Mynd: Nasdaq Iceland

Erlendu eigendur Arion banka selja sig niður en íslenskir lífeyrissjóðir kaupa sig upp

Á síðustu fjórum mánuðum hafa vogunarsjóðir sem myndað hafa nokkurs konar kjölfestu í eignarhaldi Arion banka flestir minnkað stöðu sína í bankanum umtalsvert. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa á sama tíma aukið eign sína um fjórðung. Frá byrjun árs í fyrra hafa lífeyrissjóðirnir stækkað stöðu sína í bankanum um 60 prósent.

Mikil breyt­ing hefur átt sér stað á hlut­hafa­hópi Arion banka á skömmum tíma. Frá því í lok sept­em­ber í fyrra, fyrir fjórum mán­uðum síð­an, hafa tveir stærstu eig­endur bank­ans á und­an­förnum árum selt sam­tals 13,92 pró­sent hlut í hon­um. Um er að ræða vog­un­ar­sjóð­ina Taconic Capi­tal Advis­ors og Sculptor Capi­tal Mana­gement. Mark­aðsvirði þess hlutar sem þeir hafa selt, að mestu á allra síð­ustu vik­um, er yfir 23 millj­arðar króna.  

Sá síð­ar­nefndi, sem var lengi vel næst stærsti eig­andi Arion banka og átti 9,92 pró­sent hlut í haust,  hefur lækkað hlut sinn í Arion banka niður í 2,94 pró­sent. Tacon­ic, sem und­an­farin ár hefur verið langstærsti ein­staki hlut­hafi Arion banka, seldi í síð­ustu viku 6,94 pró­senta hlut á um 11,4 millj­arða króna. Við það fór eign­ar­hlutur sjóðs­ins úr 23,22 pró­sentum í 16,28 pró­sent. 

Fleiri erlendir fjár­fest­ar, sem komu inn í hlut­hafa­hóp Arion banka vegna þess að þeir voru kröfu­hafar í Kaup­þingi, hafa verið að lækka stöður sínar hratt. Þannig átti Gold­man Sachs International 2,97 pró­sent hlut í bank­anum í lok sept­em­ber en er ekki lengur á meðal 20 stærstu hlut­hafa hans, sem þýðir að eign­ar­hlutur sjóðs­ins er kom­inn fyrir neðan 1,09 pró­sent. 

Auglýsing

Sömu sögu er að segja af vog­un­ar­sjóð­unum Eaton Vance og Lands­downe partners. Sá fyrr­nefndi átti 2,6 pró­sent í Arion banka fyrir fjórum mán­uðum síðan en á nú 1,37 pró­sent. Hlutur hans hefur því nán­ast helm­ing­ast á skömmum tíma. Lands­downe átti 2,39 pró­sent hlut í Arion banka í lok sept­em­ber en er ekki lengur á meðal 20 stærstu hlut­hafa bank­ans, og hefur því að minnsta kosti selt sig undir 1,09 pró­sent hlut. 

Sam­an­lagt virð­ast erlendu eig­end­urnir í Arion banka því að hafa selt um fimmt­ung af eign sinni í bank­anum á nokkrum mán­uð­um. Allir þessir eig­endur voru ráð­andi í þeim hópi fyrr­ver­andi kröfu­hafa Kaup­þings sem eign­að­ist stóran hlut í Arion banka í aðdrag­anda skrán­ingu hans á mark­að. Auk þeirra var breski sjóð­ur­inn Attestor Capital, á meðal ráð­andi hlut­hafa í Arion banka fyrir nokkrum árum, en hann seldi sig hratt niður í bank­anum árið 2019. 

Líf­eyr­is­sjóðir bæta við sig

Í stað­inn fyrir þessa eig­endur hafa komið inn­lendir fag­fjár­fest­ar. Þeir eru að mestu íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Á síð­ustu fjórum mán­uðum hafa þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins: Gildi, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) bætt við sig sam­an­lagt 4,61 pró­sent hlut í Arion banka. Mark­aðsvirði þess hlutar í dag er um 7,7 millj­arðar króna.

Fleiri líf­eyr­is­sjóð­ir: Stapi, Birta, Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn og Lífs­verk hafa allir líka bætt við sig í Arion banka á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Auglýsing

Sam­an­lagður eign­ar­hluti þeirra líf­eyr­is­sjóða sem birt­ast á lista yfir 20 stærstu eig­endur bank­ans var 22,42 pró­sent í byrjun síð­asta árs. Í lok sept­em­ber 2020 hafði hann auk­ist í 29,17 pró­sent og síð­ustu fjóra mán­uði hefur hann farið upp í 36,29 pró­sent. Á rúmu ári hefur hlutur sjóð­anna því stækkað um rúm­lega 60 pró­sent. Það þýðir að fjár­fest­ing þeirra átta líf­eyr­is­sjóða sem eru á meðal 20 stærstu hlut­hafa í Arion banka er nú um 60 millj­arða króna virð­i. 

Sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki og bankar stækka líka

Fyrir liggur þó að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hafa ekki keypt öll bréfin sem erlendu vog­un­ar­sjóð­irnir hafa verið að selja að und­an­förnu, að minnsta kosti með beinum hætti. Þorri þess sem út af stendur hefur verið keypt af sjóð- og eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækjum banka eða ein­fald­lega í nafni ann­arra banka.

Sjóðir í stýr­ingu Stefn­is, sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki Arion banka, hafa aukið veru­lega við hlut sinn í móð­ur­bank­an­um. Þeir áttu 1,7 pró­sent hlut í honum í sept­em­ber­lok en eiga nú 2,55 pró­sent. Sjóðir innan Kviku eigna­stýr­ingar hafa einnig bætt vel við sig. Þeir áttu 0,72 pró­sent hlut fyrir fjórum mán­uðum en fara nú með 2,55 pró­sent hlut. Vert er að taka fram að líf­eyr­is­sjóðir eru að jafn­aði á meðal stærstu fjár­festa í þeim sjóðum sem sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækin stýra. Þeir eiga því óbeint við­bót­ar­hlut í gegnum hlut­deild­ar­skír­teini sín í þessum sjóð­u­m. 

Þá hafa eign­ar­hlutir sem skráðir eru í eigu hinna þriggja bank­anna á íslenska mark­aðnum líka auk­ist. Þar er í flestum til­vikum lík­leg­ast um að ræða fram­virka samn­inga sem þeir hafa gert við við­skipta­vini sína, en ekki við­skipti fyrir eigin bók. 

Auglýsing

Kvika er nú skráður með 1,68 pró­sent hlut í Arion banka, Íslands­banki með 1,44 pró­sent hlut og Lands­bank­inn með 1,09 pró­sent hlut. 

Vand­séð að selja Íslands­banka án aðkomu líf­eyr­is­sjóða

Sam­kvæmt ákvörðun Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, verður ráð­ist í sölu á 25 til 35 pró­sent hlut í Íslands­banka í maí eða júní. Til­lagan gengur út á að hver og einn kaup­andi megi í mesta lagi kaupa 2,5 til 3,0 pró­sent hlut. Virði þess hlutar sem stefnt er að því að selja í þessu kasti er allt að 65 millj­arðar króna miðað við eig­in­fjár­stöðu Íslands­banka, þótt enn eigi eftir að fram­kvæma verð­mat á bank­an­um.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið benti á í umsögn sinni um sölu­á­formin að vand­séð væri að selja hluti rík­is­ins í Íslands­banka án aðkomu líf­eyr­is­sjóð­anna nema að erlendir fjár­festir komi að borð­inu. Áhuga­samir slíkir eru hins vegar ekki sjá­an­legir eins og er og stjórn­völd búast ekki við áhuga að utan. Aðrir inn­lendir fjár­festar eru ein­fald­lega með bol­magn til að kaupa svo stóran hlut í bank­anum án þess að skuld­setja sig veru­lega.

Alls­konar hags­muna­á­rekstrar

Í umsögn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um sölu­á­formin var í fyrsta lagi bent á að sjóð­irnir væru þegar stórir eig­endur í bæði Arion banka og Kviku banka, þar sem líf­eyr­is­sjóðir á meðal 20 stærstu hlut­hafa eiga sam­tals tæp­lega 24 pró­sent hlut.

Í öðru lagi yrði að hafa í huga að líf­eyr­is­­sjóð­irnir eigi í mörgum til­­vikum hags­muna að gæta sem eig­endur helstu við­­skipta­vina bank­anna, en leið­andi hlut­verk líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins, sem vaxið hefur að umfangi um mörg þús­und millj­­arða króna á fáum árum, í end­­ur­reisn íslensks hluta­bréfa­­mark­aðar eftir banka­hrunið hefur gert það að verkum að þeir eiga allt að helm­ing, beint og óbeint, allra hluta­bréfa í skráðum félög­­um. Þar er oft um að ræða félög í sam­keppni við hvort ann­að, til dæmis í fjar­­skipt­um, trygg­inga­­starf­­semi og fast­­eigna­­rekstri. 

Í þriðja lagi lagi séu líf­eyr­is­­sjóðir við­­skipta­vinir bank­anna á ýmsum svið­­um. Þeir taki því þátt í fjár­­­mögnun bank­anna, eru meðal ann­­ars fjár­­­festar í verk­efnum banka og sjóða á þeirra vegum og þiggja marg­vís­­lega ráð­­gjöf frá bönk­­un­­um.

Síð­­­ast en ekki síst yrði að horfa til þess að líf­eyr­is­­sjóð­irnir séu á sama tíma að nokkru leyti í sam­keppni við bank­ana á lána­­mark­aði. „Líf­eyr­is­­sjóð­irnir keppa við bank­ana á íbúða­lána­­mark­aði en einnig veita þeir bönk­­unum ákveðið aðhald á sviði fleiri teg­unda lána með því að fjár­­­festa í sjóðum sem stofn­aðir hafa verið til kaupa á skulda­bréfum fyr­ir­tækja. Eign­­ar­hald líf­eyr­is­­sjóð­anna á bönk­­unum virð­ist þannig geta haft til­­­tekna hags­muna­á­­rekstra í för með sér fyrir líf­eyr­is­­sjóð­ina.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar