þessa. Guð­rún John­sen, hag­fræð­ingur og lektor við Við­skipta­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn, hefur gagn­rýnt að til standi að selja bank­ann við þessar aðstæð­ur. Óvissa um virði eigna auki líkur á því að ríkið fái ekki raun­virði út úr söl­unni á Íslands­banka. 

Banka­sýslan reiknar sig niður á 19 millj­arða 

Banka­sýslan rekur í kynn­ingu sinni það sem hún telur mögu­legar arð­greiðslur fyrir sölu á Íslands­banka, og kemst að þeirri nið­ur­stöðu að lík­leg­ast sé að hægt yrði að greiða út 19 millj­arða króna af umfram eigin fén­u. 

Það er rök­stutt með því að draga þyrfti frá 17,1 millj­arð króna af eigin fé sem þyrfti að fjár­magna með víkj­andi skulda­bréfi. Það væri að mati Banka­sýsl­unnar of dýr aðgerð miðað við vaxta­kostnað á mark­aði og því ólík­leg. Þá telur Banka­sýslan að draga þyrfti 21,5 millj­arða króna frá á grund­velli var­úð­ar­sjón­ar­miða. 

Auglýsing

Einn hinn kerf­is­legu mik­il­vægu banka er nú þegar skráður í Kaup­höll, Arion banki. Stefnu­mótun hans fer fram á for­sendum einka­fjár­festa, bæði erlendra skamm­tíma­sjóða og inn­lendra fjár­festa. Innan hans hefur verið mótuð stefna um útgreiðslu umfram eigin fjár sem er mun bein­skeytt­ari en sú var­færna stefna sem Banka­sýslan lýsir í kynn­ingu sinn­i. 

Svig­rúm til að greiða út allt að 80 millj­arða

Þegar Arion banki var skráður á markað á fyrri hluta árs­ins 2018 lá fyrir að mark­mið ráð­andi hlut­hafa væri að greiða sér út eins mikið af eigin fé hans og hægt væri, á sem skemmstum tíma. 

Í fjár­festa­kynn­ingu sem Kvika vann fyrir Kaup­þing á þessum tíma kom fram að svig­rúm væri til að greiða út allt að 80 millj­arða króna, eða þriðj­ung alls eigin fjár Arion banka, á til­tölu­lega skömmum tíma með ýmsum hætti. Það væri hægt að gera í gegnum breyt­ingu á fjár­mögnun bank­ans, með því að draga úr útlánum hans, með því að minnka kostnað í gegnum upp­sagnir á starfs­fólki, með því að hrinda í gang umfangs­mik­illi end­ur­kaupa­á­ætlun á hluta­bréfum í bank­anum og svo auð­vitað í gegnum arð­greiðsl­ur. 

Þá átti að selja und­ir­liggj­andi eignir sem væru ekki hluti af kjarna­starf­semi Arion banka.

Í byrjun árs 2020 hafði flest í þeirri leik­á­ætlun gengið eft­ir. Eigið fé Arion banka hafði lækkað úr 225,7 millj­örðum króna í 190 millj­arða króna frá lokum árs 2017 og fram til loka árs 2019, eða um tæpa 36 millj­arða króna. 

Til við­bótar töldu grein­ing­ar­að­ilar að bank­inn geti búið þannig um hnút­anna að það losni um tugi millj­arða króna til útgreiðslu þegar árið 2020 er á enda, aðal­lega með því að minnka útlán sín. Til stóð að minnka þau um 20 pró­sent á síð­asta ári. Í afkomu­spá sem Hag­fræði­deild Lands­bank­ans vann um upp­gjör Arion banka í aðdrag­anda birt­ingu árs­reikn­ings hans fyrir árið 2019 var því spáð að arð­greiðslur bank­ans gæti orðið 50 millj­arðar króna á tólf mán­uð­um. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn kom í veg fyrir að þau áform gengu eftir sam­kvæmt þeirri tíma­línu sem lagt var upp með. Sam­hliða því að Seðla­banki Íslands réðst í að veita bönk­unum miklar til­slak­anir til að þeir gætu aðstoðað í bar­átt­unni við efna­hagslægð­ina sagði Ásgeir Jóns­son, seðla­banka­stjóri, að það væri algjör­lega ótækt af Arion banka að íhuga arð­greiðslur eða end­ur­kaup á bréfum við ríkj­andi aðstæð­ur.

Með of mikið eigið fé

Þegar Arion banki greindi frá upp­gjöri fyrir fyrstu níu mán­uði síð­asta árs var haft eftir Bene­dikt Gísla­syni, banka­stjóra Arion banka, að bank­inn væri í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómög­u­­legt væri að ávaxta í takti við þau mark­mið sem stjórn bank­ans hafði sett hon­um, en þau snú­ast meðal ann­ars um að arð­semi eigin fjár sé tíu pró­sent eða meiri. Hún var 4,7 pró­sent á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum síð­asta árs.

Auglýsing

Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 jókst eig­in­fjár­grunnur Arion banka um tæpa 30 millj­arða króna og heildar eigið fé bank­ans í lok sept­em­ber nam 192 millj­örðum króna. 

Fyrir liggur að til þess að ná fram mark­miðum stjórnar um arð­semi eigin fjár, og orða banka­stjór­ans um mögu­leika Arion banka að ávaxta þetta mikla eigin fé, að til standi að greiða að minnsta kosti hluta af umfram eigið fé út til hlut­hafa þegar slíkt verður í boði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar